Vísir - 24.04.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 24.04.1972, Blaðsíða 5
VÍSIR. Mánudagur 24. aprll 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Pompidou ló á eigin bragði Frakklandsforseti, Gerorges Pompidou, beið talsverðan ósigur i þjóðaratkvæðagreiðsl- unni um stækkun Efna- hagsbandalagsins i gær, þótt stækkunin væri samþykkt. Kjörsókn var miklu minni en stuðningsmenn höfðu vænzt, og lita menn á þetta sem vantraust á Elízabeth Mattingly, sem á von á fyrsta barni slnu, biður brosleit eftir heimkomu eiginmanns slns, Thomas Mattingly geimfara. Pompidou, sem hafi boðað þessa þjóðarat- kvæðagreiðslu til að fá traustyfirlýsingu. Brezku blöðin gerBu I morgun mikið úr lélegri kjörsökn I Frakk- landi, á forsíöu, og í forystu- greinum. Af þeim, er kusu, greiddi yfirgnæfandi meirihluti atkvæði með stækkun banda- lagsins, en margir skiluðu auöu og ógildu, svo aö aðeins 36 prósent kjósenda greiddu atkvæði með stækkun, þegar tillit er tekið til þeirra, er heima sátu og skiluðu nei—seðlum eða auðum og ógildum. Sum brezku blööin telja sigur- vegara þessara kosninga vera Mitterand foringja sósialista- flokksins ( sósialdemókrata ) en henn er talinn helzti forsvars- maður stjórnarandstöðunnar um þessar mundir. Sóslalistaflokkur- inn skoraði á kjósendur að sitja heima. Pompidou stóð fyrir þessari þjóðaratkvæöagreiðslu af eigin dáðum. Kjðsendur greiddu atkvæði um hvort þeir féllust á stækkun EBE með inngöngu Bretlands og fleiri rikja eða ekki. Settu met Apollo-geimfararnir komust I morgun klakklaust um borð I geimfarið. Þeir skutu tunglferju sinni upp frá tungli og tengdust tveimur stundum slðar stjórnfar- inu, þar sem félagi þeirra hafði beðið. Tunglfararnir voru alls 71 klukkustund á tungli, fimm stundum lengur en nokkrir aðrir. Þeir ferðuðust um tunglið meira en fyrirrennarar þeirra, og munu þeirhafa fundið gosgrjót og fleira markvert þrátt fyrir bilanir i út- búnaði. Siðasta ferð Apollo-áætlunar- innar verður i desember. Humphrey vill heimköllun fró Indó-Kína strax Hubert Humphrey vill, að allt bandaríska liðið í Indó-Kína verði flutt heim næstu einri eða tvo mánuði. Hann sagði, að þessir flutn- ingar væru framkvæmanlegir. Unnt væri að flytja hermennina flugleiðis i skyndingu. Bandarikin ættu ekki að halda áfram að veita löndum i Suðaustur-Asiu her- naðaraðstoð. „Við höfum gefið Suður-Viet- nam fimmtán beztu árin i lifi okkar,” sagði Humphrey, „og beztu aðstoð og tæki. Hið eina, sem við getum ekki gefiö Suður- Vietnömum, er vilji til að verja hendur sinar,” sagði hann. Loks náðu stuðnings- menn EBE andstœð- ingunum Sifellt fleiri Bretar styðja stefnu stjórnar- innar um inngöngu i Efnahagsbandalagið. Samkvæmt skoðanakönnun, sem var birt i morgun, fylgja 42 prósent aðild, en 43 prósent eru andvigir og 15% óákveðnir. Staðan má þvi kallast jöfn milli stuðningsmanna og andstæðinga, og er þetta i fyrsta sinn, að slikt gerist, þvi að andstæðingarnir hafa alltaf verið miklu fleiri. Fylgi Verkamannaflokksins hefur minnkaö mikið og munar nú næstum engu á honum og íhaldsflokknum. Verkamanna- flokkurinn hafði um langt skeið haft miklu meira fylgi en Ihalds- flokkurinn I skoðanakönnunum. Umsjón: Haukur Helgason Svona kátur var Willy Brandt fyrir hclgina, þcgar hann hitti llcath i Bretlandsheimsókn sinni. En nú hefur Brandt minni ástæðu til kæti. Osigur Brandts Stjórnarandstœðingar fengu hreinan meirihiuta í Baden-Wiirttemberg — Þingmeirihluti Brandts í Bonn aðeins 3 þingmenn Willy Brandt varð að þola áfall i fylkiskosningunum i Baden-Wurttemberg í gær. Stjórnarandstæð- ingar, kristílegír demó- kratar, fengu hreinan meirihluta á fylkisþing- inu og juku fylgi sitt verulega. Kristilegir fengu 53% at- kvæða. Þeir hafa ekki áður fengið meirihluta i fylkinu. Jafnaðarmannaflokkur Brandts vann nokkur sæti, en frjálslyndi flokkurinn, sem hef- ur samstarf við jafnaðarmenn i, rikisstjórn missti þriðjung fylgis sins. Af þessu leiöir, að Brandt mun eiga mjög erfitt uppdráttar á þingi, er atkvæði veröa greidd um samninga stjórnar hans við Sovétmenn. Enn einn þingmaður segir skilið við rikisstjórnina. Stjórnarandstæðingar sækja hart á Brandt vegna samn- inganna. Úrslitin I Baden- Wurttemberg eru talin gefa töluvert til kynna um afstöðu al- mennings til samninganna og ekki boða gott fyrir Brandt. Viö þetta bætist, aö enn einn þingmaður stjórnarliösins hefur sagt skilið við rikisstjórnina. Er það þingmaður frjálslyndra, sem gekk úr flokknum I gær. Meirihluti Brandts á þingi er nú aðeins þrjú atkvæði. Með vindil I munni og barn sitt á baki kom þessi kona úr fjöllunum I bæinn Ban Me Thuot. Þorps- búar flýðu undan sókn kommúnista. Norðanmenn Hefja sókn ó miðhólendinu Norður-Vfetnamar her- tóku í morgun bæinn Tanh Canh i hálendinu í miðbiki Suður-Víetnam, en þar höfðu Suður-Vfetnamar haft héraðshöfuðborg. Margar herdeildir norðan- manna, studdar skriðdrekum, tóku sjálfan bæinn snemma i morgun og skutu af falibyssum á herstöðina við bæinn. Varnarliö Suður-Vietnama gafst upp, þegar Noröur-Vietnamar höföu eyði- lagt sendistöð þeirra. Herflokkar Noröur-Vietnama hafa skoriö sundur verasam- band til og frá bænum. Tvær þyrlur sunnan-manna voru skot- nar niður á þessum slóðum. Bandarisk sprengjuflugvél af gerðinni B-52 var i morgun hæfð yfir N-Víetnam, og varð hún að nauðlenda við bæinn Da Nang i Suður-Vietnam. Norðanmenn eru nú sagðir hafa byrjað öfluga sókn i miðhálend- inu, en þar áttu menn heizt von á, aö úrslitaorrusturnar yrðu háðar. Norðanmenn hafa ráðizt á bæinn Dak To úr tveimur áttum, annars vegar skriðdrekasveitir, hins vegar fótgöngulið. Suður-Vletnamar eru að senda fallhlifariið til bæjarins Tanh Canhtilaðfreistaþessaðreka N- Vietnama þaðan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.