Vísir - 03.06.1972, Blaðsíða 7
VÍSIR. Laugardagur 3. júni 1972
7
cyWenningarmál
Vissulega er nauðsynlegt að
gera enn meiri átök i uppbygg-
ingu almenns tónlistarlifs i land-
inu, sem réttlætir rekstur sin-
fóniuhljómsveitar til frambúðar.
bessi sveit ætti að vera kórónan
á islenzkri tónmenningu. Til þess
verður hún að fá að vaxa eðlilega,
og það kostar nokkurt fé, — rúma
eina milljón á ári næstu árin.
Breyttir starfshættir
Ég vil nota tækifærið og benda
einu sinni enn á þá miklu þörf á
endurskipulagningu á starfsemi
St sem knýjandi er.
Einhliða áskriftartónleikar, 2 á
mánuði i Reykjavik, réttlæta
varla nafnið Sinfóniuhljómsveit
tslands. Nokkrir tónleikar utan
Reykjavikur i nærliggjandi sveit-
um, og stök ferð til Akureyrar og
Egilsstaða, breytir engu þar um.
■ Seinni grein eftir ■
: Stefán Edelstein :
■ ■
■ ■
Róttækar breytingar þurfa að
koma til. Fækka ber áskriftartón-
leikum i Reykjavik að mun, en
auka framboðið úti á landi. Um
leið þarf að auka sveigjanleika St
þannig, að hluti hennar geti leikið
i Reykjavik, en hluti úti á landi
(t.d. strengir og blásarar aðskild-
ir, eða ýmsar gerðir kammer-
sveita). Fjölga þarf skólatónleik-
um og fjölskyldutónleikum. Stór-
Að lokinni tónlistarvertíð:
Listahátíð og
tónlistarlífið
HUÓ.MUST
I.EÍKI.IST
UÓKHENNTIIi
US'i'UANS
MY.VmdST
4 (ii »5> Júni 197S
Listahálíð í Hejiyavík ! Listaháiíð í Reykjavík
auka þarf möguleika islenzkra
hljóðfæraleikara til að halda tón-
leika úti á landi og i Reykjavik,
svo og koma fram sem einleikar-
ar með St.
Allt þetta krefst gagngerrar
endurskoöunar og breytinga á
starfsháttum St. Sveigjanleiki
starfsfyrirkomulagsins er grund-
vallarskilyrði til þess, að slikar
umbætur geti orðið að veruleika.
Þökk fyrir skammir
bar sem ég mun nú hætta að
skrifa i Visi i bili, vil ég i lokin
þakka þeim, sem nennt hafa að
lesa þetta krot mitt og jafnvel
hringt i mig út af grein og grein.
Einnig þeim, sem hringt hafa til
að skamma mig. Slikt er mikil
uppörvun, þvi þá sannast það sem
ég sagði i upphafi: List er og á að
vera hitamál.
Undanfariö hefur margt
veriðrætt um kosti og galla
listahátíðarinnar sem fer i
hönd(fyrir stöðu og starf ís-
lenzkrar lístmenningar og
listamanna. Svo langt hef-
ur verið gengið að segja
hátið sem þessa líklegri til
að drepa niður innlent
framtak i listum en að efla
það.
Ég tel að hyggilegra væri að
fara varlega i þessar sakir. Að-
eins reynslan getur skorið úr gildi
islenzkrar listahátiðar — og til
þess er reynsla af einni hátið eða
tveimur ekki nóg.
En kostir „alþjóðlegra” lista-
hátiða sem þeirrar.sem nú er að
hefjast hér á landi.eru augljósir:
þangað kemur ágætt listafólk er-
lendis frátjafnvel framúrskarandi
snillingar, og aðeins hið bezta efni
er framreitt á dagskránni. Fólk
fær tækifæri til að velja úr þess-
um alþjóðlega matseðli, það sem
þvi lizt bezt a, við mjög vægu
verði, a.m.k. miðað við erlendar
hliðstæður listahátiðarinnar. Og
hlutur islenzkrar listar og lista-
manna á hátiðinni er ekki litill.
Ég efast um að slikt átak sem
þetta kæmi til — væri ekki lista-
hátiðin driffjöður.
