Vísir - 28.03.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 28.03.1972, Blaðsíða 13
Vísir. Þriöjudagur 28. marz 1972. 13 sfcc/ Þjóðarmetnaður og Kana- sjónvarp Rithöfundafélag íslands gerði samþykkt á almennum félags- fundi sinum á dögunum um ameriska sjónvarpið á Kefla- vikurflugvelli. Er það lýst án- ægju með viðleitni útvarpsráðs að fá lokað sjónvarpinu i herstöð- inni. Einnig lætur fundurinn i ljós furðu yfir þeirri tregðu, sem rit- höfundar telja að sé til að fram- fylgja skilmálalausum fyrirmæl- um laga um einkarétt Rikisút- varpsins á þessum vettvangi. Einnig segjast rithöfundar undr- ast meðferð hérlendra stjórn- valda á málinu. „Væntir fundur- inn þess, að ekki verði lengur un- að þeirri lögleysu, sem hefur ver- ið látin viðgangast, heldur verði undinn bráður bugur að þvi að af- greiða málið i samræmi við lög og þjóðarmetnað”, segja þeir. Bretar enn iðnir. . . Brezku togararnir eru enn iðnir i landgrunninu með veiðiskap sinn. Fjörutiu voru þeir brezku tog- ararnir, sem voru inn við 12 milna linuna, þegar landhelgisgæzlan taldi togarana umhverfis okkur i fyrradag. V-Þjóðverjar voru hálfdrættingar og vel það með 21 togara og Belgar með niu togara, a-þýzkir voru með aðeins einn togara, alls 71 skip. Kveðja gamlan og góðan starfsmann Loftleiðir eru þessa dagana að kveðja enn einn af frumherjunum erlendis, það er H. Davids-Thom- sen, forstjóri i Danmörku, sem er að láta af störfum eftir 17 ára starf við erfið skilyrði og mikla baráttu. Við af honum tekur Milton Lundgren, sem hefur starfað sem svæðisstjóri Loft- leiða i Danmörku siðustu mán- uðina. Nú er það keppni við pianóið Norrænir tónlistarmenn af yngri kynslóðinni hafa undanfarin þrjú ár háð með sér keppni, fyrst strokhljóðfæraleikarar, þá blásturshljóðfæramenn, söngvar- ar, — og i ár eru það pianóleikar- ar, sem keppa, en á næsta ári kemur röðin að siðasta hópnum og þeim minnsta, orgelleikurum. Norrænu télögin hafa stjórn á keppni þessari, en keppt er um 15 þús. danskra kr. verðlaun og önnur að upphæð 10 þús. d. kr. Fer úrslitakeppnin fram i Reyk- javik að þessu sínni 6.-8. október. Forkeppnin hér heima, þar sem keppt er um 5 þús. og 3500 d. kr., fer fram 16.—17. sept., og ættu keppendur að snúa sér hið fyrsta til Norræna félagsins. Tvö rit um land- helgismál. Rikisstjórnin hefur gefið út -48 siðna kynningarrit um land- helgismálið og Sjáfstæðisflokkur- inn annað 27 siðna. Rit stjórnar- innar er litprentað á ensku og verður það meðal annars sent 500 erlendum blöðum i 125 rikjum, eða nær öllum rikjum heims. Ritið nefnist Ieeland and the Law of the Sea, og hefur Iiannes Jónsson blaðafulltrúi samið bað. Þar er gerð grein fyrir rökum islendinga fyrir útfærslu land- helginnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið út kynningarrit á sjónar- miðum flokksins i þessumikilvæga máli. Fjallaðer um grundvöllinn að sókn tslendinga i landhelgis- málinu, stjórnmálasigur 1961, þróun alþjóðaréttar og ályktanir Alþingis fyrr og siðar. Eldheitur ,,koss” Þeir voru margir bileigendurnir, sem-ekki vöruðu sig á hálkunni um helgina, — og sjálfsagt varð mörgum hált á þvi peningalega. Þessi eldheiti koss á mótum vegarins um Þrengsli og yfir Hellisheiði hefur kostað nokkra skildinga. Myndina tók Þröstur Eyvinds. OSIA PINNAR Hér eru nokkrar hugmyndir en, möguleikarnir eru ótakmarkaóir. Leggið heilan valhnetukjarna ofan á teninga af goudaosti. 2. Vefjið skinkulengju utan um staf af tilsitterosti, setjið sultulauka efst á pinnan og skreytið með steinselju. 3. Skerið gráðost í teninga, ananas í litla gcira, reisið ananasinn upp á rönd ofan á ostinum og festið saman með pinna. Helmingið döðlu, takið steininn úr og fyllið með gráðostlengju. 5. Skerið tilsitterost í teninga, setjið lifrakæfubita ofan á ostinn og skreytið með agúrkusneið og stein- selju. 6. Mótið stafi úr goudaosti, veltið þeim upp úr þurrkaðri papríku og skreytið með sultulaukum. Setjið ananasbita og rautt kokkteilber i ofan á geira af camembert osti. 5 8' 1 Setjið mandarínurif eða appelsínu- | bita ofan á fremur stóran tening af r port salut osti. T 9. S Festið fyllta olífu ofan á tening af port salut osti. Skreytið með stein- selju. il m Sj t»:: 8. vetur, sumar.VOR . og haust FljúgiÓ utan i vor nneó Flugfélaginu mmm mnim - - j " rnuwwi Á öllum árstímum býður Flugfélagið yður Nú er tími vorfargjaldanna. Venjuleg far- tíðustu, fljótustu og þaögilegustu ferðirnar gjöld lækka um þriðjung til helztu stór- og hagstæðustu kjörin með þotuflugi til borga Evrópu. Evrópulanda. Það borgar sig að fljúga með Flugfélaginu. Hvergi ódýrari fargjöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.