Vísir - 27.07.1972, Qupperneq 1
Hamfarir á skákborðinu
Eftir hamfarirnar var
loks saminn friður i 7.
skákinni þegar biðskák-
in var tefld i gær.
Hvorugur fann neina
lausn á stöðunni.
Spasski sýndi áfram
sömu hörkuna og tókst
að knýja kóng Fischers
fram á borðið. Þar varð
Fischer að taka mikil-
væga ákvörðun, sem
endaði með þvi að hann
varð að tryggja sér jafn-
tefli með þráskák.
Þar með er staðan 4-3
áskorandanum i vil, og
8. skájkin verður tefld i
dag á sama tima kl. 5.
Sjá skákina á bls. 3.
GF
„Segðu þig
bara til sveitar"
Gamla fólkiö fer ílla út úr
skattaskriöu rikisstjórnar-
innar, en nú er lausnin fund-
in, — því hefur verið ráölagt
að segja sig til sveitar, — eöa
þá að biöja um náö og
miskunn hjá stjórnvöldun-
um. —Sjá forystugrein á bls.
6.
Sunddrottningin
fœr ekki
barnapíu
Sunddrottningin okkar um
árabil, Hrafnhildur Guö-
mundsdóttir getur ekki
keppt við að ná Olympiulág-
markinu, hún er nefnilega
þriggja barna móöir, — og
barngæzlu vantar hana til að
geta sinnt daglegum æfing-
um — Sjá íþróttir i opnu.
Föt fyrir menn
með „Láns-
trausts,#vöxt
Það er ekkert gamanmól
fyrir menn sem hafa óvenju
langa handleggi að veröa sér
úti um skyrtur, að maður tali
nú ekki um tilbúin föt. Nú og
ef einhver „lánstrausts
tákn” hafa myndast framan
á menn eru þeir lentir i sama
vanda. Við ræddum við ung-
an mann i gær sem var að
opna nýja herrafatabúð. —
Sjá bls. 7.
M
238 punda mótel
Það er fjarri þvi að allar
sýningastúlkur og fyrirsætur
þurfi aö vera þvengmjóar og
tálgaðar eins og við eigum að
venjast. Fran Fulleinvider er
t.d. 238 pund og eftirsótt, —
en hún er lika frá Texas, og
þar er allt stærst segja
menn. — Sjá bls. 13.
M
Verða 95%
tannlœkna
atvinnulausir?
Sjá bls. 5
Tvisvar tveir bílar
á sama númerinu!
Austur á Egilsstöðum hafa
undanfarið ekið um göturnar
fjórir bflar á tveimur sömu
númerunum. Þaö er U-755 og
U-878 sem tvö eintök hafa
verið af þarna eystra. Þessi
mistök urðu vegna þess aö i
Reykjavik voru slegnar nýj-
ar númeraplötur á tvo bila
og sömu númer slegin og
höfðu vcriö i notkun i fleiri ár
fyrir austan. Óku hinir nýju
U-755 og U-878 austur -á
Hérað, en brá heldur en ekki
i brún, er þeir mættu „nöfn-
um” sinum á götunni. Snar-
aðist þá lögreglan i málið og
skipti um númer á þeim sem
að sunnan komu, og hafa
þeir nú númer, sem enginn
annar bíll hefur — að þvi er
beztervitað. þs
„Söluopin dauðadœmd"
—segja náttúruverndarmenn, telja mun meiri sóðaskap fylgja þeim verzlunarháttum
Náttúruverndarnefnd Reykja-
vikur hefur kvartað undan um-
gengninni i kring um Umferðar-
miðstöðina. Þykir nátt-
úruverndarfólki ekki nógu vel
gengið frá rusli fró pylsusölu og
öðru á þessum mikla umferðar-
stað.
En það er viðar, sem ferðafólk
fær ósnyrtilegar móttökur af um-
hverfinu. Landganga ferðafólks
af skemmtiferðarskipum mun
vera erfið, þar sem „hala” þarf
farþegana á land og umhverfið
hjá gömlu verbúöunum vestan
Hafnarbúða sizt til þess fallið að
sýna Reykjavik sem snyrtilega
borg.
Skiptar skoðanir geta verið um
hreinlæti á götum borgarinnar,
en ekki gera borgarbúar starfs-
mönnum hreinsunardeildar
borgarinnar sem annast hreinsun
á götunum léttara um vik.
— Það er enginn friður með
körfurnar, segir Guðjón Þor-
steinsson yfirmaður hreinsunar-
deildarinnar. Þær eru jafnvel
eyðilagðar nóttina eftir að þær
eru settar upp. Hið sama gildir
um kassana. En mesta plágan hjá
okkur eru glerbrotin. Sjoppurnar
selja glerið með gosdrykkjunum
Þessar körfur eru smámsaman aö taka við af eldri kössunum en veröa
allt of oft fyrir skemmdarfýsn ibúanna f Reykjavik.
sem krakkarnir kaupa, siðan
ganga þau um göturnar og
drekka úr flöskunum og fleygja
þeim i göturnar þar sem þau eru
stödd. Mér finnst sjoppufyrir-
komulagið dauðadæmt og held að
það þekkist varla i heiminum, að
selt sé út um söluop eins og hér
tiðkast. Þetta ástand lagaðist ef
til vill, ef fólkið fengi að vera inni
meðan það er að drekka úr flösk-
unum.
