Vísir - 29.04.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 29.04.1972, Blaðsíða 6
6 VtSIR. Laugardagur 29. april 1972. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ' Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglysingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 if> Imuri Askriftargjald kr. 225 á mánuði inranlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Aðförin að Reykjavík Sterk rök hafa verið leidd að þvi, bæði af borgar- ) stjóranum i Reykjavik og fleiri að markmið rikis- / stjórnarinnar og stuðningsmanna hennar með ) setningu tekjustofnalaganna hafi ekki hvað sizt \ verið það, ,,að koma Reykjavikurborg á kné,” ( þrengja kosti borgarbúa og setja borgarstjórnar- / meirihlutann i sem stærstan vanda. Með nýju ) tekjustofnalögunum er svo um hnútana búið, að \ borgin verður að fullnýta allar álagsheimildir ( laganna. Svo mun að sönnu vera um fleiri sveitar- / félög, en það skiptir litlu máli að mati valdstjórnar- ) innar, ef lögin koma nógu hart niður á Reykjavik. ) Engum, sem hefur kynnt sér þessi lög, getur ( blandazt hugur um, að þau skerða stórlega sjálf- ) stæði sveitarfélaganna i landinu, koma illa við þau \ flest öll og verst við þau stærstu. Þar sáu stjórn- ( völdin sér lika sterkan leik á borði gagnvart / Reykjavik, enda hefur fulltrúi Alþýðubandalagsins ) i nefndinni, sem undirbjó tekjustofnalögin, játað \ það berum orðum i Þjóðviljanum, að nauðsynlegt / hafi verið að endurskoða tekjustofna sveitar-) félaganna, einkanlega með hliðsjón af þvi hve\ hlutur Reykjavikur hafi þar fram til þessa veriðl mikill. Við svo búið mátti ekki lengur standa. / Eins og á hefur verið bent, er það að kalla regla \ án undantekningar, að þvi stærra sem sveitar- ( félagið er, þéttbýlið meira, þvi meiri þjónustu er / krafizt, og hana verður sveitarfélagið að veita. Þess ) má lika minnast og undirstrika það oftar en gert er, \ að sú þjónusta, sem Reykjavikurborg veitir á ( mörgum sviðum, kemur fleiri að gagni en / ibúum hennar einum. Þar er i ótal mörgum efnum ) um að ræða þjónustu við alla landsmenn, og þá ekki \ sizt fólkið i sveitarfélögunum á þéttbýlissvæðinu ( utan borgarmarkanna. Þegar þess er gætt, að i ( Reykjavik sjálfri búa um 40% þjóðarinnar, og höfð / hliðsjón af þeirri þjónustu, sem borgin lætur i té, er \ ekki óeðlilegt, að hlutur hennar i tekjum sveitar- ( félaga sé um 50% þótt núverandi landsstjórn sé þar / á öðru máli. ) Ástæðan fyrir þessari aðför ætti að vera öllum ff augljós. Hún er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ( meirihlutann i borgarstjórninni. Gegn honum er) vopninu beitt. Von andstæðinganna er sú, að það biti) nægilega til þess að svipta flokkinn meirihlutanum i \ borgarstjórn. Borgararnir kenni honum æ fleiri um ( þær hækkanir, sem óhjákvæmilegar eru,t.d. á fast- ( eignagjöldunum. ( Hér er ekki ný saga að gerast. Ýmsum ráðum \ hefur verið beitt i sama tilgangi. Muna ekki sumir \\ t.d. eftir „Gulu bókinni”, sem vinstri samsteypan (( lét semja fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1958? // Þeirri aðför var svarað með þvi að Sjálfstæðis-) flokkurinn fékk þá kjörna tiu fulltrúa og upp úr þvi \ fór að styttast i valdatima þáverandi vinstri ( stjórnar. Gæti ekki farið svo, fyrr en rikisstjórnina / sjálfa færi að gruna, að þessi afglöp hennar ásamt') mörgum öðrum verði henni sjálfri að falli, áður en \i henni tekst að koma Reykjavik á kné? (( Bandaríkin fara nú yfir í metrakerfið Rœtt um 10 ára aðlögunartímabil Bandarikjamenn ætla að taka upp metrakerfið. Eins og á Bret- landi er þetta byitingarkennd breyting á mannlifi. Þingið fjailar um tiiiögur, sem mundu flýta þeim degi, er Banda- rikjamenn feta i fótspor Breta, Astraliumanna, Kanadamanna og Japana og fleiri reyndar, sem hafa siðustu ár breytt kerfi sinu i samræmi við það, sem annars staðar rikir. Margir bandariskir nota nú þegar metrakerfi, og það hefur verið lögmætt i Bandarikjunum siðan 1866, er það var samþykkt á þingi. Engu siöur, eins og menn vita, hafa Bandarikjamenn verið að vandræðast með sina þuml- unga, jarda, fet, únsur, gallón o.s.frv. i hvivetna. Þetta er enska mælikerfið, en