Vísir - 02.06.1972, Blaðsíða 10

Vísir - 02.06.1972, Blaðsíða 10
UR MYNDASAFNINU Evrópumeistarar i knatt- spyrnu, Ajax Amsterdam: Efri röð frá vinslri. Stuy Hulshoff, Suurbier, Blankenburg og Krol. Frcmri röð. Cruyff, llaan, Swart, Neeskens, Möhren og fyrirliðinn Kaizer. Það var ekki eins friðsamt á úrslitaleik i Evrópukeppni bikarhafa milli Giasgow Rangers og Dynamo Moskva i Barcelona. A miðmyndinni sést spánski dómarinn DeMendibii (fyrir miðju) taka sprettinn i skjól.þegar fylgjendur Rangers streyma niður á völlinn eftir 3-2 sigurinn. Neðst eru tveir miklir iþrótta- garpar, eftir, að þeir höfðu báöir sett heimsmet i stangar- stökki, 5.39 m á móti i E1 Paso i Texas. Kjell Isaksson er til vinstri,en Bob Seagren tii hægri. Sá sterki af Ströndum ógnaði nú sigri yfirlögregluþjónsins Mesta kúluvarpseinvígi Isiandssögunnar háð á Melavellinum í gœrkvöldi Strandamaðurinn sterki, Hreinn Halldórsson, stór- bætti árangur sinn í kúlu- varpi i gærkvöldi á EÓP- mótinu, og háði harðasta kúluvarpseinvigi, sem um getur hér á landi við Guð- mund Hermannsson — en gamla kempan Guðmund- ur er seigur og mikill keppnismaður og í fimmtu tilraun náði hann sínum bezta árangri í sumar, varpaði 17.56 metra, sem nægði til sigurs, en Hreinn varpaði lengst 17.39 metra, já, 17.39 metra — 64 sm lengra en Gunnar Huseby varpaöi lengst og þó er Hreinn til þess að gera ný- liði i kúluvarpi — maður, sem aðeins hef ur keppt i 2-3 ár og á enn margt ólært í þessari miklu tæknigrein. Ennþá betra hjá Celtic! Glasgow Celtic sigraði i Evrópubikarkeppninni 1967 og sama ár vann liðið einnig 1. deildinna skozku, bikar- keppnina, deildabikarinn, og einnig i bikarkeppni Glasgow-borgar. Fimm stór- sigrar eitt og sama árið og það var þvi ekki rétt, sem sagt var hér á sfðunni f gær, — samkvæmt fréttastofu- fréttum — að Ajax, Amster- dam, hefði orðið fyrst liöa til að sigra í Evrópubikar- keppninni, og jafnframt deild og bikar heima fyrir á sama árinu. t flýtinum i gærmorgun yfirsást mér þcssi skekkja NTB og BBC, sem mér þykir heldur leiðin- legt, þvi vafasamt er aö Celtic eigi tryggari aö- dáenda en eimnitt hér á ts- landi — hann séra Róbert Jack — ég veit að honum hefur sárnað, þegar hann las þessa villu einmitt f blaöinu sinu, Visi, -hsfm. , Við sögðum hér á siðunni fyrir viku, að það væri aðeins tima- spursmál hvenær Hreinn færi að gefa Guðmundi virkilega keppni jafnvel sigra hann — og vissulega rættist þessi spádómur hvað keppninni viðkom i gærkvöldi. Strax i fyrstu tilraun varpaði Hreinn 17.27 m., en hann var fyrstur i röðinni, og stórbætti árangur sinn. Bezt átti hann áður 16.55 m. Guðmundur var fliótur til að óska Hreini til hamingju — fór svo i hringinn, en náði sér ekki á strik, varpaði innan við 17 metra. Og nú varð skammt stórra högga á milli. i annarri tilraun bætti Hreinn enn árangur sinn, varpaði 17.39 m, og Guðmundur svaraði með þvi að varpa kúlunni nákvæmlega jafn langt, 17.39 m. 1 þriðju tilraun gerði Hreinn ógilt — en Guðmundur náði 17.22 m. og enn var þvi Strandamaðurinn i fyrsta sæti — með lengra annað kast. t fjórðu umferð varpaði lireinn 16.70 m., en Guðmundi mistókst. Fimmta umferð hófst — Ifreinn gerði ógilt — og Guömundur undirbjó sig vel. „Huseby náði alltaf lengst i fimmtu tilraun” sagði cinhver um leið og Guð- mundur sleppti kúlunni — hún fór hátt og langt fram yfir 17 metra markið. 