Vísir - 09.08.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 09.08.1972, Blaðsíða 6
6 Vísir Miðvikudagur 9. ágúst 1972 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. ( Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson \ Ritstjóri: Jónas Kristjánsson II Fr^ttastjóri: Jón Birgir Pétursson \ Ritstjórriarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson ( Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson \ Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 ( Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 \ Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) ( Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands ( i lausasölu kr. 15.00 eintakið. \ Blaðaprent hf. ( Undanhald heimsmeistarans j Blaðaskrifin um skattahneykslið hafa borið / árangur. Rikisstjórnin hefur látið undan siga fyrir ) gagnrýninni. Fjármálaráðherra tilkynnti um helg- ( ina, að ákveðið hefði verið að leiðrétta álagningu / tekjuskatts á aldrað fólk og öryrkja. ) Rikisstjórnin gafst upp i þessu máli eftir harða (i rimmu, sem staðið hefur siðan skattskrárnar voru ) lagðar fram. í fyrstu voru málsvarar hennar \ mjög borubrattir og töldu enga veigamikla galla ( vera á nýju álagningarreglunum. Þeir urðu þó fljót- / leg að leggjast i erfiða vörn, sem endaði svo i) hreinni uppgjöf. \ Gagnrýnin á skattlagninguna hefur verið studd ) ótal dæmum, sem sanna, hve rangsleitin álagningin ( getur verið i ýmsum tilvikum. Eftir snarpa hrið / fóru að renna tvær grimur á málsvara rikisstjórn- ) arinnar. Þjóðviljinn fór að kenna Framsóknar- ) flokknum um skattana. Siðan viðurkenndu bæði ( Þjóðviljinn og Timinn, að gallar væru i skattlagn- / ingunni á aldraða og öryrkja, og sögðu, að gallana ) mætti laga á næsta ári. ) Slik lausn hefði verið ákaflega ófullnægjandi og ) hefði komið allt of seint fyrir margt af þessu fólki. Á \ þetta var bent með ótal dæmum i dagblöðum og i (( yfirlýsingum stjórnarandstöðuflokkanna. Þessi // hrið leiddi svo til þess, að fjármálaráðherra varð að )i lýsa þvi yfir, að leiðréttingarnar hjá aldraða fólkinu ( og öryrkjunum yrðu gerðar núna strax. / Þessi ánægjulegi sigur leiðir hugann að þvi, að ( margt fleira er athugavert við nýju álagningarregl- / urnar, þótt ekki sé það eins hastarlegt og skattlagn- ) ingin á gamla fólkið. Þeir, sem hafa mikið fyrir þvi ) að afla töluverðra tekna með löngum vinnudegi til ( að sjá stórum fjölskyldum farborða, eru skattlagðir ( eins og milljónamæringar. Fjölskyldufeður með ) meðaltekjur og þar fyrir ofan lenda i hæsta skatt- ) flokki. / Nær hefði verið fyrir rikisstjórnina að reyna að ( bæta álagningarreglurnar svo, að þær næðu til (/ þeirra, sem hafa litlar tekjur á pappirnum, þótt all- ) ir sjái, að þeir lifa eins og greifar. Raunir hinna ) skattpindu skilamanna eru enn meiri en ella fyrir ( þá sök, að þeir sjá, hve vel sumir sleppa. / Annars er kjarni vandamálsins sá, að rikisstjórn- ( in hefur i þetta sinn ginið yfir of stórum hluta þjóð- / arkökunnar. Að undanförnu hefur hluti rikisins af) þjóðartekjunum numið rúmlega einum fimmta. ( Þessi hluti er skyndilega aukinn upp i rúman fjórð- ( ung þjóðarteknanna. Aukningin nemur hvorki ) meira né minna en um 5% af þjóðartekjunum, fyrir ) utan eðlilega aukningu vegna verðbólgu og vaxtar ( þjóðarbúsins. / Með þessu hefur islenzka rikið gerzt kröfuharð- (i ara gagnvart borgurum sinum en nágrannarikin l) eru gagnvart sinu fólki. Þau riki verja þó drjúgum )j hluta tekna sinna til varnarmála, en islenzka rikið (( sleppur hins vegar við slik útgjöld. Ef þessi stað- (/ reynd er tekin með i