Vísir - 27.05.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 27.05.1972, Blaðsíða 5
VÍSIR. Laugardagur 27. mai 1972. 5 KIRKTAN O Cir Á ÞRENNINGARHÁTÍÐ Á morgun er þrenningarhátið — trinitatis. — Það er að visu ekki nein stór- hátið. Þó markar þessi helgidag- ur tímamót á hverju kirkjuári. Við hann eru miðaðir allir sunnu- dagarnir hér eftir fram að jóla- föstu. Þeir geta orðið allt að 27. Það sýnir máske hve rikur þáttur þrenninga rlærdóin urinn er i kristinni trúfræði, enda er hann grundvallaður á orðum Drottins i lok Mattheusarguðspjalls: Farið þvi og kristnið allar þjóðir og skirið þá til nafns föðurins og son- arins og hins heilaga anda. Með þessi orð er farið við hverja skirnarathöfn. — — — A þetta sama erum vér minnt við hverja kirkjulega guðsþjónustu þegar flutt er hin postullega kveðja af prédikunarstólnum: Náðin Drott- ins vors Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé með yður öllum. — Það verður þvi með sanni sagt, að þrenningarlærdómurinn á sér stað i Guðsorði, bæði i bréfunum og guðspjöllunum eins og þau eru til vor komin. Eins og aðrar trúarsetningar getur þrenningarlærdómurinn orðið til þess að skapa styrk og festu i trú vora. Kristin trú er ein- gyðistrú. Guð er einn. En hann starfar með þrennum hætti — hann er hin heilaga þrenning: Guð faðir, Guð sonur, Guð heilag- ur andi. — Guð faðir er skapari og stjórn- ari gjörvallrar tilverunnar og i fööurforsjá sinni vakir hann yfir öllum börnum sinum. Guðs sonur er frelsari mannanna, með lifi hans og dauða sættist Guð við mennina, þvi að ekki sendi Guð son sinn i heiminn til þess að hann skyldi dæma heiminn heldur til þess að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann. Guð heilagur andi upplýsir manninn og viðheldur honum i hinni réttu trú, huggar hann og styrkir, samkvæmt fyrir- heiti i orði Guðs: ,,En huggarinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda i minu nafni, hann mun kenna yður allt og minna yður á allt, sem ég hefi sagt yður”. Þannig á þrenningarlærdómur- inn að vera hverjum kristnum manni meðal til að glöggva sig á nauðsynlegum trúarsannindum og hjálpa honum að gera sér grein fyrir þeim kenningarlega grundvelli, sem trú hans hvilir á. Á þetta erum vér minnt i hvert sinn, sem barn er vigt i heilagri skirn. Það tækifæri eigum vér sjálf að nota til að opna hjörtu vor sjálfra fyrir náð og krafti hins heilaga anda, sem Guð sendir oss fyrir son sinn Drottin vorn og frelsara Jesú Krist.------ En i sambandi við þrenningar- lærdóminn, eins og raunar allar trúarkenningar, skulum vér þó ætið minnast þess, að kristindóm- ur er ekki fyrst og fremst trú, sem maðurinn játar með vörunum eða tileinkar sér i hugarheimi, heldur er hann trú, sem starfar — starfar i kærleika, eins og Páll orðar það i einu af br'éfum sinum. Trúin á aö starfa i manninum sjálfum, umbreyta hjarta hans, vekja samvizku hans, hvetja vilja hans til góðs, vera honum örvun og aflvaki á öllum sviðum mann- lifsbetrunar — m.ö.o. skapa guðs- riki hið innra meö honum, byggja það upp i hans eigin hjarta. Þetta á svo að bera ávexti i hinu ytra lifi. „Sýn mér trú þina af verkunum” stendur i einu bréfi Nýja Testamentisins. Og að sama skapi og vér sýnum i daglegri breytni vorri viðleitni til að vera sannir lærisveinar Drottins, mun hann og gefa oss upplýsingu, vilja og kraft til að reynast trú og láta ekki bugast eða hugfallast. Þaö er eins og sagt hefur verið af merk- um kennimanni: ,,Það - guðsrikið - nálægist við hvert fótmál, er vér stigum til þess að innræta mönnum elsku til sannleiks, feg- urðar og