Vísir - 13.04.1972, Blaðsíða 9
VÍSIR. Fimmtudagur 13. april 1972
9
Fœrri og fœrri
borða heima
— það er þróunin víða um lönd, þar sem fólk kýs heldur að
snœða í matsal vinnustaðanna eða á matsölustöðum
Færri og færri borða
heima hjá sér. Þetta er
þróunin í Danmörku, í
Bandarík j unum er hún
komin enn lengra og hér á
íslandi er hún þegar hafin.
Vöxtur borgarinnar hefur
sitt að segja og einnig það,
að konur vinna úti í ríkara
mæli en áður. Þessi þróun,
sem á sér stað víða í
heiminum, hefur ýmis
áhrif.
Danskur hagfræðingur
kemst m.a. að þeirri niður-
stöðu, að danska þjóðin
muni smám saman draga
úr þvi að birgja sig upp af
mat úr smásöluverzluninni
vegna þess, að hráefnin og
hálfunnu vörurnar eru í
auknum mæli keyptar af
matsölustöðum, af öllum
tegundum, en ekki af
heimilinu. Það tengist því,
að næstum allir, sem vinna
úti — og þá er átt við Dan-
mörku — kaupi sér tilbúna
máltið úti í bæ.
1 grein um neyzluvenjur fólks
og breytingar á þeim segir
prófessorinn Max Kjær-Hansen,
að ýmsar breytingar i þjóðfélags-
háttum hafi haft áhrif á neyzlu-
venjur. Hann nefnir þrjó dæmi.
Jafnrétti kvenna og karla ávinnu-
stöðum og i samfélaginu. Af-
leiðingar hinnar nýju afstöðu
æskunnar, ótvirætt hlutverk
rikisins, sem innkaupanda mikils
hluta neyzlu borgaranna.
Stöðugt fleiri konur hafa
byrjað að vinna úti i Danmörku
siðustu 30 árin. Að tuttugu árum
liðnum sé það næstum öruggt að
mestur hluti þeirra muni vinna
úti.
Þeir drekka kaffisopann sinn, sem þeir kaupa á vinnustaðnum.
Það hafi i för með sér, að þær
hætti að vera aðalinnkaupa-
stjórár heimilanna að aðalstarfi
eins og áður. Afleiðingarnar séu,
að endurskipulagningar þurfi við
að sjá fyrir sameiginlegum
þörfum heimilanna, sem áður
hafi verið hlutverk konunnar að
sjá um.
Það verði færri manneskjur og
minni timi til að sinna venju-
bundnum heimilisstörfum og
samtimis séu betri ráð á þvi að
bæta það upp með innkaupum á
þjónustu og vörum tilbúnum til
néyzlu. Um leið skapi það nýtt
mynstur fyrir innkaup og neyzlu.
Svokölluð uppreisn æskunnar
hafi einnig áhrif á þróunina.
Æskan hafi vaxandi áhrif á eftir-
spurnina með auknum fjárráðum
og auknum sjálfsákvörðunar-
rétti. Þetta komi nú þegar fram i
klæðnaði og tómstundaþörfum.
Að lokum hlutverk rikisins og
opinberra stofnanna. 1 byrjun
aldarinnar hafi skattar numið um
það bil 10% þjóðarteknana nu
nemi það um það bil 50%.
Þannig hafi möguleikinn á
eftirspurn i neyzluvörur frá
neytandans hállu minnkað úr 90%
tekna þeirra niður i 50%, um leið
og eftirspurn hins opinbera eftir
tekjum nemi 50% i heild af tekj-
um ibúanna.
Nefna megi tvennt sem hafi
áhrif og muni hafa mikil áhrif á
þróunina. Neyzluvenjur breytist
og endastaður neyzluvaranna
flytjist i auknum mæli frá hinum
einstaklingsbundna neyzlu-
markaði yfir til stofnana-
markaðsins, mátsöluhúsa o.s. frv.
t öðru lagi muni nýskipan á um-
setningu setja sin mörk á hina
minnkandi smásöluverzlun i
framtiðinni.
Nú sé aðeins litið keypt inn af
brauði, smjöri, og áleggi til þess
að neyta i hádeginu heima fyrir
eða i vinnunni. Næstum allir i at-
vinnulifinu kaupi sér tilbúna mál-
tið, annaðhvort frá smurbrauðs-
verksmiðjum eða matsölu-
stöðum, sem séu nú næstum alls-
staðar fyrir hendi á vinnustöðum.
Umsetning þeirra nálgast
miljarði á 'ari.