reikninginn, virðist ljóst, að ) nýja rikisstjórnin hefur með hrikalegum fjárlögum ) og nýjum skattareglum slegið heimsmet i skatt- ( heimtufrekju. Þeim bjargálna skilamönnum, / sem talið hafa rétt fram til skatts, er þó litil huggun ) af þátttökunni i sliku heimsmeti. ( „Finnst þör ekki, að tilbeiðsla hans á tölvunni gangi einum of langt?” „Þœr gleyma engu" Hœttan af tölvunni Eru tölvur blessun eða bölvun? Ýta þær mann- kyninu áfram á þróun- arbrautinni eða ógna þær einkalifi manna og gera þá að þrælum? Brezkir visindamenn hafa lagt sinn skerf til þessara umræðna og skýrt frá ýmsum hætt- um, sem vald tölvunnar bakar okkur. Tölvur reikna tunglferðir og mjólkurverð, mæla skuldir og blóðþrýsting fólks, upplýsa um neyzluvenjur og velja „réttan” maka fyrir karla og konur. Þær starfa með hraða ljóssins. Þeim má ekki múta. Þær gleyma engu. Þær gera ekki skyssur (nema menn „fóðri” þær vitlaust). Þessi furðutæki 20. aldar færa sig upp á skaftið með hverjum degi, sem liður. Þær hasla sér völl á tslandi i auknum mæli, og meira kemur brátt. Tölvan, sem gerði gömlu is- lenzku konunni háa skatta með þvi að bæta við núlli, er undan- tekning. Tölvur hafa fyrst og fremst verið tæki efnahagslegra framfara, og þeim er mikið þakk- andi fyrir bættan hag okkar. „Gerir skriffinnsku- veldið alviturt”. En einmitt kostir tölvunnar eru einnig gallar hennar. Bretarnir segja, aðógn tölvunnar felist ekki i skáldsagnalegum útlistunum á þvi, að „gervimenn taki völdin”, heldur einmitt i njósnum hennar um milljarða staðreynda, svo meinlitið sem slfkt virðist ef til vill. Alþjóðlega lögfræðinganefndin, er starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna, lýsti þvi fyrir skömmu, að „notkun tölva i söfnun og út- breiðslu staðreynda um einstakl- ingana” sé vaxandi ógnun við einkalif fólks og persónufrelsi. Brezku visindamennirnir Mal- colm Warner og Michael Stone taka undir þetta i nýbirtri rann- sókn: „Tölvan gerir skriffinnsku- veldið alviturt, jafnvel almátt- ugt”. „Um allt er njósnað. Ekkert gleymist. Ekkert fyrirgefið.” Tölvan, þessi „árvakri stóri bróðir með áhuga á kynlifi okkar og drykkjusiðum”. Svo sagði Bandarikjamaðurinn David M. Sullivan, sem varð frægur fyrir aðvörun sina. Rithöfundurinn George Orwell boðaði raunar fyr- ir tugum ára, að heiminum yrði „árið 1984” stjórnað af slikum „stóra bróður”, sem vissi allt um einstaklingana. Einræðisstjórnir Austur-Evr- ópu minna töluvert á slika mar- tröð, og það gera i minna mæli stjórnir vestrænna rikja, þó báð- ar i hratt vaxandi mæli. Skuldseigla, slysa- tiðni og allur ferill i ,,kerfi”. Mönnum taldist svo til, að árið 1969 væru „aðeins” 60 þúsund tölvur i notkun i Bandarikjun um, og við þær starfar em milljón manna. Bretarnir reikna, að þær verði orðnar 250 þúsund eftir þrjú ár og muni þrjár milljónir manna starfa við þær. „Tölvuveldinu” tilheyra einnig ýmiss konar „kerfi” og stöðvar, sem eru tengdar með tölvum mörg hundruð kilómetra leið og gefa og taka viö upplýsingum. Slikt „kerfi” þekkjast auðvitað i samgöngum og viðar.en einnig má nefna varnarkerfi, væntan- lega bæði- NATO og Sovétblokk- arinnar. Illlllllllll Umsjón: Haukur Heigason 70 þúsund slikar tölvur voru við „störf” i ársbyrjun 1970, að sögn Bretanna, en i lok þessa árs munu þær verða orðnar fleiri en 200 þúsund. A ári hverju bætgst um hundrað þúsund slikar við i Bandarikjunum einum. Til að lýsa þessum stöðvum frekar má benda á, að um þær getur bankaútibú fengið á auga- bragði upplýsingar um, hvernig einhver viðskiptavinur hefur staðið sig i greiðslu skulda fyrr- um. Bifreiðatryggingafélög geta