Listin er
ekki spari-vara
En ókostirnir, eða hættur lista-
hátiðar, eru lika augljósir. Hætt
er við að raskist hlutföll hins' is-
lenzka og erlenda efnis á hátið-
inni, að islenzkt framlag falli i
skuggann af þvi erlenda, hátiðin
verði tviskipt i eðli sinu á milli is-
lenzks efnis og erlends, en sam-
verkan og vixlverkan listgreina
og listafólks fari út um þúfur.
önnur hætta: listin er höfð ,,til
spari” á hátiðinni, menn setja
upp svip og „njóta” listar
andaktugir i tvær vikur — en
heldur ekki deginum lengur.
bessi spari-hugmynd um listina
ber hættu i skauti sér. bað væri
illa ráðið að reyna að likja eftir
þeim ósköpum sem t.d. Wagner-
hátiðin i Bayreuth og Mozart-
hátiðin i Salzburg eru orðnar:
leikvöllur snobba og peninga-
manna, fullkomið neytendakerfi
fyrir „jet-set” tónlistarheimsins.
Heilbrigð skynsemi
og hátiðin
betta er annað sinn sem lista-
hátið er haldin i Reykjavik i þess-
ari mynd. Framtiðar-árangur
listahátiðar er undir þvi kominn
hvort tekst að gera hana að lyfti-
stöng islenzku listalifi, einnig á
milli hátiða. Til að það megi tak-
ast er nauðsynlegt að leggja enn
meiri áherzlu á islenzkt framlag
til hátiðarinnar, bæði i sköpun og
túlkun, sem svo má „punta upp
á” með framúrskarandi erlendu
efni.
Ef litið er á efnisskrána i heild,
hygg ég, að ósanngjarnt væri að
áfellast listahátiðarnefnd fyrir
„óþjóðlega” stefnu eða van-
rækslu i þessum efnum. Hlutföllin
erlent/innlent eru ekki óhagstæð,
og mun hagstæðari en gerist
sums staðar erlendis. En árangur
listahátiðar er einnig undir innri
afstööu kominn: Við verðum að
losa okkur undan þeim fjötrum að
einblina á ofurmagn hins ,,út-
lenda”, en vanmeta hið „inn-
lenda” af.minnimáttarkennd og
eyjaskeggjahætti.
Hins vegar er hér kærkomið
tækifæri til að gagnrýna ákveðna
þætti hátiðarinnar. Hvað Sin-
fóniuhljómsveit Islands viðkem-
ur, hlevpur greinilegur ofvöxtur i
sveitina þessa tiu daga sem hátið-
in stendur. Allt i einu sér enginn
eftir þvi að greiða laun til auka-
hljóðfæraleikara og gera hana
sem bezt úr garði við þetta tæki-
færi. Nú á hún að brillera og
glaqsa, nú rikja alþjóðlegir mæli-
kvarðar. Er þetta heilbrigt, skyn-
samlegt, réttlátt?
bessi afstaða vekur þann grun,
að dubba eigi hljómsveitina upp
„til spari” meðan á hátið stendur,
en að þvi loknu taki hversdagslif
aftur við. Hér er eitthvert ósam-
ræmi á ferðinni. Hátiðarframlag
hins opinbera til S1 (með f jölgun á
hljóðfæraleikurum) felur i sér
viðurkenningu á þeirri staðreynd
að Sí er ekki fullskipuð undir
venjulegum kringumstæðum.
bað er einmitt þetta sem kemur
manni til að efast um skilning og
innsæi stjórnunaraðila og fjár-
veitingarvalds.
Sí er sem stendur eins og væng-
stýfður fugl. bað vantar a.m.k. 4,
ef ekki 6 fyrstu fiðlur og 4 aðrar
fiðlur, 2 knéfiðlur og ýmislegt
fleira. Hógvær áætlun um upp-
byggingu sveitarinnar hefur lengi
légið fyrir, en engin jákvæð
ákvöðun verið tekin enn. Enginn
biður um 10 fasta viðbótarhljóð-
færaleikara á einu ári. bað væri
óraunhæft, ef miðað er við að-
stæður okkar. En að biðja um 10
manns á 5-7 árum er raunhæft.