Vísir - 14.06.1972, Blaðsíða 3
VÍSIR. Miðvikudagur 14. júni 1972.
3
Bíloleigurnar:
Útlendingarnir fyrr ó ferðinni
en landinn
— hœkkun innflutningstolla hindrar fjölgun bifreiða á flestum bilaleigunum |
Þeir útlendingar, sem
hingað hyggjast leggja leið
sína,eru i flestum tilvikum
fljótari til að panta sér
bílaleigubifreiðar en
landinn. Erlendis frá eru
pantanir farnar að streyma
inn til bílaleiganna strax
upp úr jólafríunum, en inn-
fæddir hafa helzt engan
fyrirvara á sínum
pöntunum.
Bílaleigurnar sjá allar fram á
aukningu ferðamannastraumsins
til landsins og þar af leiðandi
aukin viðskipti. Fæstar hafa þær
þó fjölgað við sig bifreiðum aö
marki, en til þess leggja liggja
einkum tvær ástæður. Onnur er
sú, að bilaleiga Loftleiða hefur
tekið til starfa með um 74
bifreiðir og þannig skotið sér upp
að hlið þeirra tveggja elztu og
stærstu, nefnilega Fals og Vega-
leiða. Hin ástæöan er sú hækkun á
ipnflutningstollum bifreiða, en sú
hækkun hefur leitt til þess, að
bilaleigurnar hafa fæstar haft
bolmagn til annars en að rétt
endurnýja hluta bilaflota sins.
„Ætli það hafi ekki verið um
sem næst 1.2 milljónir króna,
sem hækkunin nam hjá okkur
einum,” sögðu þeir hjá Fai,
stærstu bilaleigunni. Hjá þeim
fengum við lika þær upplýsingar,
að vinsældir hinna svokölluöu
„camping” — bifreiða færu
stöðugt vaxandi — eins og mátti
vita eru útlendingar löngu búnir
að panta upp slikar bifreiðir hjá
bilaleigunum, núna þegar landinn
er aö byrja aö spyrjast fyrir um
möguleg afnot af þeim.
„Camping”-bifreiðar eru þær
bifreiðir nefndar, sem byggðar
eru eins og venjulegar sendiferða
bifreiðar, en aftur i þeim er’
svefnpláss og sömuleiðis
eldunaraðstaöa.
Þá var og þær upplýsingar að fá
hjá bilaleigunum, að lenging
ferðamannatimabilsins er enn i
fullum gangi. Það eru vart nema
fjögur til fimm ár siðan að ferða-
mannatimabilið stóð vart yfir i
nema tvo mánuöi, en nú eru
ferðamenn farnir aö leggja leið
sina hingað strax i lok mai-mán-
aðar og er siöan ferðamanna-
straumurinn orðinn nær sam-
felldur allt fram i miðjan
september.
Vegaleiðir hafa á að skipa 60
bifreiðum, svipuöum fjölda og
tvö siðustu sumur. Meö þann
fjölda hefur bilaleigunni tekizt að
ná i kringum 90 prósent nýtingu
siðustu tvo vetur. Veturnir hafa
lika veriö óvenju veðursælir.
Ekkert snjóað og færð haldizt góð
alla vetrarmánuðina.
AÐEINS ÚRVALS VÖRUR
VERÐ FYRIR ALLA
4 TÉKK - KRISTALL
Skólavörðustig 16 simi 13111
Bilaleigum hefur farið stööugt
fjölgandi siðustu tiu árin, en nú
lætur nærri, að þær séu orðnar
tólf til fjórtán á Stór-Reykja-
vikursvæöinu. Mikið hefur lika
verið um að ræða minni bila-
leigur, sem eiga stutta viðdvöl i
útleigunni.
Ekki er i ráði að sækja um
hækkun leigugjald; bifreiöanna
á þessu ári, en bilaleigurnar fóru
fram i einhverja hækkun i fyrra,
en var þá synjað.
Nú viljo allir báta
í stað skuttogara
Áhugi á bátakaupum hefur
aukizt gifurlega og þvi hafa engir
samningar verið gerðir um smíði
á fleiri skuttogurum ennþá” sagði
Bergur Sigurbjörnsson hjá
Framkvæmdastofnuninni I sam-
tali við Visi í morgun.
Stofnunin hefur gert áætlun um
að við fáum 49 skuttogara fram til
ársins 1976 og þegar hefur verið
samið um kaup eða smiði á 39. Nú
piiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinijli
| Geitum fjölgar (
| um helming
á 6 árum
Geitum fjölgaði um rúman
helming hér á landi siðastliðin 6
ár, en með nýju búfjárræktar-
lögunum 1965, var ákveðið að
veita framlag til stuðnings geita-
stofninum I landinu. Þá voru
aðeins um 100 geitur á landinu.
Þetta kom fram I viötali, sem
blaðið átti við Árna G. Pálsson,
ráöunaut hjá Búnaðarfélagi
tslands. Nú hefur geitum fjölgað
upp I 230, en framlag á hverja
geit er um 850 krónur árlega.
Ekki munu geitaeigendur geta
haft neinar teljandi tekjur af
þeim, siðast voru þær nytjaðar til
mjólkur á Hornbjargsvita, en þvi
var hætt fyrir nokkrum árum.
þs
virðistsem áhugi manna á bátum
hafi aukizt aftur og er 150 tonna
stærðin vinsælust. Rikisstjórnin
hafði ákveðið að stefna að seriur
smiði á 400-500 tonna skuttogur-
um hér innanlands en ekki er útlit
fyrir að byrjað verði á þeim á
næstunni þar sem skipasmiða-
stöðvarnar hafa næg verkefni i
bátasmiðinni. Til dæmis hefur
Slippstööin nýlega gert samninga
um smiði á fleiri 150 tonna stál-
bátum sem byggðir eru sam-
kvæmt sömu teikningu og fyrri
bátar stöðvarinnar.
Hér er þvi orðið um hreina
smiði að ræða sem er mjög hag-
kvæm fyrir stöðina.
Fyrir liggur ein umsókn um
kaup á notuðum skuttogara er-
lendis frá ( en annars virðist
markaðurinn orðinn mettur i bili
og áhugi fyrir vertiðarbátum
allsráðandi.
—SG.
Það er gott að fá svolitla leiðsögn áður en lagt er upp, þó aö þjóðvegakerfið sé ekki ýkja flókið.
Hitabylgja ó Dalatanga
léttir til með deginum
Þó að fremur svalt hafi verið
hér á Reykjavikursvæðinu I
morgun, var 18 stiga hiti á
Dalatanga kl. 6. Þetta er gifur-
legur hiti, en þeir á Veðurstofunni
segja að það sé mjög algengt að
mikill hiti sé rikjandi I vestan-
áttinni þar fyrir austan.
Annars er veðurspáin fyrir
daginn i dag ósköp svipuð og i
gær, nema nú má gera ráð fyrir
sólinni öðru hvoru.
Suðvestlæg átt og stinnings-
kaldi blása hér fram eftir degi og
hiti verður sennilega um 8 stig
jafnvel meiri hér i Rvk. og á
vestanverðu landinu. Litil úr-
koma verður, en þegar liöur á
daginn birtir öðru hvoru til og
eins og áður segir nær sólin að
koma fram.
Þess má svo geta að lokum að
austan til og i Vik i Mýrdal og á
þvi svæðinu er mjög bjart og sól-
skin mikið. -EA
GJAFAVORUR
FALLEGT
ÚRVAL
FYRIR:
STÚDENTINN
AFMÆLISBARNIÐ
BRÚÐHJÓNIN