Vísir - 03.05.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 03.05.1972, Blaðsíða 3
VÍSIR. Miðvikudagur 3. mai 1972. 3 Til tannlœknis í Evrópu! - fjölskylda flýgur með Loftleiðum til Evrópu, þvi það er ódýrara að fó þannig lœknishjólp The New York Times, banda- riska dagblaöið, birti 22. apri'. forvitniiega sögu. Segir þar frá konu einni, Louise Shaw að nafni, sem býr i borginni VVinston-Salem i N-Carolina, Bandaríkjunum. Tannlæknir hennar hins vegar, sem heitir dr. Manfred Freise, býr og starfar i Bonn. Það er nefnilega svo dýrt að fara til tannlæknis i Bandarfkjun- um, að frú Shaw sparar sér 50% kostnaðarins með því að fljúga til Bonn við og við, — og vel að merkja, þá með LOFTLEIÐUM. Frú Shaw datt I hug að leita sér lækninga i Evrópu fyrir tveimur JÚNÓ OG PAFUGLINN eru komin tii borgarinnar, nánar til- tekið á Seltjarnarnesið, þar sem Leikféiag Húsavikur hyggst haida á þeim sýningar n.k. föstu- dags-, iaugardags- og sunnudags- kvöid, i félagsheimili Nesbúa. Leikrit þeirra er sem kunnugt er eftir Sean O’Casey, en Júnó og Páfuglinn er einmitt það leikrita hans, sem aflaði höfundi heims- frægðar. Leikritið fjallar um þau átök, sem átt hafa sér stað i irsku þjóðlifi siðustu áratugina og sem fréttir eru nú daglega sagðar af. 1 leikritinu fær hver deiluaðili sina sneið og þar blandast saman á irskan hátt kimni og tregi, skop og voveiflegir atburðir. Alls eru leikendur fjórtán tals- ins, en með aðalhlutverkin fara Sigurðúr Hallmarsson (Páfuglinn) og Herdis Birgisdótt- ir (Júnó). Þýðinguna gerði Lárus Sigurbjörnsson, en Eyvindur Er- lendsson setti leikinn á svið. Þetta er fyrsta leikför Leik- félags Húsavikur til Suðurlands, en þaö er að góðu kunnugt meðal leikhúsgesta Norðurlands. Hávaði af dynjandi skothrið barst viða um Seitjarnarnes i gærdag. Og raunar ekki að undra, þótt víða hafi hvellhljóðin borizt, þvi aö verki voru tugir lögreglu- manna, sem skutu úr skamm- byssum i mark. Koma lögreglu- menn jafnan saman i æfingabúð- um sinum þar yzt á Nesinu einu sinni á ári, og halda við skothæfni sinni. „Viö erum með skammbyssur, caliber 22 og skjótum i mark á 15 metra færi”, sagði okkur varð- árum, þegar hennar gamli tann- læknir i Winston-Salem sagði henni, að það myndi kosta hana 1000 dollara ( um 90.000 isl.kr. ) að fá sér sex gullkrónur i tennur sinar. „Ég fór heim og skældi of- boðlitiö, af þvi við höfðum hrein- lega ekki efni á þviliku”. Maöur hennar, Bynum Shaw, fyrrum erlendur fréttamaður við The Baltimore Sun, núverandi kennari við blaöamannaháskóla, ráðlagði henni að skrifa til út- landa eftir upplýsingum. Hún gerði það. Siöan flaug hún með Loftleiðum til Evrópu (Luxemburgar), var I Bonn um Félagið hefur starfað um margra ára skeið og hefur nú á að skipa mörgum áhugaleikurum. Af verkefnum, sem það hefur tek- ið til meðferðar á siðustu árum má nefna „Volpone”, sem það sýndi og flutti einnig i útvarpi ár- ið 1966, „Lukkuriddarinn” 1967, einþáttungurinn „Táp og fjör” og „Nakinn maður og annar i kjól- fötum” 1968, „Puntilla og Matti” 1969, „Þið munið hann Jörund” 1970 og „Er á meðan er” 1971. Af eldri verkefnum má nefna „Te- hús ágústmánans” og „Alt Heidelberg”. Leikfélag Húsavikur starfar i gömlu samkomuhúsi i Húsavik og þykir furðu sæta, hvað þvi hefur tekizt að skapa þar góðar sýning- ar við hin erfiðustu skilyrði. Er