Vísir - 29.04.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 29.04.1972, Blaðsíða 8
8 VÍSIR. Laugardagur 29. apríl 1972. Heilsurœktin The Health Gultivation. Á morgun,sunnudag,er starfsstöð Heilsu- ræktarinnar opin almenningi, til kynn- ingar, engin aldurstakmörk. Opið frá kl. 9 f.h. til 5 e.h. gufuböð, ljósböð og tæki til afnota endurgjaldslaust. Innritun á sama tima i nýja flokka, dömuflokka, herra- flokka, og hjónaflokka. ath: breytt sima- númer 85655. Heilsuræktin. Óskum að rúða konu á aldrinum 30-45 ára til skrifstofustarfa og simavörzlu. Gott kaup. Tilboð sendist augld. Visis merkt ,,1917” Vinnuskúr Óska eftir að kaupa stóran vinnuskúr eða litið hús sem hægt er að flytja. Tilboð sendist augld. Visis fyrir miðvikudags- kvöld merkt ,,6683”. um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir janúar og febrúar s.l., og ný- álagðan söluskatt frá fyrri tima, stöðvað- ur, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrif- stofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 28. april 1972. Sigur jón Sigurðsson. „GARDENIA" FALLEGASTA POTTABLÓM SEM TIL ER “ GJOA A HEIMLEIÐ Roald Engelbreckt Graving Amundsen var fæddur 16. júlf 1872 á býlinu Tomta, rétt hjá Sarpsborg. Eru því liöin I ár 100 ár frá fæöingu hans. Faðir hans var skipstjóri f langsiglingum, en setti sföar upp skipasmiöastöö, og má rekja áhuga Amundsens á siglingum til þess nána sam- bands, sem hann hefur haft viö sjóinn. Meðai helztu afreksverka hans voru siglingin Norö- vesturleiðina 1903 til 1906, koma hans fyrstur manna á Suðurskautið 14. des. 1911, sigling hans meö Maud Norðausturleiðina 1918 —20. Einnig má nefna flug hans og féiaga á tveimur flugvélum norður á 88. gráöu norður- breiddar og loks flugiö á loft- skipinu Norge yfir Noröur- heimskautið 1926. Amundsen fórst með flug- bátnum Latham 18. júni 1928, er hann geröi tiiraun til þess að leita að áhöfn italska ioft- skipsins italiu, sem gert hafði tilraun til aö fljúga yfir Norðurpólinn, undir stjórn Nobile, þess sem var skip- herra á Norge í ferö þess 1926. A mánudaginn fór frá San Fránsisco áieiöis til Noregs litil dugga, sem leit fyrst dagsins Ijós fyrir hundrað árum hjá ein- hverjum skipasmiö i Norður Noregi. Þessi skúta má muna sinn fifil fegurri, þvi hún er fyrsta skipiö sem siglt var Norövesturleiöina svokölluðu eða frá Atlantshafi noröur fyrir Ameriku og til Kyrrahafs. Þetta er GJÖA, 47 lestir að stærö, og þaö var norski landkönnuðurinn og heim skautafarinn Roald Amundsen, sem vann það afrek aö sigia þessa leið á árunum 1903 til 1906, 318 árum eftir aö fyrst var reynt að sigla þcssa leið, en það reyndi brezkur leið- angur undir stjórn John Davis 1585. En sem sagt, nú er GJÖA á heimleið til Noregs, en þangað hefur hún verið gefin, eftir að hafa staðið i safni i San Fransis- co um árabil, en ætlunin er að koma henni fyrir við hliðina á FRAM safninu i Osló, sem hefur að geyma pólarskipið Fram sem fyrst Friðþjófur Nansen og seinna Amundsen notuðu til ferða sinna til heimskauta- landanna. Frá siglingu sinni Norðvest- urleiðina segir Amundsen i bók sinni „Sókn min til heim- skautalandanna” sem kom út i islenzkri þýðingu Jóns heitins Eyþórssonar árið 1941. Þar segir hann frá löngun sinni til að sigrast á Norðvestur- leiðinni, undirbúningnum, kaupunum á Gjöu og erfiöleik- unum á þvi að útvega nauðsyn- legt