Vísir - 08.07.1972, Page 7

Vísir - 08.07.1972, Page 7
Visir. Laugardagur. S. júli 1972 7 Sr. Oddur Thorarensen: Siguraflið Þegar mig særir sótt eða kvöl, sorgleg fátækt og heimsins böl, ég veit þú segir: Ég er hann, Jesús, sem lækna vill og kann. Auðlegð þin og hryggð i fögnuð snýst. Heiminn sigraði ég. Hræðstu sizt. Hallgrimur Pétursson, Ps. 5,8 I. Jóhannesarbréf 5,4: . . . . og trú vor, hún er sigurafliö, sem hefur sigrað heiminn. Þessi orð eru vitnisburður eins af lærisveinum Jesú. Fyrstu læri- sveinar Jesú voru menn, sem trú- in hafði sigrað. En hvilik fyrir- höfn hafði það ekki verið fyrir Jesú að fá trúna til að sigra heim- inn i þeim. Það þurfti bátsferð i miklu óveðri. Svo fengu þeir að reyna hinn mikla fiskidrátt. Likn- arverk Jesú töluðu lika sinu máli. Einnig mettun þúsunda á örlitlum mat. Þar að auki vitnisburður Jesús sjálfs. Og þá nemur hugur vor staðar við fórnardauða hans og upprisu. Oss er nauðsynlegt að sjá uppris- una i gegnum krossdauða Jesú. En oss ber ekki siður að muna eft- irkrossinum, þegar upprisan er i- huguð. Oss kristnum mönnum ber að treysta á hina fulikomnu fórn, — dauða Jesú Krists á Golgata — og trúa þvi, að hún sé friðþæging fyrir syndir vorar. Sú fórn var færð i eitt skipti fyrir öll. En þegar vér hugleiðum þetta efni verðum vér að muna, að á- vöxtur hennar lætur ekki á sér standa. Hann er sigurinn yfir dauðanum. Við fyrsta tækifæri, sem gafst, þann tima, sem Jesús vissi að yrði hinn heppilegasti fyrir gerv- allt mannkyn, gaf hinn sanni Guðssonur lif sitt i dauðann og reis upp frá dauðum. Það hefur lika komið i ljós, að þetta var rétt. Eftir að lærisvein- arnir höfðu starfað með Jesú og iært af honum, urðu þeir hæfir til þess að varðveita frásöguna um hjálpræðisverk hans, svo að vér eigum hana. Til þess fengu þeir lika styrk heilags Anda. Og vér höfum lika vitneskju um fyrsta kristna söfnuðinn, sem stofnaður var á hinni fyrstu kristnu Hvita sunnu. Þar áttu allir allt sameig- inlegt. Sú staðreynd hefur ekki litið að segja i trúarleit vorri. Vér hljótum að játa, að bakvið söfn- uðinn i Jerúsalem býr ákveðin predikun, i samræmi við það, sem vér lesum i guðspjöllunum. Hitt er svo annað mál, að þessi tilraun reyndist ekki vel. En samt — þetta var þd reynt. Visindamenn haia verið var- kárir við að ákvarða aldur rita Nýja Testamentisins En þvi meiri athygli ætti það að vekja hjá oss, hve stuttur timi liður að áliti þeirra, þar til frásögurnar um lif og starf Jesú og lærisveina hans eru færðar i letur. Vér höf- um elztu bréf Páls postula, sem talin eru af visindamönnum rituð aðeins 20árum eftir upprisu Jesú. Og ef til vill eru sum rit Nýja Testamentisins enn eldri. En sumir setja sig upp á móti boðskap Bibliunnar um friðþæg- ingardauðann á krossi. Og það er þeim frjálst. Þeir vilja halda þvi fram, að menn verði að þroskast og vinna til þess sjálfir að njóta himinsælu i nánd við Guð. Það er áreiðanlegt að afleiðing- ar rangran breytni láta ekki standa á sér hér i þessu lifi, svo framarlega sem menn hafa nokkra samvizku. En svo er það lika margt, sem vér mennirnir höfum við að striða i þessum heimi. Það er hin si- fellda barátta fyrir daglegu brauði. Vér erum sett inn i þessa veröld, til þess að eiga við óblið náttúruöfl. sem fylgja vissum lögmálum, náttúrulögmálunum. Svo heyjum vér einnig innri baráttu. Vér verðum að læra að ráða yfir sjálfum oss. Gamalt spakmæli segir: Sá sem yfirvinn- ur sjálfan sig er meiri en sá sem vinnur borgir. En i sjálfsbaráttu vorri hefur reynslan sýnt oss, að það borgar sig að setja markið hátt. „Verið fullkoinnir eins og yöar himneski faðir er fullk,ominn." Þetta er hið óyfirstiganlega og háleita tak- mark, sem Drottinn Jesú setti lærisveinum sinurm En Jesú fann frelsun vora, Með dauða sinum á krossi hefur hann búið oss fyrirgefningu, keypt oss eilift lif. Það