Vísir - 17.04.1972, Qupperneq 9
Sterkasti
maðurinn
í heimi
bœtir enn
heimsmet!
Sovézki lyftinga-
maðurinn Vassilij
Aleksejev setti þrjú
ný heimsmet i yfir-
þungavigt á sove'zka
meistaramótinu i
Moskvu á laugardag.
Hann pressaði 236.5 kiló,
snaraði 237.5 kíló og saman-
lagt náði hann 645 kilóum og
allt eru þetta ný heimsmet i
einstökum greinum. Þar
meö hefur þessi sovézki
kraftajötunn, sem sagður er
sterkasti maður heims, bætt
heimsmetin i yfirþungavigt
— en þar eru keppendur yfir
110 kiló — samtals 52 sinn-
um.
Að þessu sinni bætti hann
metið i pressu um eitt kiló —
i snörun um 2 kiló — og
samanlagt bætti hann þetta
mikla heimsmet sitt um
fimm kiló.
Þurfti að setja nýtt
heimsmet til að sigra
— Kjell Isakson stökk 5.54 m. í stangarstökki í Kaliforníu
— Ég varð að stökkva
5,54 metra og setja þar með
nýtt heimsmet til þess að
sigra á mótinu. Þetta met-
stökk mitt er það bezta,
sem ég hef nokkru sinni
náð, en ég er viss um, að
mér tekst að stökkva yfir
5.60 metra, þegar allt
heppnast, sagði sænski
stangarstökkvarinn Kjell
Isaksson eftir að hann
hafði sett nýtt heimsmet á
háskólavellinum í Kali-
forníu á laugardag og bætt
nokkurra daga heimsmet
sitt um þrjá sentimetra.
Kjell sveiflaöi sér yfir 5.54
metra i þriðju og siðustu tilraun
sinni við methæðina. Hann bað
siðan um að ráin yrði sett i 5.59
metra, en hann hafði enga mögu-
leika að stökkva þá hæð — tviveg-
is lenti hann undir ránni og i
þriðja skiptið reif hann rána niður
gróflega.
Kjell Isaksson fékk mikla
keppni i stökkinu. Hann hóf ekki
keppni fyrr en á 5.18 metrum og
fór þá hæð og það gerðu einnig
Steve Smith, bandariski stangar-
stökkvarinn, sem óskað hefur eft-
ir þvi að fá að keppa hér á Islandi
. % . '
i sumar, og sænski stangar-
stökkvarinn Hans Lagerquist.
Siðan var hækkað i 5.36 metra og
Steve fór yfir þá hæð i fyrstu til-
raun, en þeir Kjell og Hans i ann-
arri.
— Ég vildi að ráin yrði sett næst
i 5.56 metra i staðinn fyrir 5.54
metra eftir að við höfðum allir
farið yfir 5.36 metra, en fékk ekki
leyfi til þess, þar sem hinir tveir
voru á móti þvi, sagði Isaksson
eftir keppnina. Bandarikja-
maðurinn var þá i fyrsta sæti i
stangarstökkinu, en hann hafði
hins vegar ekki möguleika á
heimsmethæðinni.
Keppt var i mörgum öðrum
greinum á mótinu. Ólympiu-
meistarinn i 400 metra hlaupi,
Lee Evans, sýndi á mótinu að
hann verður talinn meðal hinna
sigurstranglegustu á þeirri vega-
lengd á Miínchen-leikunum, en
hann hljóp 440 jarda á 44.9 sek..
sem er bezti timi i heiminum i ár.
Wayne Collett, sem hafði forustu
mest allt hlaupið, varð annar á
45.0 sek.' Heimsmethafinn John
Smith varð að láta sér nægja
þriðja sæti á 45.9 sek. Millitimi
Evans á 400 metrum var 44.6.
A1 Feuerbach varpaði kúlunni
21.42 metra á mótinu, sem er
bezti árangur hans og bezti
árangur i heiminum i ár. Ralph
Mann hljóp 440 jarda grindahlaup
á 49.4 sek. — einnig bezti heims-
árangurinn. Warren Edmonson
sigraði i 220 jarda hlaupi á 20.6
sek.
t 120 jarda grindahlaupi sigraði
White á 13.5 sek. Rich varð annar
á 13.6 sek og Caruthers þriðji á
14.1 1 100 jarda hlaupi sigraði
Pender á 9.5 sek., en Edmonson
varð annar á 9.6 sek. 1 220 jarda
hlaupinu varð Collett annar á 20.6
sek, og Jackson þriðji á 20.7 sek.
Robinson stökk lengst i lang-
stökki 8.11 metra. Hines varð
annar með 7.97 metra og Jackson
þriðji með 7.80 m. 1 kringlukasti
náði Reenen beztum árangri 63.02
metra og i hástökki Culp með 2.14
metra. Freeman sigraði i þri-
stökki með 16.18 metra, en Gill
stökk 16.16 metra. — hsim.
Kjell Isaksson I keppni
Ríkharður heimtaði
leik í ofviðrinu!
- og Skaginn vann i Kópavogi 2:1
Rikharður Jónsson var
harður á að leikur sinna
manna við Kópavog færi
fram á laugardaginn,
enda þótt þá væri hálf-
gert mannskaðaveður, 8
vindstig með úrhellis-
rigningu. Hann hafði sitt
fram, enda þótt leik-
menn, forráðamenn, —
að ógleymdum áhorf-
endum væru á móti þvi
að leika við slikar að-
stæður.
Leikurinn varð þvi i raun hin
mesta skripamynd af knatt-
spyrnu. Og hver skyldi svo hafa
fengið æfingu út úr þessari furðu-
legu sýningu?
Skagamenn léku undan veðrinu i
fyrri hálfleik og skoruðu tvivegis
i fyrri hálfleik hjá heimaliðinu,
það siðara úr vitaspyrnu. 1 seinni
hálfleik sóttu heimamenn svo til
stanzlaust, — og uppskáru eitt
mark.
I leik varaliðanna hefndi Breiða-
blik svo fyrir, sigraði Skagaliðið
5:2, en leikmenn varaliðanna
fengu öllu skárra veður en aðal-
liðin I sinum leik. —JBP—
Blómstrandi
Ijúfur draumur í mjúku ekta „krepp",
eins og aðeins HÖIE getur framleitt.
100% bómull — straufrítt rúmfataefni í skemmtilegum mynstrum og litum.
Varist eftirlíkingar.
■ • J$SB
hoie
Utsölustaðir: Fotabúðin, Skólovörðustíg — Verzlunin Kristín, Snorrobraut — Vefnaðarvörubúð V.B.K. — Verzlunin Helma — Hullsoumostofan. Hafnarfirði. ö