Vísir - 27.05.1972, Blaðsíða 6
6
VÍSIR. Laugardagur 27. mai 1972.
vísrn
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
- iFréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Sirr' 6611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
Þetta fúla raunsœi
(
Kremlverjar hafa ekki viljað verða eftirbátar )
Kinverja i móttöku Bandarikjaforseta. Bresnjev )
flokksleiðtogi, sem ekki hafði orðið frægur af bros- (
um sinum, leikur við hvern sinn fingur frammi fyrir (
myndavélunum. Æðstu menn heims hafa gert /
samninga um margt, sem lengi hafði verið unnið að )
og stefnir til góðs, verði efndirnar i samræmi við )
orðin. (
Á sama tima halda risaveldin áfram að drepa fólk \\
austur i Vietnam. Tundurdufl, sem Bandarikja- ('
menn hafa lagt við strendur Norður-Vietnam, /
hindra rússnesk skip i að flytja þangað vopn. Rúss- )
ar styðja Norður-Vietnama i grimulausri innrás )
þeirra i Suður-Vietnam. Bandarikjamenn falla fyrir (
sovézkum kúlum, og hafnbanni á Norður-Vietnam (
er fyrst og fremst beint gegn rússneskum skipum. )
En umfram allt eru það þjóðirnar i Indó-Kina, )
sem gjalda afhroðið. \
Skálaglamur æðstu manna i Moskvu ber ekki )
vitni um það hatur, sem brennur i brjósti mörgum l
minni spámönnum i stjórnmálum heimsins, sem /
betur fer er liklega rétt að segja. Vafalaust er það /
sjónarmið sanni næst, sem kom fram hjá einum )
þátttakenda i sjónvarpsþætti um Vietnam, að Rúss- \
ar séu manna raunsæjastir. Þeir telja sér ekki (
hagnað af öðru en að brosa við Nixon. /
Nixon hefur einnig verið talinn manna raunsæj- (
astur i stjórnmálum, þótt slikt hafi stundum virzt )
með endemum. Hann hefur varpað fyrir borð, að )
segja mætti á einni nóttu, meginatriðum i stefnu \
sinni og má þar til nefna efnahagsmálin og afstöðu- (
na til Kina. /
Þetta hefur hann oft gert af augljósri ,,henti- (
stefnu”. Þegar honum hefur orðið ljóst, að stefna /
hans á einhverju sviði var ekki vænleg til að efla )
brautargengi hans meðal kjósenda, fleygði hann )
henni og fékk sér aðra. ((
Sérhver virðingarverð stjórnmálastefna verður (
að grundvallast á hugsjón, en framkvæmast með /
raunsæi. )
Hugsjónir þarf hver maður, en of mörgum hafa (
þær orðið ofskynjanir. (
Kaldlynd raunsæisstefna Nixons gagnvart /
Sovétrikjunum og Kina er vafalaust hagstæðari en )
fúkyrðin. Risaveldin munu ekkert gefa. Við höfum )
næga reynslu af kalda striðinu til að skilja, hversu y
litið vinnst með stóru orðunum. Þvi ber að reyna til (
þrautar, hvort ekki sé unnt að semja um mörg mál- )
anna og þá auðvitað af þeirri ástæðu einni, að stór- )
veldin sjái sér ekki hag i öðru. )
Nýtt blóðbað i Vietnam, sem skjólstæðingar (
Sovétrikjanna byrjuðu, er friðarspillir i þessum til- )
raunum. Það hefur gert örðugara um raunveruleg )
þáttaskil i Moskvu. )
En ef til vill eru þeir báðir, Nixon og Bresnjev, (
nógu kaldrifjaðir umboðsmenn risaveldanna til að (i
láta óbein átök þeirra i Vietnam litlu skipta i samn- /
ingum i Moskvu. )
Við svo fúlt raunsæi bindur heimurinn vonir sfn- )
ar. Án þess væru vonirnar vist litlar, eins og málum (
er komið. /(
Þannig verður morð-
tilrœðismaðurinn til
„Næsti tilræðismaöurinn verð-
ur sennilega lítill vexti og fæddur
erlendis. Heimili hans verður
sundrað, faðirinn liklega annað-
hvort fjarverandi eöa sinnir ekki
barninu. Tilræöismaðurinn verð-
ur einrænn, ókvæntur, engar
stöðugar vinstúlkur. Hann mun
hafa unnið starf sitt vel, þar til
einu til þremur árum fyrir tilræð-
ið. en þá kemur yfir hann kæru-
leysi og áhugaleysi. Hann mun
fylgja stjórnmálalegri eöa trúar-
legri hreyfingu. Tilræðiö verður
vakiö af sérstöku máli, sem kem-
ur við meginhugsjón þessarar
hreyfingar. Þótt tilræðismaöur-
inn fylgi hreyfingunni, er hann
ekki virkur þátttakandi í henni. —
Ekki hafa allir tilræðismenn, er
reyna að myrða forseta, þessi
einkenni, en sambland þeirra
hefur einkennt þá.”
