Vísir - 27.07.1972, Qupperneq 3
Visir. Fimmtudagur. 27. júli 1972
3
Erkiengill úr
flllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliH
Brekkukotsmenn
á kafi í undirbúningi
........IW1IIIIIII.II..Illlllll.Illlll.Illlllllllllll.Illllll.Illll...1111111=
Þeir Brekkukotsmenn
halda áfram að sanka að
sér gömlum munum af
ýmsu tagi, á meðan unn-
ið er af kappi við að
reisa kvikmyndaver hér
og þar um bæinn og ná-
grenni hans. Fyrsta
,,innistúdióið” hér á
landi fyrir kvikmyndun
er nú að risa i stórum
skála i Skeifunni og þar
verða teknar innitökur
m.a. i Brekkukotsbæn-
um og Hótel íslandi.
Björn Björnsson, leikmynda-
teiknari kvikmyndarinnar um
Brekkukot sagði blaðinu að bæri-
lega gengi að safna gömlum mun-
um i myndina. Þó vantar tilfinn-
anlega stóra afaklukku, sem sýn-
ir bæði sekúndur og dagatal, auk
þess gömul, brún leðurkoffort og
svo er óskað eftir erkienglinum
Garbriel i metershæð. Og það er
tilgangslaust fyrir venjulega
engla að gefa sig fram, þessi á að
vera úr marmara!
Þýzka sjónvarpið hefur nú sent
hingað fleiri menn og þrjá stóra
bila, fulla af upptökutækjum og
ljósabúnaði og komu þeir með
Dettifossi nú i vikunni. Þá er
hingað komin þýzk kona, bún-
ingateiknari, með fjöldamargar
kistur af búningum frá Dan-
mörku og Þýzkalandi, en eitthvað
verður svo notað af islenzkum
búningum, eftir þvi sem við á.
Sagði Björn að mikið rok hefði
verið á Löngustéttinni upp við
Gufunes þessa daga og varð að
staga öll húsin niður til þess að
þau fykju ekki út á sjó. Fer nú að
styttast i sjálfa kvikmyndatök-
una, en leikarar æfa textann dag-
lega með leikstjó'runum. þs
Mikiö hefur safnazt af ótrúlegustu hlutum inni f Skeifunni II, þar sem
„kvikmyndaveriö” er til húsa. Hér er Sigurður Eyþórsson að hand-
fjatla myndarlegt náttgagn, sem hugsanlega verður notað i myndinni.
Ofninn sem við sjáum i á að vera i stofunni i Brekkukoti.
marmara óskast!
Fischer varð
jafntefli —
Þegar umslagið með
biðleiknum var opnað i
gærdag kom i ljós að
■Spasski hafði leikið h4,
liklega eina leiknum
sem tryggði honum
öruggt jafntefli. Fischer
svaraði með f6 og
Spasski fór með hrók á
stað og hugðist þrengja
að svarta kóngnum.
Fischer tók það til
bragðs að fara i ferðalag
með kónginn inn á mið-
borðið. Spasski lék
ávallt af bragði og gaf
að sœtta sig við
Spasskí þröngvaði honum til að þróskóka undir lokin —
og þar með var skemmtilegustu skák einvígisins lokið
andstæðingnum engan
frið til aö athafna sig.
Báðir keppendur virtust sjá
fyrir sér lokastöðuna og Fischer
var þó ekki á þvi að gefa sig. Þeg-
ar Spasski gaf honum loks tvo
kosti • að þráskáka ellegar að fara
út i hættulegt ævintýri,sem hefði
leitt til þess að Fischer tapaði, þá
himdi Bandarikjamaðurinn upp
undir hálftima yfir stöðunni til aö
sannfæra sig um að hann gæti
virkilega ekki unnið. Loksins tók
hann eina kostinn, að skáka si og
æ kóngi Spasskis og þeir innsig)
uðu jafnlefliðmeðþéttu handtaki.
Eftir að Spasski hafði leikið
biðleiknum h4, voru ýmsir að
benda á að eini möguleiki Fisch-
ers til sigurs væri að drepa ridd-
arann á e8 og fórna þar með
skiptamun. Varla hefði það þó
leitt til sigurs en ekki heldur taps
fyrir svartan.
Fischer tók þó enga áhættu
heldur valdi þann kostinn að
sætta sig við jafnteflið. GF
42. He6
43. Kgl Kf5
44. Rg7 +
44. . . Kxf4
45. Hd4+ Kg3
46. Rf5 +
46. . . Kf3
47. He6-e4!
47. . . Hcl +
48. Kh2 Hc2 +
49. Kgl
Samið jafntefli.
Jóhann Orn Sigurjónsson.
NY KRISTALSENDING
vorum að taka
upp nýja séndingu
af kristal, —
sérstaklega íallegt
og mikið úrval
af lituðum kristal,
einnig haiidskornum
<>K mótuðpm kristal.
BJOÐUM AÐEINS HINN
HEIMSÞEKKTA BÆHEIMKRISTAL
FRÁ TEKKÓSLOVAKÍU.
GJAFAVÖRUR FYRIR ALLA.
VERÐ FYRIR ALLA.
TEKK - KRISTALL
Skólavörðustig~ 16 — Simi 13111