Vísir - 03.05.1972, Blaðsíða 20

Vísir - 03.05.1972, Blaðsíða 20
vism Miðvikudagur :t. mai 1972. Vinsœlt hœnsnahús - hefur fimm sinnum verið kveikt í því á tveimur sólarhringum Tvisvar var kvi'ikt i gömiu hænsnahúsi við Grensásveg i fyrradag. i gær var einnig kveikt i húsinu tvisvar sinnum, og siðast i morgun varð slökkviliðið að drifa sig þangað efst á Grensás- veginn og slökkva eld i téðu hænsnahúsi. Þetta hús — sem hænsn bjuggu i fyrr á árum hefur nú lengi staðið ónotað, hvereinasta rúða brotin i þvi og húsið raunar að öllu leytii dapurlegu ástandi. Hænsnaeig- andinn mun ekki lengur bera ábyrgð á kofanum, og hefur borgin yfirráð yfir þvi, að þvi slökkviliðsmenn töldu. „En börn hafa gert sér þarna leikvang og finnst skemmtilegast að kveikja i kofanum”, sagði slökkviliðsvarðstjóri i morgun, tn vonandi förum viö að losna við ófögnuðinn og ónæðið af honum. Við erum búnir aö kvarta þaö oft viö borgaryfirvöld, aö ég held þeir ætli að fjarlægja þessa brunarúst i dag eða á morgun”. -GG HVERS VEGNA EKKi BROSA? Skyidu íslendingar vera fúlli cn annað fólk í heim- inuin? ltandaríkjainenn eru heldur óhressir yfir fram- komu flugfreyjanna okkar og finnst vist heldur nöturlegt að sjá ekki bros öðru hvoru og spyrja: Why don't they smile? Pessari spurningu eiga Loft- leiðainenn erfitt með að svara, livað þá tslendingar almcnnt, þvi að staðreyndin er sú að við brosum minna en aðrar þjóðir. Erla Agústs- dóttir eftirlitsflugfreyja hjá Loftleiðum: ,,l>etta er rétt. I>ær eru sparar á brosin blessaðar.” Well. Why don't wc smilc? I>ctta merki tröllriöur nú ver- öldinni. I>essi brosmilda figúra á að minna fólk á að brosa, brosa og brosa. GF Gjaldeyrisstaðan hefur versnað um lOOO milljónir fró óramótum - ef erlend lán og framlög eru tekin út úr dœminu Gjaldeyrisstaðan hefur í rauninni versnað um 1000 milljónir frá áramótum. Staðan versnaði um 179 milljónir í marzmánuði, og voru þó i marzlok i g jaldeyris,,sjóði'' 4551 milljón króna, rúmlega fjórir og hálfur milljarð- ur. En í febrúar ,,batnaði" staðan um 242 milljónir, en þar verður að taka með erlent lán, sem inn kom og nam 562 milljónum. Sé lánið dregið frá, má telja, að staðan haf i versnað um 320 milljón krónur í febrúarmánúði. Þessi reikningurer ekki fullkomin skýring á stöð- unni, en hann sýnir i aðal- atriðum, hvernig staðan versnaði í febrúar. i janúar versnaði staðan um 268 milljónir, en þá komu inn sérstök dráttar- réttindi hjá alþjóðabank- anum, sem námu 215 milljónum. Með því mætti segja, að staðan hafi „versnað um 483 milljónir" í janúar, ef hugsað er um þróun ís- lenzkra efnahagsmála sér i lagi. 215 milljóna fram- laginu er að sjálfsögðu bætt við gjaldeyriseign, og á sama hátt er erlenda láninu bætt við eign sam- kvæmt reglum um erlend lán til langs tíma. Ef hins vegar er hugsað um horf- urnar í efnahagsmálum hér á landi, er réttara að taka þessa erlendu aðstoð út úr dæminu. Því kemur út, að staðan hafi í rauninni versnað um sem næst 980 milljón krónur frá áramótum. —HH. HJUKRUNARKONUR Á VÍFILSSTÖÐUM SEGJA ALLAR UPP Á Vif ilsstaðahælinu hafa hjúkrunarkonur ákveðið að segja upp starfi sinu. Hjúkrunarkonur hafa ekki gert sig ánægðar með laun sín, eins og komiö hefur fram i fjölmiðlum og annars staðar, og 7. april barst Stjórnarnefnd rikisspitalanna i hendur skjal frá Vifilsstöðum,. undirritað af hjúkrunarkonum þar, en þær eru 19 að tölu. 22. april síðastliðinn ságði sú fyrsta upp, og siðan bætast stöð- ugt fleiri við. t skjalinu segir meðal annars, að starfsálag sé allt of mikið, mjög erfitt sé að ráða fleiri hjúkrunarkonur til starfa, og sé það án efa vegna allt of lágra launa og ófullnægjandi starfsskilyrða. Hjúkrunarkonurnar 19 vinna þó ekki allar fulla vinnu, en samt hafa þær allar skrifað undir fyrr- nefnt skjal. — EA. Slökkviliðið