Þessi var niðurstaða nefndar,
sem rannsakaði ofbeldi i Banda-
rikjunum árið 1969. Þar sem rætt
er um menn, sem reyni að myrða
forseta Bandarikjanna, munu
vafalaust flest atriöin einnig eiga
við um aöra stjórnmálamenn á
efstu tindum. Arthur Harman
Bremer, 21 árs, er reyndi að
myrða George Wallace fyikis-
stjóra, hafði ekki öll þessi ein-
kenni. Hann var ekki fæddur er-
lendis, heldur i Milwaukee, og
heimili foreldra hans var ekki
sundrað, hversu eyðileggjandi
sem það kann að hafa verið
honum engu siður. En afgangur-
inn af einkennum, sem nefnd
voru, fyrirfinnast með Bremer,
auðmýkt, einangrun, getuleysi i
kynlifi og hugarórar.
Tapandi frá
fæðingu.
Hér verður aðallega stuðzt við
frásagnir Time og Newsweek af
þessum manni.
Artie Bremer var „tapandi”
frá vöggu og sennilega til grafar.
Hann var fjórði af fimm börnum,
fæddur i litið finni Suður-Milwau-
kee. Faðir hans, William, nú 58
ára, er góðgjarn maður, en litill
bógur, og móðirin, Sylvia, 57 ára,
er illa lynt og stjórnaði börnunum
með harðneskju. Sylvia átti eina
dóttur og einn son, áður en hún
giftist William Bremer, og
eignaðist siðan þrjá syni.
Sá elzti þeirra þriggja, William
yngri, var tekinn fastur 23. marz
fyrir að hafa fé af konum i Miami
með þvi að láta þær borga fyrir
meðferð i þremur heilsuhælum,
sem ekki eru til, en konurnar létu
skrá sig þar til að megrast og
greiddu samtals um 7 milljónir
króna fyrir.
Tveggja ára i
skýrslur lögreglu.
Arthur kom tveggja ára i
skýrslur lögreglu, þar sem for-
eldrarnir fóru meö hann til yfir-
heyrslu á bróður hans vegna
unglingaafbrota Williams. Artie
hlaut barsmið, þegar hann fór að
gráta, og dómarinn lét þau orð
falla, að móðirin kynni ekkert
með börn að fara, og siðar var
sagt i skýrslum, að hún færi með
William eins og „dýr”.
Greindarvisitala Arthurs, 106,
er rétt yfir meðallagi, og hann
stundaði námið mátulega til að
vera i miðjum bekk alla jafnan.
Hann var einrænn og óttaðist
nána vináttu, talaði mest við
sjálfan sig, muldrandi, er hann
gekk um skólagangana, hristandi
höfuðið og brosandi yfir eigin
hugsunum.
Eini frami hans i skóla var rit-
gerð, þar sem hann sagöi meðal
annars: „Ég vildi imynda mér,
að ég væri i sjónvarþsfjölskyldu
og ekki væri verið að skammast
heima og enginn lemdi mig.”
Kennarinn gaf ágætiseinkunn
fyrir stilinn og sagði, að „þetta
væri frábært verk — um ungan
mann i vanda i heimi nútimans og
gærdagsins”.
Það var siðla i nóvember 1963,
að 13 ára piltur sat sem upp-
numinn við sjónvarpstækið og
horfði á fréttamyndir af morðinu
á John F. Kennedy. Skyndilega
birtist á skerminum Jack Ruby
og skaut niður Lee Harvey
Oswald köldu blóði. Faðirinn
minnist þess, hversu heillaður
sonurinn var af þessu.
