Vísir - 02.08.1972, Page 3

Vísir - 02.08.1972, Page 3
Visir Miðvikudagur 2. ágúst 1972 3 Xú brýtur Fischer odd af oflæti sinu og kemur akandi i venju- legum bilaleigubil frá Loftleiðum og undir stýri er prófessorslegi blaðamaðurinn frá Life Þessi með hálfu gleraugun og hárið niður á enni. 6g held hann heiti Darrach og presturinn Lombardy i aftursætinu. Tökumenn frá islenzka sjónvarpinu eru komnir á vettvang og þar Þrándur Thoroddsen i fremstu viglinu. Búkurinn flædir út af stólnum Fyrir utan bakdyrnar eru Rússar á vappi, þeir eru með spanjólur upp á gamla móðinn haldandi á brúnum bréfpokum, sennilega skipsmenn af rann- sóknarskipinu, sem liggur hér i höfninni. Rússarnir eru aðgangs- harðir og reyna að komast alveg upp aö áskorandanum en Sæmundur Pálsson er vel á verði og ryður frá dyrunum. Inn i sal er heimsmeistarinn búinn að leika e4. 1 dag fer áskorandinn að öllu með gát og eftir 11 leiki hefur hann notað 46 minútur meðan heimsmeistarinn hefur rétt losað korterið. Skúli tónskáld Halldórs- son situr við borðið hjá mér og er með fullorðins tafl og stórt mannfólk og hjá okkur er lika Jón læknir Hjaltalin ódrepandi áhugamaður um manntafl og allt i einu er komin heil þyrping i kring um okkur, sennilega af þvi taflborðið er svo myndarlegt og mannskapurinn stæltur og á móti mér situr akfeitur Amerikani, já hann er svo feitur að búkurinn flæöir alls staðar út af stólnum. Amerikaninn talar Brooklyn- ensku og virðist kunna talsvert fyrir sér i leiknum og hittir oft á rétt. Annar Amerikani með litinn munn og tannburstaskegg á eftri vörinni gerir athugasemdir en hefur sig ekki mikið frammi. Var Emil beztur? í austurblokkinni þ.e. blaða mannstúkunni austan megin er Rússi i lopapeysu og rauðri peysu innan undir og hann tekur starfið svo alvarlega, að hann hringir i simann eftir hvern einasta leik. Hann verður skáksambandinu aldeilis dýr áður en yfir lýkur. Rússnesku stðrmeistararnir ganga um með jafnteflissvipi. Ingólfur fyrrverandi land búnaðarráðherra er i áhorfenda- hópnum og það gefur tilefni til að velta fyrir sér hver hafi verið mestur skákmaður i Viðreisnar- stjórninni. Ætli það hafi ekki verið Emil? Annars veit ég það ekki. Ég spyr Guðmund bórarinsson, hvort hann hafi fengið ádiens hjá áskorandanum varðandi kvik- myndun og hann segist siður en svo hafa sótt það fast, en bætir öllum cameramönnum upp og hann er horfinn á augabragði. Á karlakórsæfingu Að koma i skýringasalinn er eins og maður sé i skyndingu staddur á karlakóraæfingu þar sem allir vilja vera einsöngvarar. Jón borsteinsson fyrrverandi alþingismaður er söngstjórinn og Benóný Benónýsson einskonar raddstjóri. Jón segir: Ha? og Benóný: Biskupinn hingað eða kannski peðið þangað. Jón: bú verður að velja einhvern ákveð- inn leik maður. Einhver úr einsöngvaraliöinu galar: Af hverju ekki riddarann upp á g- linuna og Jón: Nei það finnst mér nú ekki reglulegur leikur. Og æfingin heldur áfram af miklu fjöri. islenzk nútimaljóð Einhver segir að skákin sé hrútleiðinleg og Fischer algjör- lega fidusalaus, ekkert púður i honum og heimsmeistarinn tefii greinilega upp á jafntetli og Brainin blaðamaður frá New York Times króar mig af út i horni og biður mig aö segja sér allt, sem ég veit um islenzka nútimaljóðagerð. bað er fljótgert þvi ég hef ekki hugmynd um, hvort nokkuð er til, sem hægt er að