Vísir - 10.06.1972, Blaðsíða 9
VtSIR. Laugardagur 10. júni 1972.
Best er hœttur við
að hœtta
Það fór eins og sumir
töldu liklegast, — Best
vill hætta við að hætta.
í gærdag kvaddi Ge-
orge Best enn saman
blaðamenn og tilkynnti
þeim ákvörðun sina,
hann vildi helzt af öllu
snúa aftur til félags
sins, Manchester Unit-
ed.
Eftir hegðan þessa snjalla
knattspyrnumanns alllengi eru
stjörnarmenn Manchesterliðs-
ins settir i mikinn vanda. Eiga
þeir að taka hann i sátt og láta
eins og ekkert hafi gerzt, — eða
hafna þeir honum fyrir fullt og
allt? Þetta eru spurningar, sem
Frank O’Farrell og félagar hans
verða að gefa svar við.
Aðrar stórfréttir eru þær af
ensku knattspyrnunni að
Huddersfield, liðið sem féll úr 1.
deild I vor, verður að selja frá
sér þrjá helztu leikmenn sina.
Greinilega hafa þeir verið
óánægðir með þau býtti að þurfa
að fara niður i 2. deild, og hafa
óskað eftir flutningi, sem hefur
aftur oröið til þess að félagiö
selur þessa þrjá leikmenn fyrir
um 76 milljónir isl. króna:
Frank Worthington fer til Liver-
pool, en söluverð hans er 150
þús. sterlingspund.
Trevor Cherry, fyrirliöi
Huddersfield var seldur til
Leeds, sem greinilega hugsar
fyrir nýjum manni I staö John
Charltons. Söluverö hans var
100 þús. pund.
David Lawson, seldur til Ever-
ton fyrir 80 þús. pund.
1 staðinn hefur Huddersfield
aöeins keypt einn leikmann enn
sem komið er, Alan Gowling,
sem er lærður hagfræðingur frá
Manchester, auk þess að vera
mjög góður knattspyrnumaður.
Aðrar sölur: Alun Evans frá
Liverpool til Aston Villa fyrir 75
þús. pund.
Knattspyrnan um þessa helgi:
CITROEN GS
BíHin.R, sem fer sigurför um heiminn
„LHLU" LIÐIN
í ELDLÍNUNNI
Þaö eru leikmenn 2. og 3. deild-
ar, sem eiga helgina, sem nú fer i
hönd, — ef undan er skilinn leikur
Vestmannaeyja á heimavelli viö
Víkinga i 1. deild, en sá leikur fer
fram f dag kl. 16.
Sigur, eöa...
Fyrir Eyjamenn verður það
sigur í dag, — nú eða liðið er að
setja sig i fallbaráttustellingar.
Tapið fyrir Breiðablik i upphafi
móts, og það á heimavelli, og síð-
an annaö tap i Reykjavik fyrir
Fram. Það er nóg til að æra
óstöðugan. Sennilega verða Vest-
mannaeyingar Vikingum erfiðir i
leiknum i dag. Hinsvegar verður
það að segjast að i engum þeirra
leikja, sem sést hafa til þessara
tveggja liða i 1. deildinni, hafa
þau virzt mjög sannfærandi og
ólik þeim liöum, sem við sáum i
fyrra.
Spennandi 2. deild
Oft hefur 2. deildin litið út fyrir
aö vera jöfn, en llklega sjaldan
eins og nú. Enn hafa aðeins 3 leik-
ir farið fram: FH og Þróttur
gerðu jafntefli, Haukar unnu Sel-
fyssinga og Akureyringar heim-
sóttu Völsunga á Húsavik og unnu
þá meö aðeins 2 mörkum gegn
einu. I dag fara fram fjórir leikir
við viðbótar.
Akureyringar heimsækja Sel-
foss og ættu eftir öllum kokkabók-
um að vera öruggir sigurvegarar
þar. 1 Hafnarfirði fer fram leikur,
sem heimamenn ættu að hafa
mikinn áhuga á, það eru Haukar
og FH, heimaliðin, sem keppa
þar. Bæði liðin hafa náð árangri i
vor gegn 1. deildar liðunum, sem
er mjög athyglisverður. En hvað
gera þau á Hvaleyrarholtinu,
þegar þeim lýstur saman þar i
hörkuleik. Svona til gamans gizk-
um við á FH-sigur, sem verður þó
mjög naumur, spáum við.
A Melavelli leika Þróttur og Ar-
mann kl. 14. Eftir jafntefli Þrótt-
ar og FH hefur tiltrúin á Þrótt
aukizt. Liðið er hinsvegar nokkuð
brokkgengt og ekki gott að spá
neinu um hvað það gerir gegn Ár-
menningunum, sem eru mjög
vaxandi knattspyrnumenn. Við
spáum Þrótti þó stigunum, a.m.k.
ööru þeirra.
A Isafirði leika heimamenn við
Völsunga frá Húsavik. Sá leikur
ætti að verða nokkuð jafn ef mið-
að er við frammistöðu liðanna
undanfarin ár. Hreint útilokað að
spá nokkru, en aðstaða heima-
liðsins mun betri, þvi um langan
veg er að sækja fyrir Húsviking-
ana.
Þriðjudeildardagur
á morgun
A þrem knattspyrnuvöllum úti
á landsbyggðinni verður 3. deildin
leikin á morgun. A Siglufirði
mætast KS og Leiftur, en svo heit-
ir félag þeirra Ólafsfjarðar-
manna. Á Sauðárkróki mætast
UMSS og annað lið sem fáir munu
þekkja, Magni, en þaö félag sækir
Sauökræklinga heim frá Greni-
vik. Loks mætast Grindvikingar
og Stjarnan úr Garðahreppi á
Grindavikurvelli á morgun, og
liklega verður það jafn leikur, ef
dæma má eftir úrslitunum úr leik
Hrannar og Grindavikur, en
Hrönn vann i vikunni með 4:0.
Átta i 2. deild,-
22 i þeirri þriöju!
Onnur deild er skipulögð eins og
sú fyrsta, — átta lið sem leika
heima og heiman. 1 3. deild eru
aftur á móti 22 þátttökulið, og
skiptast i riðla eftir lands-
fjórðungum.
Ekki er gott að spá um úrslitin I
þessum tveim deildum, en greini-
legt má telja að keppnin veröur
hörð. Hinsvegar má reikna með
að keppnin um 1. deildarsætið
muni fyrst og fremst standa milli
Akureyringa, Hafnarfjaröarlið-.
anna og Þróttar.
r
Oviðjafnanlegir aksturseiginleikar
— veghæfni frábær
Loft/vökvafjöðrunin hentar vel islenzkum vegum og veitir hvild i
löngum akstri. Með henni má einnig lyfta bilnum yfir torfærur.
Aðeins Citroén er útbúinn þannig.
Stýrisútbúnaðurinn á ekki sinn lika. Kemur m.a. i veg fyrir útaf-
akstur þótt hvellspringi á framhjóli.
Citroén GS sækir fram undir öllum fónum
Allir vegir eru góðir ef þér akið í Citroén
Umboðið Sólfell h.f. Skúlagötu 63. Simi 17966
CITROEN * GS