Vísir

Dato
  • forrige månedapril 1972næste måned
    mationtofr
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Vísir - 17.04.1972, Side 6

Vísir - 17.04.1972, Side 6
é VÍSIR. Mánudagur 17. april 1972. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson 'y Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 15 línuri Askriftargjald kr. 225 á mánuöi inranlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaöaprent hf. Ævintýrið um veskin góðu Menn höfðu lengi vitað, að Ólafia væri hin mesta gleðskaparkona, þótt minna færi fyrir greindinni. Það kom þvi sumum á óvart núna á miðjum vetri, hversu slyng fjáraflakona hún reyndist, þegar i harðbakkann sló. Það þarf sterk bein til að þola góða daga, sögðu menn, þegar ólafia erfði milljarðana hennar Jó- hönnu i fyrrasumar. Sparisjóðsbækur þeirrar gömlu voru tæmdar á nokkrum mánuðum og Ólaf ia lifði i dýrlegum fagnaði fram á vetur. Menn eru enn angurværir af minningunum um þessa mánuði hinnar takmarkalausu gjafmildi. Þegar mesta viman rann af Ólafiu, fór hún að telja, hve mikið fé hún mundi hafa til húshaldsins á næsta ári. Það reyndust ekki vera nema tólf millj- arðar, en þurftu helzt að vera sextán, svo nokkur höfðingbragur væri á, að dómi Ólafiu. Henni kom þá i hug, að ýmsir kotkarlar mundu vera aflögufærir með fé. Hún hugsaði til Jóns Jóns- sonar þess, sem óvart hafði orðið þess valdandi, að hún hreppti arfinn um sumarið góða. Hún fór i veski hans og hirti það, sem þar fannst. Það reyndust vera tveir milljarðar, gott búsilag. En ekki nægði þetta, svo að sækja þurfti á fleiri mið. Þá mundi ólafia eftir Geir frænda og bræðrum hans, sem bjuggu viða um land. Hún fór i veski þeirra og náði i tvo milljarða til viðbótar. Krotaði hún nokkur orð á miða og lét i veskin i staðinn. Var nú vel fyrir húshaldi hennar séð. Jóni leiddist að sjá, að veski hans var orðið tómt. Ólafia huggaði hann og sagðist með töfrum mundu geta fyllt veski hans aftur með tveimur milljörðum og þó heldur betur. Jón þerraði tárin og beið eftir kraftaverkinu, sem átti að gerast fyrri hluta júni. Skyldi þá vera hátið á heimili hans, svonefnd skatt- skrárhátið. Geir og þeir bræður söknuðu einnig fjár sins og voru hinir styggustu. Tóku þeir þá eftir miðumólaf- iu i veskjum sinum og lásu. Það kom i ljós, að þetta voru ávisanir á annan milljarðinn, sem glataður var, og skyldi hann greiðast af Jóni Jónssyni, skjólstæðingi ólafiu. Gerðu þeir bræður svo, en undu þó hag sinum hið versta. Þannig varð Jón að láta af hendi ekki aðeins tvo milljarða, heldur þrjá. Var hann nú i miklum vanda staddur, þvi að hann átti það sammerkt með Tóm- asi postula að trúa ekki fyllilega á kraftaverkið, sem átti að gerast i júni. Fór hann nú að huga að þvi, hvar hann fengi fé tií salts og grautar. Renndi hann hýru auga til dverga þeirra, sem sátu á gullkistum i klettahöllum þeim, sem bankar nefnast. Er höfuðsmaður þeirra varð þess var, að gull þeirra var i bráðri hættu statt, lét hann þau boð út ganga, að þeir skyldu sitja sem fastast á kistum sinum og ekki upp ljúka, þótt Jón Jónsson bæri sig sem aumlegast. Þessu fallega ævintýri er enn ekki lokið. En ólaf ia býr áfram i dýrlegum fagnaði. Og Jón Jónsson biður eftir kraftaverkinu i júni. Það er þvi bezt að slá hér botninn i ævintýrið, svo að tryggt sé, að það hafi góðan enda. Brytjað upp á andlegum skyldleika manns og apa Brjálaða dýrið Fræðimenn likja manninum i vaxandi mæli við það dýr, sem hann er en skammast sin fyrir að viðurkenna. Eins og margir einstaklingar manna blygðast sin fyrir ætt sina og uppruna og „blásast upp”, þannig hefur dýrið maður blás- izt upp og ofmetnazt. Fræðimenn hafa að undanförnu bent á margt i fari mannsins, sem svinar til dýra en áður var látið kyrrt liggja, þótt allir vissu, eins og nýju fötin keisarans. Bent er á likingu milli hegðunar stjórnenda stórfyrir- tækja og dýrahóps, og sumir tala um, að maðurinn sé dýr, sem hafi fengið æði. Mannfræöingurinn Rudolf Bilz spyr, hvaö dýrin muni „halda” um mannskepnuna, mættu þau frá skýra. Þau mundu segja að maöurinn hafi týnt heilbrigði skynsemi dýrsins. I reynd mætti spyrja hvort dýrarikiðíiafi efni á að halda manninum, sem sé „munaður, sem náttúran hafi leyft sér,” en hún sé að fara á höfuöið meö munaöinn, eins og sést i þvi, að maðurinn er langt kominn með að skera á liflfnu náttúrunnar, rjúfa lifskeðjuna með útrýmingu annarra lifvera. Bilz hefur orðið var við margt, sem bendir til „brjálæðis” i hegöun mannsins. Sumt af þessu gat átt við heim fyrri tima, áður ' en heimurinn breyttist vegna verka mannsins. Við lærum I skólum eitthvað Iitilræði um það, hvernig lifið verður til. Maðurinn eigi margt skylt við apa i likam- legum efnum. En litið hefur verið athugað um andlegan skyldleika manns og apa, þött andlegur skyldleiki hljóti að leiða af sömu rökum og hinn likamlegi,eins og 'augljóst er. Þetta rannáóknarefni er eitt „tabúið”, sem menn þora 1 ekki að snerta af ótta við, að sannleikurinn verði þeim til vandræða, ein heilög kýr er, að maðurinn sé nánast guð, og 'gjarnan haldið fram, að maður- inn sé skapaður i „mynd” guðs til 1 frekari áréttingar. Seinni tima rannsóknir hafa afhjúpað rök- ' leysu i hugmyndum mannsins um manninn. Hafnað fyrir stór eyru. Hvers vegna getur maðurinn stundum ekki þolaö aðra af sinni tegund, af þvi að sá hafi stór eyru, stami eða sé svartur á lit? Bilz hefur greint að fjögur stig þessarar „afneitunar” er menn afneita öðrum, sem á einhvern hátt eru fra'brugðnir þvi „normala”. ‘Framkoma þess, sem hafnar tengdabróður sinum, segir Bilz er til dæmis á lægsta stigi að gefa þeim hornauga, sem hafnað er, bæklaða drengnum og fyllikall- inum, eða þeim sem er óvenju- legur i klæðaburði eða holdum, i hvernig sem hann fellur ekki i rikjandi „kliku”, sé hún smoking- buin eða siðhærð, drukkin eða ódrukkin, einmaka eða fleirmaka i kynferðislifi, eftir þvi sem við á. 011 tökum við þátt i „afneitun” á öðrum mönnum.sem eru eitthvað „óvenjulegir”. Óttinn ræöur i rauninni þessari afstöðu. Hvað um ungu llllllllllll »»»»»» Umsjón: Haukur Helgason stúlkurnar, sem hafa stritað við að megra sig, af þvi að þeim fannst þjóðfélagið krefjast þess af þeim, vildi strákur við þeim lita annars? Hvað væri,ef fitan yrðu skyndilega ofan á og þjóð- félagið „krefðist” þess að fólk væri holdugt? Kála þeim „skrýtnu”. A aðeins hærra stigi birtist afneitun eins manns á öðrum i ill- viljuðu glotti. A þriöja stigi i illviljuðum og sóðalegum „brandara” um hinn, segir Bilz. Næst kemur aö þvi, að opinskátt er beitt valdi i viðskiptum við fórnardýrið, hvort sem honum er ýtt út úr handboltaleik i leikfimi- salnum eöa hann er laminn nokkuð. A lokastigi er fórnar- dýrinu kálað. Af skarpskyggni sinni hefur Bilz fundið samlikingu með þessari hegðun 1 „dýrarikinu”. í ýmsum tilvikum ráðast önnur dýr á það, sem vikur frá hinu venju- lega, og i sumum tilvikum gera þau út af við það. Skylt þessari hvöt mannsins er áhugi hans á að fylgjast sem bezt með þvi, hvað „náunginn” er að aðhafast. Þar eru menn að leita að „veikleika” náungans til að geta útskúfað honum að minnsta kosti, ef „þarf”. Rógur setur menn i gröfina dag hver. Hugsanleg skýring á þessum hvötum er náttúrulög málið um að þeir „færustu lifi”. 1 óbliðri náttúrúnni hefur dýrið, sem vikur fra þvi „normala” oftast litla möguleika á að lifa. Það dregur að óvinveitt dýr og stofnar hjörð- innii háska. Þaðgeturekki haldið sinum hlut um maka, fæðuöflun og slikt. I okkar heimi er þetta geggjun.

x

Vísir

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Sprog:
Årgange:
72
Eksemplarer:
22953
Udgivet:
1910-1981
Tilgængelig indtil :
25.11.1981
Udgivelsessted:
Nøgleord:
Beskrivelse:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Sponsor:
Tillæg:
Senere udgivet som:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar: 87. Tölublað (17.04.1972)
https://timarit.is/issue/237970

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

87. Tölublað (17.04.1972)

Handlinger: