Vísir - 24.04.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 24.04.1972, Blaðsíða 1
62. árg. Mánudagur 24. april 1972 92. tbl. BRANDT HANGIR A ÞREM Það horfir verr og verr fyrir Willy Brandt. Stjórnarandstæðingar sigruðu i gær i fylkiskosningunum i Baden—Wurttemberg, og við bættist, að einn þingmaður sagði skilið við stjórnarliðið. Brandt hefur nú aðeins þriggja þingmanna meirihluta á þinginu i Bonn. úrslitaátökin um samninga Brandts og Rússa fara i hönd á þinginu, og er mjög tvisýnt hvernig fer. _ sjá bls. 5 Geta vel verlð án sjónvarpsins Þaö kom okkur á óvart, hve fólk taldi sig vera óháö sjón- varpinu, þegar viö tókum nokkra tali og spuröum þá, hve lengi þeir gætu veriö án sjónvarps. Viku, sagöi einn. Margir aörir töldu sig getahaldiö þaö út miklu lengur og jafnvel endalaust. Sjá Visi spyr, bls. 2 Hún Lucy Hver er hún Lucy Ball, leik- konan, sem hefur framkallaö svo mörg brosin hjá sjón- varpsáhorfendum? Jú, hún er orðin 62 ára þessi kunna leikkona, sem birtist enn á ný I sjónvarpinu okkar i kvöld, en i blaðinu i dag segj- um viö nánar frá ferli henn- ar. — Sjá bls. 13 ■ Lekandi algengasti sjúkdómurinn í USA Einn af hverjum tiu Banda- rikjamönnum á þaö á hættu aö smitast af lekanda á þessu ári. Þaö er Heilbrigöis- og menntamálaráöuneyti Bandarikjanna, sem gerir áætlun um þetta efni og birti nýlega þessar uggvænlegu tölur. Jafnframt reiknar ráðuncytið meö aö um 100 þús. manns muni fá sýfilis, sem er orðin fjórði algeng- asti sjúkdómurinn vestra. — Sjá bls. 6 Ekki Nioggi, heldur... i leiðara blaösins I dag er fjallaöum þá trú, sem marg- ir hafa, aö Morgunblaðið sé sérstakt vandamál fjölmiöla á islandi. Er þar bent á, aö Morgunblaöiö sæti töluverðri samkeppni i sinni grein fjöl- miölunar, en hins vegar séu aðrir fjölmiðlar meö einok- unaraöstööu I sinni grein. Menn þurfi þvi ekki aö fárast út af Morgunblaðinu, því að stærstu vandamálin i fjöl- miðluninni sé annars staðar aö finna. Sjá bls. 6 Islendingar gegn Austur- Þjóðverjum og Tékkum Hann verður erfiður róður- inn hjá islenzku handknatt- leiksmönnunum á Ólympiu- leikunum i Vestur-Þýzka- landi I september. Dregið hefur veriö i riðla i keppninni og tsland fær harösnúna mótherja, þar sem Austur- Þjóöverjar og Tékkar eru, en léttara verður það gegn Túnis, sem einnig er i sama riðli. Við segjum frá riðla- skipun á Ólympiuleikunum á bls. niu, og það var ýmis- legt um að vera á iþrótta- sviöinu um helgina. Sjá íþróttir á bls. 9, 10, 11 og 12 HVALKJÖTSPYLSUR Á SUMARFERÐALAGINU? „Tek tillögunni fegins hendi," segir Vigfús Tómasson hjó SS Mætti bjarga pylsusölunni með hvalkjöti? Hreinn voði vofir yfir í sumar á „aðalpylsuvertíðinni", til dæmis fyrir ferðafólk og þá fjölmörgu staði um land allt, sem „lifa á" pylsusölu á sumrum. Þorvarður Þor- steinsson í landbúnaðar- ráðuneytinu skaut að okkur i morgun tillögu um að nota mætti hvalkjöt í pylsurnar. Þorvarður