Vísir - 02.08.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 02.08.1972, Blaðsíða 13
' Visir Miðvikudagur 2. ágúst 1972 13 Umsjón: EDDA ANDRÉSDÖTTIR „Við verðum settir í fangelsi," segja þeir sem nú standa að kvikmyndagerð um kynlíf Krists Jens Jörgen Torsen, sem hefur gert handritið að kvikmyndinni heldur á krossinum, en þarna fer fram æfing á einu atriði kvikmyndar- innar. ,,Við verðum settir i fangelsi fyrir þessa kvikmynd,” segir náungi nokkur Aners Stefansen að nafni, en hann er upprunninn úr Danaveldi. Þessi kvikmynd sem ætti að geta komið sér svona illa fyrir hann og félaga hans heitir: The Love Affairs og Jesus Christ, þar sem þeir taka fyrir „mannlega” hlið Jesús. Krists. Höfundur handritsins heitir Jens Jörgen Thorsen, og eftir heils árs vinnu í Suður-Frakklandi að gerð handritsins er það loks tilbúið til upptöku. Kvikmyndin verður tek- in i Suður-Frakklandi. „Kvikmynd þessi á án efa eftir að verða mikiö umdeild”, segir Anders ennfremur „en hún er lika þess virði að gera hana. Hún er unnin og gerð af hæfileikamiklum mönnum, og talið verður á ensku.” Akveðið hefur verið aö upptök- ur hefjist nú alveg á næstunni, eða um mánaðarmót ágúst-sept- ember. Bæði Anders og Jens Jörgen telja Suður-Frakkland einna heppilegasta staðinn til upp töku kvikmyndarinnar, bæöi vegna þess að þeim finnst lands- lagið hæfa vel, og svo segja þeir að þar sé staðsett hin b'eztá kommúna, sem kemur til meö að verða þeim hjálpleg við gerð myndarinnar. Ekki nema örfáir atvinnuleikarar leika i kvik- myndinni. Samt getur það átt sér stað að upptaka kvikmyndarinn- ar verði i vetur gerð i Tunis að einhverju leyti. „Jesús Kristur var mikill upp- reisnarseggur og byltingarmaður þegar hann var uppi”, segir Jens Jörgen, eftir að hafa athugaö gaumgæfilega Mattheusarguð- spjallið og allan þann fróðleik sem hann getur náð sér i um Krist. „Oghann var einnig veikur fyr- ir mat, drykk og konum alveg eins og aðrir karlmenn”, segir Jörgen ennfremur. Meiri hluti kvikmyndarinnar mun ganga út á hin siöari ár Krists. Stundum er hún tekin upp þannig að Jesús er látinn vera fyrirliöi flokks sem rænir banka og fremur önnur afbrot, stundum er hann sýndur sem Kristur eins og hann er sagður hafa verið eða eins og fólk hefur myndað sér hugmyndir um hann og einnig er hann sýndur sem foringi hippa- kommúnu. Meðal þeirra atriða i kvik- myndinni sem efiaust munu koma miklu hneyksli af stað, er krossfestingin. Þar er Kristur krossfestur ásamt, Karli Marx, Tarzan, Mao-Tse-tung, Simoni postula og Uncle Sam. t formála handritsins sem Jens Jörgen hefur gert, segir hann meöal annars: „Maður sem lifir á tilfinningum sinum. Hann vekur athygli á þeim augnablikum þegar hann er eins og Guð, þegar hann lendir i slagsmálum, þegar hann drekkur og þegar hann umgengst konur. Þessi persóna vekur athygli og hann er hrifinn af völdum sinum.” Maria Magdalena er látin vera stór partur i lifi Jesú. Þau eru látin hittast i Libanon i fjölmennu kynferðissvalli. Jóhannes postuli er i kvikmyndinni leikinn af kven- manni. Myndin verður tekin i litum og framleidd af S.B.A. kvikmynda- fyrirtæki i Danmörku og Europa- Film i Stokkhólmi. „SYNFÓNÍA ARKITEKTÚRSINS" Litla borgin Neviges, sem stendur við ána Ruhr i Þýzkalandi hefði sennilega aldrei orðiö neitt þekkt, ef ekki heföi verið út af þessari furöulegu en skemmtilegu byggingu sem hér sést. Bygginguna teiknaði arkitektinn prófessor Gottfried Böhm og er hún gerö i mjög svo sjaldgæfum stíl. t byggingu þessari er kirkja, svo og nokkurs konar heimili eða bústaður fyrir pilagrima og þá sem hvergi eiga höfði sinu aö halla. Bygging þessi rúmar fjölda manns, en hana vigði kinverskur biskup, Vitus Maria-Chang Tso-huan. Fatafram- leiðendur nota sér einvígið Þeir deyja ekki ráða- lausir , þeir sem æstastir eru i gróðafýsninni. En heimsmeistaraeinvigið i skák er nú lika þess virði að þvi sé veitt athygli og margt snúist i kringum það. Ungar stúlkur og ungir piltar þramma nú um strætin með taflborð á bolnum sinum,og svo auðvitað Spasski og Fischer nöfnin i stórum áber- andi stöfum. Annars hefur ekki borið á þessum klæðnaði á islenzku strætunum ennþá, en eflaust á þessi tizka eftir að ná hingað eins og önnur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.