kalla islenzka nútimaljóðagerð en til vonar og vara þá bendi ég honum á einn af yngri kynslóðinni i ljóðagerð, en eins og allir vita, þá eru öll skáld, sem ekki hafa náð sextugu af yngri kynslóðinni. Annars var sá sem ég benti á i efri flokki listamannalauna svo Brainin ætti að vera borgið að minnsta kosti i bráð. Annars er þetta ófyrirgefanlegt andvara- leysi af erlendum blaðamanni að fara að ræða islenzkan skáldskap á sjálíu einvigi aldarinnar. Á fimmtudaginn þegar siðasta skák var tefld þá hitti ég Jökul Jakobsson, sem sagðist vera búinn að kaupa manntafl og kenna konunni sinni mann- ganginn og Sigurður Sigurðsson segir. að konan sin hafi pantað eitthundrað og fimmtiu töfl á siðasta ári fyrir ísafold og allir hafi haidið, að hún væri gaiin en nú er svo að segja allt uppselt. Hún Sissa i ísafold lætur ekki að sér hæða. Eftir tuttugasta og annan leik segir ónefndur stórmeistari vestantjalds: bað er móðgun við áhorfendur að halda þessum skripaleik áfram. begar ég endurtek þessa setningu uppi við borðið okkar segir einn mikill Fischeraðdáandi: bú hlýtur að vera kolvitlaus maður, sérðu ekki að staðan er gjörunnin á svart. Eftir tvo leiki hverfur mann fólkið af sjónvarpsskerminum og i staöinn kemur: Jafntefli — Draw. Sá sem heldur með áskorandanum hverfur i mann- fjöldann og flýtir sér út. Ég veit ekki hvort Bobby lét sig hafa það að fara aftur i fólksvagninum, en að minnsta kosti er klerkurinn Lombardy einn i Range-Rovernum og Rússarnir eru þögulir þegar þeir aka úr hlaði. Grettisfang Kunningi minn ræðir um grettisfang ekki með stórum upphafsstaf og bendir mér á eftirfarandi frásögn i Grettlu: „Litlu siðar kom Auðunn heim. Hann sá, að hestur var i túninu með steindum söðli. Auðunn bar mat á tveim hestum og bar skyr á hesti og var það i húðum og bundið'-fyrir ofan: það kölluðu menn skyrkylla. Auðunn tók af hestum og bar inn skyr i fangi sér: honum var myrkt fyrir augum. Grettir rétli fótinn fram af stokkinum, og féll Auðunn áfram, og varð undir honum skyrkyllirinn og gekk af yfir- bandið. Auðunn spratt upp og spurði, hvaða skelmi það væri. Grettir nefndi sig. Auðunn mælti: „bannig var óskapliga farið, eða hvert er erindi þitt?” „Eg vil berjast við þig” sagð'i Grettir. „Sjá mun ég fyrst fyrir mat minum”, sagði Auðunn. „Vel má það”, sagði Grettir, ef þú mátt cigi öðrum mönnum að þvi hlita”. Auðunn laut þá niður og þreif upp skyrkyllinn og sletti framan i fang Grettis og bað hann fyrst taka við þvi, er honum var sent. Grettir varð allur skyrugur: bótti honum það meiri smán en Auðunn hefði veitt honum mikinn áverka”. Og þá hafa menn skýringu á orðinu grettisfang með litlum upphafsstafi. begar Bent Larsen hefur sett upp spangargleraugun, þá er hann alls ekki ósvipaður Sigga Sig. Ég tala nú ekki um ef hann setti ofurlitinn gráan lit i hárið. Á ytri höfninni liggur rússneska skemmtiferðaskipið ljósi skrýtt stafna á milli. Ætli þeir séu að gera sér dagamun blessaðir mennirnir vegna jafnteflisins i Höllinni i kvöld? 