Vísir - 29.04.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 29.04.1972, Blaðsíða 7
VtSIR. Laugardagur 29. aprll 1972. cTVtenningarmál Stefón Edelstein skrifar um tónlist: Tónlistinni til Þrem vikum fyrir sextugsafmæli sitt, 17. maí, stjórnaði dr. Róbert A. Ottósson tónleikum Sl s.l. fimmtudagskvöld. Það fer vel á því, að dr. Róbert stjórni sínum eigin af- mælistónleikum. Að vísu hygg ég, að honum sé ekk- ert vel við, að verið sé að auglýsa tónleikana í sam- hengi við þetta merkisaf- mæli, til þess er hann of hógvær. .En ég fagna því, að hann stóð með tónsprot- ann í hendinni, því enn einu sinni sýnir þessi mæti tón- listarmaður okkur, að hann er fullur af þrótti og orku, vandvirkurút í fingurgóma og sannur þjónn listar sinnar. Þrjú verk voru á efnisskránni: hið fyrsta forleikur að Meistara- söngvurunum eftir Wagner. Wagner er litt þekktur hér á landi, þvi að óperur eftir hann eru stórar i sniðum og þjóðleik- húsi okkar ofvaxnar enn (nema e.t.v. Hollendingurinn fljúgandi). Wagner er umdeildur, — sumir sjá i honum brennidepil alls þess ógeðfellda, sem einkenndi býzka- land þúsund ára timabilsins, aðr- ir sjá ódauðlegan snilling. Áhang- endur samtimatónlistar þakka honum hlutverk hans i þróunar- sögu tónlistarinnar, sérstaklega lita þeir á „Tristan” sem ómiss- andi hlekk i viðkvæmu darwinismatimabili tónlist- arinnar, en afneita helzt öðrum verkum hans, sérstaklega Meistarasöngvurunum. betta er of einfalt, liggur við aö segja „popular”, litið um svæsna chrómatik. En dr. Róbert valdi vel: Hér sýnir Wagner ekki að- eins meistaralega hljómsveitar- setningu, geislandi brillians, drama og þrótt, heldur örlar einnig á húmor i þessari tónsmið. Sinfóniuhljómsveitin lék for- leikinn mjög vel, á köflum glæsi- lega (bravó fyrir blásurum) og stjórnandanum tókst vel að sýna -hina björtu og glæstu hlið Wagn- ers með skilningsrikri túlkun sinni. Te Deum eftir Dvorák er stutt verk, samið 1892, eiginlega af þvi tilefni, að 400 ár voru liðin frá þvi að Kólumbus uppgötvaði Ameriku. Þetta var seinasta kór- og kirkjuverkið, sem Dvorák samdi, og er að mörgu leyti ákaf- lega merkilegt. Eiginlega er það frekar „ókirkjulegt”, heldur fjör- ugt, samþjappað, meira þessa heims en hins, og þá aðallega bæ- heimskt. Fuglasöngur, klukkna- hljómar, pentatónik: safarikt og litrikt verk. Ramminn að tón- smiðinni er sinfóniskur, fjórir þættir (þótt stuttir séu). Hlutverk kórsins er frekar sérkennilegt: Hann syngur mikið i millilegu á móti þykkri og sterkri hljómsveit, eiginlega gefur hann hljómsveit- inni sérstakan litblæ, frekar en að vera áberandi og sjálfstætt ele- ment. Flutningur þessa verks tókst hið bezta i alla staöi. Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson sungu einsöngshlutverkin, og tókst þeim prýðilega að koma sinu til skila, jafnvel að yfirgnæfa dýrðor sameinaðan hljóömúr hljóm- sveitar og kórs, sem voru i góðu jafnvægi innbyrðis. Sannfærandi lofsöngur til dýrðar guði, mönnum og tónlist- inni. Um mannllegan vilja Til eru verk, sem eru jafnfersk i dagog fyrir 100 eða 200árum. Eitt þeirra er 5. sinfónia Beethovens. Þessi dramatiska sónata fyrir sinfóniuhljómsveit býr yfir sama krafti og sannfæringu i dag og þegar hún var frumflutt. Ef sagt er, að 3. sinfónian (Eroica) sé um mikilmenni, þá gæti maður sagt, að sú 5. sé um mannlegan vilja, karlmennsku, þrautseigju og óbiigirni. Geri aðrir betur: hljóðfall fjögurra fyrstu tóna er uppistaðan i öllum þáttunum, kraftmikið