Vísir - 10.06.1972, Blaðsíða 7
VtSIR. Laugardagur 10. júnl 1972.
cTWenningarmál
Gunnar Björnsson skrifar um listahótíð:
Eins og litlar bjöllur
Hjónin Maynie Sirén og
Einar Englund buðu upp
á visnadagskrá i Nor-
rænah.kl.17 á fimmtu-
daginn. Efnisskráin
samanstóð af þjóð-
lögum, flestum úr
heimahögum þeirra
hjóna, ,,þar sem vatnið i
ánum er kalt og tært og
straumhljóð þeirra kátt
eins og litlar bjöllur.”
Þau eru bæði frá Finn-
landi, þótt bóndinn sé að
visu fæddur i Sviþjóð, en
sem kunnugt er tala
menn ýmist sænsku eða
finnsku i. þessum
löndum, þó einkum
Finnlandi. Þar við
bætast svo áhrif frá
Rússum. Þeirra gætir
mest á landamærunum.
Þetta sambýli þjóöa og tungna
vildi frúin meina a& kæmi fram 1
vlsum efnisskrárinnar, enda söng
hún bæöi á sænsku og finnsku og
geröi mönnum viövart, &öur en
flutningur hófst, hvort búast
mætti viö þessum eöa hinum
menningarstraumi, sorglegu
ellegar gleöilegu efni o.s. frv.
Visnasöngur er eins og allir vita
nokkuö allt annaö en ljóöasöngur.
Mismunurinn á vlsnasöngvara og
ljóöasöngvara er sá, aö báöir
hafa aö vísu yfir mikilli
þekkingu og kunnáttu aö búa (eöa
þurfa aö hafa þaö), en ljööa-
söngvarinn reynir hvaö hann
getur aö sýna þekkinguna, þar
sem visnasöngvarinn reynir hins
vegar aö leyna henni.
Af þvi leiöir, að flutningur
visnasöngvara fær á sig þennan
„hver-meö-sinu-nefi-blæ” sem oft
getur virkað einkar þægilega.
Maynie Sirén er sniöug söngkona
og lifir sig mjög inn I viö-
fangsefniö hverju sinni, hvort
heldur hún likt og leikur á alls
oddi, ellegar er að hrynia saman
af melankóliu. Svona söngur er i
raun réttri nær dægurlaginu en
ljóöinu.
Einar Englund lék með á pianó sjálfur tvö falleg lög á efnis- Þökk þessum sóma-hjónum
af dugnaði og léttleika viöa og átti skránni. fyrir ágæta skemmtun.
Finnskur visnasöngur I Norræna húsinu: Einar Englund og Maynie Sirén.
Kappakstur og ást
Kvikmyndahátíð - Listahátíð?
Laugarásbíó
,, Winning" +*
Leikstjóri: James Goid-
stone
Aöa Ihlutverk: Joanne
Woodward, Paul Newman.
Sumar kappaksturssenur
þessarar myndar eru hreint
frábærar... og það er annað
slagið fjári gaman að sjá
hjónin Woodward og New-
man leika hvort gegn öðru.
Leika saman, er raunar
rétta orðið. Og þar með er
raunar upptalið, það sem
þarf að segja um
,,Winning"^
Newman er geðþekkur leikari.
Engin svakastjarna, og alls ekki
persóna á borö við eiginkonu
hans, Joanne Woodward. Sú kona
er ógleymanleg i myndinni
„Rakel, Rakel”, sem Austur-
bæjarbió sýndi i vetur og New-
man stjórnaði, hins vegar gefur
„Winning” varla tilefni til neins
stórleiks.
Stundum lá við borð að maður
hrifist gersamlega með á æsi-
legum augnablikum kapp-
akstursins i „Winning,” þegar ó-
freskjulegir bilar æddu framhjá,
beint áfram meö eldingarhraöa —
en rétt I þann mund, sem maður
hélt að nú væri hasarinn verulega
að magnast, þurfti leikstjórinn
endilega að troða ástarvellunni
Listahátíð
Kannski er rangt að skattyrðast
út i Listahátiö vegna vondrar
frammistöðu við útvegun kvik-
mynda. Hátið með sniði eins og ,
þessi, er likast til hvergi við hæfi
kvikmyndamanna. Raunar hefði
verið bráðnauðsynlegt að fá ein-
hvern góöan mann, til að halda
fyrirlestra. eða fylgja úr hlaöi
myndaflokki — og lá raunar við
borð að sjálfur Majewsky kæmi —
hins vegar væri öllu gagnlegra að
hafa hreinlega sérstaka „hátiö”
fyrir kvikmyndirnar, jafnmikil-
vægur þáttur og þær eru orðnar i
daglegu lifi fólks.