fullkomnunar. Guösriki er ekki einungis fólgið i þeim háleitu dyggðum og heilagleika, er brýndur er fyrir mönnum i nafni ritningarinnar heldur er það og fólgið i hverskonar dyggð og dáð”. (P.Sig. bls. 187—188). Guði föður séu þakkir fyrir það, að vaka yfir oss i sinum kærleika, senda oss son sinn til frelsunar og láta sinn heilaga anda upplýsa oss og helga. Guð faðir þökk sé þér og þinum dýrsta syni, og æðstum anda skirð af engla og manna kyni. Þitt vald, sem var og er og verður alla tið sé heiðrað hátt um jörð og himin ár og sið. EINA ÚRRÆÐIÐ — OG GEFST Um fermingu dvaldist Ólafur Jónsson, siðar ræktunarstjóri Norðurlands, á Kóreksstöðum i Hjaltastaðarþinghá. Eitt sinn var hann sendur með 10 kg smjörböggul til Bakkafjarðar. A þessari leiö eru Njarðvikur- skriður. I bók sinni: ,,A tveimur jafn- fljótum”, segist Ólafi svo frá um ferð þessa: „Skriðurnar voru þaktar gler- hörðu hjarni, ofan frá efstu hömrum og fram á sjávar- kletta, en sporin voru glögg og djúp og þvi allt hættulaust, ef þeim var rækilega fylgt. Það er dálitill vandi eða setning að feta sporaslóð, án þess að láta sér fipast, en ég setti mér frá upp- OFT VEL hafi að fara hægt og með gát. Þó var eitt, sem ég óttaðist mest, að ef eitthvaö óvænt bæri fyrir auga eða eyra, svo að mér yrði bilt viö, þá gat brugðizt til beggja vona um sjálfstjórn mina, en svigrúm ekkert, þvi hvað litið sem ég hvarflaði út úr sporaslóðinni, var ég samstund- is kominn fyrir björg, i sjóinn eða niður i fjörugrjótið. Við krossinn nam ég staðar og gerði bæn mina svikalaust. Stundum verður það eina úrræðið og gefst oftast vel, að minnsta kosti óx mér kjarkur og sjálfstraust við það. Svo þumlungaðist ég áfram og komst austur i Skriðuvik. Þar var myrkrið dýpst og erfið- ast að fylgja slóðinni, en þó hafði ég hana lika brátt að baki Þessi mynd er af Naddakross- inum i Njarðvikurskriðum. Naddi var óvættur sem hafðist við i skriðunum og var talinn valda válegum slysum á þess- um slóðum. Þegar ráðið hafði verið niöurlögum hans var reistur trékross viö götuna með latneskri áletrun. Hún hefur veriö bundin i þessa visu: Þú, sem að framhjá fer Fram fall i þessum reit og Kristi imynd hér auömjúkur lotning veit. Hefur kross þessi oft veriö end- urnýjaður, en áletrunin er ætið sú sama. (Ljósmynd: Páll Jónsson). og var þar með sloppinn yfir Skriðurnar. Ekkert hafði gerzt. Ekkert hljóö hafði rofið kvöld- kyrrðina, nema öldusogið á skerjum og i gjögrum, og var það þó með minna móti”. Kirkjuritið Aprilhefti kirkjuritsins, sem er nýkomið út, hefst á löngu samtali við forustumenn hins nýja Breið- holtsprestakalls i Reykjavik, Þórður Möller yfirlæknir segir frá för þeirra hjóna til Eþiópiu og frú Guðrún S. Jónsdóttir frá móti prestskvenna i Sviþjóð. Tvær rit- gerðir eru eftir Bjarna sál. EyjólfSson ritstjóra, og minnzt er hans og séra Magnúsar Runólfs- sonar. Hjónin Herborg og Ölafur Ólafsson eiga greinar i ritinu og sr. Sig. vigslubiskup Pálsson skrifar um helgisiði. Enn fremur eru þýddar greinar, fréttir inn- lendar og erlendar o.fl. Kirkjuritið kemur út fjórum sinn- um á ári vandað og vel útlitandi, kostar 400 kr. Ritstjóri er sr. Guð- mundur i Skálholti, en i ritnefnd eru sr. Arngrimur Jónsson, sr. Guðjón Guðjónsson og sr. Guð- mundur Þorsteinsson. Myndin, sem þessum linum fylgir er úr Kirkjuritinu: Barnaguðsþjónusta i Breiðholti hjá sr. Bernharði Guðmundssyni. Sr. Oddur Thorarensen: Safnaðarsongur 1 kirkjunni eiga allir að taka undir sálmasönginn við guðsþjón- ustur. En hvernig? Það á ekki alltaf aö syngja með fullum krafti. Kirkjukórinn syngur held- ur ekki