Vísir - 14.06.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 14.06.1972, Blaðsíða 6
ó VÍSIR. Miðvikudagur 14. júni 1972. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. í Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson ) Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ( Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson \ y Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson íf Auglýsingastjóri: skúli G. Jóhannesson ) Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 I Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 ) Ritstjórn: Sföumúla 14. Simi 86611 (5 linur) ( Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Enga skipulagða blindni Það eru gömul og ný sannindi að ekki er allt sem ) sýnist. Framtiðin ber oft allt annað i skauti en \ menn ímynda sér. Þess vegna er jafnan gott að ( staðnæmast og hugsa ráð sitt, en ana ekki áfram i / blindni, allra sizt i þeirri skipulögðu blindni, sem ) kölluð er áætlanagerð. ) Siðastliðinn áratug komu fslendingar sér uppl myndarlegum flota sildveiðiskipa. Þegar sildin ( hvarf af miðunum hér við land, lentu menn i vanda / við rekstur þessara nýju og dýru skipa. Úr þvi hefur) ræzt furðanlega vel. En eftir situr tilfinningin fyrir \ þvi, að ný skip megi ekki vera einhæf, heldur nýtan- ( leg til margs konar veiða. ( Það kann að vera sniðugt að koma upp 49 skut-) togurum á fjórum árum. En það verður gæfan.sem )i sker úr um það, ekki áætlanagerðin um upp- (( byggingu togaraflotans. Þetta sex milljarða króna / happdrætti er ekki byggt á innsýn i framtiðina. ( Smiðum áætlunarinnarer ekki kunnugt um hvort ) fiskur verður i sjónum eftir einn áratug, svo mikil ( er tvisýnan i mengunarmálum. Þeim er heldur ekki ( kunnugt um, hvort þessi uppbygging leiðir til þess, ( að leggja verði öðrum veiðiskipum, sem þá hafa ) ekki enn borgað sig niður. Þeim er ennfremur ekki) kunnugt um, hvort unnt verður að fá mannskap á ( allan flotann. ( Veiðiaðferðir eru sifellt að þróast og breytast. / Flotvarpan hefur rutt sér til rúms á skömmum ) tima. Verksmiðjuskip hafa komið til sögunnar. Þá ) hafa verið gerðar árangursrikar tilraunir með ( spánýjar; veiðiaðferðir, svo sem að beita raf- ( bylgjum til að draga fiskinn að risastórum dælum, ) sem flytja fiskinn beint i fljótandi verksmiðjur. ) Spurningin er sú, hvort togararnir 49 geti nýtt á hagkvæman hátt slikar nýjar veiðiaðferðir, eða ( hvort þeir verða allt i einu úreltir fyrir aldur fram. ( Jafnari uppbygging væri áhættuminni og ódýrari.) Ein af sefjunum okkar er að tala um fullvinnslu ) sjávarafla eins og fiskiðnaðurinn eigi það sam- merkt með öðrum iðnaði að auka verðmæti hrá- ( efnisins. Um það er aðeins að ræða i fáum tilvikum. ) Tilgangur fiskiðnaðarins er yfirleitt ekki að auka ) verðmætið, heldur að varðveita það, — að með- ( höndla fiskinn á þann hátt, að hann geymist. ( Þegar nýr fiskur er frystur, saltaður, eða hertur, er ( verið að tryggja geymsluþol hans. ) Bezti og verðmætasti fiskurinn er auðvitað nýr ( fiskur, óunninn fiskur. Hins vegar ér frystur fiskur ( i háu verði viða erlendis, þar sem landfræðileg lega ( veldur þvi að nýjan fisk er ekki hægt að fá ó- ) skemmdan. Á slikum stöðum væri nýr fiskur enn ) verðmeiri, ef unnt væri að koma