Vísir - 10.06.1972, Blaðsíða 6
6
VISIR. Laugardagur 10. júni 1972.
vísib
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Slöumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
Hrollvekja stjórnarliðsins
Skattalögin nýju og lögin um tekjustofna sveitar- /
félaga, sem ríkisstjórnin knúði með miklu flaustri )
gegnum siðasta Alþingi eru nú að verða stjórninni \
sjálfri og stuðningsmönnum mikil hrollvekja. (
Það er nú að koma fram, og kemur enn betur i ljós (
siðar i sumar, að allt var rétt, sem Sjálfstæðismenn (
héldu fram um galla þessarar lagasetningar og af- /
leiðingu hennar. )
Sjálfstæðismenn bentu strax á að löggjöfin mundi \
skerða til mikilla muna tekjuöflunarmöguleika (
sveitarfélaganna. Stjórnarliðið vildi ekki á þau rök //
hlusta og fékk vilja sinum framgengt. Rikisstjórnin ))
vissi þó mætavel, að svo mundi verða sem \\
andstæðingar hennar héldu fram. Það yrði ó- ((
hjákvæmilegt fyrir sveitarfélögin flest, að nýta til (í
hins ýtrasta þá tekjustofna, sem þau höfðu heimild //
til eftir þessum lögum, til þess að geta staðið undir )l
eðlilegum framkvæmdum og þjónustu við )\
borgarana. Flestum forráðamönnum sveitarfélag (
anna mun verða mjög óljúft að gera þetta, en þeir /
eru til þess neyddir af rikisstjórninni. )
Handbragð kommúnista á þessum lögum leynir \
sér ekki. Þau eru i þeirra anda samin og Framsókn (\
varð að kyngja þeim bita eins og svo mörgu öðru ((
sem kommúnistar gerðu að skilyrði fyrir stjórnar- //
samstarfinu. Markmiðið er vitaskuld að skerða )
eignarrétt og athafnamátt einstaklingsins m.a. til )
þess að koma sér upp eða halda eigin húsnæði, og i
herða jafnframt tök rikisvaldsins. Fjárhagslegt /
sjálfstæði einstaklingsins er andstætt stefnu og '
markmiði kommúnista i öllum löndum. )
Framsóknarmenn eru nú farnir að sjá hvilika \
reginvillu þeir gerðu með þessari lagasetningu. (
Þeim er ljóst að almenningur er farinn að sjá hvert (
stefnir. Þeir þora vitanlega ekki að játa þetta, sem /
þó væri drengilegast, heldur er Timinn látinn ráðast )
heiftúðlega á sveitarfélögin og þó fyrst og fremst \
meirihluta borgarstjórnar Reykjavikur. Ein slik (
árás var t.d. i leiðara Timans s.l. fimmtudag. Þar /
er skrifað eins og heimildir um álagningu fast- )
eignagjalda hafi hvergi verið notuð til fulls nema i \
Reykjavik. (
Ekki hafa Sjálfstæðismenn meirihluta i bæjar- (
stjórn Akureyrar. Þar var 50% álag fasteignaskatta /
samþykkt með atkvæðum allra flokka nema Al- ))
þýðubandalagsins ög gert ráð fyrir að nota þurfi \\
10% álög i útsvörin. Ekki hafa sjálfstæðismenn ('
heldur meirihluta i Vestmannaeyjum. Þar sam- /
þykktu Framsókn, Alþýðubandalag og Alþýðu- )
flokkurinn, þ.e. meirihlutinn i Vestmannaeyjum, \
þetta sama en sjálfstæðismenn sátu hjá. (
1 Hafnarfirði er meirihluti bæjarstjórnar (
skipaður Framsókn, Alþýðuflokknum og óháðum. /
Þar var hið sama uppi á teningnum. )
Svona mætti telja áfram, og ekki skyldi þvi )
gleymt hvernig þessum lögum rikisstjómarinnar \
var tekið i sjálfu riki kommúnistanna, Neskaups- (
stað. Það hlýtur að duga stjórnarliðinu skammt, til /
að breiða yfir þessi afglöp sin, að ráðast með ósvifni )
og fúkyrðum á borgarstjórnarmeirihlutann: i \
Reykjavik fyrir hið sama og flokkar rikis- (
stjórnarinnar eru að samþykkja og framkvæma út (
um allt land. )
Hreingerningin mikla
Hreingerningin mikla er hafin.