er trúin á það, sem Jóhann- es postuli á við, þegar hann talar um trúna sem siguraflið. Það segir,að hún hafi sigrað heiminn. En þá getum vér ekki annað en viðurkennt þá staðreynd, að kristin trú hefur ekki enn sigrað á jörðinni. Enn hefur hún ekki sigr- að meðal mannanna. Kristna trú játar ekki nema hluti mannkyns. En eru nokkur fyrirheit um það i Nýja Testamentinu, að svo verði? Nei, það er ekki. — En lærisvein- arnir fengu skipun um, að boðuð skyldi verða i nafni Jesú öllum þjóðum iðrun og syndafyrirgefn- ing (Lúk. 24, 47). Þessi orð Frels- arans hafa verið framkvæmd eins og i mannlegu valdi stendur. Það er mikið starfað að boðun orðsins viða um heim. Kristin trú er siguraflið, sem véreigum til að nota-i lifsbaráttu vorri. Hún gefur þá von, sem styrkir oss i hinni óhjákvæmilegu baráttu i þessum heimi, bæði við náttúruöflin og i hinni innri bar- áttu. Vér hugleiðum þessi orð núna, að trú vor sé siguraflið, sem hefur sigrað heiminn. — Hefur hún sigrað heiminn i oss? Hvað er átt við með „heiminum” i þessum orðum? Það er heimurinn sem horfir með ótta og hryllingi á menn deyja. Það er heimur, þar sem menn syrgja ættingja og vini sina án fullvissunnar um lif með Guði að loknu þessu. Það er ótt- inn, sem vér berum til dauðans, náttúruaflanna og óbeizlaðra kennda i oss sjálfum. Sigurinn á þessu öllu er upprisa Jesú, en með henni sigraði hann það vald, sem dauðinn hafði yfir oss mönn- unum. Trúin sigraði heiminn i læri- sveinum Jesú. Látum trúna einn- ig sigra heiminn i oss. Höfundur hugvekjunnar á Kirkjusiðunni i dag, sr. Oddur Thorarensen, er Rangæingur að ætt, en fæddur hér i borg 12. jan. 1932. Hann varð stúdent 1953, lauk kennaraprófi 1957 og embættisprófi i guðfræði árið eftir. Næstu tvö ár var hann kennari við Vogaskólann hér i borg, en árið 1960 vigðist hann til Hofs i Vopnafirði, þar sem hann var prestur og kennari næstu þrjú árin. Þann 1. júli 1963 fékk hann veitingu fyrir Hofsóshéraði i Skaga- firði. Siðan hann lét þar af em- bætti hefur hann átt heima hér i Reykjavik. W Odr ÞTOÐDiT Nú stendur yfir mesti ferða- mannatimi ársins og þó að viða á landi hér verði margt um manninn i sumar,mun Reykja- lilíð við Mývatn eflaust eiga inetið úti á landsbyggðinni. í til- efni af þvi birtum við hér á Kirk jusiðunni i dag þessa fallegu mynd af þessum kunna kirkjustað hinnar fögru sveitar. Kins og margir vita, standa tvö guðshús i Reykjahlið. Það eldra, steinkirkja rcist af Pétri Jónssyni árið 1876 stendur inni á milli hraunkvislanna scm runnu kringum kirkjuna i Mývatns- eldum 1792. Um það kraftavcrk verður Kbenescr llcnderson tið- rætt i Kerðabók sinni, þar sem segir: „Þegar hraunflóöiö nálgast útnol'ðurhorn torfgarðs þess, er iykur um kirkjugarðinn, hefir það stöðvast uni það bil tvö fet frá garöinum, þar sem það liefur klofnað i tvær kvislar, likast þvi sem það vildi þyrma hinum helga reit. Siðan hafa kvislarnar tvær haldiö áfram um það bil tuttugu skref og þá sameinast á ný, svo að kirkjan stóð ósködduð umlukt logunum. Sumsstaðar er hraunbakkinn, alveg uppi við vegginn helmingi hærri en kirkjan. Ilver veit nema heit og áhrifarik bæn ein- hvers guðrækins manns eða cin- livcr miskunnsamleg ákvörðun hafi átt heima i eilifu áformi guðs og valdið þvi að húsi hans var þyrmt?” Þannig farast llenderson orð. Sjöliu áruni siðar kom Þor- valdur Thoróddsen að Reykja- lilið. Um hraunrennslið og kirkjuna lætur hann svo mælt: „llrauniö 1729 fór hægt og gat ekki náð tii kirkjunnar af þvi að hún stóð á ávölum bala." Kn livað scm það er, blasa þessi verksummcrki enn við hinum mörgu gestum sem heimsækja Rcykjahlið og vekja eflaust hjá þeim ýmiskonar hugsanir. Núvcrandi sóknarkirkja i Reykjahlið cr mikið og fagurt hús og sómir staðnum vel. Hún slendur á sléttri flöt framan við hraunklappirnar. Ilún var vigð af sr. Siguröi vigslubiskupi