Vísir - 03.05.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 03.05.1972, Blaðsíða 7
VtSIR. Miðvikudagur 3. mai 1972. 7 cTWenningarmál Sterk rök fyrir rangri niðurstöðu Hátíðisdags verka- lýðsins, 1. mai, var rækilegar minnzt i rikis- reknu fjölmiðlunum — útvarpi og sjónvarpi — i þetta sinn en verið hefur um langt skeið. Þess vegna er það vægast sagt dálitið hjákátlegt að forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar skyldu einmitt núna taka upp á þvi að fara i fýlu við þessar stofnanir og neita allri samvinnu um gerð hátiða- dagskránna. Ég ætla að þessu sinni ekki að ræða um rökin fyrir þeirri neitun, tel rétt að geyma það þar til eftir að ég hef séð og heyrt um- ræðurnar núna á þriðjudaginn um frelsi i fjölmiðlum, þar sem gera má ráð fyrir að einmitt þetta mál beri á góma. Hins vegar get ég ekki stillt mig um að láta i ljós aðdáun mina á þeirri staðfestu, sem verkalýðsleið- togarnir hafa sýnt i þessu máli, þvi að það hlýtur að hafa verið þeim sumum þung raun að verða að neita tækifæri til að koma fram i opinberum fjölmiðli. Snjallræði i feimnismáii Ég vil heldur ekki láta hjá líða að láta i ljós aðdáun mina á vali baráttumála þessa dags. Undan- farnar vikur hefur skollið yfir þetta land örari dýrtiðaralda en dæmi eru til um langt skeið: verðhækkanirnar brenna á baki hvers einasta heimilis i landinu, með hverjum deginum verður erfiðara fyrir fólk að láta enda ná saman, og hækkanir á kaupi hafa ekki vegið upp á móti þessari dýr- tiðaraukningu. Þessari kjara- skerðingarskriðu er enn ekki lokið, heldur er fyrirsjáanlegt að hún muni halda áfram með vaxandi þunga næstu vikur og mánuði. Einhvern timann hefði verkalýðshreyfingin ekki gengið á svig við jafnömurlega þjóð- félagslega staðreynd á baráttu- degi sinum, 1. mai. En i þetta skipti þótti rétt að helga daginn einu baráttumáli aðeins, land- helgismálinu. Þessi ákvörðun var óneitanlega snjöll. Landhelgismálið er að sjálfsögðu höfuðhagsmunamál íslendinga i dag; það er svo mikilvægt að við hliðina á þvi falla öll önnur mál i skuggann. Og á móti þvi verður heldur ekki borið með neinni sanngirni, að • það eigi erindi inn á kröfuspjöld verkalýðshreyfingarinnar 1. mai. Það er i alla staði vel viðeigandi að gera það að höfuðmáli dagsins — og um leið einstaklega heppi- legt fyrir þá, sem lita á dýrtiðar- skriðuna sem hálfgert feimnis- mál, er betra sé að segja sem fæst um. Aldnar kempur sem ekkert sögðu Um útvarpsdagskrána þetta kvöld get ég verið fáorður, þvi að af henni heyrði ég aðeins upphafið og endinn. En það sem ég heyrði fannst mér benda til þess að hún hafi verið býsna fjöl- breytt og miðlað bæði fróðleik og talsverðri skemmtan, og það er svo að sjá sem verkfall verka- lýðsforystunnar hafi ekki komið að neinni verulegri sök á þeim vigstöðvum. Hins vegar var um- ræðuþáttur Magnúsar Bjarn- freðssonar i sjónvarpinu ósköp bragðdaufur, og það kom þar eiginlega ekkert fram sem hver sæmilega upplýstur maður ekki vissi fyrir. Hins vegar var svo sem gaman að sjá þær þrjár öldnu kempur, sem Magnús fékk til viðræðna við sig, en harla litið var þó á orðum þeirra að græða. Parisarkommúnan og Spánarstriðið Hápunktur dagskrárinnar var að sjálfsögðu leikrit Nordahls Griegs, Ösigurinn. Þetta leikrit fjallar um Parisarkommúnuna 1871, en er skrifað með greinilegri hliðsjón af borgarastriðinu á Spáni og annarri þróun mála á árunum fyrir siðari heims- styrjöld. Ot frá þeim bakgrunni verður að skoða umræðu höfundar um aðferðir byltingar- innar og þá niðurstöðu hans að góðvild og friðsamlegt umbóta- starf dugi skammt, ofbeldi verði aldrei mætt með öðru en ofbeldi. Þessi hefur alltaf verið kenning róttækra byltingarmanna, en hún leiðir af sér af þá þversögn, að baráttuaðferðirnar verða algjör andstæða þeirra yfirlýstu mark- miða, sem barizt er fyrir. Til þess að koma á friði, verður nauðsyn- legtað magna ófrið; til að tryggja frelsi þarf fyrst að skerða frelsið; til að auka jafnr. manna, verður óhjákvæmilegt að koma á meira misrétti en áður hefur tiðkazt. Og sagan hefur sýnt, að sú til- hneiging er rik hjá byltingar- mönnum að staðna i baráttuað- ferðunum, en gleyma mark- miðinu: að gera undantekningu barattutímans að varanlegu ástandi. Þegar af þessari ástæðu er kenningin um óhjákvæmileik ofbeldisins vafasöm, svo að ekki sé