Vísir - 24.04.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 24.04.1972, Blaðsíða 2
2 VÍSIR. Mánudagur 24. apríl 1972. vimsm: Hve lengi gætuð þér verið án sjónvarps? Jón P. Jónsson, nemi. Ja, það er nú ekki svo gott að svara þessu, ánnars horfi ég svo litið á sjón- varpið, og hef alltaf gert, að ég held að ég fyndi ekkert fyrir þvi, þó það bara hætti alveg öllum út- sendingum. Annars getur maður svo litið sagt um þetta. Maður verður bara að prófa. I.óla Bloch.Nú veitég ekki. En ég er nú til dæmis nýkomin frá Bandarikjunum, og þar horfði ég einhver ósköp á sjónvarpið, og ætli maður geri ekki það sama hér. En ég kann vel að meta sjón- varpið og heid, að það væri ó- mögulegt að vera alveg án þess. Itagnar Pétursson verksmiðjustjóri. Viku. Alls ekki lengur. Enda hef ég þannig at- vinnu aö ég gel alltaf horft á sjón- varpið þegar mér dettur i hug, svo það væri ekki gott að missa það. Pála Sveinsdóttir, húsmóðir. Ég get bara alveg verið án þess. Eg horfi ekki svo mikið á það, og tek útvarpið þá frekar fram yfir. Fjóla Grimsdóttir, nemi.Ég held ég gæti alveg verið án þess i langan tima, Ég hef engan áhuga á þessu sjónvarpi og horfi eigin- lega aldrei á það. Svo tek ég frekar útvarpið fram yfir. Án þess gæti ég ekki verið. Gunnar Þór Kárason, verzlunar- maður. bessu get ég bara varla svarað. Ég er nú ekkert sérstak- lega háður sjónvarpinu, horfi á suma þætti og annað. En samt vildi ég nú ekki að það hætti. Og útvarpið, nei, ég tek það alls ekki fram yfir. Snjódekk Einars vekja stöðugt meiri athygli Sœnska fyrirtœkið Gislaved hefur keypt einkaleyfið á Norðurlöndum llálka á vegum er fleirum vandamál, en Reykvikingum ein- um. Að minnsta kosti hefur hug- mynd ungs íslendings að nýrri gerð snjódekkja vakið mikla at- hygli viða um heim og hafa mörg fyrirtæki sýnt áhuga á fram- leiðslulcy finu. Varl eru liðin nema f.jögur ár Vart cru liðin nenia fjögur ár sið an Kinari Kinarssyni flaug fyrst snjódekk, sem væru þeim cigin- leikum gædd, að hleypa fram nöglunum við það eitt, að loft- þrýstingnum i dekkjunum væri litillega brcvtt. ,,Ég hef sótt um einkaleyfi á þessari uppfinningu minni i nokkrum helztu iðnaðar- löndunum”, segir Einar, og telur upp Krakkland, Japan, Kanada, býzkaland og England. ,,bað er lika verið að athuga með einka- leyfi fyrir mig i Bandaríkjunum. bar eru tveir framleiðendur reiðubúnir að hefja framleiðsluna að hluta til. Annað fyrirtækið framleiðir ventla, en hitt snjó- nagla, svo nú þarf bara dekkja- framleiðandann, en þeir eru margir slikir, sem sýnt hafa áhuga. . .” Hafa engir framleiðendur á Norðurlöndunum áhuga? „Jú”, svarar Einar, sem er lærður vélstjóri, en starfar nú á teiknistofu Hita veitunnar. „Fyrirtækið Gislaved i Sviþjóð hefur greitt fyrir mig einkaleyfið á Norðurlöndunum með það fyrir augum, að hefja framleiðsluna einhvern tima á næstunni. betta fyrirtæki framleiðir 8 þúsund dekk venjulegrar tegundar á dag, svo það hefur auga leið, að undir- búningurinn að fjöldaframleiðslu snjódekkjanna minna kostartölu- verðan tíma og geysilegt fé”. Enn sem komið er hafa ekki veriðgerð nema tuttugu snjódekk samkvæmt hugmynd Einars. bau hefur hann öll gert sjálfur með sinum eigin smiðatólum, ,,. . . svo að það hlýtur að iiggja i augum uppi, hversu einföld smiði þetta er i raun og veru”, segir Einar og hlær við. En nú eru snjódekk bönnuð viða? „Já, það er rétt”, svarar uppfinningamaðurinn, hættir að hlæja og dregur upp úrklippu úr bandarisku blaði, þar sem skýrt er frá þvi, að nokkur fylki hafa lagt 200 dollara sekt og sex mán- aða fangelsi við þvi að nota nagladekk. „En”, segir Einar, „nagladekkin min hljóta að sigla liðlega framhjá þessu banni. Nagla þeirra getur hver sem er dregið inn með einu handtaki hvenær sem er. bannig má draga naglana inn og út allt að 50 sinnum án þess að bæta lofti á dekkin. Og oftar þarf vart á nögl- unum að halda á einum vetri i venjulegu árferði”. Að þvi er Einar segir, hafa engir islenzkir aðilar sýnt áhuga á fjöldaframleiðslu snjódekkja með þessu sniði, en margir hafa hins vegar auðveldað honum til- raunir að gerð dekkjana á ýmsan hátt. —bJM Listaakademía á Seltjarnarnesi „Listaakademia” nokkur á Seltjarnarnesi opnaði á sumar- daginn fyrsta málverkasýningu i anddyri lþróttahúss Seltjarnar- ness. Listaakademian er samsett af nokkrum áhugamönnum um myndlist, og er leiðbeinandi þeirra Sigurður Kr. Arnason list- málari. Hópinn skipa 10 manns, og sýna nú 9 meðlimir. Hafa þau þrisvar sinnum farið út fyrir borgina og málað og sýna nú 28 oliumálverk. 