Vísir - 29.04.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 29.04.1972, Blaðsíða 5
VÍSIR. Laugardagur 29. apríl 1972. 5 o TVÖ MÁLGÖGN Hér á kirkjusiðunni i dag er vakin athygli á tveimur máigögnum, sem gefin eru út af skölanemendum i Reykjavik. Annað er Oröið — rit guðfræði- nema i Háskólanum. Hitt er Skólablað Menntaskólans við Hamrahlið, 2.tbl. 6.árg. Ekki er nema eðlilegt og sjálfsagt, að rit, sem út er gefið af verðandi guðfræðingum helgi sig eingöngu trúmálum og þá kristni og kirkju sérstaklega. Hitt vekur eðlilega meiri athygli, að skóla- blað i almennum menntaskóla á þessum tima skuli ljá rúm sitt s.a.s. eingöngu fyrir kristindóms- málefni. Eftirtaldir nemendur i Hamrahliðarskólanum hafa séð um efnið i þetta hefti skóla- blaðsins: Arnmundur Kr. Jónas- son, Ástriður Kristinsdóttir, Birgir Sveinsson, Gisli Jónasson, Guðmundur Björgvinsson, Guðni Einarsson, Halldór Reynisson, Hildigerður Jakobsdóttir, Jóhannes Tómasson, Matthias Loftsson, og Steinunn Einars- dóttir. Nú mun ekki nema litill hluti af nemendum þessa skóla vera sammála þeim i trúar- efnum. En það ber vott um mikinn áhuga á trúmálum, að þessi nemendahópur skuli vera þess umkominn að fá blaðiö til að helga sig þessu efni að öllu leyti. Það, sem setur mestan svip á hið kristilega blað þeirra Hamrahliðarmanna, er viötöl ritstjóranna við nokkra nemendur og kennara. Lýsa þau undirtektum þeirra, sem eru næsta misjafnar, þar sem þeir leggja fyrir þá nokkrar spurningar um trú þeirra á Guð og framhaldslifið. Það væri of langt mál að rekja öll þau svör. Sá siðasti, sem spurður var, Gisli Friðgeirsson eðlisfræðikénnari, svaraði þannig: „Já ég trúi á lif eftir dauðann, og ég byggi það fyrst og fremst á orðum Krists og lifi, ekki niður- stöðum spiritista og ekki á óskhyggju, en kannski er það upprisa Krists, sem bezt sannfærir mig”. „Finnst þér Guð gripa inn I líf okkar mannanna i dag? „Já, mér finnst Guð nálægur, hvort sem ég lit á það sem trúaður kristinn maður eða lika án þess, þvi ég sé ekki bara Guö i undrinu, þar sem náttúrulög- málin eru brotin, heldur lika i til- verunni eins og hún er, þvi öll veröldin minnir mig á tilveru Guðs og ég held, að þótt ég hefði ekki heyrt boðskap fagnaðar- erindisins, þá hefði spurningin um Guö ekki látið mig i friði, þess vegna finnst mér tilveran ekki rökrétt án Guðs, samræmiö er slikt i náttúrunni.” „Þú ert kristinn maður, en finnst þér þú mikið hafa upp úr þvi að vera það?” „Það fer nú alveg eftir þvi, hvort ég færi mér það i nyt eða ekki. Ef ég legg stund á það, sem kristinn maður getur hagnýtt sér i trúarlifinu, þá hefur það mjög djúp áhrif á lif mitt. Ef ég gleymi Guði, þá hef ég harla litið upp úr þvi að hafa þessa skoöun. Ef ég légg stund á t.d. bænalií, þá markar það allt mitt lif. Það veitir mér ró, festu og frið, og ef ég ákveð að treysta einhverju lof- orði i Bibliunni, þá hef ég þá reynslu, að það verði ákaflega sérstætt timabil, sem ég upplifi og raunverulega það, sem kristnir menn myndu kalla nær- veru Guðs.” ORÐIÐ Það er gróska i félagi guðfræði- nema. Það er auðséð á timariti þeirra Orðinu 1. hefti 8. árg. sem er nýkomið út — vandað að efni I fallegum búningi. Það hefst á rit- gerð sr. Guðmundar skólastjóra Sveinssonar, um þýzka guð- fræðinginn Dietrich Bonhoeffer, sem tekinn var af lifi i fanga- búðum nasista 8.april 1945. Sigurður örn Steingrimsson cand. theol á greinina Bibliu- rannsóknir og boðun orðsins, og Jóhann próf. Hannesson ritar ýtarlega um Bahaismann. Þá er i heftinu birt predikun eftir sr. Gunnar Kristjánsson. Af efni ritsins, sem guðfræöi- nema leggja til, skal þetta nefnt: Gunnar Björnsson þýðir greinina: Siðfræði staða og stunda, Karl Sigurbjörnsson skrifar um Hin heilögu íkon og fylgja margar myndir. Halldór Gröndal skrifar grein sem hann kallar: Fyrirhugun. Þrjár greinar guðfræðinema sýna að þeir eru ekki athafna- lausir utan námstimans og skóla- stofuveggjanna. Birgir Agústsson skrifar um sumarbúðir kirkjunnar, Sigfinnur Þorleifsson