ekki aö efa, að marga höfuð- borgarbúa fýsi að sjá Þingeying- ana túlka lifsviðhorf frænda sinna á Irlandi i hinu athyglisverða og skemmtilega verki Sean O’Casey. Aðgöngumiðasala er i bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar. —ÞJM stjóri i morgun, „þetta var nú bara æfing i gær, en svo tekur al- varan við”. Alvaran? „Jájá — keppni milli vakta. Við höfum keppni milli vakta i skot- hæfni og sundi. Min vákt vinnur alltaf”. Sögðust kylfingar hjá Golf- klúbbi Ness hafa hrokkið við i gær, er skothrið lögreglunnar dundi. Hins vegar rótaði kollan sér ekki i fjöruborðinu. Orðin ósköpunum vön. —GG tima, og svo aftur heim með Loftleiðum og hafði hún þá nýjar gullkrónur i munninum og hafði eytt i feröinni samtals 500 dollurum, eða helmingi þess, sem læknishjálpin hefði kostað i heimaborg hennar. Af þessum 500 dollurum kostaði farið með Loft- leiðum báðar leiðir 210 dollara. Og þessi Evrópuferð reyndist ekki aðeins ódýr — i ljós kom siöar, að hjónin fengu skattafrá- drátt vegna hennar, þar sem frúin var að leita sér lækninga. Og frú Shaw var svo ánægð, að hún gaf eiginmanni sinum i jóla- gjöf ferð til dr. Freise tannlæknis i Bonn. Einnig gaf hún 14 ára dóttur þeirra hjóna ferð þangaö austur, þvi að hún þurfti að fá aðstoð fótasérfræðings. Þessar lækningaferðir fara hjónin i sambandi við fri sin, njóta lifsins i rikum mæii, fljúga ódýrt, fá góða læknishjálp, og „svo græðum við bara 50% á öllu saman!” Verst, að islenzkir tannlæknar eru ekki tiltakanlega ódýrir og ekki nógu margir til að þjóna öllum Amerikönum, en annars væri ekki svo vitlaust, að allir Islendingar lærðu tannlækningar og færu svo aö græða dollara. . . —GG. Stúlka fyrir bíl Slys varð i gærkvöldi um klukk- an 20,30 á Barónsstig á móts við Sundhöllina. 14 ára stúlka varð fyrir bil er hún gekk vestur yfir götuna. Lenti hún fyrir bil er ók i suöur. Stúlkan var flutt á slysadeild Borgarsjúkrahússins, en mun ekki alvarlega sködduð. —GG Klifu Hallgríms- turn Fjórir piltar tóku sig til i gærkvöldi og klifu upp vinnu- pailana utan á turni II a II- grimskirkju. Var lögreglunni tilkynnt siðla i gærkvöldi, að þrir eða fjórir piltar sveifluðu sér efst á turninum, og að einn þeirra sæti ofan á krossinum, upp- ljómuðum með rafljósum. Lögreglan ætlaði fyrst varla að trúa eigin eyrum, „satt að segja hélt ég að enginn kæmist þarna upp. Það á ekki að vera hægt að komast upp á vinnu- pallana". En hugsanlega hafa drengirnir farið inn i turninn snemma um kvöldiö, þegar fólk gat farið að njóta útsýnis. Siðan hafa þeir haldið kyrru fyrir i turninum og þannig komizt út á vinnupallana. „Hefði Landhelgisgæzlan verið búin að fá þyrluna, þá hefði veriö upplagt aö sækja drengina með licnni. Við klif- uin nú samt upp cftir þeim — mér skilst þctta hafi verið eitt- hvert veðmál hjá þeim”, sagði lögreglumaður einn Visi i morgun. —GG aðií slagsmólum Ungur piltur lenti á föstudags- kvöldiö var i slagsmálum utan við samkomuhúsið Ungó i Keflavik. Hann var svo rækilega hristur til, að brotnaöi annar fótleggur hans i þessum ryskingum. Sagði Keflavikurlögreglan, að fótbrot þctta væri reyndar hið eina, sem til tiðinda mætti telja eftir þessa löngu helgi. „Reyndar náðum við i sex bil- stjóra, sem við grunum um ölvun við aksturinn — en annars hefur helgin verið sérlega róleg”. Og hvernig sem á þvi