Vísir - 14.06.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 14.06.1972, Blaðsíða 9
8 VISIR. Miðvikudagur 14. júni 1972. VtSIR. Miðvikudagur 14. júnl 1972. 9 ■ * m iM j|pÍiP7 Magnús i siðari hálfleik, næði að krafsa með hendinni i boltann á leið- inni. Ekki fór það svo, að KR-ingarnir skildu ekki sitt eigið snilldarhand- bragð eftir á leiknum, en mark það sem þeir skoruðu á 36. minútu var fallegasta mark leiksins. Atla Þór Héðinssyni var dæmd aukaspyrna við endalinu, fast upp við vitateig Keflavikur, . Hann spyrnti laglega fram fyrir markið til Björns Péturs- sonar, sem rétt nikkaði boltanum yfir til bórðar Jónssonar, sem siðan rak smiðshöggið á verkið, og skallaði i netið. Rangstöðutaktikin var á dagskrá hjá Keflvikingum eins og fyrr, og reyndist hún þeim vel. Vörnin var sterk, Guðni Kjartansson og Einar Gunnarsson sáu fyrir þvi, en i sókn- inni voru Steinar Jóhannsson og Ólafur Júliusson skemmtilegastir. Einnig barðist Grétar Magnússon vel. Þórður Jónsson, Sigmundur Sigurösson og Haildór Björnsson voru allir skinandi góðir i vörninni hjá KR, en Atli Þór Héðinsson og Arni Steinsson sýndu lipran og góðan llalldór Björnsson gekk þarna frá einum Keflvíkingnum, sem sóknarleik. gþ virðist stinga hausnum niður I fósturjörðina likt og strúturinn.. - Veðrið sveik sundfólkið ó fyrsta sund- mótinu þar sem reynt var við lógmörkin Ekki tókst Guðjóni Guðmunds- syni að hnekkja tslandsmetinu i 100 metra bringusundinu i gær- kvöldi, - það vantaði 2/10 úr sekúndu til þess, - og þar með aö ná Olympiulágmarkinu i greininni. Það var heldur ónota- legt veður, sundfólkið var óheppið að mótið skyidi einmitt lenda á þessu kvöidi en ekki t.d. kvöldinu áður. Ef svo hefði verið, þá hefði árangur ÍR—mótsins lika orðið allur annar. En Guðjón ætti að vera öruggur eiginlega hvenær sem er að bæta metið og það verulega. Mest kom á óvart að sjá Leikni Jónsson i 4. sæti á 1.19.0, sem er langt fyrir neðan hans getu. Annars er greinilegt að sund- fólkiö er enn langt frá þvi að vera komið i bezta form. Næstu vikurnar mun þetta ugglaust lag- ast verulega og nokkrir munu reyna við lágmörkin fyrir Munchen-leikana. Guðmundur Gislason var hinn öruggi sigurvegari i 200 metra flugsundinu á 2.21.1 og i 200 metra fjórsundinu var munurinn á hon- um og næstu mönnum mikill. Guðmundur synti á 2.22.8, eða lið- lega 2.5 sek frá metinu sinu eins og i flugsundinu. Finnur Garðarsson á áreiðan- lega eftir að láta meira að sér kveða i 100 metra skriðsundinu, hann vann á 57.0 i gærkvöldi, en lágmarkið er 55.5, sem er 3/10 undir íslandsmeti hans frá i fyrra. Athygli vakti Sigurður Ólafsson, Ægi, sem varð annar á 59.9 sek. Salóme Þórisdóttir, Ægi, vann 200 metra baksund kvenna á 2.49.1, en var langt frá metinu sinu. Guðmunda Guðmundsdóttir fékk timann 2.53.8. Þá vann Helga Gunnarsdóttir 100 metra bringusundið á 1.25.8, en átti i harðri keppni við Guö- rúnu Magnúsdóttur, KR, sem fékk timann 1.26.5. Guðmunda Guðmundsdóttir, Selfossi var yfirburðasigurvegari i 100 metra flugsundinu á 1.19.1. I 4x100 metra fjórsundi kvenna vann Ægissveitin á 5.31.5 min., en i karlaflokknum Armannssveitin á 4.40.3. Af