Vísir - 24.04.1972, Blaðsíða 11

Vísir - 24.04.1972, Blaðsíða 11
10 VtSIR. Mánudagur 24. aprll 1972. VISIR. Mánudagur 24. aprll 1972. 11 Hraðupphlaupin og frá- köst vopn KR gegn Þór KRingar sýndu mjög sannfærandi leik í gær- kvöldi gegn Þór, og verða varla lambið að leika við fyrir IRinga á laugar- daginn kemur. Hraðupp- hlaup, sem hafa verið allt annað en góð hjá KR i vetur, voru nú frábær. Hjálpaði það lika til, að KRingar hirtu svo að segja hvert einasta frákast undir sinni körfu, siðan gekk boltinn út á kant, inn á miðju, og síðan lá hann í körfu Þórs eftir augnablik. Voru þarna útfærð einhver skemmtilegustu hraðupp- hlaup, sem sést hafa i 1. deild i vetur, og verður nú gaman að fylgjast með, hvort IRingar, sem fram að þessu hafa verið nokkurs Norski kringlukastinn Magne Föleide kastaöi 60.12 metra i kringlukasti á móti i Floröigær. 18 ára piltur Oystein Björbæk kastaði 50.76 metra og er talinn mjög efnilegur. Hann er læri- sveinn Föleide, en báöir garp- arnir eru búsettir í Florö. konar hraðupphlaups-sér- fræðingar körfuboltans, verða að láta í minni pok- ann fyrir sínu eigin skæðasta vopni. Það kemur i Ijós á laugardag vestur á Nesi. KR skoraði 8 fyrstu stig leiksins, en Þór jafnaði innan skamms, 8—8. Þór hafði 1 stig yfir, þegar 10 minútur voru liönar af fyrri hálfleik, 18—17, en þá fóru hraðupphlaupin verulega i gang hjá KR, og var þá ekki að sökum að spyrja. KR skoraði 10 næstu stig, 27—18, og haföi 13 stig yfir i hálfleik, 49—36, I siðari hálfleik var enn meira áberandi, hversu mikla yfirburði KRingar höfðu i fráköstum, og virtist eitthvert áhugaleysi þjá Þórsara. Veittu þeir litla mót- spyrnu i siðari hálfleik, eins og þeir hefðu gefið alla von upp á bátinn, og KR hafði um 30 stig yfir allan siðari hluta hálf- leiksins. 1 fyrsta sinn i vetur tókst KR i þessum leik að komast yfir 100 stiga hjallann, en leiknum lauk með 105 stigum KR gegn 73 stigum Þórs. KR—liðið i heild átti góðan leik, en af bar Bjarni Jóhannesson, sem er i örri fram- för, og gerir margt snilldarlega vel. Skoraði Bjarni 32 stig i leiknum, en Kolbeinn Pálsson skoraði 24. Kristinn Stefánsson var góður i vörn, en hann og Einar Bollason voru einna harðastir i fráköstunum. Guttormur ólafsson skoraöi mest Þórsara, eða 21 stig, en Jón Hýðinsson skoraði 19. gþ FH gerði jafntefli við KSÍ Úrvalslið KSt komst ekki til Vestmannaeyja eins og fyrirhug- að var i gær, en lék i þess staö æfingaleik við FH á Melavellin- um. Jafntefli varð 2-2. Daniel Pétursson skoraði fyrsta markið i leiknum fyrir FH, en Hermann Gunnarsson jafnaði. Staðan i hálfleik var 1-1. í siðari hálfleikn- um skoraði Asgeir Eliasson fyrir KSl, en Leifur Helgason jafnaði fyrir FH. Lið FH stóð sig vel i þessum leik og hinir ungu leik- menn þess gáfu landsliðsmönn- unum aldrei frið. Ármann náði 5. sœti af slökum Þórsurum 65 79 • Það er oröið langt siðan Þórsliðið hefur sést jafn- slappt og það var i leikjum sinum um helgina i ís- landsmótinu í körfubolta, eða varla síðan á sokka- bandsárum liðsins i 2. deild. Vantaði allt fyrra öryggi í leik liðsins, enda fór það svo, að Þór tapaði bæði fyrir Ármanni og KR með talsverðum mun. Á laugardagskvöld mættust Þór og Armann. Armenningar léku maður á mann vörn, en Þór svæðisvörn. Svæðisvörnin hjá Þór var þó varla nema i meðallagi, þvi eftir fáeinar minútur stóð 10-0 fyrir Ármann. Eftir þessa slæmu byrjun réttu Þórsarar þó heldur úr kútnum, og eftir miðjan fyrri hálfleik, þegar staðan var 22-14 fyrir Ármann, tóku þeir að saxa á forskotið jafnt og þétt, þar til aðeins skildu 2 stig, tveimur minútum fyrir hlé, 32-30. 