Það er undarlegt, að þótt ts-
lendingar (eða Reykvlkingar
réttar orðað) hafi verið aldir
upp á miklu kvikmyndafóðri
siðustu 30 árin, þá er rikjandi hér
algjör fávizka varðándi kvik-
myndir. Fram til þessa hafa
kvikmyndasýningar hér verið hin
ómerkasta dægradvöl og mynda-
val kvikmyndahúsa oftast fyrir
neðan allt velsæmi. Vegna
þessarar einhæfu stefnu eða
stefnuleysis með kvikmyndir hér,
ræktast upp almenn smekkleysa.
Rikisvaidið eða menningar-
málayfirvöld verða einhvern
veginn að hafa hemil á kvik-
myndahúsum. Þau leika gersam-
lega lausum hala með kvik-
myndaval sitt. Þeir sem stjórna
kvikmyndahúsum og hafa af þvi
lifsviðurværi, þurfa enga lág-
marksmenntun að hafa i kvik-
myndafræðum (eins og t.d.~
tiðkast á Norðurlöndunum
hinum).
Ég er ekki að tala um ritskoðun
kvikmynda. Ég er að tala um
pinulitla auglýsingu, — örlitla
leiðbeiningu i sambandi við þær
kvikmyndir, sem við horfum dag-
lega á.
Sjónvarpið á auðvitaö að ganga
þar á undan. Þar ætti kvik-
myndafræðsla, að vera fyrir-
ferðarmikil. Og i allt öðru formi,
en menn hafa kynnzt af þættinum
„Vaka” sem verið hefur i Sjv. i
vetur.
Það dugir nefnilega skammt að
fá ræmu úr einhverju reykvfsku
kvikmyndahúsi, sýna hluta og
benda á hve þetta og þetta atriði
sé flott tekið og hver sögu-
þráðurinn sé. Slik „fræðsla” ýtir
ekki við neinum, er raunar ekkert
annað en að sýnast. Einhvers
staðar segir i reglugerð fyrir
Sjónvarp á Islandi að Sjv. eigi að
styðja við innlenda kvikmynda-
gerð. Meðan ekki er alveg ljóst
hvernig það má bezt takast mætti
prófa þátt, sem sýndi fólki
framan i fslenzka kvikmynda-
gerðarmenn (Þeir eru nefnilega
nokkrir til). Hvi ekki að hleypa
þeim skörfum saman svolitið?
Sumir þeirra eru jafnvel að pina
iúsarögn aftan af kaupinu sinu til
að gera einhverja myndar-
skömm. Hvernig væri að sýna
þetta og með skýringum? Hvað er
kvikmyndavél? Hvernig á að
setja saman langa filmu? Hvað
þarf að læra..ég held fólk hefði
gaman af einhverju einföldu abc i
sambandi við kvikmyndir — og
svo mætti segja frá meisturum i
útlöndum.
Og kvikmyndavika hér? Þaö
hefur komið fyrir að haldin hefur
verið „ensk vika”, eða „amerisk
vika” i Háskólabiói, en hér þarf
að taka upp markvissari stefnu.
Meðan engin kvikmyndadeild
er við Háskólann hér, væri ráð að
nota Háskólann af alvöru. Fá
jafnvel gestaprófessora stuttan
tíma. Og númer eitt þyrfti
stjórnandi Háskólabiós að vera
menntaður i kvikmyndafræðum.
En allt þetta er likast til fjarlæg
framtið, og þýðir litið að fárast.
Við viljum vist fremur verja
milljónum i afdankað fyrirbæri
eins og núverandi listahátiö er,
heldur en sýna almenningi á
landinu boðlegar, innlendar kvik-
myndir. Almenningur er nefni-
lega þannig gerður, að hann
nennir varla i Norræna húsið i há-
deginu til að hlusta á ariur. Hann
fer frekar að horfa á Jerry Lewis
klukkan fimm....
Newman og Woodward