5 Forsetinn settur 1 embœtti á ný Blásaklausir ferðamenn urðu skelfdir á svip þegar fjölmennt lögreglulið kom skyndilega út úr Alþingishúsinu í gærdag. Skelf- ingin rénaði þó fljótt, þegar þeir komust að raun um aö hér var að- eins um heiðursvörð að ræða, vegna eiðtöku doktors Kristjáns Eldjárns. Athöfnin hófst i dómkirkjunni þar sem biskupinn predikaði en færðist siðan yfir i Alþingishús og undirritaði forsetinn eiðstafinn þar. i ávarpi sinu sagði forsetinn m.a.: „Fyrir réttum fjórum ár- um stóö ég i þessum sömu spor- um og hafði unnið drengskapar- heit þess efnis að halda stjórnar- skrá lýðveldisins sem rétt kjör- inn forseti landsins næsta kiör- timabil. N'ú hef ég aftur unnið hið sama heit fyrir kjörtimabilið sem hefst hinn 1. ágúst 1972 og endar 31. júli 1976. Ég er þakklátur fyrir að vera kominn hingað áfalla- laust og geri mér þess fulla grein að ég á i þvi efni mörgum mönn- um mikla skuld að gjalda”. i lok ávarpsins sagði forsetinn: „Ég tek nú viðembætti forseta islands i annað sinn með sömu auðmýkt og sama góða vilja og fyrr, til að standa við þá ábyrgð sem embættinu fylgir”. Allmargt manna fylgdist með athöfninni. sem öll var hin virðu- legasta. Meðal viðstaddra voru ráðherrar, hæstaréttardómarar. alþingismenn. fulltrúar erlendra rikja og fleiri framámenn. —SG. Forsetahjónin ganga til Alþingishússins i fylgd biskupsins og forseta hæstaréttar. Þrír nýir leikhússtjórar nœsta vetur Þrjú stærstu leikhús landsins, Þjóðleikhúsið, Leikíelag Reykjavikur og Leikfélag Akureyrar verða öll með nýja leikhússtjóra næsta vetur Þaö er Vigdis Finn- bogadóttir sem tekur viö Leikfélagi Reykja- vikur. Þjóðleikhússtjóri er enn óráðinn, en væntanlega liða ekki margir dagar þangað til gengið verður frá þvi, og svo liefur Leikfélag Akureyrar nú ráðið sér leikhússtjóra i annað sinn. ÞatS er Magnús Jónsson leikritaskáld, leikstjóri og kvik- myndageröarmaður, sem ræðst þangað norður. Menn hiða nú i ofvæni eftir l'réttum af ráðningu Þjóðlcikhús- stjóra, en hunn á að taka við al' Guölaugi Rósinkranz I. scptember. Sein kunnugt er var einhættið aðeins auglýst til eins árs, en annar af þeim iimsækjenduin, sem talinn var hæfural' Þjóðleikhúsráði, Sveinn Kinursson, fráfarandi leikhús- stjóri li já Leikfélagi Reykjavíkur, liefur l'engið hús Jóns Sigurðssonar i Kaupmaiinahöfn til afnota lilnla af næsla vetri. Iliim umsækjandinn sem Þjóð- leikhúsráö taldi hælan , var Jón Þórarinsson, yfirmaður Lista- og skemmlideildar sjónvarpsins. —ÞS Vestur-íslenzk skáldkona látin Frú Guðrún Tómasdóttir Barnason. sem var þekkt fyrir þýðingar islenzkra skáldverka á ensku og ritaði sjálf sögur og orti Ijóð. lézt i fyrradag i C'ambridge City sjúkrahúsinu i Massa- chusctts, S5 ára að aldri. Fréttastofan AP greinir frá andláti frú Guðrúnar i morgun. Hún var fædd á islandi og fluttist árið 1917 til Bandarikjanna. bar f'.i'tist hún Charles F. Barnason prófessor, sem var kennari i Harvard-háskóla og varð siðar deildarstjóri i tungumáladeild Northeastern Llniversity. Frú Guðrún talaði átta tungumál reiprennandi, islenzku, dönsku, norsku, sænsku, ensku, þýzku, frö’nsku og spænsku. Eiginmaður hennar lézt árið 1949. — IIII. Ylrœkt á frímerkjum l m m +.m. .* • .m. m. Póst og simamálastjórnin hefur nú tilkynnt útgáfu á nýjum islenzkum frimerkjum. Útgáfu- dagurinn er 23. ágúst og eru þetta ylræktarfrimerki teiknuð af Hauki Halldórssyni. bau eru prentuð i Sviss af Courvoisier hinu þekkta frimerkjafyrirtæki. Stærð merkjanna, en þau eru þrjú, er 26X41 mm. og verð þeirra 8 kr. 12 kr. og 40 kr. Pantanir til afgreiðslu á útgáfudegi þurfa að berast ásamt greiðslu fyrir 14. ágúst 1972. gf.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.