Eins og Ruby kom þessi
drengur fyrir skömmu i hópi
áhorfenda og skaut köldu blóði
George Wallace, með enga von
um undankomu, fyrir sjónvarps-
myndavélunum. Bremer var þó
„tapari” misheppnaður jafnvel i
hlutverki morðingja.
Arthur var tekinn úr rúgbyliði
skólans, af þvi að móðurinni
fannst, að „einhver væri alltaf að
erta hann” þar.
„Hann er kannski 21 árs, en
hann er enn barn”, segir faðirinn.
Las mikið og bakaði.
William Bremer segir, að
Arthur hafi stefnt að þvi að bæta
sjálfan sig. Hann hafi lesið mikið,
bækur um stærðfræði, heimspeki.
Hann bakaði mikið heima, smá-
kökur og tertur, var snjall i þvi.
„Ég reyndi að berja það inn i
börnin. Reynið að finna ykkur
sjálf, en Artie sagði bara „vertu
ekki að þessu”. Jú, ég flengdi
þau.”
Arthur reyndi að mennta sig i
ljósmyndun. Hann hafði sam-
timis tvö störf, sendisveinn og
ihlaupa húsvörður. Einangrun
hans var nær alger, en þeim fáu,
sem minnast hans, þótti hann
vinna verk sitt vel.
Hann fluttist að heiman og bjó
einn i þriggja herbergja ibúð.
Fékk sér bil.
I fyrrasumar urðu breytingar,
sem byrjuöu með þvi, að hann
vildi „auglýsa sjálfan sig”. Hann
keypti i september bil, árgerð
1967, tveggja dyra Rambler, fyrir
um 70 þúsund krónur, greitt út.
Hann var færður i „ósýnilegra”
starf i iþróttaklúbbnum, þar sem
hann hafði unnið, þegar hann tók
upp á að blistra, syngja og
þramma um i matsalnum.
Þá kom fyrsta merkið um, að
eitthvað væri að bresta, þegar
lögreglan fann hann einan i bil
sinum á stað, þar sem bilastöð-
ur voru bannaðar, með marga
kassa af skotum við hlið sér i
sætinu og skammbyssu.
Lögreglumaður segir, að Bremer
hafi verið „algerlega óskiljan-
legur” i tali, en sálfræðingur rétt-
arins taldi hann „geðheilan”.
Hann fékk sekt, um 3000 kr. og
byssan var tekin.
Misheppnuð eina ástin.
1 nóvember gerði Bremer einu
tilraunina sem vitað er um, til að
hafa samband við manneskju.
Hann „bauð út” 15 ára Joan
Pemrich. Þau hittust i sex vikur.
Henni fannst hann mjög skrýtinn.
„Hann gerði alls konar skrýtna
hluti, fólk var alltaf að hlæja að
honum”, segir hún. Einu sinni
komu þau i ibúð hans, föðmuðust
litillega við hliðina á fána Suður-
rikjanna. Henni leiddist, og hún
fór heim. 13. janúar sagði hún
honum, að hún vildi ekki hitta
hann framar eftir margvislegar
tilraunir til að slita sambandinu
áður. George Wallace boðaöi
framboð sitt i forsetakosningum.
Bremer keypti skammbyssu.
Hann varð æ skrýtnari. Hann
krúnurakaði kollinn, hætti að fara
til vinnu, keypti aðra byssu. Hann
sást nær aldrei, skellti hurðum
framan i móður sina, er hún
heimsótti hann, dvaldist i furðu-
heimi i ibúð sinni, innan um sam-
safn hluta, óhreinna fataleppa,
óhreinna diska, tómra matar-
pakka, klámrita.
Hann skrifaði Joan Pemrich:
,,Ég var ab hugsa um sjálfsmorð.
Þú gafst rugluðu lifi minu eina
innihaldið. Þú varst eini vinur
minn.”
Og svo skaut hann á George
Wallace.
Illlllllllll
M)
Umsjón:
Haukur Helgason
Faðirinn-gæöablóð, en móöirin
harðvitug.
Ljóshærði maðurinn i hópnum.
Vinstúlkan Joan hafnaði honum.
Bróöirinn hafði fé af konum.