Vísir - 28.03.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 28.03.1972, Blaðsíða 9
Visir. Þriðjudagur 28. marz 1972 9 HLAUPIÐ HINDRAR ÖRÆFA- FERÐIRNAR en ferðir í áttina þó „með útúrdúrum" Margir hugsa sér til hreifings i páskafriinu. Innanlandsferðirnar, bæði á skiðastaði og aðra staði til að skoða náttúruna, eru af ýmsu tagi. öræfaferðirnar eru týpiskar páskaferðir, en nú hefur komið babb i bátinn, þar sem er Skeiðarárhlaupið. Það er einsýnt, að ekki verður komizt yfir vötn- in nú i þessum páska- ferðum. Það virðist þó ekki draga úr áhuganum á páskaferðunum austur, á leið til öræfa, enda margir, sem vilja komast i námunda við Sulu og Sandgigju- kvisl og skoða verksummerki eftir hlaupið þar. Guðmundur Jónasson verður með sina ferð eins og venjulega. Hann segir: — Fólkið er jafnvel ennþá æstara i að fara núna en áður. Það hefur mikið verið hringt og spurt um ferðina. Það kvað vera mikil lón þarna austur frá og verður einum degi eytt þar, siðan verður farið inn i Núps- staðarskóg. Eg vona, að góða veðrið fari að koma og að snjókoman núna merki, að páskahretið sé búið. Þá verður möguleiki á að fara inn i Þórsmörk. Um 60 manns hafa látið skrá sig i ferðalag með Guðmundi yfir páskana og þeim er heitið ýms- um útúrdúrum i bakaleiðinni til þess að bæta upp, að ekki er hægt að fara i öræfasveitina. Njáll Simonarson hjá Ferða- skrifstofu Úlfars Jacobsen sagði: — Það er nú alveg fyrirsjáanlegt, að ekki er hægt að fara i öræfa- Skeiðarárhlaupið sem beljar niður sandana eins og sést á myndinni kemur í veg fyrir, að ferðalangarnir með þeim Guðmundi og úlfari komist i öræfasveitina um þessa páska. sveitina og ekki lengra en að Sandgigjukvisl. Það hefur brotn- að svo mikið úr bökkunum, að það er vonlaust að komast yfir hana. En það verður farið yfir Súlu og upp að jökli og reynt að sýna fólk- inu, hvar áin brýzt fram undan jöklinum. Það verður einnig farið um Meðallandið, Þykkvabæ, Mýrdalinn, Hjörleifshöfða og i Þórsmörkina, upp með Þjórsá og að Búrfellsvirkjun og jafnvel að Sigöldu. Við höfum orðið að breyta ferðalaginu dálitið út af hlaupinu. Milli 80 og 90 manns hafa skráð sig i íerðina. Hjá Ferðafélagi Islands íengum við upplýsingar um páskaferðir á vegum þess. Farið verður i fimm daga Þórsmerkur- ferð og aðra 2 1/2 dags i Þórs- mörk. Einnig verður farið i fimm daga Hagavatnsferð. Ferðafélagið efnir einnig til eins dags ferða i'yrir þá, sem vilja ekki fara i lengri ferðalög um páskana. Um ýmsar ferðir er að velja. A skirdag verður l'arið á Vifilsfell, l'östudaginn langa i Lækjarbotna og Sandfell, laugar- daginn i Bláfjöll, og er það skiða- ferð, á páskadag á Helgal'ell og Valahnjúka, og annan i páskum er strandganga Irá Straumsvik og i Kúagerði. -SB- Straumur fólks úr landi páskar œ vinsœlli sem ferðatími — og eiginkonur fá að fljóta með í verzlunarferðir Páskar eru að verða mjög vinsæll timi til ferðalaga, og er vist um það, að mjög margir munu leggja land undir fót eða hjól innanlands. Einnig freistast margir til að fara til útlanda. Eftir þvi sem ferða- skrifstof umenn i Reykjavik segja, þá munu um 1000 manns vera á þeirra snærum út og suður um páskahelg- ina. Útsýn og Sunna selja sem jafnan fyrr í ferðir til Spánar um- fram önnur lönd, og munu tals- vert yfir 700 manns vera á vegum þessara ferðaskrifstofa á Mæjorku, Malaga og viðar. Allar ferðaskrifstofurnar hafa svo selt i ferðir Flugfélagsins til Kanarieyja, og eru þar nú á veg- um Útsýnar einnar 125 manns — fóru i morgun með þotu F.t., og komust færri en vildu. Þotan tekur aðeins 125 farþega, og sátu 40 manns heima með sárt ennið, þar sem ekki var pláss fyrir þá i vélinni. Ferðaskrifstofan Landsýn hefur einbeitt sér að sölu ferða til Austur-Evrópulanda, svo sem Júgóslaviu — og væntanlega hefur hópur fólks ætlað sér þangað núna, en hætt er við, að bólusóttin, sem Júgóslavar eru nú að berjast gegn, hafi sett strik i reikninginn. Forstöðumaður Landsýnar er nú i Júgóslaviu, væntanlega að semja um hóp- ferðir tslendinga þangað austur i sumar. En það er hægt að fara til út- landa án þess að vera i Sunnu- eða Útsýnarhóp. Ferðaskrifstofa rikisins áætlaði, að á hennar vegum væru 50-60 manns i útlöndum nú yfir páskana, og sennilega hafa hóp- ferðaskrifstofurnar, svo sem Úrval, Sunna og Útsýn, einnig skipulagt ferðir fyrir svipaðan fjölda einstaklinga. Þvi mun óhætt að ætla, að a.m.k. 1000 manns séu erlendis yfir páskana og á snærum ein- hverra isl. ferðaskrifstofa. „Það hefur færzt mjög i vöxt, að menn notuðu þennan tima, páskana, til að sameina verzl unarferðir einhverju frii”, var okkur sagt hjá Útsýn — og enda auglýsir ein ferðáskrifstofan nú ferðir i stórum stil fyrir verzlunarmenn, segir i auglýs ingunni, að ferðirnar séu „svc ódýrar að þér hafið efni á að takc eiginkonuna með”. Hlýtur að vera gaman að vera eiginkona á svo dýrlegum timum. -GG. GHIS.TI.NA PftLLMA Þessi mynd var tekin á Arenal ströndinni á Mæjorku, en sá staður er nokkuð utan viðhöfuðborg sólbaðseyjarinnar, Palma. Sennilega eru nú uppundir 1000 islendingar að veltast i sandinum þarna núna og um páskana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.