Vísir - 17.04.1972, Blaðsíða 5
VtSIR. Mánudagur 17. april 1972.
5
í MORGUN ÚTLÖNDÉ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND É MORGUN ÚTLÖND
Umsjón:
PORTÚGALAR GERA
ARÁSIR A
Stjórn Afrikurikisins
Tansaniu mótmælir
harðlega framferði
Portugala, sem stjórnin
sakar um að hafa gert
loftárásir á landið.
Tansaniustjórn segir, að lands-
menn muni verja land sitt af
fremsta megni.
1 yfirlýsingu i gær er sagt, að
Tansania muni halda áfram að
aðstoða þjóðfrelsishreyfingar,
sem berjast i nýlendum Portú-
gala.
TANSANIU
Portúgalskar herflugvélar hafa
siðustu daga skotið á þorp eitt i
Suður-Tansaniu, skammt frá
landamærum Tansaniu og
portúgölsku nýlendunnar
Mósambik, að sögn frettamanna i
•Daressalaam, höfuðborg
Tansaniu.
Stjórnin þar segir, að ein
portúgölsk flugvél hafi verið
skotin niður á föstudaginn. Siðan
hafi flugvélar enn skotið á þorpið
Kitaya i tvær klukkustundir á
laugardag. Einn hermaður hafi
heðið bana i þorpinu á föstudag,
en ekkert manntjón orðið á
laugardag.
Haukur Helgason
Tvö járnbrautarslys
á tveimur dögum
Jarðskjálftar
í Austurríki
Öflugur jarðskjálfti varð i
austurhluta Austurrfkis og Vinar-
borg i gærmorgun.
Jarðskjálftinn mældist 5,5
Richterstig. Manntjón varð ekki,
en leiðslur brustu og nokkur hús
skemmdust nokkuð.
1 Vin stóð jarðskjálftinn i fimm
sekúndur. Myndir duttu af veggj-
um. Skelfing greip fólk i fjölbýlis-
húsum i bænum Linz, en betur
fór, en á horfðist.
85 hafa beðið bana
í járnbrautarslysum
á 14 mánuðum
í Júgóslavíu
Nýlega gerð hraðlest
rakst á vöruflutninga-
iest og fór af sporinu i
Júgóslaviu i gær, i þann
nuind sem nefnd var að
rannsaka tildrög járn-
brautarslyss, sem varð
á laugardag. i slysinu á
laugardag biðu tveir
farþegar bana, og 42
slösuðust.
Hermenn Norður-Vietnama, skriðdrekar og fótgöngulið i orrustu.
Miklar deilur í Bandaríkj-
unum um loftórósirnar
Bandariskar flugvélar
skutu niður þrjár
orustuflugvélar fyrir
Norður-Vietnam i gær
fyrir suðvestan Hanoi
höfuðborg N-Vietnam.
Bandarikjamenn hafa
hafið miklar loftárásir á
Norður-Vietnam.
Norður-Vietnamar segja, að
loftárásirnar á Hanoi og Haip-
hong sé tilraun til að neyða þá til
að fallast á skilmála Bandarikja-
manna þrátt fyrir ,,þá ósigra,
sem Bandarikjamenn hafi beðið á
vigvöllunum”, eins og það var
orðað.
Stórar sprengjuflugvélar réð-
ust á lið Norður-Vietnama og
þjóðfrelsishreyfingarinnar, sem
situr um bæinn An Loc, 60 kiló-
metra norðan Saigon i S-Vietnam,
i gærkvöldi og snemma i morgun.
Liðinu hafi ekki tekizt að ná bæn-
um eftir bardaga á aðra viku og
mörg áhlaup á hann. Her-
foringjar i Saigon segja, að
norðanmenn séu i þann veginn að
hörfa frá An Loe.
Chou spáir ósigri
Bandarikjamanna.
I yfirlýsingu Norður-Vietnama
segir, að Bandarikin hafi sent
fleiri flugvélar og herskip til Viet-
nam og aukið striðið þar i þeim
tilgangi að hindra algert skips-
brot stefnu Bandarikjastjórnar i
Vietnam. Er skorað á ,,andstæð-
inga Nixons i Bandarikjunum að
koma i veg fyrir, að hann magni
striðið”.
Chou En-Lai forsætisráðherra
Kina sagði i morgun, að loftárásir
á Norður-Vietnam gætu ekki
komið i veg fyrir ósigur Banda-
rikjamanna ilndó-Kina.Hann for-
dæmi loftárásirnar á Hanoi og
Haiphong og sagði, að ný ævintýr
heimsvaldasinna skefldu enga.
,,Hvað munu aðrir halda
um Bandarikin”
spyr Muskie.
Edmund Muskie öldunga-
deildarþingmaður sagði i sjón-
varpsviðtali i gær, að hann mundi
leggja fram ályktunartillögu i
deildinni um að stöðva
skyldi allan hernað gegn Norður-
Vietnam, á landi, sjó og i lofti.
lofti.