sagöi, að enginn kjötskortur væri nema á vinnslu- kjöti. Hvalvertið færi i hönd, og ætti aö vera unnt aö fá þar gott kjöt i pylsur, ef rétt væri að þvi staöið og kjötiö tekið strax i vinnslu. Hann taldi, að hugsan- lega þyrfti aö beita i vinnslunni aöferðum, sem Islendingar heföur enn ekki tileinkað sér og þyrftu að læra. „Ég tek þessari tillögu fegins hendi,” segir Vigfús Tómasson hjá Sláturfélaginu. Vigfús segir, aö sem stendur sé hjá SS aðeins framleitt um 60% af þeim pylsum, sem þyrfti, og þetta muni enn minnka. Til hreinna vand- ræða horfi i mánuöunum júni- águst, og megi búast við, aö ekkert vinnslukjöt verði til, sem nota mætti I pylsur á þeim tima. Dilkum slátrað í pylsur. „Viö höfum mikiö og þjálfaö starfsliö og viljum forðast upp- sagnir, enda þyrfti aö segja mörgum upp meö 3ja mánaöa fyrirvara. Þess vegna reynum viö að brúa bilið og til dæmis hefur nautgripum veriö slátraö að undanförnu og jafvel töluveröu af dilkum fyrir pylsuframleiöslu. Þetta er óhagstætt, en þó teljum viö þaö borga sig til aö geta haldiö starfsfólkinu. Aftur má vænta, aö úr rætist meö haust- slátrun”. Vigfús segir, að tilraunir muni ekki hafa gefizt nógu vel meb framleiöslu hvalkjötpylsa hér á landi, en vel megi vera, aö þetta sé leiö. Aö visu megi búast viö, aö bragðiö veröi eitthvaö annaö og erfitt aö ná burt „sjóbragöinu”, en hugsánlega gætu slikar pylsur oröiö bezti matur engu siöur. —HH. ■ * / jH WL JJÍL JBi iJMi #?A>. mgt á 1 p • w y *W £ jÉ r s Erfið helgi nóbelskólds Laxness, nóbelsskáldið okkar, var svo sannarlega maðurinn í fréttum helgar- innar. Og áreiðanlega hef- ur þessi helgi verið hinu sjötuga skáldi erfið, en að sama skapi ánægjuleg. Hann hlaut doktorsnafnbót við Háskóla íslands, menntamálaráðherra hélt honum boð í ráðherrabú- staðnum, opnuð var sýning á handritum hans og Þjóð- leikhúsið frumsýndi leikrit hans „Sjálfstætt fólk." Meðfylgjandi mynd er ein- mitt tekin að lokinni sýn- ingu. Skáldið stendur hér andspænis leikurunum og klappar þóim lof i lófa. Við birtum fleiri myndir frá af- mælisdegi Nóbelsskáldsins. Sjá bls. 7 Vildi ekki gulu slökkviliðsbílana Eiga slökkviliösbilar aö vera rauöir eins og flestir hafa vanizt þeim, — eöa kannski gulir og hvitir? Svo mikiö er vist aö ekki er öllum sama um hvernig bílar slökkviliös- ins eru á litinn. 1 Bretlandi kom þaö t.d. fyrir aö Maud- ling innanrikisráöherra beinlínis ,,sá rautt’ þegar þetta mál kom til hans kasta. — Sjá bls. 6 Pompidou ló ó eigin bragði Pompidou Frakklandsforseti fór heldur illa út úr þjóðar- atkvæðagreiðslunni, sem hann boöaöi ótilkvaddur um stækkun Efnahagsbandalagsins. Úrslitin uröu verulegur hnekkir fyrir forsetann, þvi aö svo margir sátu heima eða skiluöu auðum seölum. að einungis 36 af hundraöi kjósenda sögöu já viö stækkun- inni viö kjörborðið, þótt fáir segöu aö visu nei. sjá bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.