Bretar tóku i fyrra stórt skref i átt til metrakerfis með töluverðum tilkostnaði og áhyggjum, en þó talið munu borga sig, er lengra liður, að hafa sama kerfi og aðrir. Fimmti hver bíll með 1 metra Dr. Lewis Branscomb, formað- ur staðlaeftirlitsins bendir á, að metrakerfi sé i rauninni nú þegar notað i lyfjafræði, ljósmyndun, gleraugnagerð, og 20 af hundraði bifreiða i Bandarikjunum hafi mælingar sinar samkvæmt metrakerfinu, Ford Pinto jafnt og innfluttar bifreiðir. Sundlaugar eru byggðar með tilliti til metra, vegna samkeppni viö aðrar þjóð- ir. Bandariskar iþróttir fara þó að langmestu fram i jördum og mil- um, fetum og þumlungum. Geimvisindastofnunin notar metrakerfi verulega, og eitt helzta læknisfræðiritið tók fyrir skömmu að nota metramælingar i öllum visindalegum frásögnum. Hvers vegna hafa Bandarikin ekki metrakerfið? Skýringin er auðvitað tengsl þeirra við Bret- land. Frakkar tóku upp metra- kerfi 1793. John Quincy Adams Bandarikjaforseta fannst metra- kerfið hið „fullkomnasta”, en þar sem mest viðskipti Bandarikj- anna, sem þá voru nýstofnað riki, voru við gamla nýlenduveldið Bretland, héldu Amerikumenn áfram að hafa enska kerfið. Minni vandamál í Bret- landi er búizt var við Bretar hafa hins vegar sjálfir verið að breyta yfir i metrakerfið siöan 1965, og verður þeirri um- breytingu ekki lokið til fulls fyrr en 1975. Ahugi Breta á inngöngu i Efnahagsbandalagið ýtti á eftir þeim i þessu. Breytingin hefur til þessa gengið miklu betur en flest- ir höfðu búizt við. Vandamál hafa verið minni en talið var að Það þarf víst mikið til, ef á að breyta fegurðarmálum stúlkna úr þumiungum i metra, svo að al- menningur i Bandarikjunum átti sig á, hvað um er að vera. Sá á myndinni er kominn i metramálið og tilkynnir sigurvegarann með málin i sentimetrum „95-50-95”! óreyndu. Metrakerfið rikir i EBE, og tjóaöi ekki fyrir Breta að halda sinu gamla. En i Banda- rikiunum eru það vandamál i við- skiptum, sem hvetja til breytingarinnar. Þingmaðurinn Claiborne Pell telur, að Banda- rikin tapi eitthvað frá 10 til 25 milljörðum dollara á ári vegna þess, að kerfið er annað en gerist yfirleitt i heiminum. Þetta er i is- lenzkum krónum frá 880 milljaröa til 2640 milljarða tap. Illlllllllll M) Umsjón: Haukur Helgason Stefna að 10 ára aðlögun I júli sendi Maurice Stans, sem þá var viðskiptaráðherra Banda- rikjanna, þinginu skýrslu um at- hugun á hvernig breytingin yfir i metrakerfi yröi framkvæmd, hvað hún mundi kosta og þess háttar, en þessa skýrslu höfðu menn verið að semja i þrjú ár. Mesta áherzlu beri að leggja á uppfræðslu, svo að kynslóðir framtiðarinnar læri að „hugsa i metrum”. Mælt er með tiu ára áætlun, og i lok þess tima verði Bandarikin ,,að mestu en ekki öllu” komin yfir i metrann. Skólakrakkar verði fegnir Blessað metrakerfið er vist byggt „á hlutföllum i hringmáli jarðar” og er rökrétt og einfalt i stærðfræði, skipt i einingar með 10 i. Jafnvel i Bandarikjunum, svo vanir sem menn eru hinu, má búast við, að skólakrakkar og margir fullorðnir verði guðsfegn- ir.að losna viö núgildandi kerfi. Enska kerfið er ekki rökrétt og einingar þess breytilegar. Til dæmis eru 12 þumlungar i fetinu, og svo þrjú fet i jardinum. Milan er 5280 fet. 16 únsur eru i pundinu og 2000 pund i tonninu. Þessar einingar urðu mest til af tilviljun. Sagt var, að jardinn væri „fjarlægðin milli nefbrodds konungs og fingurgóms.” Ógrynni af mælikvörðum eru notuð við mismunandi mælingar, og nægir vist að nefna „pints”, „quarts” og gallón um vökva. Með metrakerfinu kemur hin þægilega skipting i kiló, litra. Kosti 500-1200 milljarða Bandarikjastjórn metur kostn aðinn við breytinguna i iðnaðin- um á 500 til 1200 milljarða isl. króna. En þessi kostnaður dreifist á mörg ár, og ef vel tekst, ætti að vera unnt að draga úr þeim raun- verulega kostnaði, sem breyting- in veldur, með þvi að metrakerfið sé tekið upp með nýjum vélum, þegar útslitnar og úreltar vélar eru settar á haugana og nýjar fengnar. Og eins og var sagt, geta Bandarikjamenn sparað peninga með þvi að breyta yfir i metrann, jafnvel sennilega á skömmum tima.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.