Vísir - 28.06.1972, Blaðsíða 1
62. árg. Miðvikudagur 28. júni 1972. — 143. tbl.
SPÁNVERJAR SIGRUÐU, EN
LANDINN STOÐ SIG VEL!
,,Alll er fertugum fært” og
það sannaði Vaibjörn Þorláks-
son i gærkvöldi, þegar hann
tryggði sér þriðja sæti i tug-
þrautarlandskeppninni og hældi
fararstjóri Breta Valbirni á
hvert reipi eftir keppnina.
Stefán Hallgrimsson kom mjög
á óvart — stórbætti árangur
sinn og varö fjórði. En þetta
kom ekki i veg fyrir sigur Spán-
verja i landskcppninni og Bret-
ar urðu i öðru sæti.
Sjá nánar iþróttir i opnu.
„Þannig fór um
sjóferð þó..."
Silungsveiðimenn nokkrir
skrifa lesendadálkinum og
eru hreint ekkert kátir yfir
viöskiptum sinum við einn
aðila, sem hefur auglýst
mjög gæði veiðilendanna
sinna, telja að búið sé að
draga fyrir þarna og hirða
allt nema einhverja hortitti,
sem reyndar vildu ekki bita
á hjá þeim að þessu sinni. —
SJA BLS 2
☆
Lengir þig eftir
SKATTSEÐLINUM?
sjá Vísir spyr á bls. 2
☆
íslenzkan og
notendur hennar
islenzkukennslan eða
þátturinn um móöurmálið i
útvarpinu undanfarin ár
hefur oftlega verið mjög um-
ræddur meðal almennings
ýmissa hluta vegna. 1
blaðinu i dag gerir Hannes
Pétursson þennan þátt að
umtalsefni — og auðvitað er
sneitt að máifari blaða-
manna, sem þykir vist ákaf-
lega klént... — SJA BLS 7
☆
Spasskí og
Nei hlupu
í burtu
þegar Ijósmyndarar
komu að honum ó
tennisvellinum
Það er ekki auðhlaupið aö
festa Boris Spasski á filmu.
Þegar hann fór i morgun á
tennisvöliinn við Melaskóla
voru komnir erlendir ljós-
myndarar á staðinn og
Spasski og Nei fiýðu i burtu.
Visir-menn komu á vettvang
og náðu i skottiö á Rússunum
þar sem þeir löbbuðu á brott
með tennisspaðana. Spasski
sagöi að leyfi Guðmundar G.
Þórarinssonar þyrfti til að
taka myndir af honum, og
þegar við spurðum hann
hvenær hann léki venjulega
tennis ásamt Nei, gaf hann
engan ákveðinn tima upp.
Spasski sagðist fremur
hvekktur á öllu umstanginu
hjá blaðamönnum og Ijós-
myndurum og strunsaði á
HótelSögu. GF
Fólksflutningakúrfan er okkur enn andstœð
Fleiri fóru en komu
Fólksflutningaskrúfan er
okkur enn andstæð. Fleir-
fluttust héðan , i fyrra en
komu. 1393 fóru brott til
annarra landa til búsetu, en
1221 kom til búsetu á Is-
landi. Af þessum voru 1166
islenzkir ríkisborgarar sem
fóru og 858 islenzkir rik-
isborgarar komu. Út-
lendingar bættu stöðuna
þar sem 363 þeirra komu
hingað , en 227 , sem hér
höfðu verið, fóru burt á
árinu.
Islendingarnir sem fluttust til
annarra landa, fóru langflestir til
Danmerkur (Færeyjar með) alls
401. Til Sviþjóðar fluttust 274 og
208 til Bandarikjanna.
Menn fóru viöa, og meira aö
segja 10 Islendingar fluttust til
Afriku það áriö, en enginn til Asiu
og aðeins 5 til Astraliu.
