Vísir - 27.05.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 27.05.1972, Blaðsíða 2
2 VÍSIR. Laugardagur 27. mai 1972. risntsm-- — Hvert er álit yðar á fegurðarsamkeppnum? Ketill Larsen, leikari: — Ég hef ekkert við þær að athuga, þó að sjálfur fari ég ekki til að horfa á, þegar fegurðardrottningar eru kjörnar. Ja, jú. . . . einu sinni fór ég, en ég held, að fegurðardrottn- ingin, sem þá var kjörin, sé ábyggilega farin að láta á sjá. Þaðvarfyrir einum 15árum,sem það var. Það má ekki grafa fegurð- Kinara Björnsdóttir, húsmóðir: — Mér finnst feguröarsam- keppnirnar vera skemmtileg til- breyting frá hversdagsleikanum. Mér finnst stúlkurnar, sem þátt taka i keppnunum, ekki nógu sprækar og ánægðar með að taka þátt. i þeim. — Nei, ég hef aldrei verið við úrslitakeppni um titil fegurðardrottningar, en oft hefur mig langað. Sigurður <1 uðmundsson, efna- fræðingur: — Æi, mér finnst al- veg eins, að það megi leggja þess- ar fegurðarkeppnir niður fyrir fullt og allt. Ég fæ ekki séð, að þær þjóni einum eða neinum til- gangi. Brynhildur Jónasdóttir, ljósmóð- ir:— Þær geta leitt gott af sér, eins og t.d. að opna ungum stúlk- um leiðir og atvinnumöguleika. Þvi ekki að leyfa þessum stúlkum að njóta fegurðar sinnar — og öðrum um leið. . . . ??? Þuriður llaldal Sigurjónsdóttir, afgreiðslust.: — Ég er þeim and- vig. Mér finnst þær ekki eiga nokkurn rétt á sér. Það eru svo óskaplega margar fallegar stúlk- ur á landinu, að mér finnst ekki vera hægt að draga eina fram i sviðsljósið fram yfir aðra. Það var jú sök sér með fegurðarsam- keppnina, þegar farið var út um landið með sýslukeppnir og þannig reynt að leita þeirra fallegu sem viðast. afur Sigurðsson, simvirki: Ja. . . ekki mundi ég vilja ta afnema þá skemmtun, sem ■ af fegurðarsamkeppnum. álfur hef ég bara farið einu nni á slika keppni, en það var rir um tiu árum. Ég hef ekki ngur tima til áð láta það eftir ér að fara aftur. Læt mér bara Egja núna að kikja á myndirnar : þessum stelpum i dagblöðun- leita uppi sóðaskap þegar snyrtimennskan er að verða allsróðandi? Jæja, nú skuium við fara í smá- leiðangur og taka myndir af öli- um sóðaskapnum i borginni, sagði undirritaður við Bjarnleif ljósmyndara á miðvikudaginn. Fyrr i mánuðinum hafði ég tekið mig til eina helgi og rölt um borg- ina og ofbauð sá sóðaskapur, sem blasti við á mörgum stöðum. Kn nú skyldi sem sagt skera upp herör gegn ósómanum og sýna fram á að svona lagað gengi ekki lengur. En margt fer ööru visi en ætiað er..sem betur fer. Fyrst renndum við niður i mið- bæinn og virtum fyrir okkur fógetagarðinn við Aðalstræti. Smá skiki af honum ber laufguð tré og þar eru snyrtilegir gras- blettir i kringum Skúla. En hann snýr baki að mestum hluta garðs- ins og lái honum það hver sem vill. Hið næsta stórhýsi Ragnars i Markaðinum og Landsimahúsinu er smánarblettur á miðbænum og stingur illþyrmilega i augun þegar gengið hefur verið yfir fall- egan Austurvöllinn. I þessum hluta garðsins ægir saman múr- steinsbrotum, spýtna- og járna- rusli og menn eru farnir að leggja bilum sinum þarna vitt og breitt. Eitt eða tvö tré standa þarna visin og kræklótt og berjast fyrir lifi sinu. A ég bágt með að trúa þvi að þetta verði látið lita svona út i sumar. Það væri til háborinn- ar skammar. A Austurvelli sátu ástfangnir unglingar á bekk og nutu þess að láta sólina skina á fyrstu alvöru ástina en á öðrum bekk sátu tveir öldungar og rifjuðu upp