Vísir - 17.04.1972, Page 20
VÍSIR
Mánudagur 17. apríl 1972.
Tveir reiðhjóla-
strókar lentu
í órekstri
Tveir drengir, er báöir óku
reiöhjóium, skullu saman í gær-
kvöldi um sjöleytiö, þar sem þeir
mættust á mótum Holtavegar og
Elliöaárvogs.
Fataöist þeim báöum stjórn
reiöhjólanna, er þeir mættust, og
varö áreksturinn næsta haröur.
A.m.k. meiddist annar þeirra
nokkuö á brjósti, og var hann
fluttur á slysadeild Borgarspital-
ans til athugunar. — GG
STÚLKA
FYRIR BÍL
Stúlka varö fyrir bil á mótum
Miklubrautar og Lönguhllöar um
klukkan hálfniu a laugardags-
kvöldiö var.
Var hún farþegi I bifreiö, er ók
austur Miklubraut, en þurfti viö
gatnamótin aö fara út og hitta þar
mann. Gekk hún þá suöur yfir
götuna, en þar kom þá bill akandi
til austurs, og lenti stúlkan fyrir
honum.
Kastaöist hún af þeim bll og á
annan, kyrrstæöan. Mun hún hafa
slasazt nokkuö og var flutt á
slysadeild Borgarspftalans.
-GG.
Gleymdi
að láta
vita
Lýst var eftir 22ja ára gömlum
manni á laugardagskvöldiö, og
haföi þá ekkert til hans spurzt I
sólarhring.
Skömmu eftir aö útvarpiö haföi
gefiö lýsingu á manninum kom
hann fram. Haföi hann veriö aö
skemmta sér, og láöist aö láta
vita af sér heima.
-GG.
Dreifibréfið í
Keflavík:
„Fundur
í félagi
Jónsvina"
Ekkert nýtt haföi skeö I dreif
bréfsmálinu I Keflavfk þegar
Visir haföi samband viö fulltrúa
bæjarfógeta i morgun. Hiö marg-
umtalaöa dreifibréf fer hér á
eftir.
„Fundarboö” Fundur veröur
haldinn I félagi Jónsvina i Jóns-
vinafélagshúsinu þann 10. marz
1972 kl. 23,45. Fundarefni: Hvaö
skal nú til varnar veröa vorum
sóma? (Tréfótur) 2. Hvernig
Ijúga skal (Stuttfótur) 3. Sva*
bautum vér landlækna (Fótbitur)
4. Inn meö Jón (Langfætla) 5.
Tvisöngur, Langfætla og mjó-
fætla syngja lag Jónsvinafélags-
ins, Jón er kominn heim, viö
undirleik Millifætlu. 6. ömurleg
mál (Miöfótur) 7. Hassveitingar.
Félagar fáu, mætiö vel og stund-
vislega. Nú riöur á. —Stjórnin.”
—SG
Nýi slökkvibíllinn kom
í veg fyrir stórtjón
Likast til verið komið
i veg fyrir stórbruna á
Hellissandi i nótt.
Varð vart við eld i
beinamjölsverksmiðju
þar við frystihúsið, og
tókst að kalla út
slökkvilið staðarins i
tæka tið, og kæfa eld-
inn.
Enginn var i verksmiöjunni
þegar eldurinn kom upp, en
menn,sem voru aö fara i róöur,
snemma i morgun, uröu varir
viö loga.Haföi ofhitnaö i mjöli,
og eldurinn siöan breiözt út,
seint og um siöir.
„Þaö er ekki gott aö segja,
hvernig farið hefði ef viö hefö-
um ekki veriö nýbúnir að kaupa
okkur nýjan slökkviliösbil,
búinn fullkomnum tækjum.
Sennilega heföi oröið stórbruni.
En þar sem mennirnir uröu
varir við eldinn, og slökkviliös-
billinn var til reiðu, varö ekkert
úr þessu”.
Eldurinn mun hafa leynzt
lengi i þurrkara og loks gosiö
upp, þegar hitinn var orðinn
nægur. -GG.
Allir fulltrúarnir
ó móti bœklingnum
Aðeins 75-90% nókvœmur lögfrœðilega, fiskifrœðilega og blaðamennskulega
Mikifl styrr varö um annan
opinbera bæklinginn sem geröur
hcfur veriö um landhelgismáliö,
viö upphaf undirbúningsfundar
Hafréttarráöstefnunnar I New
York I slöasta mánúöi. Þetta er
bæklingurinn, sem rikisstjórnin
hefur gefiö út, en Hannes Jónsson
blaöafulltrúi rikisstjórnarinnar
reit bæklinginn. Blaöafulltrúinn
vildi aö bæklingurinn yröi lagöur
fram á fundinum ásamt bæklingi,
sem utanrikisráöuneytiö gaf út,
en Hans G. Andersen, sendiherra
og fleiri tóku saman.