meira -sagt. Hins vegar eru stundum þeir timar, að mjög eðli- legt er hún fái byr undir báða vængi, og uppgangstimi fasis- mans fyrir strið var einmitt eitt slikt timabil. Spánarstyrjöldin setti á oddinn mörg þau vanda- mál, sem Grieg fjallar um i leikriti sinu. Þar kom það áþreifanlega I ljós, að hermenn „frelsisins” uröu lika að lúta ströngum heraga, ef vonir ættu að vera um sigur: og and- stæðingurinn notfærði sér oft miskunnarlaust góðmennsku vel- viljaðra og hjartahreinna umbótamanna, sem máttu naumast blóð sjá. Óviljandi urðu þeir verkfæri myrkraaflanna, ............................. | Eftir | | Kristján Bersa | | Ólafsson ( ÍlllllilMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIÍíílllllllllllllllllMllllllllllllÍ alveg eins og gerðist i leikriti Griegs. Ósigurinn hefur löngum verið talið fremsta leikverk Griegs, og i uppsetn. norska sjónvarps- leikhússins var það sett fram á einkar sannfærandi hátt. Spennan var mikil frá upphafi til enda, en jafnframt voru persónurnar vel flestar einkar trúverðugar og blæbrigðamunur þeirra túlkaður á nærfærinn og skilningsrikan hátt. Og öll uppbyggingin var rökrétt, svo rökrétt að niður- stöðurnar virtust trúverðugar, meðan á myndina var horft. Það gerir þær auðvitað ekki réttar, en það gerir leikritið aö óvenju- mögnuðum málflutningi fyrir rangri niðurstöðu. Landhelgismálið var baráttumál dagsins 1. maí — og við hliðina á því hvarf sívaxandi dýrtíð og kjaraskerðing I skuggann. Fley og fagrar árar Eftirtekt vakti ný hug- mynd um þjóðminningar- hátíð árið 1974 sem fram kom í útvarpsfréttum á laugardagskvöld. Þar var þá flutt bréf frá íslenzkum sjómanni í úthafs- siglingum, sem lagði það til að í tilefni 1100 ára byggðar i landinu yrði vikingaskip smíðað, mannað vöskum drengjum og haldið í hnatt- siglingu á afmælisárinu. Mundi slík sigling vekja óskipta athygli á nafni og eftir Ólaf Jónsson minningu íslands hvar- vetna um heimshöfin. Útvarpið leitaði eins og vonlegt var eftir áliti formanns þjóð- hátíðarnefndar á þessari tillögu. Formaður svaraði þvi til að hug- myndin væri svo sem ekki ný. Komið hefði til tals ýmiskonar vikingasigling i tilefni afmælis- hátíðarinnar. En við nánari athugun hefði komið i ljós að slikt fyrirtæki væri bæði kostnaðar- samt um of og nokkuð svo áhættusamt, enda alls óvist hversu siglingin tækist ef til kæmi. Hefði þvi verið látið sitja við skeggræðurnar. En væru ein- hverjir fjársterkir aðiljar til með að kosta skipsmíðina og djarfir drengir fúsir til farar mundi þjóð- hátíðarnefnd siður en svo setja sig upp á móti slikri ráðagerð, sagði formaður ennfremur. Nú vill svo vel til að ráð eru auðfundin við báðum þessum vandkvæðum. Er vert og skylt að benda á þau, svo að hugmyndin fyrirfarist ekki af tómu ráða- leysi. Til mun vera fé i sjóði, fyrir- hugað til að reisa sögualdarskála þann sem þjóðhátiðarnefnd hefur látið „hanna” eftir hinum gleggstu heimildum — það er plasthúsið svonefnda sem sumir telja að bezt mundi fara um þjóð- braut þvera suður i Keflavík. Væri ekki miklu viturlegra að leggja þetta fé til skipsmíðanna? Fyrir nú utan aðrar röksemdir, svo sem frægð þá og frama sem af sigling skipsins mundi stafa ef úr yrði, munu heimildir gleggri um skipakost en húsakost forn- manna og þess vegna líklegt að skipið yrði nær réttu lagi en skálinn. En mestu skiptir auð- vitað að áræðið norræna er samt og jafnt sem forðum eins og sannast mundi þegar haldið væri i haf. Það er sú þjóðminning sem mestu varðar að haldið sé á loft. Skipið yrði auðvitað að skipa einvalaliði. En svo vel vill til, i öðru lagi, að slikur liðsafli er auð- fundinn. Auðvitað er sjálf þjóð- hátíðarnefnd sjálfkörin til farar- innar. Gætu menn þá skipzt á um það eftir veg sinum og virðingu i nefndinni að standa uppi i stafni, stýra dýrum knerri....En rétt væri, eftir atvikum, að áskilja það fyrirfram að þeir væru úti ekki skemur en sumarlangt að hætti vikinga fyrrum — ef ekki þætti tækilegt að láta yfir drífast i hafi einnig um afmælisveturinn. En slika harðneskju tömdu sér éinungis hinir mestu her- konungar til forna. Meðan á stæði sumarlangri vikingu þjóðhátiðarnefndar, að afla sér og okkur hinum frama, gætu aðrir menn haldið áfram að gera eitthvað heima hjá sér. Það er lika þjóðlegt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.