Vísir - 27.04.1972, Blaðsíða 6
6
VÍSIR. Fimmtudagur 27. april 1972
VISIR
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri
Fréttastjóri
Ritstjórnarfuiltrúi
Auglýsingastjóri
Auglýsingar
Afgreiðsla
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir POtursson
Valdimar H. Jóhannesson
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu J2 Simar 11660 86611
llverfisgötu J2. Simi 86611
Siftumúia 14. Simi 86611 i r> Imuri
Askriftargjald kr. 225 á mánufti inranlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Fann ekki hraunið
„Ég fann ekki hraunið. Þegar ég var barn og gekk
200 metra frá höfninni og sá þá bara hraun, datt
mér ekki i hug, að jarðýtur gætu verið svo kröftugar (l
og svo margar sem þær nú eru i Hafnarfirði. Þeim /
hefur verið beitt af þviliku miskunnarleysi gegn
þessu hrauni, að það fyrirfinnst nú varla lengur.
Þeir eru núna á bæjarskrifstofunum að velta þvi
fyrir sér að malbika yfir það litla, sem eftir er.”
Svo segir i Visi i fyrradag i lýsingu blaðamanns á
aðstæðum á þeim slóðum, sem áður hétu Flata-
hraun, en nú heitir Norðurbær i Hafnarfirði. Þar er
risið eitt af hinum nýtizkulegum hverfum Reykja-
vikursvæðisins.
Nú eru hraunin kringum Hafnarfjörð svo sem
ekki nema litið brot af öllum íslands hraunum og
eru sjálfsagt ekki merkilegri en önnur hraun, sem
við eigum nóg af. Það er þvi ekki óeðlilegt, að menn
freistist til að taka hraun undir byggingarsvæði,
þegar staðsetning og aðrar aðstæður bjóða upp á
það. íslendingum fjölgar ört og verða að reisa fleiri
hús við þá byggðarkjarna, sem fyrir eru.
Geta menn þá leyft sér að vera með röfl, þegar
litið er á aðstæðurnar? Eðlilegt var, að Hafnar-
fjörður stækkaði i þessa átt. Og jafnvel hraunin
kringum Hafnarfjörð verða seint upp urin, þótt
haldið verði áfram á sömu braut. Og ganga náttúru-
verndarsjónarmiðin ef til vill of langt, þegar menn
vilja fara að vernda grá og úfin hraun?
En kjarni málsins er sá, að náttúrunni hefur verið
sýnt fullkomið tillitsleysi i uppbyggingu þessa
hverfis. Allt hefur verið jafnað út, hraunborgir,
mosaþembur, gjár og skjólsælar lautir, og eggslétt-
um grasflötum og malbiksbrautum komið fyrir of-
an á glæpnum.
Ætli börnin i Norðurbæ hafi jafn skemmtilegt um-
hverfi á grasflötunum og þau hefðu haft, ef hraun-
inu hefði verið leyft að njóta sin áfram milli hús-
anna og gatnanna? Áreiðanlega ekki. Hraun eru
með skemmtilegri leiksvæðum, sem hægt er að
hugsa sér, að minnsta kosti óslétt og hálfgróin
hraun eins og Flatahraun. Og ibúar hverfisins
mundu áreiðanlega fremur freistast til gönguferða
um nágrennið, ef hraunið væri enn að mestu á sin-
um stað.
Þegar hverfi er skipulagt á slikum slikum stað, er
nauðsynlegt að taka tillit til aðstæðnanna og nota
þær sem virkan þátt i lausn skipulagsins. Það hefði
að visu kostað meiri hugsun og meiri snilli. En það
er litill tilkostnaður, ef miðað ér við þá staðreynd,
að þarna eiga kynslóðir eftir að búa og fara á mis
við heillandi umhverfi, — aðeins vegna óhóflegrar
notkunar tæknimanna á reglustrikum sinum og
jarðýtum.
