Vísir - 12.07.1972, Page 7

Vísir - 12.07.1972, Page 7
Yisir. Miövikudagur 12. júlí 1972 7 Umsjón: Svanlaug Baldursdóttir V; ff Atta óra gamalt segir barnið: ÉG GET EKKI TEIKNAÐ — Spjallað við erlenda og innlenda þátttakendur á þingi myndlistarkennara Ætli kapphlaupið við tímann sé ekki mesta vandamál nútima- manneskjunnar? Þessari þenkingu var hiklaust svarað játandi af einum úr hópi myndlistar- kennara á Norðurlöndum, sem hafa setið norrænt þing myndlistarkennara hér á landi undanfarna daga. Lífsgæðakapphlaupiö — Fólk nú á dögum hefur ekki tima fyrir annað en lifsgæða- kapphlaupið. Faðir og móðir hafa ekki tima fyrir börn sin, t.d. að fara með þau i göngu- ferð. 1 skólanum er vandamálið það sama fyrir kennarann. Kennarinn hefur ekki nægan tima fyrir nemendurna. Þetta segir finnskur þátttakandi á þinginu. Myndlistarkennarar hafa rætt þetta og fjölda annarra vanda- mála, sem blasa við þeim i kennslunni, á ráðstefnunni Einnig hafa þeir miðlað af reynslu sinni. Fulltrúar frá hverju Norðurlandanna um sig hafa með erindium lýst þeim aöferðum, sem þeir nota i sinu landi. Eftir þingið munu þeir fara heim reynslunni rikari og reyna að framkvæma það, sem andinn innblæs þeim i kennslunni. Áhugi á sjónmennt hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum um heim allan. Umræða um áhrif sjónmenntar og gildi hennar i skólum og lifi fólks fer vaxandi. Leiðirnar til að opna þetta svið fyrir börnum jafnt sem fullorðnum eru margar. Allir hjóta að vera sammála um mikilvægi þess, að grund- völlurinn sé lagður snemma. Og þá erum við aftur komin að börnunum og skólunum. og starfinu þar. Einnig að þeim vandamáium, sem kennararnir sjálfir striða við • .. Blaðamenn hittu nokkra þátttakendurna á norræna þinginu. Hér eru nokkrar raddir þaðan: — Nei, það var ekki gerð nein samantekt i lok ráð- stefnunnar. Hver og einn þátt- takandi verður að draga sinar eigin ályktanir og segja siðan frá eigin reynslu og reyna að skapa eitthvað nýtt á grundvelli hennar eins og við erum að reyna að fá nemendur okkar til. Myndlist kynnt á stofnun fyrir blind börn i Stokkholmi. Með næmum höndunum upplifir þessi litla stúlka einstaka hluta höggmyndarinnar. Sænsk rödd: — Ég starfa við kennaraháskóla. Starfið þar byggistá alþjóölegri samvinnu. Ég hef fundið á Islandi gamla menningu, sem við höfum misst sjónir á i Sviþjóð. Við höfum verzlunarmenningu i Sviþjóð. Nú getum við kannski horfið á vit hinnar fornu menningar. En við megum ekki gleyma þvi sem gerist i heiminum, kjarnorku- sprengjunni, og ekki heldur islandi og norrænni samvinnu. Úr sænsku kennslubókinni „Mynd og umhverfi”. i texta segir. Hvað getum við gert annaö en þaö sem litli drengurinn á myndinni gerir, að afla sér upplýsinga um hinn óhugnanlega raunveruleika Jú, viögetum miðlaö þekkingu okkar í myndir og orð og látið aðra fá hlutdeild i henni. Skólinn getur gefið okkur tækifæri til að vinna fyrir bættum heimi. Hópvinna Finnsk rödd segir frá nýjungum i sinu heimalandi. — Við höfum ástundað samruna teiknikennslunnar og annarra námsgreina. Dæmi: Hópvinna kennaranna og nemenda. Allur skólinn vinnur að einu ákveðnu verkefni i einu. Það er t.d. öryggi einstaklingsins. Fjallað um það með kvikmynda- syningum, sem sýna margvislegar hliðar. Börnin teikna það sem þeim dettur i hug i sambandi við málið, það er rætt um það einnig. öryggi einstaklingsins er hægt að fjalla um,allt frá þvi, að heimsvanda- málin eru tekin út frá þessum sjónarhóli, að fjölskylduvanda- málum, sem eru tekin til umræðu á sama hátt. Margar raddir: Hvernig er hægt að gera umhverfið betra fyrir börn og fullorðnar mann- eskjur. Persónan innan stofnunarinnar, er hún ekki brotin niður? Á það sér stað i sjúkrahúsum? Á það sér stað i venjulegum skólum? Er einstaklingnum ekki markaður bás frá byrjun i þjóðfélaginu sem hann er sendur til eftir skólagönguna? Hödd Georg Englund: Flestar myndir i barnabókum eru gerðaraf fullorðnu fólki. Þessar myndir