Vísir - 17.04.1972, Blaðsíða 12
*
y
% mmmm m®m
X v'
; »
* - ■ ■
'y
*"V* < :íí5Ív ,*
x*X. v.V„,-.< '
■ «*.***■''* V<. :('• '••' -
Urvalið
vann KR
Orvalslið KSÍ sigraöi KR i
æfingaleik 1-0 á Melavellinum i
gær og var það skemmtilegur og
fjörugur leikur, háður viö hinar
beztu aðstæður.
Kina markið i leiknum var
skoraö i siðari hálfleik og átti
Guðgeir Leifsson mestan hciður
af þvi. Hann þræddi frá miðju
gegnum vörn KR, lék á einn KR-
ing af öðrum og gaf siðan knött-
inn til Hermanns Gunnarsson-
ar, sem i opnu færi átti létt með
að skora — eins og mynd Bjarn-
leifs af atvikinu sýnir vel.
Æfingar verða nú hertar hjá
landsliðinu undir stjórn nýja
landsliðsþjálfarans skozka,
McDowell, en æfingaieikir á
milli eins og við verður komið.
Baráttan stöðugt
Lokabaráttan i ensku
deildakeppninni er meö
eindæmum tvisýn — og
lítið breyttist staöan i
leikjunum á laugardaginn
hjá efstu liðunum. Derby
og Liverpool unnu auð-
velda sigra, en Manch.City
tapaði þýðingarmiklu stigi
i Coventry og kann það að
reynast afdrifaríkt fyrir
liðið í lokabaráttunni.
Smjör&Ostur
Hreysti og glaðlyndi úr nestispakkanum.
Ostur er alhliða fæðutegund. Úr honum fá
börnin eggjahvítuefni (protein), vítamín og
nauðsynleg steinefni, þ. á m. óvenju mikið
af kalki. Kalkið er nauðsynlegt eðlilegri
starfsemi taugakerfisins. Smjörið veitir
þeim A og D vítamín. A vítamín styrkir t. d.
sjónina og D vítamín tennurnar.
Gefiö þeim smjör og ost í nestið
jafn tvísýn
Leeds lék i bikarkeppninni
og á þvi fleiri leiki eftir en
hin efstu liðin.
Derby er i efsta sæti i 1. deild
með 56 stig og Manch. City er i
öðru sæti með 55 stig. Þau hafa
bæði leikið 40 leiki — eiga tvo leiki
eftir — og mætast innbyrðist á
laugardag i Manchester.
Liverpool er i þriðja sæti með 54
stig eftir 39 leiki og siðan kemur
Leeds með 53 stig eftir 38 leiki og
bæði þessi lið eiga aðeins eftir
einn heimaleik. t botninum er
staðan orðin nær vonlaus hjá
Nott. Forest, sem hefur 23 stig og
á eftir 3 leiki, og Huddersfield,
sem er með 24 stig, og á eftir tvo
leiki. C.Palace hefur 26 stig og á
eftir þrjá leiki. Onnur lið eru ekki
lengur i fallbaráttunni.
Derby vann Hudderfield
örugglega 3-0 á laugardag, en
leikmenn liðsins voru klaufar að
tvöfalda ekki þá markatölu, þvi
eins og keppnin er nú tvisýn er
hvert mark þýðingarmikið og
markatala gæti ráðið úrslitum.
Roy McFarland og Hector skor-
uðu fyrir Derby fljótlega, og
O’Hare fyrst i siðari hálfleik, en
fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir
mikla pressu.
Liverpool skoraði eftir aðeins
10 min. gegn West Ham og mistök
markvarðar West Ham, Bob
Ferguson, áttu sök á þvi marki.
Það var Toshack sem skoraði og
eftir það réð Liverpool gangi
leiksins. Highway skoraði annað
mark liðsins, en undir lokin vakn-
aði West Ham aðeins til lifsins, án
þess þó að ógna Liverpool að ráði.
