Vísir - 14.06.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 14.06.1972, Blaðsíða 5
VtSIR. Miðvikudagur 14. júni 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND ísraelsmenn: Egyptar AFTUR BARIZT Egypzkar Mig-þotur skutu i gær niður tvær israelskar þotur af Mirage-gerð. Til- kynning um þetta var send út tveimur timum eftir að fréttir höfðu borizt um að israelskar Mirage-þotur hefðu skotið niður tvær egypzkar Mig-þotur i loftorrustu yfir Miðjarðarhafi, skammt undan ströndum hins hernumda Sinai-skaga. Eftir þá orrustu sögðu ísraelsmenn fyrst að allar þotur þeirra hefðu komizt heim, ó- skaddaðar, en Egyptar sögðust þá strax hafa misst tvær. ísraels- menn saka Egypta um að hafa byrjað ófriðinn. Egyptar segja að ísraelsmenn hafi byrjað að láta ófriðlega m.a. hafi þeir verið yfir egypzku landi við Ras El-Bar. Þessi við- burður er hinn langal- varlegasti sem orðið hefur milli þjóðanna tveggja, siðan vopnahléð komst á 7. ágúst 1970. EBE-samningar Norðurlanda: „Fóránleg óskhyggja Dana og Norðmanna" — segir Mansholt, formaður Evrópunefndar bandalagsins ,,Það er fáránleg hug- mynd, sem sum lönd virð- ast gæla við, að ætla sér að standa utan við EBE, en hins vegar njóta allra hlunninda þeirra landa sem hafa fulla aðild að banda- laginu", sagði Mansholt, formaður E.vrópunefndar EBE, sem nú stendur í samningaviðræðum við þau lönd sem vilja taka upp fríverzlunarviðskipti við bandalagið. Þessi lönd eru m.a. Norður- löndin öll. Mansholt stendur nú i viðræðum við Noreg og Dan- mörku um fyrirkomulag fri- verzlunarinnar, og hafa Norð- menn t.d. og Sviar áhuga á að semja sérstaklega um pappirs- innflutning til EBE-landanna. Fara þeir fram á nokkra sérstöðu með pappírsinnflutning til EBE- landa, á sama hátt og Island, sem hefja mun viðræður við banda- lagið 19. júni n.k., ætlar sér nokkra sérstöðu varðandi fiskút- flutninginn. Mansholt sagði við fréttamann Ntb. i gær að Noregur og Dan- mörk gætu ekki búizt við að ná jafnhagstæðum samningum inn- an ramma friverzlunar og þau hefðu getað, semdu þau um fulla aðild að bandalaginu. Benti Manshoit á, að EBE hlyti að lita svo á, að Norðurlöndin teldu sig hafa pólitiskar ástæður fyrir þvi að standa utan bandalagsins. Sprengt heimundir Kína — Kínverjar mótmœla — segja öryggi sínu stefnt í voða Ameriskar sprengjuflug- vélar köstuðu í gær sprengjum yfir n-viet- namskt landi, í aðeins 65 km fjarlægð frá landa- mærum Kína. Sprengju- kastið eyðilagði m.a. járn- brautarbrú á leiðinni Hanoi-Peking, að því er talsmaður herstjórnarinnar i Saigon hefur upplýst. Kinverska utanrikisráðuneytið hefur lýst yfir, að slikt sprengju- kast rétt við kinversku landa- mærin stefni öryggi landsins i voða. Alls fóru bandariskar sprengjuflugvélar i 290 sprengju- herferðir mót N-Vietnam i gær. 1 gær sagði og i fregnum að N- Vietnamar hefðu hafið heiftarlegt sprengjukast á hópa af flótta- mönnum frá bænum An Loc, hefði sprengjum verið kastað að fólki er var á leið i suðurátt. Voru þarna mest konur á ferð, börn og gamalmenni. „Heyrðu, þaðeru hér ný fyrirmælifrá Stjórnstöð, — við eigum að taka mikið af grjótiog kasta þvfyfir Norður-VIetnam á heimleiðinni.” Umsjón: Gunnar Gunnarsson Rapid City, Suður-Dakota: l.oftmynd af hluta Rapid City sýnir hviiika útreið borgin hefur fengið i flóðunum um siðustu hclgi. Klóðbylgjan gekk yfir borgina og sópaði fólki,bilum og öðru lauslegu af götunum. Opin- berlcga hefur verið tilkynnt um 122 látna og 500 er saknað. IRA býður viðrceður Ira, irski frelsisherinn kom i gær fram með tilboð um vopnahlé gegn því skil- yrði að brezki Irlands- málaráðherrann William Whitelaw kæmi á fund með þeim og ræddi friðará- ætlanir. Sean MacSvionfain, leiðtogi Ira í Derry.sagði á blaðamanna- fundi í gær að tilboð iRA stæði ekki lengi. Whitelaw yrði að ganga að því innan fárra tima, að öðrum kosti yrði aðgerðum haldið áfram. I gær sprungu nokkrar sprengjur i Norður-Irlandi, og leyniskytta hæfði 12 ára gamla stúlku i magann. IRA mun setja fram fimm kröfur a hendur Bretum, ef af friðarfundi með Whitelaw verður. Vilja samtökin m.a. að þeim IRA-mönnum sem fangelsaðir hafa verið, verði skil- yrðislaust sleppt og þeim gefnar upp sakir. Einnig krefjast Irar þess að n-irska þingið fái i sinar hendur aftur þau völd sem það hafði. Sovétleiðtogar: Berjast gegn Bakkusi Sovézki konimúnistaflokkurinn hóf I gær, þriðjudag, baráttu gegn dry kkjuskap. Er nú litið á drykkjuskapinn sem hina verstu þjóðfélagsplágu i Sovétrikjunum. Miðnefnd Kommúnista- flokksins hefur sent út boðsbréf, þar sem útlistað er fyrir minni flokksfélögum og héraðsstjórnum hvernig bezt er að berjast við alkohólsdrauginn. Stendur til að byggja fleiri iþróttamannvirki, og bilabió, þannig að fólk hafi fleira við að vera en slokra vodka úr flöskum. Þá á að hafa fleiri úti- vistarsvæði opin yfir sumarið og skiðabrekkur að vetrinum. Sovézk blöð hafa sagt að oftar en einu sinni hafi flokkurinn hafið herferöir gegn vodka-þambinu. en aldrei haft. erindi sem erfiði. Nú stendur til að hækka verðið á vodkanu til innanlandsnota, margfalt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.