hæfa ekki börnunum. Barnið sér myndir sem þessar á hverjum degi og kennararnir reyna á hverjum degi að vinna gegn þeim. Átta ára gamalt segir barnið, sem hefur alltaf haft myndir hinna fullorðnu fyrir augunum — ég get ekki teiknað. Þetta er vandamál, sem margir myndlistar- kennarar hugsa um. Barnið á að finna sjálft sig i myndsköpun- inni en ekki á myndinni i bókinni. Hættan liggur i þvi, að við erum gjörn á að visa til bókanna. Og hver eru áhrif myndanna á okkur? Við verðum að taka þær til endurskoðunar og ræða um þær frá öllum hliðum. Kemur t.d. jafnrétti kynjanna eða misretti fram i þeim? Það er þessi gagnrýni, sem er aðalatriðið hjá okkur i Sviþjóð. Norrænu röddunum fækkar smám saman. Það á að fara i hópferð til Landmanna- lauga. Þegar gestunum hefur verið gerð skil snúum við okkur að gestgjöfunum, islenzku mynd- listarkennurunum. Fyrir svörum veröur fyrst Ingiberg Magnússon — Almennt er ástand teiknikennslunnar hér ekki nógu gott. Teiknikennsla i skólum byrjar ekki fyrr en við lOára aldurinn, siðan hættir hún þegar nemendurnir eru komnir yfir unglingastigið, viö 14-15 ára aldúrinn Siðan er ákaflega mismunandi hvort unglingarnir njóta nyndlistarfræðslu. Hún er ekki til staðar i 3-4 bekk gagn- fræðaskóla og ekki heldur i landsprófi og ekki i mennta- skólunum. Barnaskólakennsla i menntaskóla Það á vist að koma á mynd- listarkennslu við Mennta- skólann við Tjörnina núna. En er það æskilegt meðan ekki er búið að brúa bilið sem verður i gagnfræðaskólunum? Það er mjög óæskilegt að hafa þetta millibil. Það veldur þvi, að erfitt verður fyrir nemendurna að byrja aftur i mennta- skólunum. Þetta fólk hefurekki undirstöðuna, og þegar grund- völlinn vantar verður þetta bara hálfgerð barnaskóla- kennsla, sem fer fram i menntaskólunum. Teiknikennslan á að byrja strax þegar börn koma inn i skólana, sex ára gömul. Siðan á að halda henni óslitiö upp i gegnum skólastigin, allt til loka menntaskólanámsins. Nú er starfandi mynd- iðanefnd, sem mun leggja ráð- in á um nýskipaðan mynd- iistarfræðslunnar. 1 Noregi og Danmörku er myndlistar- kennslan tengd saman við hina svokölluðu „handavinnu- kennslu” og má búast við að sú verði raunin hjá okkur. En við verður að vera á verði og gæta þess að með samtengingunni minnki ekki sá kennslutima- fjöldi, sem þessari námsgrein er nú ætlaður. Núna eru á hvoru sviðinu um sig tveir timur á viku i teikningu og tveir timar i handavinnu. i lokin lýsa Ingiberg og Sig- riður Björnsdóttir i stórum dráttum þvi sem helzt einkennir myndlistarkennsluna á hinum Norðurlöndunum. Hræddir vid valfrelsiö —Danirsem aðrar þjóðir hafa uppeldismarkmiðið helzt i huga, auk þess sem þeir leggja mikla áherzlu á hina frjálsu sköpun. Sviar beina athyglinni meira að umhverfinu, að þeim áhrifum, sem það hefur á barnið. Umhverfið beri að taka inn i myndlistarfræðsluna. Einnig beri að taka það til greina, að það umhverfi, sem hefur áhrif á okkur er skapað af fólki, þannig að við getum aftur haft áhrif á um- hverfið með þvi að horfa á það gagnrýnisaugum. Finnar kynntu hér mynd- listarfræðslu, sem byggist á myndlist, sem er unnin eftir tónlist. Þar sem tónlistin leysir úr læðingi sköpunarhæfileikana. Norðmenn er á „formings” linunni, sem er samsteypa úr teikningu, handavinnu, vefjar- fræði og myndiðargreinum og hefur semeiginlega kjarna, sem einstakar greinar greinast út frá. í Noregi er rikjandi talsvert valfrelsi. Nemandinn getur valið sér hvaða grein sem er innan þessarar linu. Og kennar- arnir eru ofurlitið hræddir við þetta valfrelsi, þar sem það geti leitt nemandann um of inn, á sérhæfnislinuna. I lokin má segja frá þvi að i viðtölum við -hina erlendu þátt- takendur sem hina islenzku, mun það hafa mest vakið at- hygli erlendu gestanna hin sterku tengsl Islendinganna við náttúruna og jafnframt hin þjóðlega arfleifð, sem getur birtzt á ýmsan hátt i myndlist sem myndlistarfræðslu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.