Vísir - 17.04.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 17.04.1972, Blaðsíða 13
VISIR. Mánudagur 17. april 1972. 13 EITT SINN SEM OFTAR fór Rainer Ziech, fimm ára, I feluleik meö félögum sinum. Og það kom I hans hlut að fela sig. Það hugöist hann gera verulega vandlega svo féiögum hans tækist ekki að finna hann. I 60 feta djúpri skolplögn ofan i djúpri gryfju faldi hann sig og þóttist viss um, að þeir findy leikfélagar hans sig ekki. Og hann hafði rétt fyr- ir sér. Félagar hans gáfust upp á leitinni og gleymdu honum. En þá var það, að drengurinn uppgötvaði að hann var fastur f rörinu og gat ekki haggað sér þaöan. t stað þess að stunda feluleik var hann nú farinn ai'« leika við dauðann. Seint og um siðir fannst hann þó eftir umfangsmikla leit. Það tók byggingaverkamenn, lögreglu, slökkviliðsmenn og loft- pressumenn liðlega klukkustund að losa drenginn úr prisundinni. En á meöan naut drengurinn þess, að hafa hjálm eins og slökkviliðsmanns- ins á höföi sér. Hér eftir kveðst Reynir litli ætla bara að leika sér f brunaleik. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx X g s . —_^r>?Smurbraudstofan | X 5? x X X X X &CXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX BJQRNINN Njálsgata 49 Síml 15105 DAUÐAREFSING FYRIR FiKNI- LYFJAMORÐ Forseti Filippseyja, Ferdinand Marco, hefur undirritað lög, sem innleiða dauðarefsingu á hendur þeim fiknilyfjasölum, sem finnast sekir að fiknilyfjadauða „viðskiptavina”. Lögin hafa enn- fremur i för með sér enn strang- ari refsingar en áður fyrir fikni- lyfjasmygl — neyzlu eöa sölu. Ætti að vera orðin móðir 81. barns... Margt hafa frönsk blöð slúðrað um EHsabetu Eng- landsdrottningu. Elisabet Bretadrottning verður að taka sig saman i andlitinu áður en hún heldur til Frakk- lands. Frakkar hafa nefnilega gerð sér æði margar hugmyndir um drottninguna, sem ekki fá staöizt i raunveruleikanum. I öllu falli þótti brezka dag- blaði „Sunday Times” tilhlýði- legt að vara drottninguna við, en þeir á blaðinu hafa tekið saman lista yfir hinar ýmsu slúðursagnir franskra blaða um Elisabetu. Listinn veitir m.a. þær upp- lýsingar, að frönsk blöð hafa 92 sinnum sagt drottninguna ófriska, en fósturláti hafi hún aðeins orðið fyrir niu sinnum. Og ellefu sinnum hafa blöðin skýrt svo frá, aö Elisabet drottning væri á barmi glötunar sökum pilluáts. En sem betur fer upplýsa kunnugir, að þetta sé alltsaman tómt blaöur. Þá hafa frönsk blöð upplýst, að drottningin hafi móðgað Persakeisara ellefu sinnum, Grace furstynju af Monaco sex sinnum, en hins vegar hafi hún ekki skapraunað Fabiolu Belgiudrottningu verulega nema tvisvar. Annað slúður um Betu hefur gengið út á, að hún hafi verið að þvi komin að falla saman af taugastrekkingi 32 sinnum og 70 sinnum hafa frönsku blöðin lýst þvi yfir, að hjúskapur drottningar væri far- inn norður og niður. Nú,og svo má ekki gleyma þvi, að frönsk dagblöð hafa 27 sinnum birt fregnir af banatil- ræðum, sem drottningu hafi verið sýnd. Fregnir, sem hafa verið gjörsamlega úr lausu lofti gripnar. VOPNIÐ JÓ-JÓl Hið svokallaða jó-jó hefur um langan aldur verið vinsælt leik- fang i mörgum löndum heims og þá ekki hvað sizt i Bretlandi, þar sem það i fyrstu bar nafnið „bandkeila”. En brezkir voru ekki fyrstir til að meðhöndla jó-jó, Filipps-ey- ingar höfðu notað slikt verkfæri sem vopn frá þvi tveim öldum áður en það kom fyrst til Bret- lands. Miklar bardagahetjur höfðu einkar mikið dálæti á þessu vopni og kunnu vel að beita þvi. Vopn þetta vóg venjulega upp undir eitt pund og bandið i þvi ýmist þrir til fjórir metrar að lengd. Og aðalkosturinn við þetta vopn var auðvitað það, að steinninn kom til baka eftir að hafa rotað óvininn. „Yo-yo” er úr málýsku Filippseyinga og þýðir „komdu-komdu”. Bjóðum aðeins það bezta JANE HELLEN varalitir 3 nýir litir Háralitur, mikið úrval, hárnæring hárlakk permanent, hárlagningarvökvi, ilmvötn, Dior ilmvötn, Dior stenkvötn, COTY og MAX- FACTOR. Auk þess bjóðum við viðskiptavinum vorum sérfræðilega aðstoð við val á snyrtivörum. Snyrtivörubúðin Laugavegi 76, simi 12275. N.L.F. búðirnar auglýsa eftir eftirtöldu starfsfólki 1. Bakari óskast strax i nýtt bakari eða maður vanur slikum störfum, góð laun. 2. Vön afgreiðslustúlka óskast. 3. Maður óskast til lagerstarfa og út- keyrslu. Simar 10262 og 10263, simar á kvöldin 40363 og 26735. Húsvarðarstarf Norræna Húsið óskar að ráða i þjónustu sina hjón til húsvarðarstarfa og ræstinga, þurfa að hafa bil til umráða. Húsnæði fylgir ekki. Skriflegar umsókm skulu hafa borist Norræna Húsinu fyrir april. Starfið veitist frá 1. mai. Norræna Húsið. EYÐUBLAÐATÆKNI Námskeið i eyðublaðatækni verður haldið að Skipholti 37, dagana 24.-25.-26.-27. og 28. april n.k. kl. 9-12 f.h. Stuðst verður við nýútkominn staðal um grunnmynd eyðublaða. Efni m.a.r.Prentverk, mælikerfi, efni, let- ur, setning. Pappirsstaðlar, teikning og gerð eyðublaða. Sérstök áherzla verður lögð á verklegar æfingar. Leiðbeinandi: Sverrir Júliusson rekstrar- hagfræðingur. Þátttkaka tilkynnist fyrir 20. april i sima 82930.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.