Vísir - 03.06.1972, Page 8
8
VÍSIR. Laugardagur 3. júní 1972
ÁSTA SÓLULJA OG RÓSIRNAR
ERU VINSÆLUST í DAG
Litið inn á gróðursýningu í Sigtúni
Umsjón:
Edda
Andrésdóttir
Eitt af allra vinsælustu blóm-
unum i dag er Asta Sóllilja, það
blóm sem kom á markaðinn á
afmælisdegi Eaxncss og var
skírt þá af framleiðanda Sól-
lilja, en l.axness sjálfur bætti
Astu við.
Asta Sóllilja er ræktuð i Mos-
fellssveitinni eins og öll þau
blóm, sem nú eru á sýningunni i
gróðurhúsinu við Sigtún.
Visismenn litu þar inn fyrir
forvitnissakir og fengu upplýs-
ingar um hlómin og ýmsar að-
fcrðir til þess að halda þeim
sem lengst lifandi. Þar fengum
við cinnig þær upplýsingar, að
Asta Sóllilja seldist einna mest
af öllum blómum i dag, og hún
er svo lifseig, að hún getur stað-
ið allt upp i fjórar vikur.
En rétt meðferð hefur mikið
að segja, og stærsta atriðið er að
skipta sem oftast og jafnast á
vatninu.
Sýningin hófst sem kunnugt er
á föstudag, og lýkur henni nú á
sunnudaginn. Daninn Jess
Berrit, sem tvisvar sinnum hef-
ur orðið Danmerkurmeistari i
blómaskreytingum, hefur á
hverju kvöldi verið staddur i
gróðurhúsinu og sýnt þar al-
menningi ýmsar blómaskreyt-
ingar.
Hann hefur kennt fólki,
hvernig hægt er að auka á til-
breytingu blómanna með þvi að
raöa mörgum tegundum saman
á ýmsa vegu. Til dæmis að raða
ekki aðeins rósum i einn vasa,
heldur að hafa einhverja aðra
tegund með og svo framvegis.
En svo vikið sé að rósum, og
þó að Asta Sóllilja veki mesta
aðdáun fólksins þessa dagana,
þá heilla rósirnar stöðugt og
mjög mikið selst af þeim.
Rósunum er lika komið fyrir á
mörgum stöðum á sýningunni.
Ef rósirnar hljóta rétta með-
ferð, geta þær staðið mjög lengi,
allt upp i 14 daga, ef ekki lengur.
Ýmsar húsmæður og auðvitað
aðrir, sem hafa stillt rósum i
vasa á heimili sinu, hafa kvart-
að yfir þvi að þær standi aldrei
lengur en 3—4 daga. Það er þá
aðeins vegna þess, að fólk þekk-
ir ekki réttu aðferðina til þess að
gera þær langlifari.
Þess má geta, að rósir á sýn-
ingunni, sem hlotið hafa hina
réttu meðferð, sem Jess Berrit
hefur sýnt i sýnikennslu sinni,
hafa staðið i 12daga, þrátt fyrir
hinn ógurlega hita sem þar er
rikjandi þegar sólin skin, stund-
um allt upp i 40 stiga hiti.
Glæsileg borðskreyting, rósir og crysur hafðar saman.
Þær eru fallegar og alltaf jafnvinsælar rauðu rósirnar, og ilmur-
inn er góður.
BLÓMA- OG GARÐYRKJUSÝNINGUNNI í GRÓÐURHÚSINU
VIÐ SIGTÚN LÝKUR SUNNUDAGINN 4. JÚNÍ
KOMIÐ OG SJÁIÐ TVO SNJÖLLUSTU BLÓMASKREYTINGA'
MENN EVRÓPU SÝNA SNILLI SÍNA
SÝND VERÐUR SÉRSTÖK ÚTFÆRSLA Á STÚDENTA-
BLÓMAVÖNDUM
EVRÓPUMBSTARINN ER KOMINN
Stilkurinná afskornum rósum
er soðinn i 20 sek. Siðan er þeim
skellt i kalt vatn og látnar
standa i ca. 10 cm háu vatni eða
hærra, ef rósirnar eru þvi
stærri, en áður er stilkurinn
skorinn skáhallt. Þess verður að
gæta mjög vel að'láta rósirnar
aldrei ná að þorna, þvi þá
myndast loft innan i stilknum,
sem gerir það að verkum, að
þær deyja fyrr.
