Vísir - 28.06.1972, Qupperneq 5
VtSIR Miðvikudagur 28. júni 1972
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN
UMSJÓN:
HAUKUR HELGASON
UTLÖND
30 þúsund
samningar
Nixon mun boða frek-
ari fækkun i herliði
Bandarikjamanna i
Vietnam i dag, að sögn
embættismanna i Wash-
ington.
Fækkað var i liðinu
fyrir viku um 6.400
manns, niður i 54.000, og
fyrir sunnudag á liðsafl-
inn að vera kominn nið-
ur i 49.000.
Haft er eftir ,,mönn-
um, sem vel þekkja til”
að Nixon hyggist halda
eftir 30 þúsund manna
liði, þangað til vopnahlé
hafi tekið gildi undir eft-
irliti afþjóðlegrar nefnd-
ar og Norður-Vietnamar
hafi látið lausa alla
bandariska striðsfanga.
Verið að leggja
oliuleiðslu til Kina.
Norður-Vietnamar eru sagðir
vera komnir vel á veg með að
verða eftir unz
nóst
- segja fréttamenn um stefnu Nixons
í Yíetnam - enn er verið að fœkka í
liðinu þar
leggja oliuleiðslu frá Hanoi til
landamæra N-Vietnam og Kina,
að sögn bandariska utanrikis-
ráðuneytisins i gær.
Slik leiðsla gæti orðið mikilvæg
fyrir Norður-Vietnami og elds-
neytisflutning til herliðs þeirra i
Suður-Vietnam.
Hún mundi draga mikið úr
áhrifum loftárása og tundurdufla
Bandarikjamanna.
Talsmaður utanrikisráðuneyt-
isins segir, að Bandarikjamenn
hafi vitað um lagningu leiðslunn-
ar i margar vikur, en hann vildi
ekkert segja um, hvort loftárásir
hefðu verið gerðar til að tefja
lagninguna.
Ljósmyndir njósnaflugvéla
leiddu framkvæmdirnar i ljós.
Þær eru taldar boöa, að Norður-
Vietnamar verði háðari Kinverj-
um en áður.
Leyniþjónustan bandariska,
CIA, segir, að leiðslan sé lögð
þannig, að hún verði sem minnst
fyrir barðinu á loftárásum.
Bresnjev hvetur til
friðsamlegrar lausnar.
Leonid Bresnjev flokksforingi i
Moskvu fordæmdi i gær hörðum
orðum hafnbann Bandarikja-
manna á Norður-Vietnam og hét
að styðja Norður-Vietnama, þar
til sigur ynnist.
Bresnjev sagði i ræðu, er hann
flutti til heiðus: Fidel Castro
Kúbumanns, að það væru mikil-
vægustu verkefni samtiðarinnar
að finna friðsamlega lausn á deil-
unum i Mið-Austurlöndum og
Indo-Kina. „Bandarikjamenn og
bandamenn þeirra verða að fara
meö allan her sinn frá S-VIetnam,
svo að pólitísk lausn finnist án
utanaðkomandi áhirfa,” sagði
Bresnjef. Hann hafði ekki áður
látið neitt frá sér fara opinber-
lega um hafnbannið.
Skriðdrekar og fótgöngulið
Norður-Vietnama réöust snemma
i morgun á stöðvar sunnanmanna
við Hué. Sunnanmenn segjast
hafa eyðilagt fimm skriðdreka.
Harðir bardagar urðu við An
Loc i gær.
Húsaraðirnar, umluktar flóð- þessum eldsvoða. Myndin er frá
inu, brenna til grunna,en vatnið Harrisburg PennsyIvaniu. i
hindrar slökkviliðsmenn i Bandarikjunum.
starfi. Atta hús eyðilögðust i
Nixon athugar „beddana” i William Penn menntaskólanum I
Harrisburg, þar sem heimilislaust fólk hefst við eftir flóðin
miklu. '4KKL'
CIA-
flugmenn
í ópíum-
smyglinu
Ástæöa er til að telja, að
bandariskir flugmenn, sem
fljúga þyrlum leyniþjón-
ustunnar bandarísku, CIA,
hafi smyglað ópíum í Laos,
segir þingmaður demó-
krata Les Aspen.