Stefánssyni þ.l. júli 1963. KIRKJAN OG HEIMIUÐ Eins og sagt var frá i siðustu Kirkjusiðu fjallaði Presta- stefnan að þessu sinni um Kirkjuna og heimilið. Með þvi vildi prestastéttin vekja at- hygli þjóðarinnar á mikilvægi kristilegs heimilislifs, þar sem heimilið er traustasti horn- steinn hvers þjóðfélags og menningar. Þessvegna harmar Presta- stefnan það hve heimilin hafa goldið þeirra sundrandi afla og upplausnar sem herjað hafa þjóðlifið undanfarna ára- tugi og komið hefur berast fram i fjölgun hjónaskilnaða. Um þetta mál gerði Presta- stefnan m.a. svofelldar ályktanir: 1. Prestastefnan vill þvi leggja áherzlu á að brýna þörf mark- vissrar fræðslu um hjúskapar- mál maka- og foreldrahlut- verk á kristilegum grundvelli, áður en stofnað er til hjú- skapar. Mjög æskilegt væri, að fræðsla um þessi efni væri felld inn i hið alm. skólakerfi, en einnig er þörf sérstakrar fræðslu um þessi mál á vegum kirkjunnar. Prestar þyrftu að verja meiri tima til viðtala við verðandi brúðhjón og hand- hægir bæklingar þyrftu að vera fyrir hendi um hjóna- bandsskyldur og kristið heimilislif. Fjölmiölar ættu að koma meira til aðstoðar i þessu sambandi. 2. Prestastefna-leggur áherzlu á, að settar séu ákveðnar reglur um það, hve langur timi megi liða frá þvi hjón óska eftir skilnaði og þangað til prestar gefa út vottorð um sáttatilraun. Sérfræðileg hjálp umfram það, sem prestar geta veitt, þyrfti ætiö að vera fyrir hendi, hvenær sem prestur telur þess þörf i sambandi við hjúskaparvandamál. Hjálpa þarf foreldrum til að koma á skipulegu helgihaldi á heimilum og byggja upp trúarsamfélag og trúnaðar- samband við börnin, sem haldast myndi fram yfir gelgjuskeiðið. Til að aðstoða prestinn i þessum efnum, þyrfti að virkja mun meir en nú er gert félagasamtök og leikmannahrevfingar innan safnaðanna. Athuga ber, að kirkjan þarf stuðning laga við ýmsar framkvæmdir til um- bóta á sviði félags- og mannúðarmála. T.d. er þörf á nýrri lagasetningu, sem gera myndi kleift að ráða sérhæft starfsliö til margvislegrar þjónustu i söfnuðunum. Kirkjuskóli á Sauðár- króki 1 safnaðarheimili Sauðárkróks- kirkju er hafinn kirkjuskóli á virkum dögum fyrir börn á aldrinum 4 til 12 ára. Er skólanum skipt i þrjár deildir. 1 fyrsta hópi eru börn 4 til 6 ára, og kemur hann tvisvar i viku, 2-3 tíma i senn. 1 upphafi er flutt helgistund, börnunum kenndar bænir, valdir kaflar úr Bibliunni endursagðir. Mikið er sungið og loks er föndurvinna. 1 öðrum hópi eru börn 7-9 ára og i þriðja hópi 10-12 ára. Báðir eldri hóparnir hafa 2-3 kennslustundir einu sinni i viku. Mikill fjöldi barna sækir þennan kirkjuskóla, sem er i um- sjá prestshjónanna þar, séra Tómasar Sveinssonar og Unnar Halldórsdóttur, safnaöarsystur. Annast þau kennsluna. Hér er um mjög merkilegt starf að ræða. Slikir kirkjuskólar eru viða erlendis, ekki hvað sizt fyrir litlu börnin. Ætti eins að vera hægt að starfrækja slika skóla hér, þar sem aðstaða er fyrir hendi. Fallegt sólarlag Niels Finsen andaðist i Kaupmannahöfn 24. sept. 1904. Þannig segir Þjóðólfur 47.tbl. 56. árg. frá andláti hans. Hann hafði lengi búizt við dauöa sinum. Hann hafði daginn áður en hann dó sjálfur sagt fvrir að hann mundi deyja daginn eftir og þvi látið boða fjarstöddum vinum sinum að þeir yrðu að hraða sér, ef þeir ætluðu að kveðja sig. Sama daginn og hann dó, kvaddi hann samverkamenn og þakkaði þeim hlýlega fyrir samvinnuna. Svo kallaði hann konuna sina og litlu börnin sin þrjú að rúminu sinu rétti þeim hönd- ina hverju fyrir sig og brosti t i I þe i r r a . Fimm minútum seinna slokknaði hann eins og ljós. Það var fallegt sólarlag. (Kona Nielsar Finsens var dóttir Balslers biskups i Ripum, þess er kunnur var hér á landi fyrir barnalærdóms- kverið, sem mörg ungmenni lærðu undir fermingu.)

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.