íbúar Norðurbæjar geta huggað sig við, að útlit
hverfisins er jafngott og annarra nýtizkulegra
hverfa á Reykjavikursvæðinu. En einmitt á þessum
stað var möguleiki á að hafa umhverfið eðlilegra og
fegurra en gengur og gerist. Sá möguleiki fæst ekki
til baka á þessum stað. En næst, þegar hraun verð-
ur tekið undir byggð, verða skipuleggjendur að
losna úr viðjum vanans, leggja höfuðin i bleyti og
finna snjallt samspil byggðar og náttúru.
ÞRIGGJA DAGA
VINNUVIKA
jtjljuíjijijzjuzjzjzjtjzjzjzjzjzjuzjzjzjuzjíjuuljíjzjzjljzjljutjljtjuzjzjzjtjljzjistjijijzjzjíjzjljzjzjljíjtjzjzjtjlsuuí
Fjögurra daga vinnuvika ryður sér til rúms í
Bandaríkjunum, og menn eru komnir niður í þrjó!
7J7J7J7J7S7J?J7J7J7i?J7J7J7J7J7J7JU7J7J7J7i7J7i7J7J7J7S7i7J7JULS7J7i7JU2J7J7J7J7J7J7J7J7J7J7J7J7J7J7J7J7J7J7i7i7i7J7J7J7J7J7i7J
Þeir eru komnir langt meö þaö
slökkviliösmenn og starfsfóik
Loftleiöa á Keflavikurflugvelli og
fréttamenn sjónvarpsins :
Þriggja daga vinnuvika. Eftir aö
mörg hundruö bandarfsk fyrir-
tæki hafa tekiö upp fjögurra daga
vinnuviku, hefur eitt fariö af staö
meö þriggja daga vinnuviku, og
sumir „vinnufræöingar” eru þvi
meömæltir.
Margir bandariskir vinnuveit-
endur og vinnu-,,fræðingar” (t.d.
vinnusálfræðingar) gera sér von-
ir um, aðauka megi afköst starfs-
fólks með þvi aö stytta þann tima
vikunnar sem mest, er það er á
vinnustað, svo sem með þvi að
draga 36 stunda vinnuviku saman
i þrjá daga. Með þvi vinna menn
þá 12 stundir á dag þessa daga, en
eiga i staðinn fri i fjóra heila
daga.
Þetta telja margir að muni
bæta „vinnumóral” starfsfólks-
ins og menn muni bretta upp
ermar og afkasta meiru þann
tima, sem þeir eru við starfið,
heldur en væru vinnudagarnir
fleiri. Búizt er við, að þetta gæti
minnkað „dauða tima” og
minnkað fjarvistir fólks frá
vinnu, en um það er ágreiningur.
„Draga vinnuvikuna
saman á færri daga”.
Fjörutiu stunda vinnuvika er nú
orðið rikjandi hér á landi. Vafa-
laust gæti hún enn stytzt i fram-
tiðinni, þar sem tæknilegar fram-
farir ættu að leiða til meiri af-
kasta og aukin velmegun gerir
mönnum kleift að afla sér viöun-
andi tekna á sifellt skemmri
tima, er kaupmáttur eykst stöð-
ugt.
Hins vegar finnst mörgum sú
leið æskilegri að auka fridaga
með þvi að draga vinnuvikuna
„saman á færri daga” heldur en
aö fækka sifellt vinnustundum á
vinnudag.
Vinnufræðingarnir Richard
Dudek og John Wittman við
tækniháskólann i Texas leggja til
dæmis til, að réttast væri að hætta
að hugsa i „vinnuvikum” og fara
frekar að hugsa i „vinnumánuð-
um” eða jafnvel „vinnuárum”.
„Við getum skipt vinnu jafnt og
hverri annarri vöru,” segir
Dudek prófessor. „Við getum
með nýtizkulegum tölvum gert
sams konar áætlanir um þörf fyr-
irtækis fyrir vinnu i framtiöinni
eins og við gerum um væntanlega
þörf þess fyrir flutninga eða hrá-
efni.”
Þegar fyrirtæki hefur metið
þörf sina fyrir vinnuafl i framtið-
inni, gæti starfsfólk haft mikið
frjálsræði um skiptingu þeirrar
vinnu, sem hver leggur af mörk-
um, innan ákveðins ramma, sem
fyrirtækið setti.