umkringt ungum aödáendum i gær. Maður ók ó staur Ljósastaur varð skyndilega þvert i vegi ökumanns eins, sem ók um Skeiðvallarveg i rauðabitið i morgun. Ók maðurinn bfi sinum beint á staurinn og hlaut við skellinn nokkur meiðsl, þótt verr væri staurinn á sig kominn — sver og þungur trédrumbur. Lögreglan kom fljótlega á vett- vang, og grunar hún nú bilstjór- ann um ölvun við aksturinn. _gG- VEIÐA VARLA I SOÐIÐ - Hef tapað milljónum í vetur segir Magnús Gamalíelsson á Olafsfirði ,,í siðasta mánuði fiskaöi Sigurbjörg aðeins KO tonn og auð- vitað þýðir þetta milljóna tap fyrir mig. Báturinn er aöeins búinn að afla 900 tonn siöan um áramót svo það er varla aö maöur hafi fengiö fisk i matinn” sagöi Magnús Gamalielsson útgeröar niaður á ólafsfirði i samtali við Visir í morgun. Togbátar fyrir norðan hafa átt við algjört aflaleysi að striða i vetur. Magnús sagöi að þeir hefðu farið allt i kringum landið en fengið sáralitinn afla. Kvaðst hann vart muna eftir slikri ör- deyöu. A Sigurbjörgu er 14 manna áhöfn og einnig rekur Magnús fiskvinnslustöö á Olafsfirði og sagði hann það ekki vera neitt leyndarmál aö hann væri búinn aö tapa milljónum króna á út- geröinni i vetur. ,,En þaö þýðir ekki annað en að vera bjartsýnn og lifa i von um að aflinn glæðist” sagði Magnús að lokum. -SG- UTSEÐ MEÐ VERTÍÐINA - eymdarhljóð í körlunum - aflabrögð skórst hjó Breiðfirðingum - aflamagn svipað og í fyrra ,,l>að er útséð með vertiöina — þetta er búið”, sagði sérfræðing- ur vor i aflamálum Reykvikinga, er við hittum hann i morgun. „Þetta hefur verið og er af- skaplega dapurlegt hjá Reykja- vikurbátum. Ætli þeir stærri fari ekki að færa sig yfir á trollið — raunar einn þegar búinn aö þvi, Viðeyin, enda ekkert annað að gera. Aflinn er bara andskotans eymdarkropp, þetta fjögur til tólf tonn. Það vcröur að segja eins og það er. Þeir hafa komið sæmilega frá vertiðinni, Breiðfirðingarnir, en þeir eru lika þeir einu”. Svo er að heyra, að aflamagnið eftir alla vertiðina hangi i þvi að vera svipað og i fyrra. Og i fyrra var afskaplega léleg vertið — fékkst varla bein úr sjó fyrr en undir lok, að svolitil hrota kom, sem bjargaði flotanum i bili. „En maður má vist ekki vera með botnlaust eymdarhjal”, sagði sérfræðingurinn niöur við höfn„.þetta hlýtur að taka ein- hvern kipp á endanum. Hins veg- ar þýðir ekki að neita gangi nátt- úrulögmála — ekki á meðan volgt er i manni hlandið”. —GG Dýrt spaug að nálgast launin: Stórskemmdu nýja bifreið í eltingafeik við vinnuveitandann Það getur reynzt mönnum dýrt spaug að nálgast launin sín. Það fengu nokkrir vermenn að reyna, þegar þeir stór- skemmdu nýja bifreið, er þeir reyndu að elta uppi útgerðarmanninn til að fá hjá honum laun. Vermenn sunnan með sjó óku glaðir i bragði á nýrri Toyota- bifreiö til borgarinnar á sunnudag og ætluðu að gera sér nokkurn dagamun. Hins vegar skorti þá skotsilfur til kaupa á ljúfum veigum. Fara þeir þvi heim til atvinnuveitanda sins til að fá frá honum aura. En þar komu þeir að lokuðum dyrum, þvi útgerðarmaðurinn hafði farið i ökutúr. Félögunum þótti slikt hið mesta glapræði af manninum og ákváðu að leita hann uppi á bilnum fína. Eftir að hafa ekið vitt og breitt um borgina sjá þeir, hvar hinn langþráði maður ekur sæll og glaöur eftir Miklubraut, gjör- samlega óvitandi um hina hrjáðu vermenn. Hraða þeir nú för sinni á eftir manninum og þykir hagur sinn hafa stórum batnað. En þeir gættu ekki að sér i ákafanum, þegar einn bill var milli Toyotunnar og bils útgerðarmannsins. Óku þeir aftan á þann bil á fullri ferð, og skemmdist nýi biilinn mikið. Þar sem þeir stóðu yfir brakinu sáu þeir, hvar fofStjórinn ók leiðar sinnar i mestu makindum. En ferðin eftir laununum hafði gert þá stórum fátækari. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.