Vísir - 13.04.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 13.04.1972, Blaðsíða 7
VtSIR. Fimmtudagur 13. april 1972. cTMenningarmál 7 FAUVALTLIIKI LÍFSINS EITTHVERT ásjárverð- asta efni, sem sjónvarpið sýnir að staðaldri, hafa iðu- lega verið tiltölulega langir myndaflokkar um hálf- fræðileg efni. Flestir þessara flokka hafa verið brezkir, en nú í vetur hefur þó verið á dagskrá siíkur myndaflokkur af öðru og suðlægara ætterni. Þará ég við ítalska myndaflokkinn um hafið. Einhverra hluta vegna hef ég ekki getið hans fyrr í þessum pistlum en þykir rétt að draga það ekki öllu lengur, þótt ekki sé til annars en þakka fyrir að hafa fengið að sjá hann. Þessi myndaflokkur hefur sameinað það tvennt að vera heldur skemmtilegur á að horfa og einkar fróðlegur. Og hann virðist auk þess vera vand- virknislega unninn, og i hverjum þætti er þvi efni sem fyrir er tekið gerð furðu tæmandi skil; itölsku höfundarnir láta sér semsé ekki nægja að raða einhvern veginn saman sundurlausum svipmynd- um og kalla það kynningarmynd um ákveðið efni. Eftir ■ Kristján Bersa ' : Olafsson : Ég sá það einhvers staðar i blaði um það leyti, sem þessi flokkur var að hefja göngu sfna, að það væri undarlegt ef Italir gætu kennt íslendingum eitthvað um hafið. En þótt það sé aldrei nema satt að engin þjóð er jafn- háð hafinu og við Islendingar, verður að gæta þess í fyrsta lagi að það er ekki nema örlítið og fábreytt brot af heimshafinu öllu, sem við höfum kynni af, og í öðru lagi er það einungis litill og minnkandi hluti þjóðarinnar sem þarf að standa i beinum við- skiptum við ægi. Hafið býr yfir mörgu, sem við getum ekki haft hugmynd um af eigin raun einni saman, en hins vegar má gera ráð fyrir að nábýli okkar við út- hafið geri okkur flestum öðrum forvitnari um eðli þessarar mátt- ugu höfuðskepnu. Þessari forvitni hefur italska myndaflokknum tekizt að svala að nokkru, og það er aðeins til marks um ágæti þessara mynda, að þær virðast ná til allra aldurs- flokka. Ég hef horft á flestar myndirnar með talsverðri athygli, en þó hygg ég að þær hafi náð enn sterkari tökum á börnum minum, sex og sjö ára gömlum. Þau hafa ef eitthvað horft á þessar myndir með enn meiri at- hygli en auglýsingarnar, sem þó eru löngu alræmdar fyrir að vera það sjónvarpsefni, sem bezt gengur i augun á börnum. Hvaó er siðmenning? A MANUDAGSKVÖLD hófst i sjónvarpinu nýr myndaflokkur, sem mun taka við af þeim italska. Þar rekur brezki listfræðingurinn Kenneth Clark sögu vestrænnar menningar á persónulegan og lifandi hátt. Um þennan flokk er að sjálfsögðu ógerlegt að segja neitt eftir aðeins eina mynd, en upphafið lofar góðu. Frásögn Clarks var litrik og lifandi, og það er þakkarvert að sjónvarpið skuli hafa staðizt þá freistingu að þagga niður i honum og láta flytja tal hans á islenzku, kannski i vafasamri þýðingu. Það er eitt- hvert hvimleiðasta einkenni alltof margra fræðslumynda i sjón- varpinu að ekki skuli látið nægja að birta þýddan texta neðanmáls, heldur burðast við að flytja islenzku þýðinguna munnlega með. (Og þó tekur út yfir þegar frumtextinn heyrist undir niðri eins og daufur ómur i fjarska). Þessi fyrsti þáttur fjallaði um fyrri hluta miðalda, timabilið frá falli Rómaveldis til kristnitöku á fslandi. Sjálfsagt mætti segja sögu þessa timabils öðruvisi en Clark gerir, leggja aðrar áherzlur og dæma sumt á annan veg. En túlkun hans var sannfærandi og honum tókst að sýna á talsvert