Vísir - 02.06.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 02.06.1972, Blaðsíða 13
VÍSIR. Föstudagur 2. júní 1972. 13 HANA-NÚ Hí Jackie með börn sin Caroline og John, það mikilvægasta i lifi sinu. Rauð fjöður fyrir nær * millj. króna Ein bezt skipulagða fjársöfnun, sem hér hefur farið fram Jiar sannarlega mikinn og skjÖtan árangur. Hin tækjalausa augn- deild við Landakotsspitala mun áreiðanlega njóta góðs af þeim milljónum, sem inn komu hjá Lions-mönnum, þegar þeir seldu rauðu fjaörirnar, innkoman var 5.275.175 krónur, — og þegar kostnaður er dreginn frá eru eftir 4. 973.149 krónur til tækjakaupa. Areiðanlega munu þau tæki, sem keypt verða, koma til með að verða að miídu gagni i framtíö- inni. Góður hagur málara- meistara ólafur Jónsson var kjörinn for- maðurMálarameistarafélagsinsá aðalfundi félagsins nú fyrir skömmu. Með honum i stjórn eru þeir Guðmundur G. Einarsson, varaform., Sigurður Ingólfsson, gjaldkeri, Ingþór Sigurbjörnsson, ritari og Hólmsteinn Hallgrims- son meðstjórnandi. Hagur félags- ins er góður, segir i fréttatilkynn- ingu frá félaginu. Nú á næstunni þinga norrænir málarameistarar i Reykjavik, frá 17. til 24. júli, en formaður norræna sambandsins er Sæmundur Sigurðsson, málarameistari. Rakarastofur verða lokaðar alla laugardaga í júní, júlí og úgúst 1972. Meistarafélag húrskera Jackie: — Blaðamannahópar minna mig helzt á skara af engisprettum.. rúmstokknum” fer Strömberg með hlutverk nánasta vinar Ole i tannlæknaskólanum. Talsverður hluti „Hraðbrautar- myndarinnar” með þátttöku Ole SHltoft haföi veriö myndaður, þegar hann féll úr leik. Þeim filmubútum hefur nú verið fleygt og endurnýjaðir með Strömberg. ÆSKILEGT HLÉ Blaðamaður dansks dagblaðs hafði tal af Ole, þar sem hann lá á sjúkrahúsinu i Kaupmannahöfn. Leikarinn var þá kominn með rif- lega skeggbrodda, og hann byrj- aði á að taka það fram við blaða- manninn, að hléið frá störfum ætlaöi hann sér að nota til að safna skeggi. — ,,og annað ætla ég helzt ekki að hafa fyrir stafni”, sagði hann og hló við. ,,Mér veitir svo sannarlega ekki af að slappa vel af um skeiö. Undanfarnir mánuðirhafa verið mér svo erfið- ir, og þá ekki hvað sizt sökum töku „Rúmstokks-myndanna”. Ég þyrfti að mæta til starfa i kvikmyndaverinu strax klukkan átta á morgnana, og þar var ég að allt fram til klukkan hálf sex á daginn, en þá mátti ég hafa hrað- an á til að gera mig kláran til þátttöku i reviu-flutningnum i Nyköbing. Klukkan ellefu á kvöldin lagði ég svo fyrst af stað heim, en á rúmstokknum minum beið jafnan kvikmyndahandrit til að lesa yfir fyrir myndatökuna daginn eftir”. Og Ole.teygir vel og vandlega úr sérá rúmstokk sjúkrarúmsins. „Ég var, satt að segja, hálffeginn þeirri skipun læknanna að taka þaö rólega um skeið. Það er bæði mér, reviunni og kvikmynda- framleiðendunum fyrir beztu. Þegar ég verð vinnufær á ný, ætla ég ekki að leggja eins hart að mér og áöur”, segir leikarinn að lok- um og leggst fyrir... 7V> j V » Enginn drykkur er eins og Coca-Cola Coca-Cola hefir hið ferska, lifandi bragð, sem fullnægir smekk hins nýja tíma m** *• *. * - - - ^ # Coca-Cola - Þad er drykkurinn MIOOI cuc* COu* - C«40#I C08f>0»*TiOK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.