Vísir - 27.04.1972, Page 5

Vísir - 27.04.1972, Page 5
VÍSIR. Fimmtudagur 27. april 1972 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Nixon hefur fcekkað um 500 þúsund í hernum í Víetnam I' orsetinn á bæn Forseti Suður Vietnam, Nguyen Van Thieu, klæddur Ao I)ai þjóðbúningi I fyrsta sinn opinberlega, lýtur höfði við Búddaaltar við hátiðahöld i tilefni af „degi for- feðranna ”, b Enn 20 þúsund heim 49 þúsund her- menn verða eftir Umsjón: Haukur Helgason Tímamótasamningur Vestur- og Austur-Þýzkaiands Frjálsari samgöngur Bjargar hann Brandt? Fólk(í|/ báðum hlutum Þýzkafands á að fá að ferð- ast frjálsar yfir landamær- in til að heimsækja ættingja. Austur- og Vestur-býzkaland gerðu i gærkvöldi fyrsta samning sinn um ferðir fólks milli þessara landa. Aldrei fyrr frá striðslokum hefur slikur árangur náðst, og þetta er talið munu hjálpa Brandt i slæmri stöðu hans. begar samningur þessi hefur verið staðfestur báðum megin, eiga Austur-bjóðverjar i fyrsta skipti að fá að heimsækja ætt- ingja i Vestur-býzkalandi, ef „mikilvægar fjölskylduástæður” gera slika ferð æskilega. Aður voru það aðeins menn á eftirlaun- um, sem fengu að heimsækja ætt- ingja vestur yfir. Vestur-bjóðverjar munu einnig fá að heimsækja ættingja og vini austan megin i auknum mæli. betta tekur einnig sérstaklega til ferðalaga i viðskiptaerindum, menningarlegra samskipta, iþróttamóta og heimboða frá ýmsum samtökum og stofnunum. Bahr, sendimaður Brandts, gekk frá samningnum i gær- kvöldi. En i dag verður stjórn Brandts að takast á viö mestu ógnunina, frá þvi að hún kom til valda fyrir tveimur og hálfu ári. Margir hafa talið, að 47 ára leið- togi kristilegra demókrata muni hafa heppnina með sér og fella Brandt i atkvæðagreiðslu um vantraust i dag. Orðrómur um frekari klofning stjórnarliðsins. Fréttirnar um samninginn viö Austur-bjóðverja um frjálsari samgöngur, flutninga vöru og ferðalög milli landanna, kom Brandt vel, og geti hann ekki firr- að stjórn hans frá falli, gæti ekk- ert gert það. Kristilegir demókratar ásaka Brandt fyrir að hafa „selt hags- muni Vestur-býzkaíands” I samningum við Sovétmenn og Pólverja. Fram hafa komið „leyniskjöl,” sem eru túlkuð sem sérstakur undirlægjuháttur Brandts-stjórn- arinnar við kommúnista. Stjórnin neitar þessum sökum. Atkvæðagreiðslan á að vera um hádegiö i dag. Kristilegir demókratar ráða 246 þingmönn- um, en 249 þarf til að fá van- traustið samþykkt. Mikið var um kröfugöngur, og 100 þúsund verkamenn fóru i verkfall I gær til að styðja stjórn Brandts. STJORNIN LÆTUR KUPPA STRÁKANA Nixon Bandaríkjaforseti boðar áframhald á fækkun í herliði Bandarikjamanna í Víetnam. Tuttugu þúsund hermenn til viðbótar eiga að koma heim fyrir 1. júlí. Þá yrðu eftir 49 þúsund bandarískir hermenn i Vietnam, og Nixon hefði fækkað um 500 þúsund, siðan hann setti fram Víet- namáætlun sina árið 1969. Nixon var bjartsýnn um stefnu sina i útvarps- og sjónvarpsræðu i gærkvöldi og taldi að hún hefði gefið góða raun. Hann sagði, að „Bandarikin mundu aldrei leyfa komm- únistum að sigra á vigvöllunum i Vietnam”. Loftárásum á „hernaðarleg skotmörk” i Norður-Vietnam yrði haldið áfram, jafnlengi og Norður- Vietnamar héldu áfram sókn sinni i Suður-Vietnam. Herforingi