dramatiskan hátt, hve mjóu munaði að menningararfleifð Grikkja og Rómverja færi for- görðum i myrkri miðaldanna. Almennt munu nútimamenn hrósa happi yfir að svo illa tókst ekki til, en þó veit enginn og getur ekki vitað, hver hefði orðið saga heimsins, hefði hin klassiska menning hlotið svo óblið örlög. Það eitt er vist að sagan hefði orðið allt önnur en hún varð. En þar með er ekki sagt að útkoman Tilkynning frá félagsmálaráðuneytinu Rikisstjórnin hefur með visun til laga nr. 94/1971 ákvæðis til bráðabirgða, á- kveðið, að húsaleiga, er fylgir verðlags- visitölu samkvæmt samningi, skuli að svo stöddu ekki hækka frá þvi sem visitölur þær, sem giltu i nóvember 1970 leyfa. Félagsmálaráðuneyti, 10. april 1972. Heilsurœktin The Health Cultivation hefur flutt starfsemi sina i Glæsibæ. Ennþá eru nokkrir morgun-og dagtimar lausir fyrir dömur. Ennfremur eru lausir timar fyrir herra, sérstakir hjónaflokkar, meiri fjölbreytni. Ath. breytt símanúmer 85655. I)júpa vik á Ströndum: par var aour Diomiegur slldarbær sem nú er fallinn í gleymsku og þögn. hefði endilega orðið lakari veröld en sú sem við byggjum i dag, hún hefði fyrst og fremst orðið öðru- visi. Hvar er nú feðranna frægð? HRUN RÓM AVELDIS leiðir hugann að fallvaltleik lifsins, og fallvaltleiki lifsins, með öðru móti þó, var efni myndar sem sjón- varpið sýndi á sunnudagskvöldið. Sú mynd var um Djúpuvik á Ströndum, sem um skeið var blómlegur sildarbær, en nú er fallinn i gleymsku og þögn. Þessi sömu örlög hafa fleiri byggðarlög á Islandi hlotið, og það vekur ævinlega hljóðlátan trega að koma á slika staði, jafn- vel að sjá þá aðeins á mynd. Hins veear er bað fiarska eðlileeur hlutur að slikir staðir skuli vera til, þeir eru óhjákvæmileg minnismerki þeirrar atvinnu- og þjóðfélagsbyltingar sem átt hefur áér stað á Islandi á þessari öld. Og það er rómantiskur barna- skapur að gera sér vonir um aö þeir geti nokkru sinni vaknað aftur til horfinnar frægöar. En þaö er hollt manni aö staldra þar við og hugleiða það sem einu sinni var, þótt ekki sé til annars en minna á það að nútiminn er ekki einangrað skeið sögunnar, heldur rökrétt afleiðing af fortiðinni. Og það skaðar ekki að muna eftir fallvaltleikanum I leiðinni. ÞESSIR LISTAR OG HORN Þetta gæti verið yðar heimili (-Svo auðvelt að góður eiginmaður setur það upp á einni kvöldstund-) i 3 tcgundum cru nú loksins komnir aftur, og þeir sem pantað hafa, vin- samlega sæki þá nú þegar. Meö þessum gylltu . listum og snúnum hornum, sem gcfa ótal möguleika, hafið þér nú tækifæri til að breyta húsakynnum yðar i hlýleg og vistleg húsakynni, i stuttu máli sagt, ef komast má þannig að orði, breytt „hreysi i höll”. Jafnt fyrir nýbyggingar og eldri hús fellur þetta ótrúlega vel inn i um- hverfið. Þetta hcfur verið notað i aldaraðir og þá sérstaklega i Krakklandi, en hcfur núna á undanförnum árum skotið upp kollinum aftur, og fyrir svo ótrúlega lágt verð, þökk sé vélaetfMuningunni, að liver og cinn getur nú veitt sér þeúnan „lúxus". Gömul húsgögn, rúmgaflar, hurðir, skápar, og hillur að ógleymdum veggjum verður nú sem nýtt • eftir ásetningu Rococco guli-listanna. Þessir listar og horn fást eins og svo margt annaö aðeins hjá okkur. Yður er velkomið að koma i verzlanir okkar og kynna yður hina ótæmandi möguleika, sem þessir iistar og horn veita. 0 KfAiVMS Skólavöröustíg 8 og Laugaveg ll (Smiðjustiasmegin)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.