á sama hátt fengið upplýsingar um bilslys, sem viðskiptavinur hefur verið viðriðinn, og lögreglu- stöðvar fá upplýsingar um feril manns, sem liggur undir grun. „Gott,” mundu flestir segja, en Bretarnir hafa nokkuð til sins máls, þegar þeir benda á hætturn ar, sem þessi tækni ber með sér. Hættulegir, sem fá bæk- ur Karl Marx lánaðar. Lögfræðingarnir og brezku vis- indamennirnir óttast sérstaklega þá tækni, er margar tölvur tengj- ast þannig saman i „staðreynda- miöstöðvum” og upplýsingum er safnað i eina allsherjar tölvu, svo sem upplýsingum um feril manna á ýmsum sviðum. Arthur Miller benti fyrir áratug á afleiðingar þess, að miðtölva eða staðreyndabanki „yrði kjarn- inn i eftirlitskerfi yfirvalda, sem fylgdist með fjármálum okkar og hegðun, andlegri og likamlegri heilsu, sem yrði opinberað „rann- sóknardómurum” rikisstjórna eða jafnvel ýmsum öðrum af til- viljun”. Warner og Stone hafa mestar áhyggjur af þróun i þvi landi, sem lengst er komið & braut tölvunn- ar, Bandarikjunum. Þeir segja, að bandariska rikis- lögreglan safni upplýsingum um, hvaða bækur menn taki i bóka- söfnum og grunur falli á þá, sem séu æstir i bækur Karl Marx eða Herberts Marcuse, hugmynda- fræðings róttækra sósialista nú- timans. 1 þessu erum við komin að jaðri þess, sem getur kallazt kostur tölvunnar. Auðvitað mætti segja, að athuganir rikislögregiunnar, FBI, á bókaútlánum geti verið meinlausar i sjálfu sér, en hver setur mörkin? Auðvitað setja yf- irvöldin mörkin. Framdi afbrotið, sem tölvan „geymdi” 10 ára. Dæmi er nefnt um hermanninn, sem var hafnað i ákveðinni deild, af þvi að tölvan greindi frá þvi, að hann hefði „framið afbrot áður fyrr”. Við frekari rannsókn kom þó fram, að afbrotið hafði hann framið, þegar hann var tiu ára gamall og hnuplaði i búð. Ef til vill má skera úr slfku, þegar „fórnardýriö” veit sjálft um, á hverju þessi eða hinn úr- skurðurinn gagnvart honum byggist. Hann getur oft og tiðum flett ofan af slikum skyssum og útskýrt, hvers vegna bókstafur tölvunnar skuli ekki blifa. En væntanlega geta orðið fleiri þau tilvikin, að fyrir fornardýrinu verður embættismaður af ein- hverju tagi, sem neitar og hafnar, án þess að fórnardýrinu verði nokkurn tima ljóst, hvers vegna sú ákvörðun var tekin. Orðspormanna fylgir þeim, yf- irleitt til góðs, i Reykjavik og ræður miklu um viðtökur ein- staklinga, ef þeir leita sér ibúðar, atvinnu eða vixils. En tölvan get- ur vitað miklu meira, auk þess sem staðreyndir hennar eru harð- ar og ekki fylgir „Ég held, að hann sé hættur að drekka”. Hætt er við, að afbrotamaður inn verði alltaf með afbrotiö á bakinu og „hóran alltaf hóra”, þegar tölvan hefur einu sinni lagt það á minnið. „Sameinizt þið hafið engu að tapa nema tölvukortinu”. Bretarnir þakka það „skorti á samvinnuhæfni rikisstjórnar og fyrirtækja i úrvinnslu stað- reynda”, að við erum ekki verr staddir enn. Þeir telja, að verði slikri sam- vinnu komið á fót, einsog auð- veldast er i einræðisrikjum, skap- ist grundvöllur fyrir njósnir um hvern mann og unnt verði að hafa nákvæmar og aðgengilegar upp- lýsingar um smáatriðin i lifi hvers borgara til taks, hvenær sem yfirvöldum þóknast að kikja á. Þeir minna á hvatningu Karl Marx á 19. öld „öreigar allra landa sameinizt. Þið hafið engu að tapa nema hlekkjunum”, og segja, að þetta ' ætti að hljóða „Þið hafið engu að tapa nema tölvukortinu”. Margir munu segja, að þessi martröð, sem lögfræðingar og visindamenn vara við, sé nokkuð ýkt, en vafalaust er á ferðinni ein af meiri háttar hættum, sem var- ast verður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.