Vísir - 09.08.1972, Blaðsíða 3
Visir Miðvikudagur 9. ágúst 1972
3
Þrjátíu þúsund
þátttakendur
— Daily Mirror efnir til skákþrautarkeppni,
verðlaun ferð til íslands
Tefla lika konur hér?
Það var • Höllinni i gærkvöldi,
að Sveinn Sæmundsson blaða-
fulltrúi Flugfélags islands vék
sér að mér og bauð mér upp á
viðtal við fjóra unga Englend-
inga sem nýkoinnir eru hingað
til lands, en þeir höfðu hreppt
vcrðlaun i skákþrautakeppni,
scm stórblaðið Daily Mirror
efndi til.
Þeir eru allir ungir, sá yngsti
19 og elzti 27. Kenneth Watins
stúdent i húsagerðalist frá
Rochester, þar sem Dickens
fæddist, verður fyrstur fyrir
svörum:
Þetta var skrambi þung þraut
og ég þurfti lengi að liggja yfir
henni. Ég hef teflt siðan ég var i
barnaskóla og hef mikinn áhuga
fyrir skák eins og svo margir i
minum bæ. Þetta er alveg stór-
kostlegt að vera allt i einu kom-
inn hingað til Islands og auðvit-
að gat maður ekki óskað sér
neins frekað i sambandi við
skák.
Granville Robson sem er
elztur og starfar i þjónustu þess
opinbera i Birmingham segir:
Ahuginn sem hefur vaknað i
Englandi er engu likur, mér
dettur helzt i hug heims-
meistarakeppni i fótbolta, og
hann brosir, það er leikið við
okkur hér, búum á lúxushóteli
og svo þetta hér i Höllinni, sem
hlýtur að vera óskadraumur
allra sem unna skák. Riehard
Beery, húsgagnasölumaður frá
Edinborg segir:
Aldrei hefði mig dreymt fyrir
þvi að sjá svona marga áhorf-
endur á skákkeppni. Það hlýtur
að vera óskaplega mikill áhugi
fyrir skák hérna á Islandi. Tefla
allir hérna og lika konur?
Maurice Lowman, sem er
skipateiknari segir:: Allur að-
búnaður hér i Höllinni er með
ólikindum.
Ég hefði aldrei trúað að hægt
væri að gera svona flott hér á Is-
landi.
Það hefur enginn þessara
ungu manna komið hingað til Is-
lands áður og hrifning þeirra af
öllu, sem fyrir augu ber virðist
ósvikin. Ég vil ekki tefja þá
lengi frá skákinni en spyr þá að
lokum með hvorum þeir standi i
keppninni.
Sinn skammturinn
af hvoru
ánægja og skák
Þrir með Fischer og einn með
Spasski.
Blaðamaðurinn, sem með
þeim er heitir Peter Moeller
ungur maður og geðugur hann
segir svo frá:
Við á Daily Mirror efndum til
þessarar keppni fyrst og fremst
til að kanna áhuga lesenda okk-
ar á skák. Arangurinn varð
undraverður og fjöldi þátttak-
enda fór langt fram úr þvi, sem
Bent Larsen að útskýra 12. skákina: „Það er ekkert að marka hvað þeir leika. Ég þekki þetta afbrigði,
lærði það þegar ég var krakki!”
við höfðum gert ráð fyrir. Við
fengum yfir þrjátiu þúsund
lausnir. Keppnin var sem sagt
fólgin i þvi, að leysa skákþraut
og segja jafnframt i tólf orðum
frá þvi af hverju viðkomandi
hefði gaman af skák og lausnir
þessara fjögurra, sem með mér
eru voru beztar.
Verðlaunin voru sem sagt
fjögurra daga dvöl hér á tslandi
og miðar á tvær umferðir ein-
vigisins.
Ahugi fyrir skák heima i Eng-
landi hefur aukizt með ólikind-
um þessa dagana og til að
mynda hvergi hægt að komast
yfir skákborð i verzlunum og
auðvitað eru það áhrif frá
keppninni hér, sem hefur komið
þessari skriðu af stað.
Ég er að vona að ég geti
fengiö mynd af ungu mönnunum
fjórum ásamt Spasski en við bú-
um á sama hóteli og hann. Þá er
meiningin að ferðast eitthvaö
hér um nágrennið og hafa sinn
skammtinn af hvoru ánægju og
skák. Flugfélag tslands hefur
mjög greitt götu okkar og er ég
þakklátur þvi og hann bætir viö
brosandi, annars stóð i járnum
að einn pilturinn kæmist, hann á
nefnilega tveggja ára giftingar-
afmæli i dag, en skákferðalagið
varð ofaná og við ætlum að
halda upp á afmælið á eftir.
Ertu danskur Peter spyr ég.
Já hálfur Dani og hálfur Þjóð-
verji en tala ekki dönsku svo
það er þýðingarlaust fyrir mig
að fara niður i kjallara til að
hlusta á Danann Larsen skýra
skákina.
Að lokum óska ég þessum
ungu mönnum góörar skemmt-
unar og ánægjulegrar dvalar
hér á tslandi. b
„Fischer hefur
hjálpað okkur
geysilega"
— rœtt við hótelstjóra og ferðaskrifstofumenn
um áhrif einvígisins á ferðamannastrauminn
„Jú, Fischer hefur
áreiðanlega hjálpað
okkur með þessu bram-
bolti sinu. Hann hefur
auglýst nafn íslands
mjög rækilega undan-
farnar vikur og það á án
efa eftir að koma fram á
ferðamannastraumnum
til landsins næstu árin”.