gamlar minningar, sem urðu enn skærari i björtu sólskininu. Þarna var ekkert nema fegurðin, og sama er að segja um Tjörn- ina og Hljómskálagarðinn. Fagurgrænar velhirtar flatir sem beinlinis báðu menn um að koma og teygja úr sér smástund. En við Bjarnleifur héldum ótrauðir áfram i leit að sóðaskap og öðrum ósóma. Ekki er beinlinis hægt að segja að það sé fallegt umhverfis Umferðarmiðstöðina en njólinn á lika eftir að fá sinn fagurgræna lit. Uppá Háteigsvegi, skammt frá Sjómannaskólanum stendur mik- ill vatnstankur sem hulinn er torfi og grjóti. Það mun hafa verið Knut Zimsen sem lét byggja þetta mannvirki hér fyrr á dögum þegar ibúar Skólavörðuholts kvörtuðu mjög undan skorti á vatni. Tveir steinkassar standa upp úr hólnum og lengi vel var viti á öðrum þeirra, eða allt þar til Sjómannaskólinn var byggður. Nú er gamli vátnsgeymirinn löngu búinn að ljúka sinu hlut- verki og torfið og grjótið fýkur burt. Þarna þyrfti annað tveggja að tyrfa geyminn og búa til fall- egan hól eða þá ryðja honum burt. Eins og nú er, þá er þetta minnismerki engum til sóma. vopnið gegn sóðaskapnum að hver og einn reyni að gera sem fallegast i kringum sitt eigið hús. Jafnvel hinir örgustu sóðar hljóta að taka eftir hvað sólin skin miklu bjartar i velhirtum garði nágrannans en á járnaruslið i eigin garði. Viða eru bygginga- framkvæmdir i gangi og af eðli- legum ástæðum fylgir fram- kvæmdum jarörask og ýmsar til- færingar. Við þvi er ekkert að segja ef ekki gleymist að laga til þegar verki er lokið. Fegrunarnefnd Reykjavíkur hefur látið gera smekklegan bækling sem dreift er i öllum skólum borgarinnar. Með þessu móti vill nefndin vekja áhuga skólaæskunnar á fegrun borgar- innar og efnir jafnframt til teikni- samkeppni meðal skólafólks um auglýsingaspjald er nefnist „Fegrum borgina” og verða veitt verðlaun fyrir beztu tillögurnar. Meðal slagorða i bæklingnum eru þessi „Flestir flýja sóðalega borg” og ,,Allir eitt: Ræktum og prýðum Reykjavik”. Vafalaust geta allir borgarbúar tekið undir þessi orð Fegrunarnefndar. SG. Sumarblómin kinkuðu kolli til Ijósmyndarans i garði einum við Stóragerði. Umhverfi Slökkvistöðvarinnar við Eskihlfð er til fyrirmyndar. Vel hirtar flatir og klipptir kantar gerir umhverfiö einkar aðlaðandi. Múrsteinsbrot, járnarusl, krækiótt tré og bilar i fógetagarðinum við Aðalstræti. Sólskin og fegurð Það verður að segjast eins og er, að okkur mistókst að finna þann yfirþyrmandi sóðaskap, sem ætlunin var að fletta ofan af. Margir staðir sem fyrir nokkrum vikum voru ataðir rusli blöstu við okkur sem grænar grasflatir og jafnvel búið að planta sumar- blómum á nokkrum þeirra. Borgin hafði tekið ótrúlegum stakkaskiptum á ekki lengri tima. Þótt ekki væri nema 6. vika sumars var engu líkara en daga- talið hefði ruglazt i riminu og það væri komið langt fram i júni. Garðar fullgrónir og búið að margslá suma, blómin vögguðu útsprungin i görðum og allstaðar mátti sjá fólk að störfum við að fegra og snyrta i kringum sig og sina. Við gáfum sem sagt ljót- leikann upp á bátinn en nutum fegurðarinnar þess i stað. Auðvitað er rusl á mörgum stöðum en vafalaust er sterkasta Gamli vatnsgeymirinn við Háteigsveg virðist alveg hafa gleymzt eftir að hann hætti að miðla vatni til sárþyrstra ibúa Skólavörðuholts. i roki fýkur mold og sandur af hólnum, og er þetta minnismerki hið óhrjá- legasta. Hvers vegna að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.