17.56 m. og bezta kast liins 46 ára yfirlögregluþjóns á sumrinu. i siðustu umferð mis- heppnaðist báðum, en áhorfendur höfðu orðið vitni að stórskemmti- legu einvigi, sem iljaði þarna i nepjunni á M elavellinum. Ólympiulágmarkiö er 18.20 metr- ar og nú er spurningin stóra, hvort tveir Islenzkir kúluvarpar- ar keppa i Mtinchen . Slikt væri gaman, þvi kúluvarpið er vissu- lega sú iþróttagreinin, sem fyrst vakti athygli á getu íslenzkra iþróttamanna eða þegar Gunnar Husby varð Evrópumeistari i fyrra skiptið i Osló 1946. Þriðji i kúluvarpinu varð Þing- eyingurinn Páll Dagbjartsson með 14.97 metra, sem er hans bezta afrek i kúluvarpi. „Já, ef Hreinn hefði stilinn hans Páls, eða Páll kraftana hans Hreins, þá ætti tsland kúluvarpara á heims- mælikvarða”, sögðu þeir, sem vit höfðu á. Keppt var i mörgum greinum á EÓP-mótinu i gærkvöldi og hætt er viö, að hinn gamli formaður KR, Erlendur Ó. Pétursson, hefði er til — koma siöan gegnkaldir heim og heita þvi að fara aldrei á frjálsiþróttamót framar! I kringlukastinu náði Erlendur Valdimarsson, IR, sér ekki sem bezt á strik — hann kastaði lengst 55.06 metra, eða talsvert styttra en á Vormóti tR. Þó átti Erlendur kast sem var hátt i 58 m., en þvi miður ógilt. Páll Dagbjartsson sannaði að árangur hans á dögun- um var engin tilviljun — hann kastaði nú lengst 46.54 m. Borgþór Magnússon sigraði i 110 m. grindahlaupi á 16.0 sek. i mótvindinum og var aðeins á undan Valbirni, sem hljóp á 16.1 sek. 1 öðrum riðli hljóp Stefán Hallgrimsson keppnislaust á 16.2 sek. vegna þess, að grindur voru til fyrir fjóra keppendur i hlaupinu. 300 þúsund krónur frá Reykjavík Ólympiunefnd Islands leitaði fyrir nokkru til sveitarstjórn- anna i landinu um fjárstuðning af þeirra hálfu vegna þátttöku tslendinga i ólympiuleikunum i Miinchen i sumar. Aður hafði Reykjavikurborg riðið á vaðiö og samþykkt 100 þús. króna fjárframlag 1971 og 200 þúsund 1972. Nú eru fleiri sveitarfélög að bætast i hópinn. Kópavogur hef- ur samþykkt að veita kr. 25. þús. til nefndarinnar og Hris- eyjarhreppur kr. 5 þúsund. Um leið og Ólympiunefndin þakkar þessar góðu undirtektir væntir hún þess að móttaka framlög frá öðrum sveitar- félögum. Aaaah...og hárið reis á höföi Hreins Halldórssonar, þegar hann varpaði 17.39 metra i gær- kvöldi. Ljósinynd Bjarnleifur Ummp..Gnðmundur Her- mannsson heldur niðri i sér andanum og rétt á eftir flaug kúl- an 17.56 metra. Ljósmynd Bjarnleifur. ekki alltaf verið ánægður með framkvæmdina. Mótið gekk seint og illa. Mikil forföll keppenda-til- kynningar um árangur fáar og það var einkum slæmt i greinum, þar sem ekkert hafði verið gert til að létta áhorfendum að fylgjast með — engin strik, sem sögðu til um 50 eða 60 m. i kringlukasti og spjótkasti til að mynda. Já, ýmislegt mátti betur fara, en þetta er einmitt hið sjúka ástand á frjálsiþróttamótum, þegar veðrið leikur ekki við keppendur og stjórnendur, og hinir fáu áhorfendur þurfa þvi að hanga miklu lengur i nepjunni en ástæða Isfandsmetið fauk í fyrstu tilraumniii — Lára Sveinsdóttir setti Islandsmet í hástökki — Nei, ég hef ekki stokkið hærra á æfing- um og reyni ekkert við þessar hæðir, þegar ég æfi, sagði Lára Sveins- dóttir, Ármanni, eftir að hún hafði sett nýtt ís- landsmet i hástökki á Melavellinum i gær- kvöldi, stokkið 1.58 metra. Hún fór létt yfir þá hæð I fyrstu tilraun og bætti 3ja ára met önnu Lilju Gunnarsdóttur, A, um einn sentimetra og það þarna i kuldan- um á Melavellinum. Siðan