Raunarerallt ógert, eöa svo til, en
samt hefur miklu f jármagni veriö
variö til aö hreinsa ár, sem atlt lif
haföi veriö drepið i — Bandarikin
eyddu t.d. meira en þremur bill-
jónum dollara til aö draga úr
vatns- og loftmengun aöeins. Og
áætlað er þar vestra aö eyöa 285
billjónum dollara næstu 10 árin til
þe ssara hluta. önnur iðnriki
stefna lika aö þvi aö snúa viö
blaöinu i mengunarmálum. Bret-
land hefur varið 3,5 billjónum til
að hreinsa ár sinar. Sovétrikin
hafa varið yfir einni billjón
dollara til þess að hreinsa Volgu
eina og vatn sem úr Úralfjöllum
kemur.
1968 á Allsherjarþingi S.Þ. var
samþykkt aö halda Umhverfis-
ráðstefnu 1972. Þessi ráðstefna
stendur nú, og þótti rétt að leyfa
Svium aó halda hana, þar eð hug-
myndin er frá þeim komin. Þegar
1968 gerðu menn sér grein fyrir
þvi, að umhverfisvernd i venju-
legum skilningi, getur i eyrum
vanþróaðra rikja merkt eins kon-
ar lúxus handa rikum iðnaðar
rikjum. Þannig hlýtur það að
hljóma undarlega i eyrum fá-
tæklinga i Afriku, sem eru að
berjast við að koma sér upp iön-
aði, að verksmiðjur séu heldur
vont mál meðan þær spúa reyk •
allt kringum sig. Og staðreyndin
er raunar sú, að verndun um-
hverfis er vakning, sem nær
aðeins til iðnþróuðurikjanna.
Höf spillast alls staðar.
Þrátt fyrir það, að þróunarrikin
skipti sér litt af verndun um-
hverfis á næstunni, þá hlýtur það
mjög að koma við þessi riki, að
höf jarðarinnar eru viða hætt
komin.
Langmest af þeim úrgangi sem
frá jarðarbúum kemur endar i
sjónum. Þar eiga sér stað flóknar
efnabreytingar og á löngum tima
verða flest úrgangsefnanna að
nýju hluti af þeim lifsvef, sem
höfin mynda og þekur sjö tiundu
hluta yfirborðs jarðarinnar.
Heimshöfin framleiða einnig
60-70% af súrefni heimsins. Þau
framleiða gnægð næringarrfkra
matvæla, sjá okkur fyrir megin-
hluta vatnsbirgða okkar, ásamt
andrúmsloftinu eru þau hita-
skiptageymar og þar að auki
þjóðbrautir milli meginlanda.
Fram til þessa hafa höfin getað
gegnt þessum hlutverkum sinum
næsta ótrufluð. Nú gætir þess hins
vegar, að höfin virðast ekki leng-
ur megna að brjóta og breyta fjöl-
þættum efnum, sem tæknin skap-
ar. Heldur megna þau ekki að
nýta til lifrænnar vinnslu þá
flauma skólps og annars úrgangs
sem i höfin berast frá sivaxandi
mannabyggum.
Aðgæzlu er þörf. Oliumengun
fer ört vaxandi. Og hún er ekki
aðeins með ströndum, heldur
einnig á höfum úti. Þegar Thor
Heyerdal sigldi yfir Atlantshafið
á papýrusbátnum Ra II. varð
hann var við oliumengun 43 daga
af þeim 57 sem ferðin tók frá
Marokkó til Barbados. Óöum
fjölgar þeim stöðum, sem eru
eins og hafsvæðið niu milum utan
við höfnina i New York, þar sem
rusl og úrgangur hefur lengi verið
losað. Sjórinn er þar lifvana méö
öllu. Hafið verður æ gruggugra.
Um þaö vitna ummæli manna
eins og Jacques Cousteau, sem er
kunnur neðansjávarkönnuður.
250% minna súrefni.
