Vísir - 14.06.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 14.06.1972, Blaðsíða 7
VÍSIR. Miðvikudagur 14. júni 1972. 7 cyiíenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um listahátíð: íslenzkir hœttir og finnskir en hin sem þegar voru ánetjuð múminheimnum. Og svo var tækifærið notað til að hylla hina elskulegu skáldkonu sem var við- stödd sýninguna, ásamt Kirsten Sörlie leikstjóra og Ernu Tauro, höfundi tónlistarinnar, sem sjálf lék undir leikinn. Leikfélag Reykjavikur: LEIKHÚSALFARNIR Sjónleikur fyrir alla fjölskylduna eftir Tove Janson Tónlist og undirleikur: Erna Tauro Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurðsson, Ivan Török Þýðandi: Sveinn Einarsson Þýðing söngtexta: Böðvar Guðmundsson Leikstjórn: Kirsten Sörlie Múminsögur Tove Jansson eru einhverjar hinar beztu bækur sem lengi hafa borizt á minn bæ — fullar af fólki og ævintýrum, eins og sögur eiga að vera. Skáldleg imyndun og praktisk lifsspeki lifa og "þrifast þar hver með annarri. Múminheimur- inn er vissulega gerður úr efnivið okkar eigin heims og lifs. Hann er bara betri og sannari en okkar. Fjórar sögur úr flokknum eru þegar komnar út á islenzku og hafa meir að segja lifað af hina dapurlegu stil- og andlausu þýðingu þeirra yfir á islenzku. Samt er ekki vert að gleyma þvi hve sögur Tove Jansson eiga mikið komið undir máli og stil, að. þar eru rætur múminheimsins, i hversdagsheimi okkar hinna. Það er auðskilið mál að Leikhúsálfarnir skuli hafa orðið vinsælt sviðs'verk i Finnlandi — þar sem allir þekkja múmin- álfana fyrir. Samanber aðsókn og undirtektir áhorfenda að hinni hryggilegu sýningu Þjóðleik- hússins á Sjálfstæðu fólki. Bjartur i Sumarhúsum lifir jafn- vel hana af! En vera má að sýning Leikfélags Reykjavikur á listahátið gjaldi þess hve nær- tækur er samanburður við vinnu lag og verk Lilla teaterns frá Helsingfors þar sem þessi leikur var saminn, aðeins fluttur af leik- flokki þess hingað til. Leikurinn er gerður upp úr örlaganóttinni, einni þeirri múmin-sögu sem út hefur komið ,á islenzku, þeim köflum hennar sem gerast i leikhúsinu. Efnið er laust I reipunum, enda frjálslega með það farið: tilgangur leiksins sá einn að koma nokkrum vinsælustu persónum úr sögunni fram á sviðinu, og þeir væntan- lega valdir til leiks sem bezt hafa hentað leikendum i Lilla teatern i upphafi. Vitanlega er heimsókn þess I Þjóðleikhúsið i fersku minni. En hvarvetna I sýningu Leikfélags Reykjavikurur á Leikhúsálfum fannst mér mega greina viðleitni og þörf leiksins á viðlika stilfæringu, sömu ýtar- legu nákvæmni i vinnu- brögðunum og við kynntumst af Umhverfis jörðina á 80 dögum. Þess var hins vegar varla að vænta að Kirsten Sörlie leikstjóra hefði tekizt að temja leikhópnum i Iðnó þetta vinnulag. Sýnirigin var laus i rásinni, ærslafengin og stundum fjarska hávaðasöm. En nákvæmnin brást, samstilling smáatriðanna út i hörgul, sú stefnu og stilfesta sem ein hefði megnað að veita efniviðnum sitt rétta lif og yndi. Og textinn var undarlega bragðlaus, söngtextar Böðvars Guðmundssonar, svo vel og lipurlega kveðnir við hina áheyrilegu tónlist, komust ekki einu sinni til skila i flutningnum. Sem var fjarska bágt — af þvi hve viturlegar múminsögurnar eru. Þar fyrir var sitthvað vitaskuld vel og skemmtilega gert i sýning- unni — minnisverðust kannski Vesla Guðrúnar Asmundsdóttur. Guðrúnu lætur sýnilega vel skringileikur sem þessi, og stil- færsla og hermilist er það sem leikurinn þarf á að halda, að islenzkum hætti ef ekki finnskum. Einnig Borgar Garðarsson naut lifsins i gervi múminsnáðans sjálfs með bæði höfuð og hjarta á réttum stað. Rósavalsinn hans múminpabba varð með þakklátustu stundum leiksins i meðförum Borgars. Og slikar stundir, andartök urðu sem