skrifar um tveggja mánaða starf á Kleppsspitala og Jakob Agúst Hjálmarsson segir frá mjög at- hyglisverðri tilraun, sem kirkjan gerði með vinnubúðir i Tálkna- firði, og guðfræðinemar sáu um Segir þar að lokum: „Við, sem köllum okkur kirkjunnar menn, megum allvel við una. Merk tilraun var gerð, og við höfum fundið viðtalsgrundvöll við unglingana og tækifæri til aö vinna að veraldlegri og timan- legri heill þeirra”. Á forsiðu timaritsins Orðsins er Lúthers-rósin, innsigli Lúthers. Merking hennar skýrði hann svo: „Svartur kross I rauðu hjarta táknar ok krossins, sem deyðir þó ekki, hinn réttláti lifir fyrir trú sina á hinn krossfesta. Rósin umlykur hjartað til marks um gleði trúarinnar, huggun og frið, — sem heimurinn getur ekki gefið. Þess vegna er rósin ekki rauð, heldur hvit, þar er Iitur andans og englanna. Rósin er á himinbláum grunni, þvi gleðin nú er upphaf hinnar himnesku gleði. Yzt er gullinn hringur, þvi að sælan i himnarfki Hkist f því hringnum.aðhún er án enda, og er dýrmætari en allt á jörðu alveg eins og gullið er dýrast málma.” FRÆKORN Berið sama hug hver til annars. Stundið eigi á hið háa, en haldið yður að hinum litilmótlegu. Ætlið yður eigi hyggna með sjálfum yður. Gjaldið engum illt fyrir illt, stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna. (Róm 12. 16—17.) Sú þjóð, sem stefnir að heimilisleysinu, hún stefnir beint út i glötun og eyðingu allra hinna dýrustu verðmæta sem þjóð getur eignazt. Glötun heimilisins er glötun þjóðarinnar,glötun sjálfra vor. (Þ. Br. Prestafél. rit. 1926) A ýmsum islenzkum prests- setrum var lengi veitt ágæt tilsögn undir skóla. Þar voru i raun og veru litlir fyrirmyndar einkaskólar, stundum betri en hinir opinberu skólar rikis og kirkju, enda nutu þessir heimaskólar um skeið vissra prófréttinda. (V.Þ.G: Bessastaðir) Dr. Hannes Þorsteinsson og Jarðþrúður Jónsdóttir giftust 8. des. 1889. í brúðkaupinu mælti föðurbróðir brúðarinnar, Pétur biskup fram þessa visu: Drottinn þina blessun breið, bið ég þess af hjarta, þeirra beggja á lifsins leið, láttu hana vera bjarta. (Ævisaga H.Þ.) Trúaráhugi ungs fólks eru stærstu fréttir siðustu tima, þótt ekki verði séð fyrir, hvert hann muni leiða. Þær þúsundir ungra pilta og stúlkna, sem fylltu kirkjur landsins um páskana, boða breytta tima. Visir Sölumiðstöð bifreiða Söluskráning bifreiða — Upplýsingar, simi 22767 kl. 20-22. Umboðslaun fyrir selda bifreið 1,5%. JESIJS SUMARIÐ Sumarið er komið. Enn einu sinni hefur ljósið unnið sigur yfir myrkrinu, lifiö sigrað dauðann. Enn einu sinni fáum við aö lfta þá upprisu lifsins, sem ávallt fyllir sál vora fögnuði, gleðinni yfir kraftaverkum skaparans. Það er i eftirvæntingu vordaganna, sem vér þreyjum þorrann og góuna all hina myrku og þungu nótt skammdegisins. Ef vér ekki væntum aftur ljóssins og langdegisins, hvernig mættum vér þá aftur horfast I augu við framtiðina, hvaða von eða gleöi væri þá möguleg? En nú vitum vér, að lögmál náttúrunnar eru óbrigöul, þó að á ýmsu gangi með veðurfariö. Vér vitum, að öllu myrkri iinnir, öll él styttir upp, aftur kemur sumarið meö fleytifullan bikar hvers kyns gæða, þó að dauðans hönd leggist yfir I bili. Undir klakanum brumar ungt og nýtt lff. Náttúran var aðeins að kasta ellibelgnum. Hvilfkur stórkostlegur trúarlærdómur, ef vér höfum augu til að sjá og eyru til aö heyra. Hvflfk ástæða til bjartsýni. Hvar- vetna gildir þetta sama lögmál um alla tilveruna. B.K. Kirkjuritið 1961. ^MELAVÖLLUR í dag kl. 14.00 leika: VALUR - ÁRMANN Reykjavikurmótið AÐALFUNDUR H.f. Eimskipafélags íslands verður hald- inn i fundarsalnum i húsi félagsins þriðju- daginn 16. mai 1972 kl. 1.30 eftir hádegi. Dagskrá samkvæmt samþykktum félags- ins. Reikningar félagsins fyrir árið 1971, ásamt tillögum um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa og um framlengingu á fresti til aukningar hlutafjárins, liggja frammi i skrifstofu félagsins frá og með 2. mai 1972. H/F EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.