Vegna þessarar óskar varö
mikiö þvarg, sem lauk meö þvi aö
fulltrúar Islands á fundinum
höfnuöu því aö hann yröi lagður
fram. Alls tóku 8 af 10 fslenzku
fulltrúunum afstööu á móti bækl-
ingnum. Af hinum tveimur var
annar ekki viölátinn, en hinn dr.
Gunnar G. Schram tók ekki af-
stööu til málsins sem formaöur
nefndarinnar og æösti embættis-
maöur, en hann gegnir nú störf-
um sendiherra tslands hjá SÞ.
tslenzku fulltrúunum fannst
bæklingurinn „lauslega” skrif-
aöur og ekki nema 75-90% ná-
kvæmur lögfræöilega, fiskifræöi-
lega og blaðamennskulega.
• Þeir gátu þó ekki komiö I veg
fyrir aö honum var strax á eftir
dreift til allra fastanefnda Sam-
einuðu þjóöanna og siöar viiöa
um heim I um 10 þús. eintökum.
-VJ
ISLENDINGUM EKKI SAMA
HVAR FYRRI HLUTINN VERÐUR
Tilraunir dr. Euwes og
alþjóöaskáksambandsins til aö
fá Hollendinga eöa aöra til aö
yfirtaka samninga Júgóslava
ganga illa.
Dr. Euwe stefnir aö þvl, aö
annar aöili fáist til aö taka viö
fyrri hluta einvigisins um
heimsmeistaratitilinn meö
sömu skilmálum og Júgóslavar
höfðu gert.
Hollenzka skáksambandið
segir I morgun, að þvi litist illa á
þetta.
tslenzka skáksambandið telur
ýmis tormerki á, aö annar aöili
komi I stað Júgóslava. Er til
dæmis bent á, að staðurinn
skipti miklu máli i sambandi viö
feröafólk og fleira, eins og sést
af þvi, aö hingaö hafa komið
pantanir frá Hollendingum, en
ekki kæmu þeir, ef fyrri hlutinn
væri I Hollandi.
Stjórn Skáksámbands tslands
kemur saman til fundar um há-
degiö i dag og f jallar um, hvern-
ig skuli brugðizt viö nú.
—HH.
ÞRJAR
KYNSLÓÐIR
JÖKULS
Ekki er annað að sjá,
en vel liggi á þeim Jökli
Jakobssyni og Helga
Skúlasyni. Þeir voru
eitthvað að stinga sam-
an nefjum á sviðinu i
Iðnó fyrir siðustu helgi.
Eitthvaö á seiöi? Jú, Jökull tók
sig til i sumar er leiö og skrifaöi
enn eitt leikritið. „Dóminó” kall-
ar hann þaö, og Helgi er leik-
stjóri.
Æfingar standa nú sem hæst, og
verður leikritiö væntanlega frum-
sýnt kringum eöa á Listahátiö I
vor.
„Þetta veröur leikrit um karla
og kerlingar, já. Þrjá karla, eöa
öllu heldur þrjár kynslóöir. Ann-
ars veit ég ekki alveg hvernig
þetta endar allt. Ég er að skrifa
þriðja þáttinn núna”, sagði
Jökull, „og ég biö spenntur eftir
að sjá hvernig þetta fer allt.
saman”.
—GG
Só rússneski
kyrjoði ó
íslenzku í
og sló eftirminnilega
í gegn
Þaö brakaði og brast I félags-
heimilinu aö Borg I Grimsnesi I
gær þegar sovézkir hljómlistar-
menn komu þar fram. Áhorf-
endur klöppuðu óskaplega og þá
ekki sizt þegar söngvarinn Ibra-
him Djafarof tók sig til og söng
lagið „Þú eina hjartans yndið
mitt” á góöri islenzku. Hann haföi
þó aöeins haft part úr degi til aö
læra textann og framburöinn.
Sellóleikarinn Natalia
Shakovskja lék m.a. lagiö Nótt
eftir Arna Thorsteinsson við mik-
inn fögnuö áheyranda. Gerðu þeir
sér margir hverjir ferb til hennar
eftir hljómleikana og tjáðu henni
þakklæti sitt.
Að hljómleikunum loknum voru
jepparnir ræstir og hrossa-
gaukurinn lét ekki sitt eftir liggja
en tók dýfur i kvöldkyrrðinni og
hneggjaði i tilefni af sumarkom-
unni á fimmtudaginn.
Og i kvöld munu sovézku lista-
mennirnir Sjakovskja, Djafarof
og pianóleikarinn Amintaéva
skemmta i Þjóðleikhúsinu. —SG