fjármagn til ferðarinnar. En gefum Amundsen orðið: „Loksins! Ævintýriö mikla, sem ég keppti að alla ævi, var byrjað. Norðvesturleiðin stóð okkur opin með leyndardóma sina, sem höfðu heillað sægarpa liðinna alda.” „Ég er viss um, að sjaldan Hér stendur Gjöa feröbúin i höfninni I San Fransisco en þaöan fór hún á mánudaginn áleiöis til Oslóar, eftir aö hafa staðiö til sýnis i Golden Gate garöinum I 33 ár, en nú hafa borgaryfirvöld San Fransiscoborgar gefiö hana aftur heim til Noregs. hefur tshafinu verið boðið upp á annað eins. Gjöa var 72 fet á lengd, 11 fet á breidd og grunn- skreið. Hún var vitanlega ein- sigld, og við höfðum þvi aðeins eitt stórsegl og fáein stagsegl. Auk þess var i skipinu góö hjálparvél, enda þótt slikur vél- ar væru á þeim timum svo ótryggar, að okkur var legið mjög á hálsi fyrir glannaskap, þegar hún var sett i skipiö, vegna eldhættu sem frá henni stafaði. Að ytra útliti var ekkert ný- stárlegt við okkur. En það, sem var innanborðs! 1 fyrsta lagi var rúmiö notað út i æsar og kassarnir þannig gerðir, að eng- in smuga var á milli þeirra, þegar þeim hafði verið raðað niður. Með þessum farmi var Gjöa drekkhlaðin. En með þvi að ekki var rúm undir þiljum fyrir allt, sem við þurftum til ferðarinnar, var þilfarið fullt af kassahlöðum, svo.að skipiö likt- ist mest fljótandi flutninga- vagni, þegar við sigldum út á Is- hafið.” Strax i byrjun ferðarinnar áttu þeir Amundsen pg félagar hans sex að tölu, sem fóru þessa ferð með honum, við ýmsa erfiðleika aö etja, en sluppu án þess að það hefði afdrifarikar afleiðingar i för með sér. Eitt skiptiö tók skipið niðri á blind- skeri, einnig kom upp eldur i vélarrúminu, og þeir lentu i fjögurra daga vestanroki, sem nær hafði hrakiö þá á land. Fyrstu vetursetuna völdu þeir sér á stað, sem siðan heitir Gjöuhöfn. Eftir skamma dvöl þar höföu þeir komizt i sam- band við „skrælingjana” Eski- móana sem byggja þennan heimshluta. Og spratt innan tið- ar upp 200 manna byggð i kringum þá i Gjöuhöfn. Úr vetrarlæginu héldu þeir félagar á Gjöu 13. ágúst 1905 og fikruöu sig áfram til vestúrs i átt til Alaska. Og þ. 26. ágúst 1905 mættu þeir hvalveiðaran- um „Charles Hanson” frá San Fransisco, sem þangað var kominn gegnum Behringssund og norðan við Alaska. Norövest- urleiðin var raunverulega sigruð. Að visu tókst þeim ekki aö komast vestur um Alaska, áður en isar lokuðu siglingum, svo að hafa varð vetursetu við Kings Point á norðurströnd Kanada. En Amundsen brann i skinn- inu að láta umheiminn vita, að Norðvesturleiðin haföi verið sigruð, svo hann gerði sér litið fyrir og fór á hundasleða 700 kilómetra vegalengd yfir 3000 metra háan fjallgarð til næstu simstöðvar i Egbertsvirki. Þangað kom hann 5. desember 1905 og eins og hann segir „Ég minnist þess að hitamælirinn sýndi minus 50 stig á Celcius þennan dag. En gefum Amundsen orðið um lokakafla ferðarinnar: „Að öðru leyti gerðist ekkert, sem i frásögur sé færandi á bakaleiö- inni. Isinn lónaði frá i júli, og við komumst slysalaust til Point Barrow. Þaðan sigldum við um Behringssund og suður með landi til San Fransisco, sem viö komum til i októbermánuði. Ég gaf borginni GJÖU til minning- ar um að Norövesturleiðin hefði verið sigruö. Skútan stendur i Golden Gate garðinum og geta þar allir séð hana, sem vilja”. — JR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.