var hækkað I 1.60 metra og i annarri tilraun var Lára hátt yfir ránni — sennilega eina fimm sentimetra, en rak hælinn i rána á hefði getoð hlaupið tvö hundruð m. í viðbót" — sagði Bjarni Stefánsson eftir gott 400 m. hlaup í gœrkvöldi Það var kalt og hvasst, þegar 400 m hlaupið fór fram á EóP-mótinu i gær- kvöldi og afar erfitt að ná góðum tíma við þær að- stæður. En Bjarni Stefáns- son, KR, lét það ekki á sig fá og hljóp mjög vel á 49.2 sek. og var þó lítt þreyttur, þegar hann kom í markið. — Eg helði getað hlaupiö 200 metra til viðbótar, sagði Bjarni eftir hlaupið, en það var svo litil keppni og að litlu að keppa við þessar aðstæður, að ástæðulaust var að keyra sig út. Ánægður með timann? — Nei, ég ætlaði mér að hlaupa innan við 49 sek sekúndur og strákarnir, sem hlupu með mér, voru búnir að lofa þvi að taka vel á framan af. Ég hljóp fyrri 200 metrana á 22.8 sek. og varð ekki mikið var við keppinautana. Bjarni hljóp mjög vel fyrri hluta hlaupsins eins og timinn gefur vel til kynna, en þá siðari „rúllaði” hann i gegn á 26.4 sek. og það er þvi greinilegt, að jafn- vel i kuldanum i gærkvöldi hefði hann getað stórbætt timá sinn i hlæupinu ef um einhverja keppni hefði verið að ræða. Bjarni Stefánsson virkar miklu sterkari i 400 m en áður, enda er hann nú farinn að þekkja vega- lengdina — byrjaöi raunverulega ekki að hlaupa þessa vegalengd fyrr en á siðari hluta siðasta keppnistimabils. ölympiulág- markið verður létt fyrir hann — Já, Bjarni á eftir að stórbæta árangur sinn i 400 m i.sumar — mér kæmi ekki á óvart, þó tslandsmetið fari að nálgast hinn fræga tima 46 sekúndur, þegar liða tekur á sumarið. -hsim. Bjarni Stefánsson kemur i mark án átaka i 400 m. hlaupinu. niðurleið og felldi. Hinar tvær til- raunir hennar voru lakari. Lára stekkur með „Fossbury- stil” snýr baki i rána, þegar hún fer yfir og þetta er nú sennilega orðin algengasta stökkaðferð i heiminum nú. Hún á eftir að bæta þettatslandsmet sitt stórlega i sumar og þess má geta, aö siöar á mótinu hljóp hún 100 m á 12.9 sek . i talsverðum mótvindi og hlaut þar harða keppni frá systur sinni Sigrúnu. önnur i hástökkinu i gærkvöldi varð Kristin Björnsdóttir, UMSK, sem stökk 1.50 m og þriðja Asta Halldórsdóttir, Á, sem stökk 1.45 m, sem er nýtt telpnamet. Jafntefli Austur-býzkaland og England gerðu jafntefli i gær i landsleik i knattspyrnu, leikmenn yngri en 23ja ára, i Magdeburg 2-2. 1 leik- hléi stóð 2-1 fyrir England„. Siðustu 30 min leiksins lék enska liðið með 10 mönnum, þar sem Kevin Keegan hjá Liverpool var visað af leikvelli. Tóku ekki áhœttuna Meistarar Tottenham i UEFA- keppninni hættu i gær skyndilega við fyrirhugaða keppnisferð til Tel Aviv, þar sem þeir áttu að leika við israelsk lið. Forráða- menn Tottenham tóku ekki áhættuna a' þvi að fara eins og ástandið er i Tel Aviv eftir að 25 manns voru drepnir og 80 særðir af hefndarverkamönnum á dögunum. Akvörðunin um að hætta við förina var tekin nokkrum klukkustundum fyrir brottför. 