Hann kvaðst mundu hvetja
Nixon til að hefja aftur friðar-
samninga iParis, en Bandarikja-
menn hafa ekki tekið þátt i við-
ræðunum þar, siðan sókn
kommúnista hófst i Suður-VIet-
nam.
Muskie sagði einnig, að Banda-
rikjamenn ættu að stefna að þvi
aðfá N-Vietnama til að láta lausa
bandariska striðsfanga gegn lof-
orði um algeran brottflutning
bandariskra hermanna frá Viet-
nam og stöðvum hernaðarað-
gerða gegn N-Vietnam. Hann
sagði, að Nixon hefði lagt inn á
hættubraut með þvi að hefja aftur
loftárásir á Nanoi og Haiphong og
hefði hann spillt.og jafnvel eyði-
lagt, möguleikana á að fá striðs-
föngunum sleppt. Muskie spurði
hvað fólk i öðrum löndum mundi
halda um Bandarikin, þegar þau,
öflugasta riki, heims, senda raðir
B-52 sprengjuflugvéla til að varpa
risasprengjum á litið Asiuriki.
Búizt er við, að William Rogers
utanríkisráðherra verði spurður
spjörunum úr, þegar hann kemur
á fund þingnefndar siðdegis i dag.
Andstæðingar þátttöku Banda-
rikjamanna i Vietnamstriðinu
hafa meiri hluta i nefndinni.
Yfirleitt munu demókratar á
þingi telja það hættulegt og
„ábyrgðarlaust” af stjórninni að
hefja' loftárasir á borgir N-
Vietnam, en þingmenn repú-
blikana munu yfirleitt styðja
stjórnina.
Útvarpið i Hanoi segir, að
bandariskar flugvélar hafi gert
árásir á þéttbýl hverfi i Hanoi og
úthverfi. Ellefu flugvélar hafi
verið skotnar viður, segir út-
varpið i Hanoi.
Suður-Vietnamar segjast hafa
hrakið norðanmenn út úr bænum
An Loc. bjóðfrelsishreyfing er
sögð hafa dregið að hún flagg sitt
i útjaðri An Loc, en margir hafa
talið, að kommúnistar hyggðust
taka bæinn til að gera hann höfuð-
borg stjórnar þjóðfrelsishreyf-
ingarinnar i S-Vietnam. S-Viet-
namar segjast hafa „útrýmt
leyniskyttum norðanmanna” i An
Loc.
Eldsprengjum kastað
i Gautaborg.
Hanoi og Haiphong urðu fyrir
miklum loftárasum i forsetatið
Johnsons, áður en hann stöðvaði
loftárásir.
Sovézkt skip i höfn i Haiphong
varð fyrir sprengjubrotum i loft-
árásunum, og einn yfirmanna
særðist, að sögn fréttastofu
Norður-Vietnam. Er sagt, að 30
göt hafi komið á skipsskrokkinn.
Sænski utanrikisráðherrann
Wickmann mótmælti loftárásum
Bandarikjamanna fyrir hönd
stjórnarinnar i gær. Mótmælaað-
gerðir voru i Sviþjóð. Heimatil-
búnum eldsprengjum var i
Gautaborg kastað i skrifstofuhús-
næði upplýsingaþjónustu Banda-
rikjanna, þúsundir ungmenna
tóku þátt i mótmælunum, og
óku um á mótórhjólum. Nokkrir
áhorfendur slösuðust, er ekið var
á þá, þar af einn alvarlega. Eldur
kviknaði inni i húsinu, en var
slökktur, og teppi og legubekkur
eyðilögðust.
Enginn beið bana i seinna slys-
inu. Hraðlest, sem fer milli Bei-
grad og Skopiu, ók á vörulest á
brautarstöð 120 kilómetrum suð-
austan Belgrad. Hraðlestin ók á
geymivagn með bútangasi, og
var mikil mildi, að leki kom ekki
að geymunum. Lestin ók á 30 kiló-
metra hraða, þegar áreksturinn
varð.
Sprengja viðist hafa sprungið i
hraðlestinni sem var i förum milli
Parisar og Aþenu.á laugardag.en
Belgradblað segir, að ókunnugt
sé um tildrög slyssins. Fimmtán
vagnar fóru af sporinu og ultu.
Sex vagnar brunnu til kaldra
kola.
Alls hafa nú orðið fimm meiri
háttar járnbrautarslys i Júgó-
slaviu siðustu 14 mánuði. 85
manns biðu bana i þessum
slysum.
APOLLO
GENGUR
VEL
Ný atómvopn
Bandarikjastjórn er að athuga
að flytja nýja gerð kjarnorku-
vopna til stöðva i Vestur-Evrópu,
sem séu „smærri og hreinni” en
þau, sem nú eru þar, að sögn
Melvin Lairds hermálaráðherra.
Stjórnandi ApoIIo 16 geimfarsins John Young (efst i stiganum),
Thomas Mattingly (til vinstri) og Charles Duke ganga inn í fariö.