Þetta er álit þriggja manna,
sem við spjölluðum við um ein-
vfgið og áhrif þess á ferðamanna-
strauminn til landsins. Við töl
uðum fyrst við Erling Aspelund
hótelstjóra á Hótel Loftleiðum og
sagði hann að hann teldi ótvírætt
að Island hefði fengið mjög já-
kvæða auglýsingu í sambandi við
einvigið '. „Orðið Island hefur
farið viða, og það ætti að hafa
áhrif, þótt enn sé of snemmt að
segja hversu mikil þau verða. Og
allt standið á Fischer hefur aug-
lýst landið mikið”, sagði Erling.
Geir Zöega, ferðaskrifstofufor-
stjóri, var sama sinnis. Hann
kvaðst hafa verið i Englandi i
sumar og þar hefði nafn Islands
komið i sjónvarpi svo til daglega.
„Þetta var gifurleg auglýsing,
sem hlýtur að hafa mikil áhrif. Og
ég held að vitleysan i Fischer hafi
lika haft jákvæð áhrif fyrir Is-
land”, sagði Geir.
Að lokum töluðum við við Njál
Simonarson hjá Ferðaskrifstofu
Olfars Jacobsen og sagði hann
að þótt ekki væri hægt að tala um
bein áhrif ennþá af einviginu, þá
ætti það áreiðanlega eftir að hafa
áhrif á ferðamannastrauminn til
landsins. „Fischer hefur hjálpað
okkur og komið nafni landsins á
framfæri miklu oftar i erlendum
fjölmiðlum en ef hann hefði bara
komið og sezt þegjandi i stólinn”,
sagði Njáll. —ÞS
Frammistaða Spasskís
ekkert einsdœmi
Menn hafa áður unnið upp 2-3 vinninga forskot
Þrátt fyrir slaka frammistöðu
hjá Spasski i einviginu þá er það
ckkert einsdæmi að annar kepp-
andi i einvigi um heimsmeistara-
titilinn hafi þurft að vinna upp 2-3
vinninga forskot. 1935 i einviginu
milli Euwe og Alhekines var sá
siðarnefndi kominn þrem vinn-
ingum yfir en Euwe náði að jafna
og sigra i einviginu. 1956 vann
Vassili Smyslof upp þriggja vinn-
inga forskot þáverandi heims-.
meistara Mikaels Botviniks og
jafnaði, en Botvinik hélt þótitlin-
um.
Allt getur þvi gerzt i einviginu
milli Spasskis og Fischers enda
er keppnin aðeins hálfnuð. GF
Loksins sorphreinsun
í Bessastaðahreppi
Ilallærisástand hefur lengi Bessastaðahreppi. Hefur engin
rikt i sorphreinsunarmálum i skipulögð sorphreinsun veriö i
Eins og stendur veröur hver aö bjarga sér eins og bezt hann getur með
sorpið sitt i Bessastaðahreppnum.
hreppnum, og hver og einn orðið
að losa sig við sorp eins og hann
bezt gat. Hafa af þessu orðiö
inikil óþægindi og óþrifnaöur.
1 haust stendur til að þetta
ástand breytist til batnaðar, þvi
að þá verður tekin upp skipu-
lögð sorphreinsun i hreppnum,
eins og gerist viðast hvar i fjöl-
menni. Oddviti hreppsins, Ey-
þór Stefánsson,sagði blaðinu að
staðið hefði til i vor að byrja á
sorphreinsun, en þar sem
breytingar voru fyrirhugaðar á
sorphreinsuninni i Garðahreppi,
var ákveðið að hefja sorp-
hreinsunina i Bessastaða-
hreppnum um leið og þær
breytingar hefðu verið gerðar.
Hafa nú verið teknar i notkun
körfur með pokum i Garða-
hreppnum og slikar körfur
verða teknar upp i Bessastaða-
hreppnum i haust og þá mun
sorpbillinn sækja allt sorp þang-
að lika. —ÞS
Eingöngu af
kœruleysi
að minkar
sleppa út
„Það er bara af kæruleysi, sem
minkurinn hefur sloppið út. Ég
hef skoðað þau þrjú minkabúr,
sem líklegust eru, og óneitanlega
er umgengnin á þeim misgóð. En
allir bera þetta af sér og ómögu-
legt viröist vera að fá úr þvi skor-
ið, af hvaða búi þessi minkur
slapp”, sagði veiðistjóri, Sveinn
Einarsson, er blaðið haföi sam-
band við hann i morgun og spurði
frétta af rannsókninni á ali-
minknum, sem nýlega fannst
uppi á Kjalarnesi.
Sagði Sveinn aö fyrir nær
tveimur árum hefði aliminkur
fundizt á sviþuðum slóðum, en þá
heföi ekki verið hægt að finna út
hvaðan hann kom. „Það leynir
sér ekki, þegar um alimink er að
ræða, en hins vegar er ógerlegt að
finna út af hvaða búi hann er.
Minkarnir eiga alls ekki að geta
komizt út, og ég álft að hér sé ein-
göngu um kæruleysi að ræða”,
sagði Sveinn að lokum. —ÞS.