Coventry var betra liðið gegn
Manch. City, en þó leit út fyrir, að
Manchester-liðið mundi hljóta
bæði stigin. Tony Towes skoraði
fyrir City á 56 min. og það var
ekki fyrr en rétt fyrir leikslok að
Mortimer tókst að jafna fyrir
Coventry. Manch.City var langt
frá sinu bezta og var raunveru-
lega heppið að ná öðru stiginu.
Tottenham tókst nú loks að
sigra Chelsea og þá var um yfir-
burðasigur að ræöa. A fyrstu 25
min. leiksins skoraði Tottenham
þrisvar — Martin Chivers tvi-
vegis og Ralph Coates og er það
fyrsta markið, sem Coates skorar
fyrir Tottenham i deildakeppn-
inni siðan hann var keyptur frá
Burnley fyrir 190 þúsund pund.
Fleiri urðu mörkin ekki og
Chelsea var einnig fyrir þvi áfalli,
að Peter Osgood var borinn af
leikvelli.
Manch. Utd. skoraði þrjú fyrstu
mörkin gegn Southampton, Best
viti, Ian Moore og Kidd, og 3-0
stóð i hálfleik, en i þeim siðari
skoraði Ron Davies tvivegis fyrir
Dýrlingana. Úlfarnir töpuðu enn
einum leiknum og nú gegn
nágrönnum sinum, WBA,
á :heimavelli. Tony Brown
skoraði eina markið i leiknum
strax i byrjun. Markhæstu leik-
mennirnir i 1. deild eru nú
Francis Lee, Manch.City, og
Martin Chivers, Tottenham, með
34 mörk, en markahæsti leik-
maðurinn á Englandi er Ted
McDougall, Bournemouth, sem
skorað hefur 44 mörk i deild og
bikar.
Efsta liðið i 2. deild Norwich
tapaði i Middlesbro og hefur nú
aðeins eitt stig umfram Millwall.
Bæði liðin hafa leikið 39 leiki og
eiga þvi þrjá eftir. Norwich hefur
52 stig, Millwall 51 og Birming-
ham kemur svo i þriðja sæti með
48 stig, en hefur leikið tveimur
leikjum minna. Liðið hefur þvi
enn mikla möguleika aö komast i
1. deild, þvi það hefur mun betri
markatölu en efstu liðin tvö.
Hreinn úrslita-
leikur ÍBK - ÍBV
i vonzkuveðri á laugardaginn
sigruöu Keflvikingar Vfking 2-1 i
meistarkeppni KSÍ og það verður
þvi hreinn úrslitaleikur, þegar
Keflvikingar og Vestmannaey-
ingar mætast i síðasta leik keppn-
innar i Keflavfk — sennilega um
næstu helgi.
Það var eiginlega útilokað að
sýna nokkra knattspyrnu eins og
veðurhamurinn var á laugardag-
inn og ekki bætti það úr skák fyrir
Viking, að bezta manni liðsins,
Guðgeiri Leifssyni, var visað af
leikvelli eftir hálftima leik, en
eitthvað orðaskak var milli hans
og dómarans, Vals Benediktsson-
ar. Vikingar léku þvi 10 það sem
eftir var — eða klukkustund.
Ekkert mark var skoraö i fyrri
hálfleik, en i þeim siðari tókst
Keflvikingum tvivegis að senda
knöttinn framhjá Eiriki Þor-
steinssyni, sem lék i marki Vik-
ings, en hann æfir sem kunnugt er
með landsliðinu sem miðherji.
Undir lokin skoraði Hafliði
Pétursson fyrir Viking úr vita-
spyrnu.
Staðan i meistarakeppninni er
nú þannig, að Keflavik hefur
fimm stig, Vestmannaeyingar
fjögur og eiga einn leik eftir, en
Vikingur eitt og hefur lokið leikj-
um sinum.