Vísir - 03.06.1972, Side 16
vism
Laugardagur 3. júnl 1972
Setudómari í
Teigsmálinu
Sýslumaður Gullbringu- og
Kjósarsýslu hefur ákveöið að víkja
sæti I deilumáli ábilanda jarðar-
innar Teigs og Hitaveitu Reykja-
víkur út af hitaveituréttindum.
Astæðan mun vera sú aö núver-
andi eigandi Teigs keypti jörðina
I þrennu lagi og mun vera ósam-
ræmi i þinglýsingum embættisins
á skjölunum. Dómsmálaráðu-
neytið mun því þurfa að skipa
setudómara I málinu áöur en þvi
vcröur fram haldið. —SG
Nú verður kannski
Einn slosast - ellefu kunna því
oð verða af Grœnkmdsferð
- Starfsmaður í kerskóla Álversins brenndist á handleggjum og andliti af völdum gasbruna
Þaö vinnuslys varð i kerskál-
anum i Straumsvik sl. þriðju-
dag, að starfsmaöur brenndist
illa á upphandiegg og andliti.
„Það er auövitaö fyrst og
fremst af velvilja I hans garð,
sem við vinnufélagar óskum
þess, aö hann verði vinnufær á
nýjan leik strax á morgun, en
það á Hka stóran þátt i þeirri ósk
okkar, aö verði hann frá vinnu
lengur verður vaktin af Græn-
landsferð, sem við höfum nær
unnið til vegna slysaleysis I
samfleytt citt og hálf ár,”sagði
einn starfsmanna kerskálans.
„Það er rétt. Við hðfum staðið
fyrir samkeppnum af þessu tagi
siöustu þrjú árin og talið þær
eiga stóran þátt i þvi, að vinnu-
slysum fækkaði úr 38 i 15 i fyrra
frá árinu áður,” sagði Agúst
Þorsteinsson öryggisfulltrúi Al-
versins i viðtali við Visi i gær-
morgun. „Okkur hefur verið
legið á hálsi i einstaka blöðum
fyrir annarlegan tilgang” með
þessu, en þar sem þessar
keppnir hafa veriö árangurs-
rikar, bæði hér við Alverið og
eins erlendis, þar sem sami
háttur er hafður á, teljum við
enga ástæðu til að leggja árar i
bát. Samkeppnirnar stuðla að
þvi, að starfsmennirnir hugsi
meira um öryggið en ella.
Aldrei er öryggið brýnt of vel
fyrir mönnum, segir Agúst enn-
fremur. Og hann heldur áfram:
„Einmitt I dag drögum við úr
réttum úrlausnum i getraun,
sem við efndum til meðal
starfsmannanna. Þátttakan
var 50 prósent, sem má kallast
gott. Getraunin var fólgin i þvi
að fara gegnum nokkrar
myndir, sem dreift var, og finna
út hvar skorti á öryggi verka-
manna, sem myndirnar sýndu.”
Vinnuslysið, sem átti sér staö
i kerskálanum siðastliðinn
þriðjudag, varð með þeim hætti,
að starfsmaðurinn ók yfir gas-
slöngu og sprengdi hana.
Brenndist hann svo, er kviknað
hafði i gasinu. Gasið var verið
að nota til að hita upp 20 ker,
sem verið var að taka i notkun á
nýjan leik.
Svipað slys i steypuskála Al-
versins i septembermánuði
siðastliðnum felldi úr keppninni
þá vakt, sem i fyrra hlaut
Grænlandsferð fyrir slysaleysi.
—Þim
hœgt að ná i lœkni:
Lœknaþjónustan léleg
segir Halldór Steinsen, lœknir
„Astandiö varðandi lækna-
vaktþjónustuna er jú nokkuö
slæmt, og það vill oft koma fyrir,
að fólk veröur að bíða ótimabæra
bið eftir læknishjálp, og þaö má
margt gera til þess að stytta
þennan biðtima.”
Svo segir Halldór Steinsen
læknir, en hann lagði fram tillögu
varðandi bætta læknavaktþjón-
ustu á fundi heilbrigðismálaráðs
fyrir nokkru.
Undanfariö hafa fariö fram við-
ræöur milli Læknafélags Reykja-
vikur og Sjúkrasamlags Reykja-
vikur um bætta vaktþjónustu, en
ekkert ákveöið hefur komið þar
fram ennþá. I tillögunni er meðal
annars lagt til, að tekin verði upp
þjónusta, sem gefi almenningi
kostá að leita ráða hjá lækni sim-
leiðis, að kvöld- og næturlagi.
„Bærinn fer ört stækkandi”,
sagði Halldór ennfremur, ,,og
þvi legg ég til, aö á vakt sé einn
ráðgefandi læknir, þvi aö af koll-
egum minum skilst mér, að tölu-
vert af heimsóknum á næturvakt
sé fólk, sem aðeins er komið til
þess að leita ráða. Þessi ráð-
gefandi læknir mundi einnig taka
við vitjanabeiðnum og siðan sort-
era þær og flokka og beina vakt-
læknum þangað, sem brýn væri
þörf hverju sinni.”
Meö þessum hætti væri hægt að
stytta biðtima bráðveikra sjúkl-
inga eftir lækni og einnig
flutningstima á sjúkrahús, væri
sjúkrabill sendur samtimis lækni,
þegar þess væri þörf.