yngra fólkinu vakti sund Arnar Ólafssonar úr Hafnarfirði mesta athygli, hann synti 100 metra bringusund á 1.18.5 aðeins 14 ára gamall. t 50 metra skrið- sundi telpna vann Jóhanna Stefánsdóttir Hveragerði á 32.7 og i 100 metra bringusundi telpna var Jóhanna Jóhannesdóttir, Skagamær, sigurvegarinn á 1.32.7. — NÆST, GUÐJONI GUÐJÓN, — aðeins 2/10 frá OL- lágmarkinu i gærkvöldi og sann- arlega engin ástæða til annars en að senda félögunum svolitiö bros. Ve/ varið hús fagnar vori.... VITIETEX heitir plastmálningin frá SLIPPFÉLAGINU. Hún ver steinveggi gegn vatnsveðrum haustsins og frosthörkum vetrarins. VITRETEX plastmálning myndar óvenju sterka húð. Hún hefur þvi framúrskarandi veðrunarþol. Samt sem áður „andar" veggurinn út um VITRETEX plastmálningu. Munið nafnið VITRETEX það er mikilvægt - þvi: endingin vex með V/TRETEX Framleiðandi á íslandi: Slippfélagið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi - Simar 33433 og 33414 KR BETRA tímanum leið Hundruð gesta á Laugardalsvellinum i gærkvöldi þurfa að fara til úrsmiðsins og láta athuga klukkur sínar. Það er álit dómara leiks KR og Keflavikur i gær- kvöldi, — og linuvarð- anna tveggja. Nema þá að þeir hafi haft rang- ar klukkur eða slæma sam- vizku? „Leiktiminn stóð 45 min- útur”, fullyrti Valur Benedikts- son dómari i þessum leik við fréttafnann Visis. ,,Að sjálfsögðu var timinn réttur”, sagði ungur linuvörður i þessum leik Guð- mundur Sigurðsson. Ragnar Magnússon, hinn linuvörðurinn var sama sinnis. Staðreyndin, sem ALLIR viður- kenndu var hinsvegar þessi: 1) Fyrri hálfleikurinn stóð i fullar 54 minútur. 2) A þessum tima voru tvö mörk skoruð, fyrsta og annað mark Keflavikur, — á 48. og 52. min. 3) Fyrra mark Keflavikur var augljóslega ranglega skorað, markvörðurinn hafði hönd á knettinum, en Keflvikingar sóp- uðu boltanum inn þrátt fyrir það. 4) Hörður Markan viðhafði ljót- an munnsöfnuð við dómarann vegna dómsins, — fékk RAUTT SPJALD, — var sem sé visað af leikvelli. Staðreyndin er sú að gert var út um þennan mikilvæga leik i leikhléinu. „Nei, nei, klukkan er i finasta lagi,” sagði Valur Benediktsson og benti mér á forláta dómaraúr, sem virtist þó þesslegt að geta platað bezta dómara, sérstaklega ef linuverðirnir hefðu nú ekki sinnu á að hnippa i hann. „Linu- verðirnir gáfu mér heldur ekki merki”, sagði Valur, „og á með- an sá ég enga ástæðu til að stöðva leikinn.” „Klukka dómarans er vist eina klukkan, sem mark er tekið á”, sagði Hafsteinn Guðmundsson formaður IBK. „Við höfum tapað úrslitaleik i yngri flokkunum á svipuðu atviki, en það var vist ekkert hægt að gera i þvi. Sjálfur tók ég ekki timann og veit ekki hvað gerðist”. Þeir voru þó fjölmargir.