Vísir - 27.05.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 27.05.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. mai 1972. 3 Flóamarkaður i Bústaðasókn: „ •. • og verðið er niður úr öllu valdi\" Nýstofnað safnaðarráð Bú- staðasóknar hefur ákveðið að brydda upp á ýmsum nýmælum i safnaðarstarfi og þjónustu, og i þeim tilgangi að samræma starf hinna ýmsu aðila innan sóknar- innar gengst ráðið i fyrstu at- rennu fyrir flóamarkaði af þvi taginu, sem hvað mestra vin- sælda hafa notið undanfarið. Flóamarkaður þessi er að sjálf- sögðu um lciö fjáröflunarbasar, en leiðin til að efla starf sóknarinnar er að fá sem allra mest af safnaðarheimilinu í notkun nú strax i haust, og þess vegna var ráðizt i þessa fjáröflun. Flóamarkaður Bústaðasóknar hefst i Safnaðarheimili Bústaða- sóknar i dag klukkan tvö, en i gær, þegar ljósmyndari og blaða- maður Visis áttu lcið þangað, unnu safnaðarkonur ötullega að þvi að flokka markaðsmuni og veröleggja. Þarna gaf að lita margs konar muni, fatnað, blóm og jafnvel Frá vinstri: Oddrún Pálsdóttir, Sigriður Axelsdóttir og Dagmar Gunn- laugsdóttir. húsgögn. ,,En ailt á þetta það valdi — og ekkert er dýrt”, sögðu sameiginlegt, að það er boðið til okkur konurnar. kaups og verðið er niður úr öllu —ÞJM Aftur kom laufaásinn út, og sveit Arnar græddi þvi 11 stig á spilinu. Nýlokið er hraðsveitarkeppni Bridgedeildar Breiðfirðinga, og varð sveit Þórarins Alexanders- sonar hlutskörpust. 1 sveitinni í einmenningskeppni Nýlega lauk islandsmeistara- móti i tvimenning og urðu sigur- vegarar Jón Asbjörnsson og Páll Bergsson frá Bridgefélagi Reykjavikur. Röð og stig efstu var þannig: 1. Jón Asbjörnsson og Páll Bergsson 1703 stig 2. Ásmundur Pálsson og Hjalti Eliasson 1686 stig 3. Bernharður Guömundsson og JúIfusGuöm. 1604 stig 4. Stefán Guðjohnsen og Þórarinn Sigþórss. 1572 stig 5. Jón Hjaltason og Örn Arnþórsson 1572 stig 6. Sigfús Þórðarson og Kristmann Guðmunds. 1562 stig Ennfremur er nýlokið íslands- meistaramóti I einmenning, sem jafnframt var firmakeppni Bridgesambands islands. Sigur- vegari og fyrsti islandsmeistari i einmenning var Þórarinn Sig- þórsson tannlæknir, og spilaði hann fyrir tannlækningastofu sina. Þórarinn er frá Bridgefélagi Reykjavikur. Nánar verður getið um þessa keppni i næsta þætti, þegar heildarúrslit liggja fyrir. A nýafstöðnu íslandsmóti i sveitakeppni kom fyrir skemmti- legt spil i leik Hjalta Eliassonar við sveit Arnar Arnþórssonar. Sveit Arnar var eina sveitin, sem ógnaði sigri sveitar Hjalta, og vann hún leikinn með 14-6. Staðan var a-v á hættu og vestur gaf. A K V A-G-8-7-2 4 A-D-9-6-5-4-3 ^ ekkert ♦ D-G-10-8-6-2 A A-4 V 4 4 9-6-5 4 10-7-2 4 8 * A-K-3 jj, D-G-10-9-7-6-2 voru auk hans Stefán Stefánsson, Brandur Brynjólfsson og Þor- steinn Jónsson. Röð og stig efstu sveitanna var þannig: Sveit stig 1. Þórarins Alexanderss. 1189 2. Hans Nielsen 1152 3. Gissurar Guðmundss. 1144 4. Ingibjargar Karlsd. 