Guðjón sagði, að vélsóparnir
væru i notkun 18 tima á sólar-
hring. Þeir gangi alltaf, þegar
þeir séu i lagi. Hins vegar bili þeir
oft vegna mikillar notkunar. Yfir-
leitt sé þó hreinsað tvisvar á dag i
Miðbænum og margar af aöal-
götunum hreinsaöar daglega.-SB-
ENN NÝ TÆKI
í GULLLEITINA
Allar likur eru nú á þvi að farið
verði mjög fljótlega austur á
Skeiðarársand með ný mæiitæki,
til þess að leita að guliskipinu. 1
vor var leitað með nýjum tækjuin
og gáfu þau mjög ákveönar bend-
ingar um staðsetningu skipsins.
Samkvæmt þeim á það að vera
grafið i sandinn mjög auslarlega,
eða á svipuðum slóðum og leitað
hcfur verið undanfarin ár. Nú
eru komin hingað enn ný tæki og
fullkomnari, bæði kanadisk og
handarísk af ýmsum gerðum og
hyggjast incnn nú freista þess að
gera ýtarlega leit að skipinu með
þeim.Sem kunnugt er hafa Norð-
inenn nú fundið mjög verömætt
holienzkt skip og náð upp úr þvi
um 200 kilóum af gulli. Talið er
vist að dýrmætur fjársjóður sé i
skipi þvi, sem hér strandaöi við
Skeiðarárfjörur um aldamótin 17
hundruö, en ekki vita menn ná-
kvæmlcga um farminn.
þs
„Möguleiki ó
veðbanka"
— segir Guðjón Stefánsson, framkv.stj.
Skáksambandsins
„Við höfuni verið að velta fyrir
okkur inöguleikanum á að stofna
veðbanka vegna einvigisins segir
Guðjón Stefánsson, framkv.stj.
hjá Skáksambandinu, en það er
óvist ennþá hvort af þvi verður.
„Það þarf að fá mann til þess að
reka slikan hanka. finna út kerfi
og annaö slikt en hvort út i þetta
verður farið er alls ekki vist.
„Astæðan fyrir þvi að ekki var
larið úl i þetta fyrr er liklega sú
óvissa sem rikti um cinvigismálin
á timahili en nú er sem sagt
ekkert þvi til fyrirstiiðu að veð-
banki geli orðið að veruleika.”
Það eru vissulega margir sem
niyndu veðja enda hafa menn
verið að undra sig á þvi að veð-
banki hafi ekki verið stofnaöur
fyrr.
Kn nú er sem sagt möguleiki á
þvi að veðmál geti hafizt af full-
um krafti og áreiöanlcga með
mjiig góðum árangri fyrir
aðslandendur einvigisins. GF
Nú heimtar Fischer myndir
Seint f gærkvöldi vildi
Fischer óður og uppvægur
að farið yrði í að setja upp
nýja klefa fyrir kvik-
myndatökumenn og tæki
þeirra. Þeir eru hins veg-
ar orðnir langþreyttir á
dyntum stórmeistarans í
sambandi við myndatök-
urog afsögðu að vinna við
þetta í nótt en byrjað var
á verkinu í morgun.
Virðist svo sem myndatöku-
málið sé loksins leyst og hér
eftir verði hægt að mynda á
eðlilegan hátt.
Það var koma hinna þekktu
umboðsmanna skemmtikrafta,
þeirra Jerry Weintraub og Sid
Bernstein sem hleypti fjöri i
þetta deilumál. Fyrst ætluðu
þeir að kaupa Fox frá mynda-
töku hið snarasta og semja sið-
an sjálfir við Fischer. En Fox
lýsti þvi yfir að einkaréttur hans
á dreifingu mynda væri ekki til
sölu og þeir fengju ekki leyfi til
að taka neinar myndir i höllinni
frekar en aðrir.
Þá var það Marshall lög-
fræðingur Fischers sem kom
áskorandanum i skilning um
mikilvægi þess að myndataka
færi fram og vildi hann þá að
þegar yrði hafizt handa um að
koma fyrir nýjum klefum fyrir
tökumenn.
Bandarikjamenn hafa kvart-
að hástöfum undan þvi að hafa
ekki fengið að sjá sjónvarps-
myndir frá einviginu eftir að
nafn Fischers komst á hvers
manns varir. Akveðið hafði
verið að mynda hverja skák svo
hægt væri að stúdera þær siðar
meir fyrir þá sem vildu. Aðeins
var tekin kvikmynd af fyrstu
skákinni en siðan hefur ekkert
verið myndað. Nú eru tilbúnar
þrjár filmur frá einviginu og
undirbúningi þess, en vegna
lögfræðilegra atriða hafa þær
ekki verið sýndar ennþá. En frá
og með skákinni i dag má fast-
lega búast við að kvikmyndaö
verði. -SG
Brotalöm á kerfinu:
Borgar sig ekki að reyna að
forðast árekstur — sjá baksíðuna