á vell- inum, sem höfðu tekið timann, og það var sama hvaöa félagi þeir tilheyrðu, allir viðurkenndu að timatakan var röng, og að gert hafði verið út um leikinn i leikhlé- inu. Það var á KR-ingum að heyra i gærkvöldi að leikurinn yrði kærð- ur. Vissulega mundi Valur Bene- diktsson verða maður að meiri að viðurkenna mistök sin. Það er sorglegt afspurnar ef dómari, og tveir linuverðir, hafa samsæri sin á milli að bera á borð rangar staðhæfingar, ekki sizt þegar hundruð vitna eru að þvi gagn- stæða. Hinsvegar verður að átelja það að vallarlýðnum skuli leyft það fortölulaust að kasta skit og plastpokum fullum af vatni eftir dómaranum. „Einhver hefðikall- að þetta skrilslæti i Keflavik”, varð einum Suðurnesjamannin- um að orði, þegar hann yfirgaf leikvanginn. Hvað sem verður úr þessu máli, verður að segja að dómari og linuverðir hafa minnkað mjög i áliti hjá þeim, sem urðu vitni að atburðinum i gær. Allir vita að dómari er ekki óskeikull, en hann ætti að geta viðurkennt annað eins og þetta, svo augljóst sem það er. Og sé einhver aganefnd eða eft- irlitsnefnd lifandi meðal dómar- anna, þá er ekki annað að sjá en hún ætti að hefja rannsókn á þessu máli og gera viðeigandi ráðstafanir að henni lokinni. JBP- þegar dómarmn gleymdi hvað Valur Benediktsson gengur til hins langþráöa leikhlés eftir 54 minútna hálfleik, — allt annaö en fallegt augnaráð, sem Sigmundur Sigurðsson sendir dómaranum. HA! VEIKUR? HVER? ÉG? Kastró er alveg að fara úr hjartveiki var heiminum tilkynnt frá Póllandi í síðustu viku af erlendum fréttamönn- um, sem töldu sig hafa góðar heimildir fyrir þessu. Nú á laugardagsmorguninn var þessi mynd svo tekin í Krakow í Póllandi. Þar var sá hjartveiki á körfuboltaæf- ingu gegn pólskum risum', og þá tók fréttamaður U P l-f réttastof unnar bandarisku þessa mynd, sem dreift var víða um lönd. Sannarlega leit Kaströ ekki út fyrir að vera sérlega veiklulegur, þegar hann renndi upp að pólsku varnarmönnun- um og skaut á körfuna (það fylgdi reyndarekki sögunni hvort Kastró hitti körfuna). Vonandi fáum við tækifæri innan skamms til að mynda íslenzka lands- feður í körfubolta eða einhverri íþrótt annarri. KIMUR OL-UD BRAZILÍU? Albert heim of vel heppnuðu þingi Evrópusambandsins Ekki er útilokaö að við fáum góða heimsókn siðar i sumar, — fáum hingað Olympiulið Brazilíumanna, sem þá verður á keppnisferð fyrir aðalkeppni OL í Múnchen. Albert Guðmunds- son kom heim í fyrradag frá Vínarborg þar sem hann sat þing Evrópusambandsins UEFA, en á ferð i Paris hitti hann forseta knattspyrnusambands Brazilíu og fékk loforö um að allt yrði gert til að reyna að koma inn ís- landsheimsókn liðsins. t ferðinni var ákveðið að Islands leiki við Sviþjóð ytra 11. júli 1973, en við Norðmenn i júlilok hér i Reykjavik og Holland i ágúst erlendis, allt leikir næsta sumar. Albert kvað norræna samvinnu hafa gefizt vel á þessu Evrópuþingi. Þar var kjörinn maður i stjórn FIFA, alþjóða- sambandsins, og tókst með sameigin- legu átaki að fá Finnann Kartunen kjör- inn. Þó tókst þetta ekki i fyrstu atrennu. Það var ekki fyrr en Noröurlandamenn áttuðu sig á að Bretar og Rússar höfðu aðeins tillögurétt i kjörinu, ekki at- kvæðisrétt, að borin var fram tillaga um að endurtaka kosninguna. Eftir nokkurn mótþróa Rússanna var þetta þó sam- þykkt og með nýrri kosningu fór finnski forsetinn inn i FIFA-stjórnina, ..en hann erfyrrumfjármálaráðherra heimalands sins. Er vitaskuld mikill styrkur fyrir Norðurlöndin að fá fulltrúa i stjórnina. Skýringin á þessum reglum um Breta og Rússa mun sú, að þeir eiga menn i ÓHEILLADAGUR f RIGNINGUNNI