Bandarfskur umhverfisfræö-
ingur, Barry Commoner, hefur
greint frá þvi, að súrefnisinnihald
sjávar á athugunarstöð einni i
Eystrasalti hafi minnkaö um 250
siöan árið 1900. Þá hefur komiö i
ljós, að ýmis efni hafa til-
hneigingu til að safnast saman og
breytast i önnur hættulegri, jafn-
vel lifshættuleg efni, er þau fær-
ast upp eftir lifskeðjunni frá
frumdýrum- sem fyrst neyta
þeirra og til manna. Svissneski
neðansjávarkönnuðurinn, Pic-
ard, hefur varað við þvi, að viö
getum ekki endalaust leyft okkur
að nota heimshöfin eins og væru
þau botnlaus rotþró. Hann segir,
að verði ekkisnúið við á þeirri
brautsem viðerum nú á, sé hætta
á að hlutar heimshafanna verði
Þetta er þrælmenguö á I New Jersey, Bandarikjunum. Ástandið er
víða svona viðurstyggilegt, en sums staðar hefur verið hreinsað til. Og
hreinsun vatnsfalla og fljóta hefur tekizt með ágætum, einmitt sums
staðar i Bandarikjunum. 1 nokkrum fljótum er jafnvel silungur aftur
farinn að sletta sporði, eða lax að bita um flugur veiðimanna.
orðnir lifvana með öllu eftir um
það bil 25 ár.
Veröur kannski einhver hissa
að heyra, að undir eðlilegum
kringumstæðum berast i heims-
höfin um 200 þúsund lestir af fos-
fór árlega. Nú berast i höfin ár-
lega — eða réttar sagt, er dælt i
þau — 6,5 milljónum lesta af fos-
fór. Þetta magn kemur bæði úr
verksmiðjum og af tilbúnum
áburði sem dreift er á tún, akra
llllllllllll
m mm
Umsjón:
Gunnar Gunnarsson
og -engi. Arlega hafna milljón
lestir af oliu i höfunum. Þessi olia
kemur frá oliuskipum og öörum
skipum, og er þá ekki meðtalið
það olíumagn sem kemur frá
oliuborturnum á sjó, en þannig
oliuvinnsla fer nú ört vaxandi. Ár
og fljót flytja nú 2,5 milljónir lesta
af blýi árlega i heimshöfin. Þetta
er 13 sinnum meira magn en ber-
ast myndi, ef náttúran væri ein-
ráð. I höfin berast nú árlega fimm
þúsund lestir af kvikasilfri, sem
umbreytast i banvænt methyl-
kvikasilfur, sem eykst að magni
og styrkleika eftir þvi sem það
berst ofar eftir lifskeðjunni.
Bitnar á
vanþróuðum rikjum
Mengunin er vitanlega fyrst og
fremst frá iðnaöarþjóöunum
komin, en þótt svo sé, þá hefur
hún áhrif jafnvel á strjálbýl
strandrfki i hitabeltinu, vegna
þess að allt dýra- og jurtalif er
sérlega næmt fyrir mengun.
Enn er það mönnum að mestu
leyti hulið, hvernig hún fer fram,
hin náttúrulega hreinsun sem
höfin fremja á sjálfum sér.
Einnig er margt hulið um eðli og
upptök hafstrauma, en þótt
þekking sé sums staðar gloppótt,
þá geta vist allir sem til þekkja
veriö vissir um að ef svo heldur
fram sem horfir kann framtið lffs
á jörðu að vera í hættu.
Það sem þarf til að stemma
stigu við menguninni er i flestum
tilvikum að stemma á að ósi, það
er að segja, aðkoma I veg fyrir að
hættuleg eða skaðleg úrgangsefni
berist frá verksmiöjum i fljót,
sem siðan flytja úrganginn til
sjávar. Rinarfljót eitt flytur ár-
lega fram 60 milljónir lesta af
skólpi og öðrum miður æskilegum
efnum.
Á Stokkhólmsráðstefnunni
verður lögð fram tillaga um að
koma á fót skipulögðu eftirliti
með mengun heimshafanna.
Stungið hefur verið upp á því, að
gefa árlega út eins konar meng-
unarkort, þar sem væri að finna
upplýsingar um dýra- og jurtalif
á svæðum þar sem mengun er
mikil, eða þar sem mengun er lik-
leg til að fara vaxandi.
Stokkhólmsráðstefnan verður
án efa i framtíðinni talin byrjunin
á samræmdum aðgerðum gegn
mengun — og nú er bara að vona
að við höfum ekki sofið yfir okk-
ur. -GG