stendur, er Keflavikin og næsta umhverfi vinsæll staður að heimsækja, þegar vel viðrar. Reykvikingar og aðrir steðja mjög suður eftir steypta veginum, þegar sólin skin, og hafa lögreglumenn æfzt vel viö umferðarstjórn. „Eiginlega skeöi ekkert i Keflavik markvert um helgina nema fótbrotiö. Jú, svo hélt iþróttafélagið hér viðavangs- hlaup, og tóku á 4. hundraö manns þátt i þvi”. —GG „Ó, tak i burt þetta morðfúsa hatur,” segir þarna Júnó. „Hvar varst þú, þegar kúlurnar tættu sundur drenginn minn...?” Páfuglinn og Joxer (Ingimundur Jónsson) takast á. „Geturðu sannað, aö ég hafi logið mig út úr þvl,” Kímni og tregi, skop og voveiflegir atburðir . . . Lögreglan með skammbyssur Reynt að firra íbúa Skipholts og Nóatúns óþœgindum[ að veitingahúsunum " Þó Glaumbær opni ekki á ný, og þó Sigmar opni ekki skemmtistað i Skeifunni, er skemmtanalif höfuð- borgarinnar ekki að liða með öllu undir lok. Bæði er að Röðull hefur fengið vinveitingaleyfi sitt framlengt til eins árs, og Þórscafé er liklegt til að stækka um helming. Röðull hefur selt sinar vinveit- ingar á bráðabirgðaleyfi i nær tvö ár, eða þar til nú fyrir fáeinum dögum, að samþykkt var I borgarráði með fjórum atkvæöum gegn einu að mæla ekki á móti þvi, að dómsmála- ráðuneytið endurnýji vinveit- ingaleyfi staðarins. En til þess var sett þaö skilyröi, að eigandi veitingahússins breyti útgangi þess þannig, að hann snúi út i Nóatún.en ekki út i Skipholt eins og verið hefur fram til þessa. En kvartanir undan hávaða hafa veriö alltiðar frá ibúðaeigendum við Skipholt svo sem kunnugt er. A sama borgarráðsfundi og levfi Röðuls var afgreitt, var einnig tekin til umræðu umsókn frá eigendum Þórscafés og sam- þykkt. Borgarráö samþykkti fyrir sitt leyti, að þeim eigendum yrði leyfð veitingastarfsemi á jarðhæð hússins, en hvort vínveitingar verði leyfðar þar, er enn óvist. „Okkur stendur þessi fyrsta hæö hússins til boða, en höfum ekki hug á að hefja þar veitinga- rekstur nema við fáum þar vin- veitingaleyfi”, útskýröi Björgvin Arnason, annar eigandi Þórs- cafés I viðtali við Visi i morgun. Hann kvað miklar breytingar á salarkynnum Þórscafés standa fyrirdyrum. „Nei, við ætlum ekki aö koma þar upp diskóteki. Það var jú hugmyndin á timabili, en viö ákváðum að lokuní að hafa hljómsveitina áfram á staönum til að ieika fyrir dansi. • Við kunnum þvi betur — ennþá.” „Yrði fyrsta hæðin tengd dans- salnum á annari hæðinni ef þiö takið fyrstu hæðina i notkun á annað borö?” „Nei, ekki til að byrja meö f það minnsta. Hugmyndin er sú, að gamli salurinn yrði opinn vinlaus fyrstu daga vikunnar, en lokaöur um helgar, en þá yröu vinveit- ingadansleikir á fyrstu hæðinni. Siðar væri svo hugsanlegt að opna milli hæða.” Þá má að lokum geta, þess, að borgarráð hefur beint þeim um- mælum til lögreglustjóra og um- ferðarnefndar, aö geröar verði sem fyrst ráðstafanir til aö draga ur umferð bifreiða að kvöldlagi um Skipholt í sambandi við rekstur Röðuls, t.d. með þvi, að banna stöður leigubifreiða i Skip- holti og á Nóatúni við gatnamót Skipholts, en þess i stað ætla leigubifreiðum stööu i Brautarholti. Og aö ööru leyti með aukinni umferðarstjórn og löggæzlu á þeim tima sóiar- hrings, þegar hætt er á, að um- ferð valdi sérstöku ónæði fyrir ibúa nærliggjandi húsa. -ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.