Crysantemur eru einnig soðn-
ar og yfirleitt öll trjákennd blóm
og gróður.
Þess má einnig geta, að Dan-
merkurmeistarinn Jess Berrit
er mjög ánægður með islenzku
blómin og segist yfirleitt aldrei
hafa séð eins falleg og góð blóm
og hér á landi. En svo er aðeins
að vita, hvað Evrópumeistar-
inn, Holger Kristianssen, sem
væntanlegur var til landsins i
morgun, segir um islenzku
blómih. Hann mun einnig hafa
sýnikennslu i gróðurhúsinu i
Sigtúni, og seinni part dags á
morgun verður i miklu að snú-
ast i kennslunni.
En það eru fleiri blóm en
vasa-og inniblóm á sýningunni.
t garðinum fyrir utan hefur
Svavar Kjærnested komið upp
sýningarreit og þar sýnir hann
almenningi skipulag og meðferð
gróðurs i skrúðgörðum.
,,En það má alls ekki lita á
þennan sýningarreit sem skrúð-
garð”, segir Svavar. ,,Maður
verður að lita á þetta eins og
húsgagnaframleiðandi óskar
eftir að litið sé á húsgagnasýn-
ingu sina. Það má ekki iita á
þess háttar sýningu sem heild,
heldur virðir fólk fyrir sér einn
stól, eitt borð og svo framvegis.
Það gegnir sama máli með
gróðurinn. Hann er ekki ein
heild, heldur á að virða fyrir
sér beðin, eitt og eitt eða tvö og
tvö i einu.”
Eftir þeim upplýsingum, sem
við höfum aflað okkur hjá
Svavari Kjærnested, er það
fyrsta, sem fólk þarf að hugsa
'um, áður en komið er upp
skrúðgarði, skipulagið. Allt þarf
að vera mjög vel skipulagt, svo
ekkert fari úrskeiðis, og allur
undirbúningur þarf að vera
mjög vandaður. Þýðingarmesta
atriðið er sem gefur að skilja
jarðvegurinn. Það hefur oft far-
iðsvo, að fólk hefur keypt mikla
mold og talið sér trú um, að það
væri góð mold, en siðan hefur
orðið að flytja hana alla i burtu,
þvi hún hefur ekki staðið i stöðu
sinni. Um jarðveginn er hægt að
afla sér upplýsinga hjá Skrúð-
garðafélagi Rvikur, sem mjög
bráðlega mun hafa sérstakan
tima á degi hverjum til þess að
veita fólki þær upplýsingar, sem
þörf er á.
En svo vikið sé aftur að upp-
komu skrúðgarðs, þarf einnig
að gæta þess, að húsið og garð-
urinn fari saman, og svo þarf
margt að athuga i sambandi við
legu garðsins gagnvart sólarátt.
Eitt af þvi vinsælasta i skrúð-
görðum þessa dagana eru lim-
gerðin, og ber þá fyrst að nefna
brekkuviðinn. Hann hefur einn-
ig reynzt mjög vel, og yfirleitt
er islenzkt birki mjög harðgert
og stendur sig vel. Skrautrunn-
ar eru einnig ofarlega á vin-
sældalistanum, og þá aðallega
hinn svokallaði misþilt, sem er
sérstaklega fallegur að hausti
til, og svo einnig hinn
blómstrandi birkikvistur.
En af sumarblómunum eru
það stjúpmæðurnar, sem seljast
hvað mest og bezt á hverju ein-
asta vori.
En sjón er sögu rikari, og þess
skai aftur getið að lokum, að
sýningunni i gróðurhúsinu i Sig-
túni lýkur á sunnudag.
- EA