1 hléi stóð 38-32 fyrir Armann, en eftir 5 minútna leik i siðari hálfleik munaði enn aðeins 2 stig- um, 44-42. Þá kom enn eitt erfið- leikatimabilið hjá Þór, og Ar- menningarnir náðu öruggri for- ystu um miðjan siðari hálfleik, 58- 46. Ellefu stig bar i milli þegar yfir lauk, 80-69. Jón Sigurðsson og Björn Christensen voru skæöastir Ár- menninga að þessu sinni, skoruðu 22 og 20 stig, en einnig átti Jón Björgvinsson ágætan leik. Jón Héðinsson var hinn sterki maður Þórs á miðjunni, bæði i sókn og vörn. Hann skoraði 19 stig, en Þorleifur Björnsson, sem einnig skilaði sinu hlutverki vel, skoraði 16. GÞ kringlu John Vanmreen, suður-afrik- anskur stúdent.sem stundar nám viö háskóla i Kaliforniu, kastaöi kringlunni 65 .79 metra á móti á Lönguströnd á sunnudaginn. Þetta er langbezti árangur sem Afrikumaður hefur náð i þessari grein og jafnframt niundi bezti árangur, sem náðst hefur i kringlukasti i heiminum. Þó Jóhn Vanmreen sé nú kominn i hóp beztu kringlu- kastara heims er ekki vist, að hann fái að láta ljós sitt skina i Múnchen — og reyndar litlar . sem engár likur til þess, þar sem flestar þjóðir eru a' móti þvi að Suður-Afrika fái aö senda keppendur á Ólympiuleikana. A sama móti á sunnudag kastaði skólafélagi Johns, George Frenn, sleggjunni 70.54 metra. ÍR í basli með stúdenta Þaö blés ekki byrlega fyrir iR i leiknum við iS í gærkvöldi, þegar voru 25 minútur af leiknum, og munurinn aðeins 3 stig, 40—37. Hafði róðurinn verið með erfiðasta móti hjá IR fram að þvi, en þá loks fóru tslandsmeistararnir að leika á þann hátt, sem nafnbótinni þeirri er til- hlýðilegt, og tókst að sigra með 27 stiga mun. Fór ekki að ganga verulega fyrr en 1R tók upp pressuvörn, sem þó var hriplek. og fengu Stúdentar margar „ódýrar” körfur vegna hennar. öllu heldur væri rétt aö segja að hún heföi verið hripalek á bakvelli, þvi á framvelli var hún nokkuð góð — en kæmist boltinn fram yfir miðju, brást það ekki að IS náði 2 á 1, eða 3 á 2, og skoraði oftast. tS—menn voru mjög harðir i vörninni gegn 1R allan leikinn, og nægði það til að koma leik tR—liösins úr jafnvægi. Attu skytturnar hjá IR i mestur erfið- leikum meö að komast i skotfæri, enda skoraði hvort lið um sig aðeins 8 stig fyrstu 8 minúturnar. IR naði þó 8 stiga forskoti 5 minútum fyrir hlé, 20—12, en aðeins munaöi 4 stigim i hléi, 31—27 fyrir IR. Olli þvi slakur sóknarleikur IR, og svo það að kæmist boltinn inn á miðjuna undir körfu 1R, skor-uöu Stúdentarnir yfirleitt, og stóð Bjarni Gunnar Sveinsson sig meö prýði i þeirri baráttu, og skoraði alls 24 stig i leiknum. Steinn Sveinsson skoraöi fyrir IS i fyrsta upphlaupi siðari hálf- ieiks, 31—29, og fimm minútum siðar stóð 40—37 fyrir IR. Þá skoraði IR hins vegar 12 stig gegn aöeins 2 stigum 1S, og var það upphafið að falli IS. Gekk IR nú flest i haginn, hittnin batnaöi til muna, stöku hraðupphlaup sást, og loks skelltu þeir pressuvörn á 1S. Varð brátt nær 30 stiga munur, þrátt fyrir þá annmarka pressunnar, sem áður er lýst, og sigraði IR örugglega