Af þeim útlendingum sem
hingað fluttust, voru 115
Bandarikjamenn, 65 danskir og
færeyskir, 26 norskir 30 brezkir,
og 39 þýzkir. 16 Sviar komu og 3
Finnar.
Af öörum Evrópulöndum voru
2 frá Austurriki og aðrir tveir
franskir, 4 hollenzkir, 8 sviss-
neskir, 1 ttali, og 15 fra öðrum
Evrópulöndum.
20 Kanadamenn komu, 4
Afrikumenn, 8 Asiumenn, 3
ástralskir og loks 2 þar sem
„rikisfang var ótilgreint.”
Fólksflutningar voru i fyrra
minni en árið þar áöur, en þá
fluttust burt héðan 2192 en aðeins
628 fluttust hingaö. Hefur þvi
orðið snör fjölgun aðfluttra og
fækkun brottfluttra. -HH.
VOPNIN
KVÖDD?
Fleiri og fleiri bandariskir
hermenn kveðja vopnin I Vfet-
nam, þótt striðið geisi i sinu ægi-
veldi. Nixon er enn að fækka I
liöinu, en nóg er þar af flugdrek-
um, sem dreifa sprengjum og
tundurduflum yfir andstæðinga.
Vonir hafa enn glæðzt um frið,
mitt i eldhafinu, en þær gætu
reynzt tálvonir sem fyrr.
Vonandi fer þeim að fækka
myndunum frá striðinu I Viet-
nam. Þessi litmynd sýnir,
hvernig stórskotalið úr Banda-
rikjaher hefur komið sér fyrir
meðfram landamærum Laos.
Tilgangurinn er að skjóta á-
Norður-Vietnama, svo aö her-
menn S-Vietnama fái svigrún til
aö ráðast á þá. AP-fréttastofan
segir að svona byssur dragi um
29 kilometra leið.
Nixon œtlar
að halda 30
þúsundum
— sjó bls. 5
Sprenqjutunna í brygqjunni!
Starfsmenn bæjarins
á Seyðisfirði sem und-
anfarið hafa unnið við
að grafa i svokallaða
Garðarsbryggju sem
er ein af bryggjum
staðarins, og var ein
aðal bryggjan á striðs-
árunum, fundu i morg-
un fulla tunnu sem
hafði að innihaldi
nokkurs konar
sprengjutúbur, sem
talið er að séu fullar af
benzini hver túba um
sig.
Ein túba er ca 10 sm
löng og utan um hana
er gúmmi Ekki erhægt
að segja um hvort þetta
sprengiefni virkar enn
eftir 30’ - ár, en málið
hefur nú verið tekið til
rannsóknar, en niður-
stöður ekki fengizt er
blaðið fór i prentun.
Skip Landhelgisgæzl-
unnar er nú komið i
Seyðisfjarðarhöfn, en
ekki var neitt farið að
rannsaka skipið E1
Grillo sjálft, en senni-
lega verða sendir sér-
fræðingar frá Land-
helgisgæzlunni i dag.
Skip þeirra hefur ekki
með sér kafara, og
halda þvi þeir sömn
áfram verkinu. -EA
Ný EBE-lota
EBE-samningarnir við tsland
og fleiri riki munu hefjast aö nýju
eftir nokkra daga, segir i NTB
frétt i morgun.
Frétt siðdegis i gær hermdi, að
undirrita ætti samninga um miðj-
an júli, en hún var borin til baka
af islenzkum ráðherrum, sem
sögðu að ósamið væri enn.
Rikisstjórn tslands vinnur að
gerð gagntillögu við siðustu til-
lögu EBE-manna um samninga.
EBE hefur sem kunnugt er boðið
samninga um friverzlun með iðn-
aðarvörur, innan ákveðinna
marka.og tollalækkun á sjávar-
afurðum, en hið siðara er bundiö
við, aö samkomulag hafi orðið-um
landhelgismálið, áður en sá þátt-
ur tæki gildi. -HH.