Einnig sé annarra máltiða i
meira mæli neytt úti. Kvöld-
verður sé i auknum mæli snæddur
úti eða keyptur tilbúinn til neyzlu
á heimilunum.
Framtiðarspá fyrir Bandarikin
þar sem þróunin sé tiu árum á
undan þróuninni i Danmörku
hvað viðkemur að fólk borði úti,
VANDAMÁL VANDAMÁLANNA RÆTT Á RÁÐSTEFNU HER
Augu manna hafa opnazt á sið-
ustu árum fyrir þvi, að jörðin,
loftiö yfir henni og heimshöfin
sjálf, eru að verða að ruslakistu.
Til að ibúar hnattkringlunnar
kafni nú ekki i eigin rusli hafa
stjórnvöld og alþjóðastofnanir
brugðið hart og skjótt við. öll til-
tæk ráð eru notuð i baráttunni við
mengunina, hvar sem hún finnst.
Já, þetta er sannkallaður höfuð-
verkur, hugsar hann liklega
Nigeriumaðurinn, sem hér situr á
milli fulltrúa Mexikó og Noregs á
ráðstefnunni um varnir gegn
mengun sjávar, en sú ráðstefna
stendur yfir þessa dagana i Loft-
leiðahótelinu.
Laxness fær doktorinn
Eftir eitthvert japl, jaml og
fuður i heimspekideild Háskóla
íslands var einróma samþykkt að
sæma Halldór Laxness titlinum
„doctor litterarum Islandicarum
honoris causa” i tilefni af 70 ára
afmæli rithöfundarins 23. april
n.k. Á fundi Háskólaráðs var
heiðurskjörið svo staðfest sam-
hljóða. Laxness mun veita
doktorsskjali sinu viðtöku kl. 14 á
afmælisdaginn.
riNNi
= SÍÐAN I
Umsjón:
Svanlaug Baldursdóttir
sýni, að á áratugnum 1970-1980
muni 50% færri borða heima en
a'ður.
Það sé engin vafi á þvi, að sama
þróunin sé að gerast i Danmörku.
Innan fárra ára muni flestra
máltiða verða neytt utan
heimilanna. Það hafi i för með
sér, að innkaup i matvöru-
verzlunum muni minnka mjög
mikið.
Breyting frá neytendamarkaði
einstaklingsins til stofn-
markaðsins sé einnig á öðrum
sviðum en i matvöruverzluninni.
Það hafi komið i ljós i þvi hversu
mikið heimilin viði að sér af
teppum, vélum og húsgögnum.
Þróunin sé hafin i Ban-
darikjunum og Danmörk komi á
eftir. Fleiri og fleiri hlutir til
heimilisnotanna séu leigðir af
húsgagnaleigusölum i stað þess,
að ibúarnir kaupi vöruna
Tilhneiging sé i þá átt að leigja
fremur en kaupa dýra hluti. Þar
sem þaðsé, muni neytandinn ekki
kaupa vöruna inn heldur stofnun
eða fyrirtæki. Einnig sjái hið
opinbera um þarfir ibúanna á
ýmsum sviðum, sérstaklega á
menningarsviðinu og stjórnsýslu-
sviðinu.
Prófessorinn sér fram á mikla
hnignun i smásöluverzlun. Hann
hugsar lil þess aö um það bil
helmingnum af stórum vöru-
húsum og stórum sérverzlunum i
Kaupmannahöfn hefur verið
lokað og hvað hinum litlu mat-
vöruverzlunum hefur fækkað.
Þar virðist um þróun að ræða,
sem ekki hafi enn komizt i há-
mark.
Þá segir hann, að hinn skammi
timi til innkaupa skapi hús-
móðurinni ekki tækifæri til að
heimsækja röð af sérverzlunum.
Það verði að safna miklu vöruúr-
vali i fáar verzlanir. Hinn stutti
timi, sem konan hefur til umráða
krefjist einnig fljótlegrar af-
greiðslu, simapantana, auðvelda
borgun varanna og flutning.
Þess vegna sé að vænta
breytinga, endurnýjunar i vöru-
umsetningu og breytingar á
markaðsstjórnuninni. 1 aðalat-
riðum muni sölustarf færast meir
yfir til stofanmarkaðarins.
Framleiðendur koma að miklu
leyti i stað heildsala og smásala
og aukning verða i stórverzlun
þar sem vörutegundir sér-
verzlana og venjulegra verzlana
verði sameinaðar. -SB-
Kaupið
fjöður
berjumst
gegn
blindu
Söludagar 15. og 16. april
Lionsumdæmiítá Isiandt