með 91 stigi gegn 64. Þorsteinn Guðnason var nú aftur meö 1R, og skilaöi sinu hlutverki á miðjunni mjög vel. Birgir Jakobsson var sterki maðurinn i vörninni, en Kristinn Jörundsson varð stigahæstur með 23 stig, og næstur var Agnar Friðriksson með 16. Athygli vakti nýliði með mfl. IR, Gunnlaugur Pálmason, unglingalandsliðs- maður og 1. flokks—stjarna, sem sýndi verulega skemmtileg tilþrif i sókn. Stúdentaliðið er mikið baráttulið, sem örugglega nýtur góðs af stjórn Birgis Jakobssonar. Mega Stúdentarnir vel við una aö hafa náö 4. sætinu i 1. deild, en það er liklega meira en bjartsýnustu menn þoröu að vona. G.Þ. Borgnesingar féllu í aðra deild - en naumt var það! Ekki varö seta Borgarness i 1. deild i körfubolta löng að þessu sinni, en hún varö því eftirminniiegri. Liöinu gekk afar illa framan af mótinu, var þó óheppið aö vinna ekki einn eöa tvo leiki, en sneri svo aldeilis blaðinu við, þegarsíga tók á síðari hlutann. Eftir- minnilegur veröur sigur liösins gegn Ármanni fyrir skömmu, þar sem Borgarnes fékk sín fyrstu stig í mótinu, og i fyrra- kvöld sigraði liðið ÍS í hörku- skemmtilegum og jöfunum leik. Með fjögur stig til góða gekk Borgarnesliðið til leiks i gærkvöldi gegn HSK, sem hafði hlotið sex stig, og þurfti þvi Borgarnes að sigra til að eiga möguleika á jöfnu. HSK átti reyndar einn leik eftir, við Þór á Akur- eyri, en hefði HSK tapað honum, hefði þurft aukaleik um neðsta sætið i 1. deildinni, og þá jafnframt fallið i 2. deild. En, það tókst ekki hjá Borgnesingunum að þessu sinni, þótt sáralitlu munaði, þvi HSK vann með 2ja stiga mun, 76—74. Á laugardagskvöld léku Borgnesingar við IS, eins og fyrr sagði, og var hart barizt til siðustu minútu. Léku Stúdentarnir maður á mann vörn, og reyndu sýnilega mjög að stöðva Gunnar Gunnarsson, en hann brást þannig við, að sjaldan hefur maður séða aðra eins snilld og Gunnar sýndi i leiknum. Voru sendingar hans á samherja i opnum færum oft með glæsibrag, og ekki voru körfuskotin af lakara taginu. Verður örugglega sár -missir að Gunnari fyrirþá Borgnesinga, en hann er á förum til Reykjavikur, og mun væntanlega leika með KR næsta vetur. Jafnt var i leik UMFS og 1S um miðjan fyrri hálfleik, 18—18, og oft átti eftir að verða jafnt á stigatöflunni i þessum leik. Þar gaf að lita 29—29 og 39—39, en þannig var staðan i hléi. IS tókst að ná 5 stiga forystu i byrjun siðari hálfleiks, 47—42, en Gunnar Gunnarsson jafnaði á 7. minútu, 54—54, Enn var jafnt þegar rúmar 8 minútur voru eftir, 60—60, en þá ná Stúdentar enn forystunni, 66—62. Bragi Jónsson, hinn ungi framherji UMFS, sem stóð sig skinandi vel i leiknum, og skoraði 25 stig, kom UMFS nú aftur yfir, 67—66. Siðan skoruðu Borgnesingarnir 5 næstu stig, og var sigur þeirra ekki i hættu eftir það, en þeir skoruðu 76 stig gegn 70. EN NAUMT VAR ÞAÐ Eins og sakir stóðu, hafa Borgnesingar væntanlega verið von- góöir um að takast mætti að halda i sætið I 1. deild, enda þótt útlitið hefði verið æði dökkt um tíma. Þeir byrjuðu lika leikinn við HSK í samræmi við þetta, þvi þeir höfðu náð 8 stiga forystu skömmu fyrir miðjan fyrri hálfleik, 16—8, Gifurleg harka færðist i baráttuna undirkörfunum, og var hart barizt um hvert frákast. Voru HSK—menn öllu harðari i þeirri baráttu, og gekk Einar Sigfússon vasklega fram i henni fyrir þeirra