atóm, sem æxlast i stórfenglega hljómkviðu, mútation tónanna. Hvernig á að flytja og túlka þetta verk? Toscanini vildi hraða, Furtwángler vildi breidd. En hraðaval túlkenda breytist með timanum — þeir túlka aldrei al- veg eins. Mér likaði þessi fimmta einkar vel. Fyrsti þáttur var mjög drifandi (i upphafi gætti svolitils taugaóstyrks, strengja- leikarar voru ekki alveg sam- taka, það var eins og þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir þvi, að Beethoven krefst hér skjótra við- bragða) og plastiskt mótaður af stjórnanda. Annar þáttur var sér- lega vel leikinn, með syngjandi fallegum tón og ekki of hægt, eins og stundum vill verða. Þriðji kaflinn var glæsilegur (en kné- fiðlur mættu intonera nákvæmar i upphafi). Að siðustu kom geisl- andi C-dúr 4. þáttar, eftir að hljómsveitin hafði brotizt gegn- um óvissu, þoku og ský i lok 3. þáttar (ég á hér við þá „brú”, sem tengir þættina). Sinfóniu- hljómsveit tslands flutti okkur viðburðarika og innblásna „fimmtu” undir stjórn þessa manns, sem hefur músikalskan vilja og kann að koma honum fram. Örstutt afmæliskveðja Hér væri eiginlega rétt að hætta og þakka ánægjulegt kvöld og taka undir dynjandi lófatak tón- leikagesta. Ég vona að lesendur, og þá sérstaklega dr. Róbert fyrirgefi mér, ef ég hef þetta að- eins lengra, bæti við örfáum af- mæliskveðjuorðum. Ekki vil ég rekja hér starfsferil dr. Róberts. Hann er flestum kunnur, og dr. Páll tsólfsson kemst betur aö oröi i grein þeirri, er hann ritar i efnisskrá St, en ég er fær um að gera. Við vitum öll að dr. Róbert er einn þeirra tiltölulega fáu manna á sviði islenzks tónlistarlifs, sem mótaði og byggði upp þessa list- grein, þegar litlu var búið að sá og „tónlistarplantan” var enn viðkvæm. Hefði ekki verið hans óþrjótandi orka og brennandi áhugi, væri islenzkt tónlistarlíf ekki i dag það sem það er. En dr. Róbert er ekki aðeins mætur tónlistarmaður og vand- virkur visindamaður, heldur kennari af guðs náð. Honum tekst hið vandasama, sem allir kenn- arar keppa að: að vekja og við- halda áhuga nemenda sinna. Hans eiginn áhugi er beinlinis smitandi. Vandvirkni og ástúö á verkefninu, hógværö og viröing fyrir öðrum einkenna vinnubrögð hans. Það lýsir e.t.v. bezt hinum meöfædda „pedagogiska eros” dr. Róberts, þegar hann sagði við mig fyrir skömmu, að skemmti- legast þætti sér að kenna byrj- endum. Ég sendi dr. Róbert árnaðar- óskir á sextugsafmælinu og þakka honum sem nemandi og vinur margra ára samveru. Megi hann enn lengi vinna aö uppbygg- ingu og eflingu islenzks tónlistar- lifs. tízkus AÐ HÓ't1 ALLA fðSTUPAGA ve[Ba enn ,iúl- Hinir vinsæiu ,,le” kost aS 'en9noarÞesem islenzkur ^^^^östudaga, Z&k°» oa oíi“»“ « rUa=r.em - * ““““T ðer5lr tatna , ^ sKinnavÖrum. Dr. Róbert A. Ottósson — meö tónsprotann á lofti. Iðnaðarhúsnœði með frant tíðarmöguleika til sölu Húseignin að Dalshrauni 5, Hafnarfirði er til sölu. Húsið er rúm- lega300ferm. að flatarmáli, lofthæð5-6 m, stærð lóðar 5.700 ferm. Hér er um að ræða mjög hentuga eign fyrir iðnfyrirtæki, sem hyggur á stækkun þar sem unnt mun að byggja á lóðinni nál. 2.800 ferm húsnæði. Til greina kemur að selja traustum kaupanda með vægri útborgun og góð- um greiðslukjörum. Þeir sem áhuga hafa, vinsamlegast sendið tilboð fyrir 6. mai — Upplýsingar veittar i sima 42606. Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi hf. Auðbrekku 44-46, Kópavogi. Pósthólf 80.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.