betur fer fleiri, þrátt fyrir allt. Leiknum var prýðilega tekið á frumsýningu, börnin virtust kunna að meta hann — þau e.t.v. fremursem ekki þekktu sögurnar Leikhúsálfar: Borgar Garðarsson: Múmlnsnáðinn, Sólveig Hauksdóttir: Mla, Sigrlður Hagalln Filifjónka, Guðrún Asmundsdóttir: Vesla. Gunnar Björnsson skrífar um listahátíð: Samstilling hjartans Tvær höfuðkempur leiddu saman hesta sina i Laugardalshöllinni á mánudagskvöldið: Yehudi Menuhin, fiðlu- leikari og Vladimir Ashkenazy, pianó- leikari. Mérliggur við að segja öttu hestum sinum Vladimir Ashkenazy saman, þvi að sára- sjaldan heyrist góður samleikur, þar sem tveir góðir hittast og hafa skamman tima til æfinga. Hér var lika sú raunin á, að samstill- ingu hjartnanna var ábótavant. Það þarf enginn að halda, að kammermúsik verði til i fljót- heitum og gildir þá einu hvort maður heitir Ashkenazy eða Jón Pálsson. Það er ekki híustandi á stofutónlist, nema flytjendurnir eigi áralanga samvinnu að baki, gjörþekki hver annan, hafi leikið verkið þúsund sinnum (saman, ekki hvor i sinu lagi), komi vel saman o.s.frv. Sónötur þeirra Brahms og Beethovens guldu lika fljóta- skriftarinnar i rikum mæli. Það er mun skemmtilegra að hlýða á miðlungskúnstnera, sem kunna að leika saman, en stórstjörnur, sem allan timann eru að berjast Yehudi Menuhin við að halda aftur af eigin prima- donnu-mentaliteti. Enda var Ashkenazy ótrúlega máttlaus, einkum i Beethoven. Svita Bachs handa einsamalli fiðlu barg þessum tónleikum. Tónlist Bachs blifur. Hér sýndi Menuhin ágætan leik og við- kunnanlega túlkun. Aheyrendur voru flestir, sem ég hefi séð á tónleikum, Laugar- dalshöllin troðfull. Þeir tóku listamönnunum firna vel. í s^^jndi Karlakórinn í Austf jaröareisu Fyrsta Austfjarðaferö Karla- kórs Reykjavikur verður farin á föstudaginn, þá flýgur kórinn til Egilsstaða og syngur i Vala- skjálfi. Daginn eftir et farið til Neskaupstaðar og sungið þar i Egilsbúð. A sunnudag syngur kórinn i Sindrabæ i Höfn i Horna- firði. Söngstjóri er Páll Pampichler, einsöngvarar eru Svala Nielsen og Friðbjörn G. Jónsson, en undirleik annast Guð- rún Kristinsdóttir. Afgreiddu 200 óánægöa neytenduf. Kvörtunarþjónusta Neytenda- samtakanna annaðist 200 mál á siðasta starfsári fyrir óánægða neytendur, en sú hlið samtakanna tekur mestan tima og mannafla,- Félagar eru nú um 5000 talsins, hefur fjölgað um 1000 og borga þeir 400 króna árgjald, en opin- berir sty.rkir mynda um fjórðung heildarteknanna. 1 stjórn eru Öttar Yngvason, hrl., dr. Bjarni Helgason, jarðefnafræðingur, varaform., Arnmundur Back- man lögfr., ritari, Sigriöur Har- aldsdóttir, hússtjórnarráðgjafi, gjaldkeri og aðrir i stjórn þeir Gisli Gunnarsson, sagnfræðingur, Garðar Viborg, fulltrúi, og Frið- rik Pálsson, viðskiptafræðinemi. Bók um séra Hallgrím. ,,Um Hallgrimssálma og höf- und þeirra” heitir nýútkomin bók eftir séra Jakob Jónsson. Er efni hennar ritgerðir um séra Hall- grim og verk hans. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til bygg- ingar Hallgrimskirkju. Afmælisgetraun í samvinnubúöunum t tilefni 90 ára afmælis sam- vinnuhreyfingarinnar i landinu og 70 ára afmælis SIS hefur verið ákveðið að efna til afmælisget- raunar i búðum samvinnumanna á sama tima og afmælanna verð- ur minnzt i Reykjavik. Að sögn Gunnsteins Karlssonar, auglýs- ingastjóra S.t.S. er búizt við að getraunin fari fram i 200 verzlun- um og fjalla spurningarnar á seðlunum um samvinnuhreyfing- una. Seðlar munu fást dagana 21. til 24. júni n.k. Verðlaun verða ein i hverri búð, skreytt karfa með vörum fyrir 3-4 þús. krónur. Að auki taka allir þátttakendur þátt i landskeppni þar sem i boði verður utanlandssigling fyrir þá heppnu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.