Keflvikingar sigruðu KR i nokkuð skemmtilegum, en nokkuð vætusömum leik á Laugardaisvellinum i gær- kvöldi. Skoruðu Keflvikingar þrjú mörk, þar af tvö í „fyrri hálfleik", en KR skoraði eitt mark i siðari hálfleik. Heldur þótti áhorfendum sem leiktimi fyrri hálfleiks hefði farið fram úr þvi sem lög gera ráð fyrir. Taldistsumum til að fyrri hálfleikur hefði staðið hartnær heilan klukku- tima, en það sanna i málinum mun vera að 54 minútur liðu frá þvi að leikurinn hófst, þar til hann var flautaður af. Að þessu athuguðu er ckki fráleitt að álita að minnsta ann- aö mark Keflavikur i fyrri hálfleik hafi verið skorað eftir að leiktim- anum átti að vera lokið. Það var þó ekki svo að áliti dómarans, Vals Benediktssonar, sem bar saman við framburð beggja linuvarðanna um að leiktiminn hefði verið með eðli- legum hætti. Ekki voru raunir KRinga allar taldar með þessari ólukkuþróun með leiktimann, heldur bættist það ofan á, að Herði Markan var visað af leik- velli rétt undir lok fyrri hálfleiks, og fékk hann að sjá rauða kortið dómar- áns fyrir mótmæli við hann. M jög var baráttan jöfn fyrsta hálf- timann eða svo. Liðin sóttu á vixl, KR var kannski heldur meira með boltann, án þess þó að tækifæri til að skora sköpuðust. Sóknarlotur Kefl- vikinganna voru öllu hættulegri, eins og þegar Steinar Jóhannsson reyndi skot aftur fyrir sig frá vitateigi KR, með opið markið að baki sér. Það mun hafa verið i nánd við 45. minútuna, sem fyrsta mark Kefla- vikur kom i leiknum, en vallarklukk- an hafði stöðvast. Löng spyrna i átt að KR-markinu hafnaöi hjá Herði Ragnarssyni, sem skaut á markiö, en hitti boltann illa, og hann rúllaði af litlu afli i átt til vinstra mark- hornsins. Magnús Guðmundsson, markvöröur KR, hafði hönd á bolt- anum og tókst að stöðva hann, en þar var Hörður aftur kominn, tókst að krafla boltann frá Magnúsi, og renndi honum siðan i autt markið. Það mun hafa verið í sambandi við þetta atvik, sem árekstur dómarans og Harðar Markan bar að, og skifti það engum togum, að Hörður varð aö fara út af. Fjórar til fimm minútur munu siðan hafa liðið þar til Keflviking- arnir skoruðu annað markið sitt. Þar var um mjög fallega samvinnu að ræða milli Steinars Jóhannssonar, sem gaf fyrir KR-markið frá vinstri, til Jóns Ólafs Jónssonar út i teiginn framan við KR-markið. Magnús hljóp út úr markinu og Jón Ólafur þrumaði i markið að baki hans — að visu með viðkomu i höndum eins varnarmanns KR, en markið stóð gott og gilt. Keflvikingarnir léku með vindinn i bakið i siðari hálfleik, og fyrri hluti hans var nokkuð erfiður fyrir KR, sem tókst ekki að byggja upp svo árangur yrði aö. Hins vegar áttu Keflvikingarnir góð tækifæri — Hörður Ragnarsson á 12. minútu, en Steinar klúðraði. Jón Ólafur renndi naumlega framhjá opnu marki á 21. minútu, en loks á 33 minútu upp- skáru Keflvikingar árangur erfiöis sins. Þá lék Steinar Jóhannsson upp að vitateig vinstra megin, og tókst aö renna boltanum i hornið fjær, þrátt fyrir að Pétur Kristjánsson sem komið hafði i KR-markið fyrir MÖRKIN SKORUÐ í LEIKHLÉI - OG KR-INGI VÍSAÐ AF VELLI!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.