Menn vinna tæplega
fjórðung viku.
Til dæmis gæti skiöaáhuga-
maður lagt meira að sér i niu vor-
llllllllllll
Umsjón:
Haukur
Helgason
sumar- og vetrarmánuði, til að
geta átt þriggja mánaða vetrar-
fri. Þótt öllum sé það ljóst, er rétt
að minna á, að i hverri viku eru 24
sinnum 7 klukkustundir eða sam-
tals 168 klukkustundir. Með 40
stunda vinnuviku verða eftir 128
klukkustundir i viku til annarra
þarfa. Menn vinna þannig tæp-
lega einn fjórða af hverri viku.
Sofi menn i 8 stundir á sólarhring,
fara 56 stundir i svefn, og eftir
verða 72 stundir til annarra nota
en vinnu og svefns, en það er
næstum tvöfaldur vihnustunda-
fjöldinn i vikunni. Það er aug-
ljóst, að fyrir fáum árum lögðu
menn fram miklu fleiri vinnu-
stundafjölda fyrir minni laun, og
það er jafn augljóst, aö menn
gætu unnið fleiri stundir i viku, ef
þörf gerðist. Af þvi leiöir, að með
tæknilegum framförum og færri
stundum i viku, mánuði og ári,
sem menn þyrftu að vinna, væri
unnt að Ijúka vinnunni á færri og
færri dögum. Sem stendur væri
alls ekki fráleitt að ljúka 36
stunda vinnuviku á þremur dög-
um (sólarhringum) með þvi að
vinna 12 stundir hvern þann dag
(eða nótt).
Gætu haft þrjú „jobb”
Eins og skiðaáhugamaðurinn
mundi vilja vetrarleyfi, mundi
áhugamaður um skemmtisigling-
ar velja sumarleyfi og svo fram-
vegis, eins og menn þekkja af
umræðum hérlendis um vetraror-
lof.
David Keefe, vinnuhagfræðing-
ur, hefur gert tillögur um, aö
menn ynnu i sjö daga samfleytt
tiu stundir hvern dag og hefðu
siðan sjö daga samfellt leyfi. Með
þvi fengist 35 stunda vinnuvika aö
meðaltali. Þess háttar aðferðir
mætti hugsa sér með ýmsum
hætti, þvi að rétt er að athuga, að
72 stundir yrðu eftir af vinnunni
með 40 stunda vinnu og 56 stunda
svefni, en það væri sem næst
„nóg” til að hafa þrjú full störf.
Fáir munu leggja I slikt, en þetta
einfalda dæmi sýnir, hvernig
landið liggur.
Hvað myndu þeir segja
Hvað mundu þeir segja,
kallarnir, sem stóðu við vinnu á
sjónum ekki minna en tólf stundir
ádag,ef þeirgætu litið til okkar,
sem vinnum rúmlega þrisvar
sinnum tólf stundir á heilli viku?
Þótt nútimakynslóð sé
hugsanlega likamlega verr á sig
komin og hafi ekki úthald og kraft
á við forfeður, gætu menn vist
unnið tólf stundir af tuttugu og
fjórum einhverja daga, enda
gera margir það enn á stundum.
Af öllu þessu kemur fram, að
unnt væri að raða þeim vinnu-
stundum, sem meðalmenn leggja
að mörkum. á vmsa veeu. og með
þvi að lengja „fri” manna til
annarra hluta.
40 stunda vinnuvika ekki
endilega bezt.
Ekki er endilega vist, að sú skipt-
ing sé mönnum bezt, að dreifa 40
stunda vinnuviku á fimm daga.
Þvi eðlilegt, að nú séu reyndar
aðrar leiðir, sem veiti báðum
aðilum, starfsfólkinu og fyrir-
tækinu, betri þarfafullnægingu.
Það verður vafalaust unnt.
Fréttamenn sjónvarps hafa rutt þá braut, sem aðrir eiga kannski eftir að ganga — Þeir ljúka sinni vinnu
viku á þremur dögum.