hrósar Suður- Víetnömum Nixon beindi 20 minútna ræðu sinni til bandarisku þjóðarinnar, og hann virtist litið tillit taka til skoðana manna i öðrum rikjum. Hann sagði, að 120 þúsund Norður-Vietnamar berðust i Suður-Vietnam. Stjórn N- Vietnam hefði sent þangað tólf herfylki. Bandariski herforinginn Abrams hefur i skýrslu um bar- dagana lokið lofsorði á frammi- stöðu hers Suður-Vietnama. Fyrstu viðbrögð bandariskra stjórnmaálamanna við boðskap forsetans fóru mjög eftir flokkum. bingmaður demókrata Frank Church sagðist ánægður með tilkynninguna um áfram- haldandi fækkun i hernum, en hann teldi, að allir bandariskir hermenn hefðu átt að vera farnir fra Vietnam fyrir löngu. bing- maður repúblikana Jacob Javits tók i sama streng. Báðir eru þeir þingmenn i útanrikisnefnd öldungadeildarinnar. Varnarlína S-Vietnama rofin Samtimis sækja Norður- Vietnamar að bænum Kontum fra tveimur áttum. beir hafa brotizt gegnum seinustu varnarlinu Suður-Vietnams við bæinn, en skriðdrekasveitir þeirra tefjast, þvi að brú á leiðinni hefur verið sprengd upp. Sókn norðanmanna hefur haldið áfram þarna óslitið, þótt bandariskar sprengjuflugvélar hafi varpað 700 tonnum af sprengjum á stöðvar þeirra á þessum slóðum i nótt. Fréttastofa Norður-Vietnam segir, að varnarlið Suður-Vietnama við Kontum hafi verið gjörsigrað. Sagt er, að þjóðfrelsisherinn ráði yfir nærri 300 ferkilómetra svæði með 5000 ibúum i Kontumheráði. Hin umsetna borg An Loc varð fyrir miklum eldflauga- og sprengjuárasum i nótt. Suður-Kóreumenn, sem hafa nokkurt lið i Suður-Vietnam, náðu hernaðarlega mikilvægu An Khe- skarðinu úr höndum Norður-Viet- nama. Herstöð i Ben Het við landa- mæri Kambódiu varð fyrir sprengjukasti norðanmanna i nótt og gærkvöldi, og var talið, að norðanmenn hefðu náð banda- riskum fallbyssum af Suður-Viet- nömum, er þeir flýðu þar skammt frá. GEIM- FARAR DAPRIR Geimfararnir segjast hafa verið mjög óvissir um, hvernig ferðin færi og hvort lending á tungli komitil greina. beir hefðu verið hálfóttaslegnir vegna bilana. Geimfararnir þrir höfðu áður verið glaðir i bragði, en á „blaðamannafundi” 1 gær, sáust þeir töluvert daprir á skermin- um. 19 ára gagnfræðaskóladrengur i Malasiu krúnurakaði á sér höfuðið og fór i mótmælagöngu gegn lögum, sem banna sitt hár þar i landi. Mörg hundruð aðrir hafa mót- mælt. Um landið allt hafa kollar drengja verið klipptir. Hárskerar koma i skólana. I einum skóla var það skólastjórinn sjálfur, sem klippti. 1 öðrum var siðhærðum drengjum skipað að klippa hver annan. Foreldrar f Malasiu styðja ákaft fyrirmæli skólayfirvalda um klippingu. Nixon NAÐU 17 TUPA- MARÓSFELÖGUM Stjórn Uruguay hefur siðustu daga tekið 17 félaga í Tupamarosskæruliða- samtökunum i ,,innri styrjöld” þeirri, sem stjórnin hefur lýst yfir. Hersveitir með stuðningi flugvéla og þyrla hafa leitað að skæruliðum á stóru svæði við fljótið La Plata. bar voru 14 skæruliðar teknir höndum. brir aðrir náðust við húsleit i höfuðborginni, Montevideo, i gær. Samtök Tupamaros hafa staðið að fjölmörgum mann- ránum og morðum á framá- mönnum landsins að undan- förnu. Seinast tóku þeir forseta þingsins en létu hann lausan eftir sólarhrings gislingu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.