hönd. Tveimur minútum fyrir leikslok munaði aðeins 3 stigum, 39—36, UMFS i hag, en UMFS átti tvær siöustu körfur hálfleiksins, og hafði 7 stig yfir hléi, 43—36. Hafi mikið gengiö á i baráttunni um fráköstin i fyrri hálfleik, þá magnaðist hún enn i þeim siðari. Enn voru það HSK—menn, sem höfðu betur, og náðu þeir mörgum frá- köstum undir eigin körfu, þar sem hittni Borgnesinga datt i byrjun siðari hálfleiks niður úr öllu vladi. Leið ekki á löngu þar til HSK jafnaði, og komst yfir, 46—44, og skömmu siðar 50—44. Voru þá liðnar um það bil 8 minútur af siðari hálfleik, og höfðu Borg- nesingar aðeins skorað 1 stig úr viti. Er á leið tók hittnin helldur að lagast hjá UMFS. Munaði brátt 2 stigum, 61—59. Tveimur minútum siðar stóð 68—64 fyrir HSK, þegar Anton Bjarnason fær sina 5. villu. Þetta virtist vera UMFS mikil heilsubót, þvi Gunnar Gunnarsson jafnar, 68—68. HSK nær enn forystu, en enn jafnar Gunnar, 74—74. Þá fer Einar Sigfússon einnig út af með 5 villur, en Þórður Óskarsson gafst ekki upp, og skoraði sigurkörfuna fyrir HSK nokkrum sekúndum fyrir leikslok, 76—74. Gunnar Gunnarsson varð stigahæsti maður leiksins með 30 stig, en hjá HSK varð Anton Bjarnason stigahæstur með 25 stig. . gþ Staðan í körfuboltanum KR 13 13 0 1090:888 26 IR 13 12 1 1146:884 24 Valur 13 7 6 917:950 14 ts 14 6 8 934:1044 12 Ármann 13 5 8 906:947 10 Þór 13 4 9 799:845 8 HSK 13 4 9 866:949 8 UMFS 14 2 12 968:1119 4 Stigahæstir: Þórir Magnússon 381 (29,3) Einar Bollason 281 (21,6) Kristinn Jörundss. 276 (21,2) Agnar Friðriksson 275 (21,2) Ólympiuleikvangurinn I Munchen verður opnaöur opinberlega eftir nákvæm- lega mánuð, en 24. mal verður þar landsleikur I knattspyrnu milli Vestur-Þýzka- lands og Sovétrikjanna. Völlurinn rúmar 79.835 áhorfendur og þessi mynd var tekin sl. föstudag af honum. Og Njarðvík tók sœti þeirra Það mun verða UMFN frá Njarðvik, sem fyllir skarð það, sem Borgnesingar, UMFS, lætur eftir sig i 1. deild að ári. Sigraði UMFN 2. deildina örugg- lega.tapaði ekki leik, og var áberandi bezta liðið i deild- inni. Tveir riðlar voru^I 2. deildinni, suð-vesturlandið, ásamt KA frá Akureyri, og svo Vestfjarðakjálkinn, ásamt Snæfellingum. S;igruðu Snæfellingar i vesturlandsriðlinum, og mættu UMFN i úrslitaleik i gær. Unnu Njarðvikingar- nir auðveldan sigur með 71 stigi gegn 39. Hið unga lið KR vann Þrótt auðveldlega 2-0 KR vann heldur léttan sigur gegn Þrótti í öörum leik Reykjavíkurmótsins, sem háður var á Melavell- inum á laugardaginn — skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og þar við sat — Jim Ryan að ná sér á strik Heimsmethafinn I 1500 m. og miluhlaupi, Bandarikjamaðurinn Jim Ryan, er nú heldur betur aö ná sér á strik á ný. A móti I Lawrence I Kansas I gær hljóp hann míluna á 3:57.1. min. og sig- raði Tom van Ruden örugglega, en hann hljóp á 3:57.9 min. Þriðji varð Larry Rose á 3:59.6. min. I marz kepptu þeir Ryan og Ruden einnig I miluhlaupi og sigraði hinn siðarnefndi þá með miklum yfirburðum. Kjell Isakson hafði enga mögu- leika til að bæta heimsmet sitt i stangarstökki á mótinu. Hann varð að láta sér nægja 5.31 metra, og átti sæmilegar tilraunir við 5.43. m., sem er 10 sm. lakara en heimsmet hans. 1 kúluvarpinu sýndi A1 Feuer- back mikið öryggi og varpaði lengst 21.05 metra. Herb Wash- ington hljóp 100 