1 vetur komu þau saman tvo tima i viku hverri i Mýarhúsa- skóla og stunduðu námið. Fólkið er á öllum aldri, en sá elzti er um sjötugt. ..lilsiaHKaueiiuaii a oenjai uai ueai, ua vmsui. Sigurður Kr. Árnason, kennari námskeiðsins, Magnús Valdimarsson í Pólum, ...Unnur Jónsdóttir, ...Anna G. Bjarnadóttir, Sigríður Gyð» Sigurðardóttir, Anna K. Karlsdóttir, ...Björg isaksdóttir, Jóhannes ólafsson, Guðmundur Karlsson, Garðar Ólafsson úrsmiður. LESENDUR MHAFA (m ORÐIÐ Gróft Hlutleysis- brot hjó Einari Braga b. 11. skrifar: „Mánudaginn 10. aprii siðast- liðinn talaði Einar Bragi skáld um daginn og veginn i Rikisút- varpinu. beir, sem hlustuðu á þennan reiðilestur hans, hljóta að undrast, hvað útvarpið er orðið kommúniserað undir nýrri vinstri stjórn. Ég man ekki eftir þvi, að flytjendur þáttarins um dag og veg hafi nokkru sinni gert sig seka um slikt hlutleysisbrot. En einsdæmin eru verst, eins og allir vita. bað er eins og þetta kommadót þykist hafa einhvern einkarétt á ættjarðarást og allir séu þjóðsvikarar nema þeir. Einar Bragi var eitthvað að tala um asna klyfjaða gulli. Gömul saga, sem allir kunna. Væri asn- inn kinverskur eða rússneskur og hlaðinn guili, mundi liklega fljótt koma annað hljóð i strokkinn og öll borgarhlið standa upp á viöa gátt hjá þessum lýð. — Reykjavik 14.4.72 — b.H.” Hótel Síríus fyrir skók- túristana Niu ungir skólamenn i 4. bekk B i Gagnfræðaskóla Akureyrar senda eftirfarandi uppástungu um hvernig leysa má hótelskort i sambandi við skákeinvigið: „bað voru einhverjir hugmynda- snauðir menn að væla út af þvi, að það vantaði hótelrými fyrir ein- vigi þeirra Spasski og Fischers. Hvernig væri að nota okkar. gömlu og góðu nýsköpunartogara sem hótelskip. bað á vist hvort sem er að leggja þeim núna inni i Sundahöfn, og þar er svo hægt að bjóða gistirými gegn vægu gjaldi. beir gátu nú hangið i Siriusi hérna um árið!” Ahugi fyrir steréó-útvarpi J.S. skrifar: „bað er kvartað yfir þvi hjá þeim á útvarpinu, eða öllu heldur simanum, sem sér um að dreifa útvarps og sjónvarpsefni um landið, að ekki sé áhugi fyrir stereo-útvarpi. Hvilik fásinna! Ahugaleysið er auðvitað fyrst og fremst hjá þvi opinbera,- eins og alltaf. Eflaust vita þessir ágætu herr- ar ekki að stereo-alda gengur yfir landið. Allir eru að fá sér þessi ágætu hljómflutningstæki. Sfgild tónlist, og raunar öll tónlist, er stórum betri, sé hún flutt með stereo-tækjum en venjulega. bað er ástæðan fyrir þvi að fólk kaup- ir þessi tæki, sem eru raunar rán- dýr. En útvarpssendingar i stereo? Jú, við skulum aðgæta útvarps- dagskrána i eins og eina viku. bá komumst við að raun um að meginhluti hennar er einmitt tón- list. Fyrir okkur hlustendur væri það augljóst mikið þarfaþing að fá sendingar i stereo, enda gerist það mjög algengt að útvarpstæki, ekki bara plötuspilarar og segul- bandstæki, séu seld hér gerð fyrir stereosendingar. Sjálfur hlustaði ég fyrir nokkrum árum á stereo- útvarp erlendis. bað var aldeilis munur að heyra slikt. Núermér sagt að þetta fyrirtæki kosti sáralitið, liklega örfá hundr- uð þúsunda, sumir segja örfáa tugi þúsunda. Hvað um það, stereo-útvarp þurfum við að fá. Og þá þýðir ekkert að segja eins og blessaður fjármálastjóri út- varpsins. „Fyrst liggur beinast við að bæta útsendingar, þannig að þær nái til allra landsmanna”. Nei, útvarpið hefur haft meira en 30 ár til þess. Auk þess væri sjón- varpið ekki komið inn á eitt ein- asta heimili, ef beðið væri eftir sliku”. HRINGIÐ í SÍMA 86611 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.