honum þangað. (( Við setjum dæmið ekki rétt upp, þegar við erum ( að áætla að fullvinna sjávaraflann. Þá hættir okkur ( til að gleyma öðrum leiðum, sem kunna að skila ) meiri verðmætum á ódýrari hátt. Tilraunir) hafa þegar sýnt, að flutningur á ferskum is- ( fiskimeð flugvélum getur borgað sig. Hvers vegna ( hyggjum við ekki að þeim möguleika að skipu- ( leggja þotuflug með ferskan fisk beint til verð-) mætustu markaðanna? Ef til vill væri upp- ) byggingin þar hagkvæmust. I þessu sem ( öðru er gott að ana ekki áfram eftir skipulögðum ( blindgötum. ' George Wallace, rfkisstjóri Alabama fékk um daginn heimsókn aö sjúkrabeöinu. George McGovern leit til lians, og færði þessum keppinaut sínum að gjöf.bókina: „Jefferson forseti”. „EKKI OF GÓÐUR STRÁKUR" — McGovern vill Mansfield og Fulbright í ríkisstjórn sína — og œtlar að skera stórlega niður útgjöld til landvarna „Þú ert það argasta kerlingarskass sem ég hef hitt i þessari kosningabaráttu.... ” Hver segir svona ljótt? — Jú, góði drengurinn McGovern, sem nú stefnir þöndum seglum að forsetasæti i Bandarikjunum. McGovern var að fara borga á milli að halda kosningaræður i vor. Hann varð seinn fyrir að ná i eina þotuna, og var hún látin biða eftir honum i 15 minútur. Loks þegar forseta- kandidatinn komst um borð, gekk hann brosandi út að eyrum milli sætanna og bað fólkið sem beðið hafði, innilega afsökunar. Flestir tóku töfinni vel, og jafnvel báðu fram- bjóðendann vel að lifa. Nema ein kona, nokkuð við aldur. Hún tók engri afsökunarbeiðni, heldur hreytti út úr sér: „Snáfaðu héðan út!” „Og þá”, segir McGovern sjálfurfrá, „hallaði ég mér niður að henni og sagði heldur lágt: Þú ert þaö argasta kerlingarskass sem ég hef hitt i þessari kosn- ingabaráttu”. Og hann sagði þetta meö nokkrum virðuleika, og bros á vör. „Og þá sagði hún að ég gæti sjálfur veriö kerlingar- skass og trunta. Og síðan skildum við”. Þegar blað eitt i Chicago komst á snoðir um þessa sögu af McGovern, hafði það samband við frambjóðandann og spurði hvort þetta væri rétt eftir haft. Já auðvitað, sagði McGovern, og hún gengur nú manna á milli til að sanna fólki að þessi McGovern ,,sé ekki svo góður strákur að hann geti ekki verið forseti.” „Atkvæði Eugene’s og herforingjar Kennedys George McGovern fæddist i bænum Avon i Dakota 1922. Faðir hans var prestur þar um hrið, en skömmu eftir fæðingu George, fluttist fjölskyldan til heldur stærri bæjar, Mitchell. Þar ólst George McGovern upp, gekk á skóla og háskóla, og varð kennari i sagnfræði þar til hann, 31 árs að aldri, sneri sér endanlega að pólitikinni. Seinni árin eru það þeir Kennedy-bærður, sem hvað mest áhrif hafa haft á viðhorf McGoverns. Hann kynntist snemma Robert Kennedy, og þegar John Kennedy stóð i kosningabaráttu til forseta- embættis áriö 1960, og McGovern sjálfur var að bjóða sig fram sem þingmann, barðist hann opinber- lega fyrir Kennedy. Og þaö gerði hann jafnvel þótt hann vissi um hve vinsældir Kennedys voru tak- markaðar í Suöur-Dakóta — enda fór það svo, að hann náði ekki sjálfur kosningu fyrir bragðið. Seinna meir spjaraði McGovern sig I kjördæmi sinu. Árið 1962 var hann kosinn á þing með glæsi- legum meirihluta atkvæða, fékk 58%. Siðan hefur hann haidið sætinu örugglega. mmmm " Umsjón: Gunnar Gunnarsson Arftaki Kennedya? Þegar Robert Kennedy var myrtur, varð George McGovern til þess að taka upp merki Kennedyanna. Flestir stjórnmálamenn i Bandarikjun- um töldu, að notast ætti við McGovern til að halda stefnu- málum þeirra uppi á þingi, þar til Edward Kennedy væri nægilega sterkur til að fara fram. Það kom þvi flestum á óvart, þegar þessi fyrrum skjólstæðingur Kennedya sigldi sjálfur fram i fremstu röð demókrata. Framan af höföu ekki margir mikla trú á pólitískum hæfileikum. McGovern. Honum lætur bezt að hafa sig ekki mikið i frammi. Hann er hlédrægur yfir- leitt, en það hefur hins vegar sýnt sig, að undir látlausu, sléttu yfir- bragði, býr dugnaðarforkur, sem getur bitið frá sér, svo undan sviður. Og hann græðir eflaust mikið fylgi á því einu, hve vel hann kemur fyrir, hve vel flestum fellur við hann. Hann er alla tlð kurteis. Jafnvel I Suöur-Dakóta, þar sem flestir eru ihaldsamir republikanar, sagði eiginkona helzta keppinautar hans þar um þingsæti: „Þegar mamma min dó, þá fékkéggrein frá McGovern þar sém hann lýsti sorg sinni yfir fráfalli hennar. Allir sem hann þekkir fá svona kort, og á kosningadaginn, þá er það fjöld- inn allur af fólki sem segir? Jæja, það getur verið að ég sé ekki sammála honum i pólitlk, en hann mundi eftir henni mömmu”. Og eflaust minnir McGovern margan Amerikanann á Kennedyana. Hann er og að nokkru alinn upp i þeirra her- búðum. Hann heldur á lofti þeirra „viðsýnu frjálslyndisstefnu”, sem svo hefur verið kölluð, jafn- framt þvi sem hann stendur óhagganlegur sem andstæðingur Vietnamstriðsins. Og slik afstaða gefur honum eflaust slatta af atkvæðum i bakhöndina, þvi striðsrekstur Bandarikjanna austur þar er ekki par vinsæll núorðið. Eugene McCarty er þó sá bandariskur stjórnmálamaður, sem innilegast hatar McGovern. Og það er ekki beinlinis fyrir „vinstri stefnu” McGoverns heldur fyrir það, að hann segir að McGovern hafi stolið öllum stefnumálum sinum „McGovern berst með minum liðsstyrk og hefur herforingja Kennedys”. Stuðningur svertingja vis Afturhaldsmönnum i Suður- rikjunum finnst óefað framboð McGoverns hið versta reiðarslag sem yfir gat dunið. Og það sem enn verra er. McGovern hefur gert sitthvað til að brjóta niður hina hefðbundnu flokksmúra i Bandarikjunum. Allt i einu blasir það við, að ungt fólk.-svertingjar, kvenfólk — alls konar fólk ætlar að kjósa hann þvert á flokksbönd eða ættarbönd. Raunar er McGovern þannig persónuleiki, að aldrei myndast um hann neinn æsingur. Hann mun aldrei fá heila þjóð til að fylgja sér af einhverri hrifningu. Hann þarf vissulega á þvi gamla flokkakerfi að halda til að skipu- leggja liðsstyrk sinn, kosninga- baráttu og verða s£r úti um lag- marksfjölda af atkvæðum. Hins vegar er McGovern nægilega markviss og harður i horn að taka i kappræðum — s.s. i fjölmiðlum, að hann heillar þá sem áður hafa verið óákveðnir. Og þá sem verst eru settir i þjóðfélaginu er hann öruggur með. Hann hafði nefni- lega vit á þvl að birgja sig upp i kosningabaráttuna með nýja vel- ferðaráætlun upp á vasann, hann ætlar að skera stórlega niöur útgjöld til landvarna — og hann vill fá menn eins og Fulbrighti Church og Mike Mansfield i rikis- stjórn sina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.