jarda á hinum frábæra tima 9.2 sekúndur og Barry Schur stökk 2.16 metra I hástökki á mótinu. fleiri mörk voru ekki skor- uð í leiknum. Fyrri hálfleikurinn var all- skemmtilegur og hið unga lið KR sýndi þá af og til góð tilþrif. Arni Steinsson skoraöi fyrsta markið I leiknum eftir að KR hafði fengið aukaspyrnu, en hiö siðara skoraöi efnilegur leikmaður, Gunnar Gunnarsson. Þróttur komst betur frá siðari hálfleiknum, án þess þó aö skora, en liðið fékk þá allsæmileg tæki- færi, og leikmenn Þróttar voru greinilega i betri úthaldsæfingu. Aö visu einkenndi kæruleysi nokkuö leik KR-inga þá — það var sem leikmenn litu á leikinn sem unninn eftir fyrri hálfleikinn, en slikt er hættulegt og mörgum lið- um orðið hált á þvi. Mótið heldur áfram i kvöld á Melavellinum og mætast þá Ar- mann og Þróttur i þriöja leik mótsins — en annaö kvöld leika Haukar unnu Breiðablik Tveir leikir voru háöir i Litlu bikarkeppninni á laugardag. Haukar úr Hafnarfirði, en lið þeirra og FH skiptast um að leika fyrir Hafnarfjörö i keppn- inni, komu á óvart og unnu Breiðablik 3-1. Leikurinn var háð- ur i Hafnarfiröi og sýndi Hauka- liðiö miklu betri leik gegn áhuga- litlu liði Breiðabliks. A Akranesi léku Islandsmeist- ararnir frá Keflavik við heima- menn og sigruðu 2-1. Oll liðin i keppninni hafa tapaö leik, en Akureyringar og Keflavikingar eru efstir með 4 stig eftir þrjár leiki. Fram og Víkingur. Valur hefur enn ekki hafiö keppni, þar sem leik liðsins viö Fram, sem vera átti á sunnudag, var frestaö þar til 11. mai. Myndina hér til hliðar tók Bjarnleifur, þegar KR-ingar skoruöu fyrra mark sitt I leiknum. Hraðkeppni Hraökeppni i handknattleik fyrir4. flokk karla verður haldin I iþróttahúsinu i Hafnarfirði sunnudaginn 30. apríl. Þátttaka tilkynnist I sima 51901 fyrir miö- vikudag 26. april. Stellan Bengtson, í miðju, eftir að hann varö Evrópumeistari I Moskvu 1970. Stellan varð EM-meistari Ungi Svíinn Stellan Bengtson varö Evrópu- meistari i einliðaleik í borðtennis á Evrópumeist- aramótinu i Rotterdam á laugardag, þegar hann vann Ungverjann Istvan Jonyer i mjög hörðum og tvisýnum úrslitaleik. Úngverjinn byrjaði betur og vann fyrstu lotuna meö 21-10, en þá tók Stellan sig heldur betur á og vann þá næstu 21-12. Þriöja lot- an var gifurlega hörö —- en aftur var það Ungverjinn, sem fór með sigur af hólmi 24-22. Sama sagan var i fjóröu lotu, en nú var það Sviinn, sem hafði betur og vann 21-9 og i þeirri fimmtu og siöustu vann hann 21-16 og tryggði sér þar með aftur Evrópumeistaratitil- inn. I tviliðaleik var hann einnig I úrslitum ásamt Kjell Johansson gegn Ungverjunum Jonyer og Rozsas, sem sigruöu meö 21-18, 21-13, 21-23 og 21-16 og sýndu Ung- verjarnir mikið öryggi i leik sin- um. 1 einliðaleik kvenna sigraði Zoya Rudnova frá Sovétrikjun- um. Hún sigraði Beatrix Kishazi, Ungverjalandi, I úrslitum 21-14, 21-17, 22-20. I tviliðaleik kvenna sigruðu Magos og Lotaller, Ung- verjalandi, Hammersley, Bret- landi, og Kishazi, Ungverjalandi, og i tvenndarkeppni sigruðu Gomozkov og Rudnova, Sovét- rikjunum, þau Stellan Bengtson og L. Anderson frá Sviþjóð með 21-12, 21-16 og 21-19. örlagarlkt augnablik IPrag. Tékkin Holik Jar skorar sigurmark liös slns I úrslitaleiknum við Sóvetrikin Sjá nánar grein á bls 9.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.