Aspen er i hernefnd fulltrúa-
deildar þingsins, og hann vitnaði i
gærkvöldi til bréfs frá rithöfund-
inum Alfred McCoy, sem hefur
rannsakað eiturlyfjaverzlunina i
Suðaustur-Asiu.
Rithöfundurinn visaði á bug yf-
irlýsingum embættismanna utan-
rikisráðuneytisins um, að CIA og
yfirmenn Bandarikjahers i Asiu
hafi ekki verið flæktir i verzlun
með eiturlyf. Aspen skorar á yfir-
mann CIA, Richard Helms, að
láta fara fram rækilega athugun
á fullyrðingum McC>oys
Sönnunargögn rithöfundarins
benda að sögn þingmannsins til ■
þess, að bandariskir flugmenn
hafi smyglað ópium og efnið hafi
verið selt bandariskum hermönn-
um i Suðaustur-Asiu og á eitur-
lyfjamarkaði i Bandarikjunum.
Númuforingi, grun-
aður um morð,
dœmdur fyrir svik
Tony Boyle, formaður félags
námumanna i Bandarikjunum,
liefur verið dæmdur i fimm ára
fangelsi og sektaður um nær 10
milljónir króna fyrir að hafa
notað sjóði félagsins til ólög-
legra framlaga til stjórnmála-
manna.
Boyle liefur legið undir grun
um að vera viðriðinn morðið á
Joseph Yablonsky, sem keppti
við hann um formennskuna fyr-
ir nokkrum árum og var myrt-
ur.
Boyle er sjötugur og sjúkur.
GERÐU SÉR GÖTU-
VÍGI ÚR BIFREIÐUM
Herinn tók völdin í
Buenos Aires i morgun,
þegar mótmælaaldan náöi
til höfuöborgarinnar og
stjórnarandstæðingar
gerðu sér götuvigi úr bif-
reiðum á götum miðborg-
arinnar.
Herinn hefur strangt eftirlit i
borginni, og búizt er við upp-
hlaupum, en nú eru liðin sex ár
siðan herinn steypti stjórn lands-
ins og myndaði eigin landsstjórn.
Fjölmargar borgir og bæir eru
einnig undir algerri herstjórn nú,
en mótmælaaðgerðir hafa staðið i
fjóra daga utan höfuðborgarinn-
ar. Þær hófust eftir að tvitugur
stúdent beið bana á laugardag,
þegar táragassprengja, sem lög-
regluþjónn kastaði, hæfði piltinn i
höfuðið.
Mótmælendur köstuðu i gær-
kvöldi bensinsprengjum og
kveiktu i götuvigjum. Stúdentar
„hertóku” tvo háskóla og fóru
kröfugöngur um götur, þar til lög-
reglan dreiföi þeim.
Menntamenn dœmd
ir í Júgóslavíu
Fjórir menntamenn i
Serbiu hafa verið dæmdir
til fangelsisvistar upp í 14
mánuði fyrir að hafa haft i
frammi „áróður, óvinveitt-
an Júgóslavíu", það er að
segja ríkisstjórn landsins.
Fyrrverandi formaður i sam-
tökum júgóslavneskra lögfræð-
inga, Subotic, hlaut 14 mánaða
fangelsi, og stúdentinn Midic fékk
eitt ár. Prófessor og prestur hlutu
skilorðsbundna fangelsisdóma.
Fimmti ákærður, lögfræðingur-
inn Korda, var sýknaður.
Dómarinn sagði, að Subotic og
Midic hafi fengið minni refsingu
en þeir hefðu tilunnið, af þvi að
þeir væru heilsutæpir.
Mennirnir fimm voru ákærðir
fyrir að hafa ritað, fjölritað og
dreift bókum og bæklingum með
and-júgóslavneskum áróðri, og
fyrir að vera andvigir þjóðfélags-
skipun i landinu.