1124 5. Björns Gislasonar 1106 islandsmeistarar i sveitakeppni annað áriö I röö: i fremri röð frá vinstri eru Asmundur Pálsson, Hjalti Elíasson og Einar Þorfinnsson. í aftari röð frá vinstri eru Jakob Armannsson, Jón Asbjörnsson og Páll Bergsson — en tveir hinir síðastnefndu urðu einnig á dögunum islands- meistarar i tvimenningskeppni. Ritstjóri: Stefón Guðjohnsen Þórarinn fyrsti íslandsmeistarinn A 9-7-5-2 V K-D-10-3 4 K-G 4> 8-5-4 t lokaða salnum, þar sem spilið var fyrst spilað, gengu sagnir á þessa leið: Vestur Norður Austur Suður Örn Einar Jón Jakob 2 S D P 3 H P 3 S P 4 H P P P Vestur spilaði út laufaás, og 13 slagir voru upplagðir. A Bridge-Rama var töluvert meira um að vera, eins og spilin gefa tilefni til. Þar gengu sagnir þannig Vestur Norður Austur Suður Hjalti Guðl Asm Guðm 2 S D 3 L 3 H P 3 S D P P 4 L P 4 T P 5 H P 6 H P P P Hin nýkjörna stjórn BR: Sitjandi t.v. Bragi Erlendsson og t.h. Þórarinn Sigþórsson, en standandi frá vinstri Höröur Arnþórsson, Stefán Guðjohnsen og Vilhjálmur Aðalsteinsson. Skuttogararnir: Akureyríngor lóta snu'ða tvo stóra ó Spóni Nú mun vera ákveðið að smiðaöir vérði tveir stórir skut- togarar á Spáni fyrir Otgeröar- félag Akureyringa í stað þeirra er Slippstöðin átti að smiða fyrir fél- agið. i þcssa togara verða settar vélar og tæki þau sem búið var að semja um kaup á fyrir Slipp- stöðvarskipin. Verða þvi alls sex 1000 tonna togarar smiðaðir á Spáni. Aður hafði verið samið um smiði á fjórum skuttogurum þar ytra og er sá fyrsti, Bjarni Benediktsson, væntaníegur til landsins i ágúst. BOR fær tvo af þessum togurum og Bæjarútgerð Hafnarfjarðar einn. Fjórða tog- aranum hafði ekki verið ráð- stafað, en bæði Reykjavik og ÚA höfðu óskað eftir að fá hann. Bendir nú allt til að hann komi til Reykjavikur þar sem Akureyr- ingar fá tvo sérstaklega smiöaða fyrir sig. Ekki liggur fyrir endan- legt verð á þeim togurum, en þeir munu verða eitthvað dýrari en þessir fjórir. Stafar það bæði af verðhækkunum og einnig þvi, að skipasmiðastöðin þarf að borga toll af tækjunum sem flutt verða inn til Spánar. Spánartogararnir allir eru smiðaðir samkvæmt sér- stöku samkomulagi sem fyrrver- andi rikisstjórn gekk frá við við- komandi sveitarfélög. Samningar hafa enn ekki verið undirritaðir milli skut- togaranefndar og Spánverjanna, en innan skamms fer nokkur hópur manna utan og gengur frá þessum samningum um Akureyrarskipin. —SG. Umferðarfræðsla BRÚÐULEIKHÚS 0G KVIKMYNÐASÝNING Fyrir 5 og 6 ára börn i Reykjavik. Lögreglan og Umferðarnefnd Reykja- vikur i samvinnu við Fræðsluskrifstofu Reykjavikur efna til umferðarfræðslu fyr- ir 5 og 6 ára börn i Reykjavik. (Fædd 1965 Og 1966). Hvert barn á þess kost að mæta tvisvar um eina klst. i hvort skipti. Sýnt verður brúðuleikhús og kvikmynd auk þess sem börnin fá verkefnaspjöld. 6 ára 5ára 1. - 2. júni börn börn Melaskóli 09.30 11.00 Austurbæjarskóli 14.00 16.00 5. - 6 júni Vesturbæjarskóli 09.30 11.00 Hliðaskóli 14.00 16.00 7. - 8. júni. Álftamýrarskóli 09.30 11.00 Vogaskóli 14.00 16.00 9. - 12. júni. Hvassaleitisskóli 09.30 11.00 Laugarnesskóli 14.00 16.00 13. - 14. júni Breiðagerðisskóli 09.30 11.00 Langholtsskóli 14.00 16.00 15. - 16. júni. Breiðholtsskóli 09.30 11.00 Árbæjarskóli 14.00 16.00 19. - 20. júni Fossvogsskóli 09.30 11.00 Æfinga- og tilraunask. K.í.14.00 16.00 Lögreglan — Umferðarnefnd Reykjavikur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.