Vandamál eru oft þess háttar,
aö þau má leysa I simtali, og
einnig gæti þessi þjónusta orðið til
þess, að hægt væri að fækka
vitjunum.
t tillögunni er lagt til að
starfsemi þessi fái húsnæði i
Slökkvistöð Reykjavikur, þar
sem er gott húspláss og þar sem
gott væri að koma þar fyrir slikri
þjónustu —EA
...og bang'. Beint I vinstri hliö bilsins og ýtti honum út af
veginum...
Eggið kennir hœnunni
Air Bahama grœðir upp tap Loftleiða
A aðalfundi Loftleiða kom
fram, að rekstrartap félagsins
nam á sl. ári 19,5 milljónum
króna eftir að afskrifaðar höfðu
veriö liðlega 218 milljónir. Það
kom einnig fram, að dótturfyrir-
tæki Loftleiða, International Air
Bahaina. skilaði hagnaði, sem
nam 20 milljónum króna á liðnu
ári. Þetta santiar undantekn-
inguna frá reglunni, þvi máls-
hátturinn „sjaldan launar kálfur
ofeldi" á auðsjáanlega ekki við
urn IAB.
Heildarvelta Loftleiða i fyrra
var 2.8 milljarðar og félagið flutti
samtals 300 þúsund farþega, sem
er 5.8% aukning frá árinu áður.
Þrátt fyrir fargjaldastrið og
harðnandi samkeppni voru for-
ráðamenn Loftleiða bjartsýnir á
framtið félagsins, en ræddu um
að gæta þyrfti ýtrustu hag-
kvæmni i öllum rekstri. Kristján
Guðlaugsson var endurkjörinn
stjórnarformaður Loftleiða. —SG
Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns ólafssonar
veröur opnuð n.k. sunnudag i Listasafni rikisins i
tilefni af Listahátið, og verður aðgangur ókeypis.
Þarna eru verk allt frá árinu 1934 til dagsins i dag,
og mörg verkanna hafa ekki fyrr komiö á sýningu.
Þá verður einnig opnuð á sunnudag sýning á
vegum Listasafnsins i Kjarvalshúsinu við Sæbraut
á andlitsmyndum eftir Kjarval. Báðar sýningarnar
eru opnar frá 10-2.
—ÞS
Sigurjón
sýnir
„ÍOg er sá bjartsýnismaður að
halda, að dýraspitala megi koma
á laggirnar á stuttum tima. ef
bara á annaö borð er ráðizt i að fá
undir hann lóð og reka fyrstu
skóflustunguna þar i jörðu,”
sagði Marteinn Skaftfells for-
niaður I)ýra verndunarfélags
ísland i viðtali við Visi i gær.
Hann kvað það raunar hafa verið
einna efst á blaði sambands dýra
verndunarfélaga hérlendis i hart-
nær tuttugu ár að koma á fót
dýraspitala, fjárhagsöröugleikar
heföu bara hindrað fram-
kvæmdir.
VAR AÐ STILLA
ÚTVARPSTÆKIÐ!
„Hvað er að manninum eigin-
lega? Hvert ætlar hann?” hugs-
aði ökumaöur, sem var að aka
upp Flugvallarveginn að aðal-
hliðinu inn á Keflavikurflugvöll í
gærkvöldi kl. 19.
Bíllinn.sem kom á móti honum,
var kominn yfir á rangan vegar-
helming og virtist stefna beint á
hann.
Maðurinn ók bil sinum alveg út
i vegarkantinn, og meira að segja
langleiðina út af, áður en hann
stöðvaði bil sinn og beið þess, sem
koma varð.
Bang! — Þessar varúðar-
ráðstafanir reyndust allar til ein-
skis unnar, og billinn, sem kom
ofan af Vellinum, ók beint inn i
vinstri hlið hins og ýtti honum
alveg út af veginum.
Nei, ökumaðurinn var ekki
fullur, eins og mönnum datt fyrst
i hug. Hann var alveg i öngum
sínum yfir óhappinu og gat enga
grein fyrir þvi gert, hvað komið
hafði yfir hann.
„Nema ég hafði beygt mig ó-
meðvitaö, meðan ég var að stilla
útvarpstækið,” var eina skýr
ingin, sem hann gat gefið.
—MG-GP
„En við erum staðráðnir i þvi, i
sambandinu, að láta þetta ár ekki
liða svo, að ekki liggi fyrir
hreinar linur að stofnun
spitalans”, sagði Marteinn
ákveðið. „Margar hugmyndir eru
fyrir hendi, og á næstu fundum
munum við kanna þærhagkvæm
ustu. Við könnum ennfremur
möguleika á að verða samband-
inu úti um fastan tekjustofn.
Einu sinni kom það t.d. til tals, að
við fengjum til ráðstöfunar
ákveðinn skatt af sölu skotvopna
og skotfæra. Eðlileg hugmynd, en
ekki endilega svo vist að hún
verði ofaná”, hélt Marteinn
áfram máli sinu. „Eg er þess lika
fullviss, að almenningur er reiðu-
búinn til að láta fé af hendi rakna,
verði ráðizt i byggingu dýra-
spitalans. Þjóðin öll stendur i
þakkarskuld við húsdýrin, eöa
hvernig hefðum við hjarað af
verstu tima i sögu þjóðarinnar,
hefði þeirra ekki notið við?”
Marteinn benti á, að i Dan-
mörku væru starfræktir tólf dýra-
spitalar. „Hér er hins vegar ekki
einn einasti. Ekki einu sinni visir
að slikri stofnun. Það jaðrar við
að vera hreinasta hneisa,” sagði
hann. —ÞJM
ffsm
„Nánast hneisa, að hér skuli ekki
vera einn einasti dýraspítali"
- segir formaður Dýraverndunarfélags Reykjavíkur