alltaf af fullum kröftum. Það er vissulega rétt, að einn raddsterkur maður getur yfir- gnæft söng kirkjukórsins. Nei, kirkjukórinn syngur oftast þiðum röddum og það á að fylgja kirkju- kórnum eftir. Vissulega væri þörf á almennri tilsögn i safnaðarsöng. Nú er sálmasöngur oft á tiðum nokkuð langdreginn. Þá geta kirkjugestir tekið sér hvild eftir þvi sem þeir vilja, en fylgzt með sálmunum á meðan. En hvað messusvörin varöar, þá fer betur á að láta kirkjukór- inn einan um þann söng. Svo er hægt aö koma þvi þannig fyrir, að kirkjukórinn syngi al- einn einhvern af sálmunum. Slik venja er þegar komin á i einstaka kirkjum. En þá ætti að merkja þann sálm með þvi að setja orðið — kór — i stað sálmsnúmersins á númeratöfluna, eða fyrir framan númer sálmsins, sem ætlazt er til, að kirkjukórinn syngi einn. En hversvegna eiga kirkjugest- ir að syngja með kirkjukórnum i messunni? Er ekki nóg fyrir þá að njóta fagurs söngs kirkjukórsins? Það er nauðsynlegt aö fylgjast með sálmíunum, sem sungnir eru, þvi enginn kór er svo skir i túlkun sinni, að hægt sé að grcina hvert orð 1 söngnum. Kirkjugestir þurfa að fylgjast með sálmunum, sem sungnir eru við messuna og leggja sál sina i það. Orð sálm- anna eru hluti af boöskap mess- unnar, guðsþjónustunnar. Það má enginn missa af þeim. En er ekki nóg fyrir kirkjugesti að fylgjast með sálmunum án þess að syngja? Til eru þeir, sem finnst, að ef einstakir menn fari að syngja með kirkjukórnum i messunni, þá trufli þeir aöra i að njóta söngs kirkjukórsins, og hlutverk kirkjukórsins er vissu- lega mikilvægt. En þetta er alveg misskilningur. Þetta á sér ein- göngu staö meðan safnaðarsöng- urinn er ekki nógu almennur. Ef mönnum finnst þetta samt sem áður trufla sig, eiga þeir sjálfir að fara að syngja, og þá njóta þeir aftur og betur söngs kirkjukórs- ins. Það verður bara að muna eft- ir að fylgja söng hans. Hver sá, sem sungið hefur i kirkjukór, hefur fundið hve al- mennur söngur safnaðarins léttir undir með sálmasöngnum og ger- ir hann meira lifandi og innilegri. Kirkjukórinn verður alltaf jafn- nauðsynlegur til þess að hefja sönginn og annast messusvörin. Fólk þarf að vita af þvi, að það er ætlazt til þess, að kirkjugestir taki undir sálmasönginn og styrki söng kirkjukórsins. Þá er hlut- verk kirkjukórsins aö leiða sálmasönginn. FRÆKORN ,,Að endingu, bræður, alt sem er satt, alt sem er sómasamlegt, alt sem er rétt, alt sem er hreint, alt sem er elskuvert, alt sem er gott afspurnar, hvað sem er dygð, og hvað sem er lofsvert, hugfestið það. Þetta, sem þér hafið bæöi lært og numið og heyrt og séö til min, það skuluð þér gjöra: og Guð friðarins mun vera meö yður”. (Fillippibréfið 4. 8-9.) „Annars skipti ég mér aldrei neitt af þvi, hvað mfnir kæru stéttar- bræður sögðu um mig, sjósókn mina og vit á veðurútliti. Ég hef alltaf treyst á guðlega hand- leiðslu, bæði á sjó og landi, og það traust hefur aldrei brugðizt mér. Þótt tvisýnt hafi útlitið orðið oft, þá hefur allt endað slysa- og óhappalaust. Það þakka ég guð- legri vernd, en ekki minni fyrirhyggju”. (Asmundur Helgason, Bjargi) Sr. Hjalti Þorsteinsson smiðaði Vatnsfjarðar-kirkju á yngri árum og málaði hana að innan svo snilldarlegt þótti, en nokkru eftir dauða hans voru myndirnar skemmdar, er gert var við kirkj- una, og segir sagan, að þá hafi einn af þeim, er að þvi verki unnu, dreymt að séra Hjalti kæmi til sin og kvæði visu þessa: Lifs hjá guði lifi ég enn, leystur af öllum pinum. Hafið þið brjálað, heillamenn, handaverkum minum? (Matth. Þórðarson)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.