200metramir ekki erfiðir Norræna sundkeppnin hefur gengið framar öllum vonum. Ástæðan er vafalaust almenn sundkunnátta og vaxandi áhugi fyrir iþróttum og úti- vist. Fleiri og fleiri vilja trimma á einhvern hátt, starfsfólk á sund- stöðum upplýsir, að hundruð manna sæki nú sundlaugarnar reglulega, en hafi áður komið endrum og eins. Mjög markir hafa þegar synt 200 metrana og fjöldinn allur mörgum sinnum. Sumir sem fariö hafa til að synda 200 metrana, hafa hinsvegar uppgötvaö aö þeir gætu ekki synt svo langt. Og hvað skal þá til bragös taka? Það er ekki nema ein leið til: Fara oftar i sund og æfa sig hægt og rólega. Hér fara á eftir leiðbeiningar fyrir þá sem litiö hafa farið i sund undanfariö, en vilja byrja á þvi aftur, sjálfum sér til ánægju og heilsubótar. Fólk sem hefur litla sundgetu og hefur ekki synt um langt skeið ætti að hefja æfingar sinar I grynnri enda lauganna. Þvi fylgir meira öryggi. Fólk ætti að byrja á þvi að synda stutta vegalengd þ.e. 10 - 25 m I einu, en hvila sig siöan þar til það telur sig geta synt til baka. E.t.v. kemst viðkomandi ekki nema 15 m án hvildar i fyrsta skiptiö, en ætti þó að reyna að komast þá vegalengd 2-3 sinnum meö hvildum á milli. Næst þegar hann fer i laug ætti hann að reyna að komast 15 m 3-5 sinnum með þeim hvildum sem hann telur sig þurfa til þess að komast til baka. Þegar viðkomandi er farinn að geta synt þá vega- lengd, er hann hóf æfingar á i fyrstu, hvort sem það eru nú 10,15 eða 25 m, 6-8 sinnum með þeim hvildum sem hann velur, ætti hann aö lengja vegalengdina t.d um 10 - 25 metra, en synda þá vcgaiengdina sjaldnar t.u. 2-3 sinnum. Þannig ætti fólk að geta haldið áfram að æfa sig þar til það hefur getu til að synda 50 -100 metra i einu. án hvildar. Eftir það er raðlagt að viðkomandi syndi eins langa vegalengd og hann kemst án hvildar, hvili sig siðanlitið eitt, og reyni að komast sömu vegalengd aftur I annari lotu. Smá saman er svo hægt að fjölga lotunum eins og gert var i byrjun viö styttri vega- lengdirnar, eða að reyna við ákveöna lengri vega- lengd, t.d. 2/3 af þeirri vegalengd er viðkomandi synti með hvild á milli. Fyrir þá sem hafa verið sæmilega vel syndir, en skortir hinsvegar Jjrek til lengri sunda liður ekki langur timi þar ti^Jríðkomandi getur synt sina 200 metra. En hinir er hafa verið illa syndir og ekki synt i mörg ár þurfa að æfa upp bæði þrek og sundkunn- áttuna. sem fyrir var og jafnvel að bæta viö hana. Oruggara er fyrir fólk að hefja æfingarnar þar sem það nær til botns, en siöar er leiknin og öryggið eykst að hefja sund um alla laugina. Vatnshrætt fólk ætti aö reyna aö venjast vatninu meö þvi áð vaða um i lauginni, anda frá með andliðiö i kafi, láta sig renna i vatninu meö þvi að spyrna sér fra bakkanum, æfa fótatökin viö bakkann o.fl. Nær allir þeir er vatnshræddir eru þora ekki að láta andlitiö i kaf. Þvi ber þeim að stefna aö þvi aö geta farið i kaf með höfuðið, anda frá sér i kafi o.fl. t sjálfu sér eru 200 metrarnir ekki nema fyrsta markmiðið til að vinna til þess að geta synt sér til skemmtunar og heilsubótar. Menn ættu einnig að halda áfram að auka viö vegalengdina og einnig að synda styttri vegalengdir á meiri hraða með hvildum á milli. Sem dæmi um slika hraðaþjálfun er að viökoamandi syndir t.d. 25 metra eða 50 metra sprett nærri þvi eins hratt og hann getur, hvilir sig hæfilega og endurtekur siðan sprettinn 3-4 sinnum. Meö þessu fæst mikil hreyfing og tilbreyting frá langsundum, auk þess sem starfsemi hjarta og öndunarfæra eykst til muna til góðs fyrir við- komandi. Svndið 200 metrana, ekki aðeins einu sinni, heldur regluiega 3-4 sinnum i viku, eöa daglega og stuðlið þar meö að eigin heilbrigöi og aukinni þátttöku i Norrænu sundkeppninni. !. Kaupiö siöan merki keppninar. (Frá t.S.t.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.